Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 24
32 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. Meiming Guðrún Gísladóttir, Arni Pétur Guðjónsson og Guðmundur Ólafsson í hlutverkum sínum i Fló á skinni. Borgarleikhúsið sýnir: Fló á skinni (La puce á l’oreille) Höfundur: Georges Feydeau Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson Leikmynd og búningar: Helga Stefánsdóttir Þýðing: Vigdís Finnbogadóttir „Sumri hallar, hausta fer... “ og vetur konungur gerir okkur glennu með því að berja að dyrum miklu fyrr en við áttum von á honum. Það snjóar á sumarblómin. Fyrstu frumsýningar haustsins bjóða upp á aíþrey- ingu. Á fjölum beggja „stóru“ leikhúsanna er haft uppi gaman og grín, og það er kannske ekki svo illa við hæfi til þess að þjóðin sökkvi nú ekki ofan í eitt- hvert allsherjar þunglyndi. Borgarleikhúsið reið á vaðið í gærkvöldi með frum- sýningu á sígildum gamanleik, Fló á skinni, sem átti miklum vinsældum að fagna í Iönó fyrir tæpum tutt- ugu árum. Þetta leiktrit er samið í byrjun aldarinnar og ber sem slíkt aldurinn vel. Persónurnar eru ósköp mannlegar og það er smá afbrýðisemi og tortryggni eiginkonu sem hleypir allri flækjunni af stað. Slíkt gæti nú gerst hvar og hvenær sem er en aðstæður í leikritinu eru bundn- ar laufléttu Parísarandrúmslofti aldamótaáranna og ekkert er átt við að staðfæra textann eöa sníða honum annaö umhverfi. Þýðing Vigdísar Finnbogadóttur er þægileg á að hlýða og tilsvör mörg ágætlega hnyttin og hitta vel í mark. Fyndnin í atburðarásinni er fólgin í allsherjar mis- skilningi og ruglingi sem veldur hinum ótrúlegustu uppákomum. Hraði og öryggi er frumskilyrði til þess að allt gangi upp og við hönnun leikmyndar þarf að sjá fyrir ótal imikomu- og undankomuleiðum. Leikstjórinn Jón Sigurbjörnsson byggir þennan flókna vef ágætlega upp þó að hraðinn eigi án efa eft- ir að aukast þegar sýningin fer að slípast. Á frumsýn- ingu vantaði meiri snerpu og einlægari leikgleði þegar á heildina er htið en neistinn er þarna. Margir leikar- anna sýndu óvænta takta og sanna hæfileika gaman- leikarans sem þarf ekki að framkalla hlátur með ódýr- um brögðum. Helga Stefánsdóttir hannar búninga og leikmynd í klassískum stfl. Litasamsetningar eru góðar og margir fallegir hausthtir prýða búninga og sviðsbúnað. Leik- myndin gegnir sínu hlutverld ágætlega, stofa Chandebise hjónanna var hæfilega smáborgaraleg og sviðið í „Hótel Kisulóru" bráðvel leyst. Persónumar eru af öllum mögulegum manngerðum og nokkrar þeirra jaðra við að vera algjörar farsaper- sónur. Ein þeirra er Camihe. Þór Túhníus sneiddi vel fram hjá helstu gryfjum og gerði hann fyndinn en um leið harla mannlegan. Það er ætlast til að leikhús- gestir hlæi sig máttlausa að málgalla Camihes sem aðeins getur borið fram sérhljóða. Tal hans verður því heldur eintóna þangað til hann fær silfurgóm, sem hann óðara týnir (þó að hann eigi kannske ekki að týnast alveg eins og lá við að gerðist á frumsýning- unni). Feydeau gerir líka óspart grín að útlendingum og hefur það greinilega falhð í góðan jarðveg á sinni tíð. Englendingur og Spánverji koma nokkuð við sögu og eru algjörlega staðlaðar farsapersónur. Þeir Sigurður Karlsson og Kristján Franklín Magnús draga hvergi úr enda byggist tilvist þessara persóna í verkinu ein- göngu á þessu. Þær Guðrún S. Gísladóttir og Ragnheiður Tryggva- dóttir fara vel með hlutverk vinkvennanna Raymonde og Lucienne þó að framsögn þeirra beggja væri dálítið þvinguð til að byria með. Þetta eru finar og fallegar Leiklist Auður Eydal Parísarfrúr, sem rétt sleppa fyrir horn í öhum ósköp- unum. Kvenfólkið í verkinu ber reyndar sigurorð af körlunum, sem eru óhkt álappalegri og auðginntari en þær. Guðmundur Ólafsson hefur hlutverk Romain Tourn- el, kvennabósa, alveg á valdi sínu, bæði fínn og sleipur og Ása Hlín Svavarsdóttir nýtur hverrar mínútu í hlut- verki hinnar léttlyndu Antoinette. Gaman var að sjá þaulreynda leikara Borgarleik- hússins, við hlið þeirra yngri. Þau Margrét Ólafsdótt- ir, Jón Hjartarson og Steindór Hjörleifsson gátu leyft sér töluverða tilburði í hlutverkum heimafólksins á því vafasama kátínuhúsi „Hótel Kisulóru". Pétur Einarsson leikur lækninn sem er ómissandi í allri ringulreiðinni og fleiri persónur koma við sögu. Eitt aðalatriðið í misskilningnum er að eiginmaöur- inn, sá sem grunaður er um að vera ekki við eina fjö- lina felldur, á sér tvífara. Þjóðfélagsstaða þessara tveggja manna er eins ólík og hugsast getur og leikar- inn, sem leikur bæði hlutverkin, þarf að hafa snör handtök þegar hann vindur sér úr öðru hlutverkinu í hitt. Ami Pétur Guöjónsson leysir þetta með ágætum og túlkar báða þessa karaktera á launfyndinn og úthugs- aðan hátt. Poche og Victor Emmanuel verða í með- fórum hans bráðóhkir menn enda þótt þeir séu nán- ast eins í útliti og hamskiptin vekja ósvikna kátínu. Fló á skinni er hreinræktaöur gamanleikur meö „gamla laginu" og enn í fullu fiöri. Sýningin fer vel á sviði Borgarleikhússins og á án efa eftir að stytta mörgum stundir á næstunni. AE Já... en ég nota yfirleitt beltið! o UMFERÐAR RÁÐ Afmæh dv Jón Marinó Kristinsson Jón Marinó Kristinsson, af- greiðslumaður hjá Bifreiðaskoðun Islands í Keflavík, Sólvahagötu 14, Keflavík, er sextugur í dag. Jón fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Eftir barnaskólanám stundaði Jón ýmis almenn unglingastörf í frystihúsum, við uppskipun og til sjós. Hann var bifreiðastjóri hjá SBK í sex ár og tækjamaður hjá þungavinnudeild hersins á Kefla- víkurflugvelh í þijú ár. Þá starfaði Jón hjá Ohufélaginu hf. á Keflavík- urflugvelh í níu ár, þar af verkstjóri við viðhald og flutninga eldsneytis á tankakerfi hersins í sjö ár. Hann starfaði hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins í Keflavík í tæp fimmtán ár, var skoðunnarmaður og prófdómari við minnapróf ökumanna, kenndi við meirapróf ökumanna og var próf- dómari í akstri. Þá stundaði Jón ökukennslu í aukavinnu í tíu ár. Jón var gjaldkeri í Félagi bifreiða- eftirhtsmanna í fimm ár. Hann hef- ur verið félagi í Karlakór Keflavíkur frá stofnun og ritari þar í fiögur ár. Hann söng í Keflavíkurkvartettin- um meðan hann starfaði og söng í Kirkjukómum í Keflavík frá sextán ára aldri og þar til fyrir tíu árum. Kona Jóns er Sonja Ingibjörg Kristensen, f. 9.3.1931, dóttir Arne Kristensen frá Noregi, bifreiða- stjóra hjá Alhance hf. á Þormóðs- stöðum í Reykjavík, og Ingibjargar Þórðardóttur húsmóður. Börn Jóns og Sonju Ingibjargar: Kamilla, f. 8.8.1950, húsmóðir við Waltan Beach í Bandaríkjunum, var gift Josep Alan Williams en þau slitu samvistum og eiga þau tvo syni; Arne Ingibjöm, f. 15.8.1953, bifreiða- stjóri, var áður kvæntur Bergljótu Grímsdóttur og eignuðust þau tvö böm, en þau slitu samvistum, er nú kvæntur Elínu M. Hárlaugsdóttur og eiga þau eitt barn; Ingibjörg Jóna, f. 14.-1.1958, skrifstofustúlka ogá hún einn son; María, f. 22.9.1960, skrifstofustúlka í Laurendale í Jón Marinó Kristinsson. Bandaríkjunum; Kristín Valgerður, f. 11.8.1962, húsmóðir í Njarðvík, gift Böðvari Snorrasyni og eiga þau tvö börn, og Jón Marinó, f. 11.1.1964, húsasmíðameistari í Njarövík, kvæntur Jónu Björk Guðnadóttur. Systkini Jóns: Jóhanna, f. 11.10. 1929, húsmóðir, gift Jakobi Árna- syni og eiga þau fimm börn; Júlíus Friðrik, f. 26.9.1932, d. 7.4.1986, var tvíkvæntur og átti sex börn; Sigurö- ur Birkir, f. 28.11.1939, var kvæntur Hhf Káradóttur en þau slitu sam- vistum og eignuðust þau þijú börn; Eggert Valur, f. 7.8.1943 og á hann eitt barn; Sólveig María, f. 28.5.1947, húsmóðir í Bandaríkjunum, gift J. Nipper og eiga þau tvö börn, og Ingi- bergur Þór, f. 18.12.1949, smiður, kvæntur Guðrúnu Júlíusdóttur og eigaþautvöbörn. Foreldrar Jóns vora Kristinn Jónsson, f. 3.3.1897, d. 11.10.1981, innheimtumaður hjá Rafveitu Keflavíkur og meðhjálpari í Kefla- víkurkirkju í tuttugu og þrjú ár, og konahans, Kamilla Jónsdóttir, f. 11.10.1904, d. 18.10.1958, húsmóðir. Jón verður að heiman á afmælis- daginn. Guðmunda Magnea Pálsdóttir Guðmunda Magnea Pálsdóttir, lengst af húsmóðir í Bolungarvík, nú búsett á Skólagötu 8, ísafirði, er níræð í dag. Guðmunda fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hún var einn af stofnendum Kvenfélags- ins Brautarinnar og er heiðursfélagi sjálfstæöisfélags kvenna í Bolung- arvík. Guðmunda hefur verið mikilvirk hannyröakona frá ungaaldri. Maður Guðmundu er Ebenezer G. Benediktsson frá Skálavík ytri. Guðmunda og Ebenezer eignuðust fiögur börn, þtjár dætur og einn son, og eru tvær dætur þeirra á lífi. Börn þeirra: Herdís, húsmóðir á Akranesi, nú látin, var gift Hall- steini Tómassyni en hún eignaðist fiögur börn og eru þrjú þeirra á lífi; Helga, kaupmaður á ísafirði, gift Pétri Bjamasyni skipstjóra og eiga þau þijár daetur; Flóra Sigríður, húsmóðir á ísafirði en hún missti tvo fyrri menn sína, nú gift Hahdóri Sigurgeirssyni sjómanni og á Flóra þijú stjúpböm; Halldór sem lést í frumbernsku. Guðmunda átti eina hálfsystur sem nú er látin, Guðrúnu Pálsdótt- Guðmunda Magnea Pálsdóttir. ur, húsfreyju í Bolungarvík. Þá átti hún alsystkini sem létust í fram- bernsku. Foreldrar Guðmundu voru Páll Árnason, smiður og útgerðarmaður frá Hóli við Bolungarvík, og kona hans, Berglína Þorsteinsdóttir hús- móðir. Leikfimi Nú hefst nýtt námskeið í hinni vinsælu þrek- og teygjuleikfimi á vegum Fimleikadeildar Ármanns í Breiðagerðisskóla. Nám- skeiðin eru á þriðjudögum og fimmtudögum og hefj- ast 25. sept. Upplýsingar í síma 40089 eftir kl. 19. Rósa Ólafsdóttir íþróttakennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.