Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 16
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. Iþróttir DV pmnuiiii imj .. . :;:U; ■■■■: ■';■■'■ .'■■■, • Her eru þeir kappar sem hlutu verðlaun DV og Hörpu fyrir góöan árangur í septembermánuði. Lengst til vinstri er Rúnar Kristinsson, KR, sem valinn var besti leikmaðurinn. Þá kemur Guðmundur Haraldsson, besti dómarinn í september og loks Ásgeir Eliasson, þjálfari Fram, besti þjálfarinn í september að mati DV og Hörpu. Lengst til hægri er Ólafur Már Sigurðsson markaðsstjóri Hörpu h/f. DV-mvnd Brvniar finnti fjf j)? m ’’ ^ )(' í! f$,%} ::-\v fliv 11 Útnefningar DV og Hörpu: Rúnar, Asgeir og Guðmundur verðlaunaðir fyrir september DV í samvinnu við málningarfyrir- tækið Hörpu h/f, styrktaraðila 1. deildarinnar í knattspymu, út- nefndu í gær besta leikmann, þjálf- ara og dómara fyrir septembermán- uð og var frammistaða í síðustu þremur umferðum deildarinnar höfð til hbðsjónar. Þetta var 5. og síðasta útnefning sumarins til þeirra leikmanna, þjálf- ara og dómara sem þóttu skara fram úr í hverjum mánuði að mati DV og Hörpu. Rúnar besti leikmaður septembermánaðar Rúnar Kristinsson, úr KR, var valinn besti leikmaður septembermánaðar. Rúnar sem er 21 árs gamali, lék mjög vel í síðustu þremur leikjum KR gegn Val, ÍA og KA. Hann skoraöi í leikn- um gegn Val sem KR vann, 3-0, og var aðal driffjöður liðsins á miðj- unni. Rúnar er einn af framtíðar- mönnum íslenska landsliðsins í knattspymu og hefur verið fastur maður í landshðshópnum um nokk- urt skeið. Asgeir Elíasson útnefndur besti þjálfarinn Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram, var útnefndur þjálfari septembermánað- ar hjá DV og Hörpu. Undir stjóm Ásgeirs tryggði Fram sér íslands- meistaratitilinn í síðustu umferðinni með sigri á Val, 3-2, í einum magnað- asta leik sumarsins. í hinum tveimur leikjum Fram í septembermánuði gerði liðið jafntefli við FH, 2-2, og í næst síðustu umferð deildarinnar gjörsigruðu Framarar hð Sfjörnunn- ar, 6-1. Ásgeir er nú við stjórnvöhnn hjá Fram sitt 6. keppnistímabil í röð og undir hans sfjóm hefur félagið náð frábærum árangri. Sigrað þrí- vegis á íslartdsmótinu, þrisvar sinn- um hefur liðið orðið bikarmeistari auk þess sem liðið hefur unnið Reykjavíkurmeistaratitla. Guðmundur Haraldsson besti dómarinn Guðmundur Haraldsson, sem dæmir fyrir KR, var útnefndur dómari sept- embermánaðar. Guðmundur dæmdi tvo leiki í 1. deildinni í mánuðinum og fékk bestu einkunn fyrir báða leikina. Eftir leik FH og ÍA í síðustu umferð íslandsmótsins var Guð- mundur heiðraðm- fyrir frábær störf í dómgæslunni. Hann hefur ákveðið að hætta að dæma en hann er búinn að vera að í hálfan þriöja árutug og hefur haft mihiríkjaréttindi í tvo ára- tugi. Guðmundur hefur þó ekki alveg sagt skihð við flautuna. Hann mun dæma leik Dana og Færeyinga í Evr- ópukeppni landshða auk annara verkefna á Evrópumótunum í knatt- spymu. -GH/VS/JKS/SK • Rúnar Kristinsson, KR DV/Hörpulið septembermánaðar • Antony Karl Val • Kristján Jónsson Fram • Anton Markúss Fram • Sigurlás Þorleifs ÍBV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.