Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Page 17
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. 2í DV Sport- Sigiirður og Guðni stúfar með gegn Tékkum Heimsmeistararnir koma til íslands • Heimsmeistarar Svía í hand- knattleik hafa hegið boö HSÍ um aö leika tvo til þrjá landsleiki gegn íslendingum í desember. Svíar munu dvelja hér á landi dagana 27.-30. desember. Sviar komu geysilega á óvart i síöustu heimsmeistarakeppni í Tékkóslóvakíu með því að leggja Sovét- menn á eftirminnilegan hátt aö velli í úr- slitaleik. Reykjavikurmótið í fullum gangi • Reykjavíkurmótið í körfu- knattleik er hafið og taka fjögur karlalið þátt í mótinu að þessu sinni, KR, Valur, ÍS og ÍR. í kvennaflokkí leika þrjú félög, KR, ÍS og ÍR. Mótið fer fram á þremur helgum og hófst sunnudaginn 16. september. Næsta sunnudag leika ÍR-KR kl. 20 og ÍS-Valur í karlaflokki og ÍS-KR í kvennaflokki kl. 18.15. Síðasta umferðin fer fram 30. sept- ember og fara allir leikirnir fram í Haga- - íslenska landsliðið í knattspyrnu valið í gær Bo Johansson, landsliðsþjálfari Is- lands í knattspyrnu, tilkynnti í gær landsliðshópinn fyrir landsleikinn gegn Tékkum í Evrópukeppninni sem verður í borginni Kosice 26. sept- ember. Bo gerði eina breytjngu á liðinu frá því í landsleiknum gegn Frökkum í Reykjavík, Þorvaldur Örlygsson, Nottingham Forest, dettur út en í hans stað var valinn Sigurður Jóns- son, Arsenal. Þetta er fyrsti leikur Sigurðar frá því í ágúst í fyrra en þá lék hann gegn Austurríkismönnum. Sigurður hefur átt við langvarandi meiðsli að stríða en hefur nú náð bata að fullu. íslenska landsliðið hefur leikið tvo leiki til þessa í keppninni, sigur vannst á Albaníu, 2-0, í vor en leikur- inn gegn Frökkum tapaðist, 1-2. Tékkar hafa enn ekki leikið i riðlin- um en þeir hafa mjög sterku liði á að skipa en Tékkar stóðu sig sérstak- lega vel í heimsmeistarakeppninni á Ítalíu í sumar. Margir leikmenn í liði Tékka leika með liðum í Vestur- Evrópu og fá þeir sig allir lausa fyrir leikinn gegn Islendingum. Landsliðshópurinn, sem Bo Jo- hansson valdi fyrir leikinn gegn Tékkum, lítur annars þannig út: Markmenn: Bjami Sigurðsson..............Val Birkir Kristinsson...........Fram Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson................KR Pétur Pétursson................KR Sævar Jónsson.................Val Þorgrímur Þráinsson...........Val Antony Karl Gregory...........Val Ólafur Þórðarson............Brann Pétur Ormslev................Fram Sigurður Grétarsson ...Grasshoppérs Sigurður Jónsson..........Arsenal Guðni Bergsson..........Tottenham RagnarMargeirsson.............KR Arnór Guðjohnsen.......Anderlecht Rúnar Kristinsson.............KR Kristján Jónsson............Fram -JKS • Sigurður Jónsson kemur nú inn i tandsliðshópinn að nýju. skóla. Keíla í Öskjuhlíð • Fyrsta umferð íslensk/ameríska móts- ins í keilu verður haldið i keilusalnum í Öskjuhlíð laugardaginn 22. september kl. 19. Nær óbreytt 21 árs lidid sem leikur í Michalovce GolfmótÞróttara i Hvammsvík • Knattspyrnudeild Þróttar heldur golfmót á laugardaginn kemur í Hvammsvík fyrir stúðningsmenn og velunnara félagsins. Lagt verður af stað frá félags- heimilinu við Sæviðarsund kl. 12 á hádegi en mótið hefst síöan stundvíslega klukkan 14. Annað Aloha-mótið á iaugardaginn kemur • Annað Aloha-mót sumarsins verður lialdið á morgun, laugardag, á Hvaleyrar- holtsvelli í Hafnarfirði. Ræst verður út frá klukkan 8 30 um morguninn og fer skrán- ing keppenda fram í sima 53360. Fyrsta mótið var haldið um síöustu helgi. Bald- vin Jóhannsson, GK, sigraöi án forgjafar. í keppni með forgjöf sigraöi Baldvin Jó- hannsson einnig og í öðru sæti hafnaði Guðlaugur Georgsson. Albani sækir um hæli í Frakklandi • Albanski' landsliösmaðurinn Pjerin Noga, sem leikur með Tirana, hefur beðið um hæli í Frakklandi sem pólitískur ílóttamaöur. Noga lék með félagi sínu gegn Marseille í fyrrakvöld í Evrópukeppní meistaraliða en stakk af á flugvellinum i Marseille þegar liöið var að leggja af staö til Albaníu. Noga gaf sig ekki fram við frönsk yfirvöld fyrr en um hádegisbilið í gær. Hann er 27 ára að aldri. Ahorfendur í hár saman á fótboltaieik i Vínarborg • Til óláta kom á milli stuðningsmanna Rapid Vín og Inter Milan í Evrópukeppn- inni í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Vínarborg og að minnsta kosti sjö manns slösuöust. Dagblöð í Austurríki sögðu í gær að stuöningsmenn Inter heföu rifið upp stóla á áhorfendapöllum og hent þeim í átt til lögreglu. Talið er samt að ólætin hafi byrjað þegar stuðningsmenn Rapid köfluðu ókvæðisorð til ítalanna. Þaö haíi þeim mislikað en þess má geta að í leik Inter gegn Austria 1983 lét Austurríkis- maður lífið í ólátum sem þá brutust út. Gili hættur hjá Marseille • Gerard Gih sagði upp störfúm hjá Mar- seille í gær, aðeins tveimur dögum eftir að Franz Beckenbauer kom til félagsins. Beckenbauer átti að vera tæknilegur ráð- gjafi og Gili til aðstoðar. Uppsögn Gili er þó tekin í samráði við eiganda félagsins, Bemard Tapei. íslenska landsliðið skipað leik- mönnum 21 árs og yngri leikur gegn Tékkum á þriðjudaginn i næstu viku. Leikurinn er liður í Evrópukeppn- inni og fer hann fram í borginni Mic- halovce í Tékkóslóvakíu. Marteinn Geirsson, þjálfari liðsins, valdi í gær þá leikmenn sem skipa landslið ís- lands og er það skipað nær sömu leikmönnum og léku gegn Frökkum nema hvað Anton Markússon, Fram kemur inn í liðið í stað Finns Kol- beinssonar úr Fylki. Liðið er skipað eftirtöldum leik- mönnum: Markverðir: Ólfur Pétursson................ÍBK Kristján Finnbogason............KR Aðrir leikmenn: Þormóður Egilsson...............KR JóhannLapaz.....................KR Helgi Björgvinsson.........Víkingi Kristján Halldórsson............ÍR Steinar Adolfsson..............Val Haraldur Ingólfsson............ÍA Ingólfurlngólfsson.....Stjörnunni Valdimar Kristófersson.... Stj örnunni Valgeir Baldursson.....Stjörnunni Steinar Guðgeirsson..........Fram Ríkharöur Daðason............Fram AntonMarkússon...............Fram GunnlaugurEinarsson....Grindavík GunnarPétursson.............Fylki • íslenska liðiö hefur leikið einn leik í keppninni, tapaði þá fyrir Frökk- um, 0-1, í Reykjavík. -JKS TBR keppir í Ungverjalandi Lið TBR í badminton hélt á mið- vikudag til Búdapest í Ungverjalandi til þátttöku í Evrópukeppni félags- liða í badminton. Liðið TBR að þessu sinni skipa: Árni Þór Hallgrímsson, Broddi Kristjánsson, Jón Pétur Zimsen, Birna Petersen, Elsa Nielsen og Guðrún Júlíusdóttir. Það eru 19 Evrópulönd sem senda lið til keppni að undangenginni keppni í viðkomandi landi um sterk- asta félagsliðið. Mótið er fjórir riðlar með íjórum liðum og kemst það lið áfram sem vinnur sinn riðil. TBR er í riðli með Austurríki, Hollandi og Svíþjóð. -GH • Broddi Kristjánsson er i liði TBR sem keppir í Búdapest. Lokahóf knattspymufólks fer fram um helgina - í 1. deild karla og kvenna á Hótel íslandi - 2. deild karla í Glaumbergi Næstkomandi laugardag 22. sept- ember verður lokahóf knattspyrnu- manna í 1. deild karla og kvenna haldið á Hótel íslandi. Hófið veröur með hefðbundnu sniði. Um klukkan 18.30 mæta liðin, hvert í sinni rút- unni, að félagssvæði íslandsmeistar- anna og þaðan verður keyrt í hala- rófu og lögreglufylgd á Hótel ísland. Þar verður tekið á móti knattspymu- mönnum með fordrykk og síðan hefst borðhald og fjölbreytt skemmti- atriöi. Sigmundur Ernir Rúnarsson verö- ur kynnir kvöldsins. Ómar Ragnars- son sér um skemmtiatriði og íslands- meistararnir í samkvæmisdönsum stíga vönduð skref á sviðinu. Fulltrúi frá Hörpu afhendir félögum ávísanir og er upphæðin í samræmi við ár- angur liðanna á íslandsmótinu- Hörpudeild. Hann mun síðan til- kynna Hörpulið ársins sem valið er af DV og fulltrúum frá Hörpu. Adidas mun aíhenda markahæstu leik- mönnum 1. deildar, gull-, silfur- og bronsskó og fleira athyglisvert fer fram. Heiðursgestir halda ræður en há- punktur kvöldsins verður um klukk- an 22.50 en þá verður tilkynnt hverj- ir hafa verið valdir efnilegustu og bestu leikmenn karla og kvenna í 1. deild. Það er mál manna að valið á besta leikmanni 1. deildar karla hafi aldrei verið eins erfitt og mun spennan því ná hámarki um klukkan ellefu. Að verðlaunaafhendingu lokinni mun hljómsveit Pálma Gunnarssonar leika fyrir dansi. Að loknu borðhaldi verða seldir miðar fyrir þá sem kjósa að koma seinna og um klukkan 11.30 verður húsið opnað fyrir almenningi. Lokahóf 2. deildar í kvöld Uppskeruhátíð 2. deildar (pepsídeild- ar) karla í knattspyrnu fer fram í veitingahúsinu Glaumbergi í Kefla- vík í kvöld og hefst kl. 20. Þar verður valinn besti leikmaður 2. deildar auk þess sem valinn verður besti leik- maður í hverri stöðu. Þá verður markakóngi deildarinnar, Grétari Einarssyni, afhentur gullskórinn. Þetta er í fyrsta skipti sem leikmenn úr liðunum 12. deild efna til lokahá- tíðar líkt og leikmenn úr 1. deild gera. íþróttii Sport- stúfar Drengjalandslið ís- lands í knattspyrnu, skipað leikmönnum undir 16 ára, Ieikur á mánudag síðari leik sinn gegn Wales í Evrópukeppni landsliða. Leikurinn fer fram á Selfossi og hefst kl. 16. Fyrri leik liðanna, sem fram fór í Wales, lauk með sigri Walesbúa, 1-0, en það lið sem nær betri árangri úr leikjun- um tveimur heldur áfam í keppn- inni. Kristinn Björnsson og Þórð- ur Lárusson, þjálfarar drengja- landsliðsins, hafa valið þá 16 leik- menn sem skipa islenska liðiö: PálmiHaraldsson...........ÍA Árni Arason...............ÍA Alfreð Karlsson...........ÍA Gunnlaugur Jónsson.........í A Stefán Þórðarson..........ÍA Orri Þórðarson.............FH Hrafnkell Kristjánsson.....FH Lúðvík Jónasson......Sfjarnan Viðar Erlingsson.....Stjarnan Helgi Sigurðsson.....Víkingi GunnarÞórisson.......Víkingi Guðm. Benediktsson...Þór AK. Brynjólfur Sveinsson.......KA Þorvaldur Ásgeirsson...Fram Sigurbj. Hreiðarsson...Dalvík Einar Árnason..............KR 7 leikmenn Dundee Utd. fengu flensu Mikil flensa hefur herjað á leikmenn skoska liðsins Dundee Utd eftir að liðið lék gegn FH-ingum í Evrópukeppni félagsliöa á dögunum. Ekki færri en 7 leikmenn liggja nú rúm- fastir, þrír af þeim hófu leikinn gegn FH og aörir 3 sátu á vara- mannabekknum. Mjög kalt var í veðri þegar leikurinn fór fram og mikill vindur. Forráöamenn Dundee Utd. hafa miklar áhyggj- ur vegna þess að félagið á að leika gegn Glasgow Rangers í 1. deild skosku knattspyrnunnar á laug- ardagiim. Raggi skoraöi þrjú í stjörnuleiknum Ægir Már Kárason, DV Suöumesjum: Stjömuleikur Víkurfrétta í Keflavík fór fram á knattspyrnu- vellinum i Keflavík í gær. Leikur- inn var ágóðaleikur og léku liö Víðis og Keflavíkur, sem var styrkt með þeim Ragnari Mar- geirssyni, Gunnari Oddssyni, Sigurði Björgvinssyni og Kjart- ani Einarssyni. Keflvíkingarnir sigraðu örugglega, 5-1, og átti Ragnar Margeirsson stórleik og skoraði þrennu; PSV Eindhoven tapaði íFrakklandi Tveir lefkir fóru fram á Evrópumótunum í knattspymu í gær. í Evrópukeppni félags- liða gerðu Antwerpen frá Belgíu og Ferencvaros frá Ungverja- landi, 0-0, jafntefli. í Evrópu- keppni bikarhafa sigraði franska liöið Montpellier lið PSC Eind- hoven frá Hollandi á heimavelli sinum, 1-0. Það var Jacek Ziober sem skoraði eina mark leíksins á 54. minútu að viðstöddum 12 þús- und áhorfendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.