Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. 33 DV Afmæli Jensína Egilsdóttir Jensína Egilsdóttir er áttatíu og fimm ára í dag. Jensína er fædd í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún var í Húsmæðraskólanum á ísafirði 1926 og í söngnámi hj á Sigurði Birkis í Rvík 1925-1928. Jensína var í söng- námi hjá Jóhönnu Johnsen í Rvík 1930 og leiklistanámi hjá Soffíu Guð- laugsdóttur leikkonu í Rvík 1942. Jensína vann við fiskvinnu í Hafn- arfirði 1914-1925, rak blómaverslun í Hafnarfirði 1962-1966 og var mat- ráðskona hjá Hafnarfjarðarbæ í sumarafleysingum 1968-1989. Hún söng í kirkjukór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 1915-1988 og söng í Morgunstjömukórnum í Hafnar- firði 1930-1940. Jensína söng í Tón- listafélagskór dr. Victors Urbancic 1945-1948 og söng með Söngfélginu Hörpu 1952. Jensína lék með Morg- unstjörnunni í Hafnarfirði 1920- 1940, með Vorboðanum í Hafnarfirði 1937-1938 og með Leikfélagi Hafnar- fjaröar 1947-1949. Jensína hefur starfað í Góðtemplarareglunni frá 1912, fyrst í barnastúkunum Vonar- ljósið, og síðan Kærleiksbandinu í Hafnarfirði og í stúkunni Morgun- stjörnunni nr. 11 í Hafnarfirði frá 1918. Hún var stórvaratemplar 1942-1944, varatemplar í þingstúku Hafnarfjarðar 1958-1961, æðsti- templar Morgunstjörnunnar 1965- 1967, varatemplar Umdæmisstúk- unnar nr. 1 frá 1987 og hefur gengt fieiri trúnaðarstörfum í Góðtempl- arareglunni. Jensína var í stjórn kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnar- firði 1944-1945. Jensína giftist 27. september 1925, Gísla Sigurgeirs- syni, f. 1. mars 1893, d. 6. maí 1980, verkstjóra í Hafnarfirði. Foreldrar Gísla voru: Sigurgeir Gíslason, verkstjóri í Hafnarfirði og kona hans Marín Jónsdóttir. Börn Jens- ínu og Gísla eru: Sigurgeir, f. 17. júní 1925, skrifstofumaður í Hafnar- firði, kvæntur Sigríði Ben. Sigurð- ardóttur, og á hann átta börn; Jens- ína, f. 2. nóvember 1926, gift Pat Olivo, sölumanni Rode Island í Bandaríkjunum, hún á fjögur börn; Marín, f. 7. febrúar 1928, d. júní 1928; Guðrún, f. 3. júní 1929, húsmóðir í Hafnarfirði, var gift Snorra Jóns- syni, kennara og eiga þau sjö börn; Marín, f. 22. maí 1934, gift Helmut Neumann, deildarstjóra í Vísinda- og menntamálaráðuneytinu í Vín og eiga þau þrjú börn; Þórunn Agla, f. 18. maí 1935, var gift David Goff, verslumanni á Rod Island og eiga þau þrjú börn og Jón þór, f. 6. nóv- ember 1938, d. 26-febrúar 1939. Systkin Jensínu eru: Sigríður, f. 2. nóvember 1906, d. 1. apríl 1950, gift Jóni Finnbogasyni, fasteigrtasala í Rvík; Guðmundur, f. 25. október 1909, d. 1988, loftskeytamaður í Rvík, kvænturÁstu Einarsdóttur, þau skildu; Einar, f. 18. mars 1910, skrif- stofumaður hjá Reykjavíkurborg, kvæntur Margréti Thoroddsen; Gunnþórunn, f. 10. júní 1911, kaup- maður í Hafnarflrði, gift Sigurbirni Magnússyni, rakara; Nanna, f. 10. ágúst 1914, d. 22. mars 1979, söng- kennari í Rvík, gift Birni Sv. Björns- syni, kennara; Svanhvít, f. 10. ágúst 1914, prófessor í Tónlistarháskólan- um í Vín; Gísli Jón, f. 31. mars 1921 d. 1981, kaupmaður í Hafnarflrði, kvæntur Sigrúnu Þorleifsdóttur; Ingólfur, f. 4. desember 1923, d. 1988 rakari í Garðabæ, kvæntur Svövu Júlíusdóttur. Foreldrar Jensínu voru: Egill Guðmundsson, f. 2. nóvember 1881, d. 29. september 1963, sjómaður í Hafnarfirði og kona hans Þórunn Einarsdóttir, f. 16. desember 1885, d. 1947. Egill var sonur Guðmundar, á Hellu í Hafnarfirði Guðmundsson- ar, og konu hans Sigríðar Helgadótt- ur. Þórunn var dóttir Einars, sjó- manns í Hafnarfirði Jóhannessonar Hansen, b. á Stóra-Hólmi, bróður Önnu, langömmu Halldóru, móður Ragnars S. Halldórssonar, stjómar- formanns ÍSALS. Jóhannes var son- ur Péturs Hansens, beykis í Rvík Hinrikssonar Hansens, kaupmanns á Bátslöndum, langafa Soffiu, móð- ur Árna Thorsteinssonar tónskálds. Móðir Jóhannesar var Valborg Ein- arsdóttir, systir Maríu, ömmu Ara Johnsen, söngvara. Móðir Einars var Kristín Jónsdóttir í Hraunprýði í Hafnarfirði Gíslasonar. Móðir Jóns var Steinvör Guðmundsdóttir b. í Skógum Nikulássonar, bróður Guðmundar, langafa Erlings, fóður Þorsteins skálds. Móðir Þórunnar var Jensína, sy st- ir Matthíasar, afa Matthíasar Á. Mathiesen alþingismanns. Jensína var dóttir Árna J. Mathiesen, versl- unarmanns í Hafnarfirði, bróður Páls, langafa Ólafs Ólafssonar land- læknis. Annar bróðir Árna var Matthías, langafi Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar rithöfundar, fóður Ólafs rithöfundar. Systir Árna var Guð- rún, amma Stefaníu Guðmunds- dóttur leikkonu. Árni var sonur Jóns prests í Arnarbæli Matthías- sonar stúdents á Eyri í Seyðisfirði Þórðarsonar, stúdents í Vigur, Ól- afssonar, lögsagnara á Eyri, Jóns- sonar, ættfoður Eyrarættarinnar, langafa Jóns forseta. Móðir Árna Jensina Egilsdóttir. var Agnes, systir Vigdísar, langömmu óests myndlistarmanns og Olafs Þorgrímssonar hrl. og tón- skálds. Önnur systir Agnesar var Guðrún, langamma Steindórs Ein- arssonar, forstjóra Steindórs, afi Geirs Haarde alþingismanns. Agnes var dóttir Steindórs Waage, skip- stjóra í Hafnarfirði, stjúpsonar Bjarna Sívertsen riddara og sonar Rannveigar Filippusdóttur. Rann- veig var langamma Regine, langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Móðir Agnesar var Anna Kristjánsdóttir Velding, versl- unarmanns í Hafnarfirði, ættfóður Veldingættarinnar. Jensína tekur á móti gestum í Félagsheimili Frí- kirkjunnar, Austurgötu 24 í Hafnar- firði kl. 15-19. Kristjana Björg Pétursdóttir Kristjana Björg Pétursdóttir hús- móðir, Langholti 21, Akureyri, varð fimmtug í gær. Kristjana fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Bama- og gagnfræðaskóla Húsa- víkur en hefur utan heimilisins lengst af starfað sem gangastúlka á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Þá starf- aði hún við Sjúkrahúsið í Vest- mannaeyjum á árunum 1979-83. Kristjana giftist 31.12.1958 Jóni ' Ingva Sveinssyni, f. 1.3.1940, húsa- smíðameistara, ephann er sonur Sveins Sigurjóns Kristjánssonar og Margrétar Sigurlaugar Jónsdóttur að Uppsölum í Glerárþorpi viö Akureyri. Kristjana og Jón Ingvi hófu sinn búskap á Akureyri en fluttu eftir þrjú ár til Húsavíkur þar sem þau bjuggu í sautján ár. Þau voru síðan fimm ár í Vestmannaeyjum og sex ár í Njarðvíkum en fluttu þá aftur norður á Akureyri fyrir ári. Börn Kristjönu og Jóns Ingva eru Til hamingju með afmælið 21. september 90ára 60 Guðrún Ólafsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85 ára Jón Magnússon, Miðtúni 12, Seyðisfirði. Ingigerður Jónsdóttir, Ökrum, Reykdælahreppi. Jón Guðmundur Bernharðsson, Dalseh 8, Reykjavík. Sigurður G. Tómasson, Grundarbraut 11, Ólafsvík. 50ára íluóiúii Finnbogadóttir, -------------------------------- Baldursgötu 11, Reykjavik. Qf| nvn ÓlafurBergsteinnÓlafsson, ou _____________________________ Hringbraut 136C, Keflavík. Jón Sigurðsson, Ragnar J. Henriksson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Mjóstræti 6, Reylqavík. Klara Sigurbjörnsdóttir, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir, Sundabúð 2, Vopnafirði. Steinahlíö 8A, Akureyri. Haraldur Schiöth Haraldsson, I lávallagötu 53, Revkjavík ................................ Stefania Ólöf Jónsdóttir, 75 ára Hafnarbraut43,Hafnarhreppi. JónÞ. Sveinbjarnarson, Miðskála, Vestur-Eyjaijallahreppi. Guðmundína Vilbjálmsdóttir, Smiðjugötu 10, ísafirði. Guðmundur Jónasson, Asparlundi 17, Garðabæ. 40ára 70ára Magnús Sveinjónsson, Reykjavíkurvegi 20, Hafnarfirði. Jóhanna Finnbogadóttir, Asparfelli 4, Reykjavík. Guðrún Árnadóttir, Miðbraut28, Seltjarnamesi. Helga G. Aðalsteinsdóttir, Hry ggjarseli 5, Reykjavík. Steinunn Ragnarsdóttir, Strandgötu 81, Eskifiröi. Ingi Halldór Árnason, Álfheimum 44, Reykjavík. Guðmundur Gíslason, Marbakkabraut 28, Kópavogi. Sigurður Sigurðsson, Fífuseli 18, Reykjavík. Guðmundur Birgir Aðalsteins- son, Flúðaseli 74, Reykjavík. Friðjón Bjarnason, Hlégerði 25, Kópavogi. Pétur Armann, f. 5.11.1958, sjómað- ur á ísafirði, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur bankastarfsmanni en synir Péfurs Ármanns frá því fyrir hjónaband eru Ingólfur Elfar og Ingvi; Margrét Sigríður, f. 5.3. 1961, húsmóðir í Grindavík, gift Arnari Þorbjörnssyni bifreiða- stjóra og eiga þau þrjár dætur, Helgu Björgu, Kristjönu og Jónu Birnu; Sveinn Kristján, f. 31.5.1964, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Aðalgeir Arnar, f. 25.4.1975. Alsystir Kristjönu er Jónasína Pétursdóttir, f. 9.10.1942, húsmóðir á Húsavík, gift Heröi Arnórssyni, forstöðumanni Dvalarheimilis aldraðra á Húsavík. Hálíbræður Kristjönu, sam- mæðra, eru Eiður Sigmar Aðal- geirsson, f. 12.1.1955, kvæntur Sig- urlínu Hilmarsdóttur, og Pétur Óskar Aðalgeirsson, f. 26.5.1958, kvæntur Agnesi Adolfsdóttur. Foreldrar Kristjönu: Pétur Óskar Sigurgeirsson, f. 31.3.1915, d. 15.5. 1944, bifreiðastjóri á Húsavík, og Sigríður Jónína Jónasdóttir, f. 6.6. 1919, starfsstúlka á Hvammi á Húsavík. Bróðir Péturs Óskars er Olgeir, útgerðarmaður á Húsavík, fóðurafi Lindu Pétursdóttur fegurðar- drottningar en þeir bræður voru giftir systrum. Pétur Óskar var sonur Sigurgeirs, bústjóra á Húsa- vík, Péturssonar, b. í Álftagerði, Guðmundssonar. Móðir Péturs í Álftagerði var Kristín Jónsdóttir, b. á Grænavatni, Þórðarsonar, b. á Grænavatni, Jónssonar, b. á Sveinsströnd, Þorlákssonar, b. á Skútustöðum, Guömundssonar, bróður Kolbeins, langafa Ólafar, langömmu Hólmfríðar, ömmu Hólmfríðar Karlsdóttur sem varð ungfrú heimur 1985. Móðir Péturs Óskars var Björg, systir Jakobínu, móður Guðmund- ar Bjarnasonar heilbrigðisráð- herra. Önnur systir Bjargar var Sigfríður, amma Guölaugs Frið- þórssonar, sundgarps í Vest- mannaeyjum. Björgvar dottir Jóns, b. á Höskuldsstöðum í Reykjadal, Olgeirssonar á Hellu- vaði í Mývatnssveit, bróður Jóns skálds á Helluvaði, föður Sigurðar skálds á Arnarvatni, fóður Málm- fríðar alþingismanns. Jón var einnig faðir Jóns í Múla, afa Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Þá var Jón á Helluvaði langafi Hólmfríðar, móður Helgu Jónsdóttur, fv. að- stoðarmanns Steingríms Her- mannssonar, og langafi Höskuldar, föður Sveins Skorra prófessors. Olgeir var sonur Hinriks, b. í Heið- arbót í Reykjahverfi, Hinrikssonar. Móðir Hinriks var Katrín Sigurð- ardóttir, b. á Litla-Vatnsskarði, Ól- afssonar og Þórunnar Jónsdóttur harðabónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jónssonar, ættföður Harðabónda- ættarinnar. Systir Sigríðar Jónínu var Ragn- heiður, amma Lindu Pétursdóttur fegurðardrottningar. Sigríður er dóttir Jónasar, vega- verkstjóra á Húsavík, bróður Bjarna, föður Matthíasar, fv. heil- brigðisráðherra. Jónas var sonur Bjarna, b. á Hraunshöfða í Öxnad- al, Krákssonar, b. oglandpósts á Hólum í Öxnadal, bróður Guð- bjargar, langömmu Björns Jóns- sonar, ráðherra og forseta ASÍ. Krákur var sonur Jóns, b. á Skjald- arstöðum, Bjarnasonar, bróöur Sigríðar, langömmu Guðríðar, langömmu Jóns Helgasonar ráð- herra. Kristjana Björg Pétursdóttir. Móðir Jónasar var Sigríður, syst- ir Óskar, langömmu Sigfúsar Jóns- sonar, bæjarstjóra á Akureyri. Sig- ríður var dóttir Guðmundar, b. á Brún í Svartárdal, Jónssonar. Móð- ir Guðmundar var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Jóns Pálmasonar alþingisforseta, föður Pálma á Akri. Ingibjörg var einnig lang- amma Kristjáns, föður Jónas- ar læknis, afa Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra. Systir Ingiríðar var Guðrún, langamma Páls á Guð- laugsstöðum, afa Páls Péturssonar á Höllustöðum og langafa Hannes- ar Hómsteins lektors. Ingiríður var dóttir Guðmundar ríka, b. í Stóra- dal, Jónssonar, b. á Skeggstöðum, Jónssonar, ættfóður Skeggstaða- ættarinnar. Móðir Sigríðar var Kristjana, dóttir Þorsteins, b. í Engimýri í Öxnadal, Jónassonar, b. í Eng'- mýri, Magnússonar, bróður Kristj- áns, fóður Magnúsar fiármálaráð- herra. Kjartan O. Bjamason Kjartan O. Bjarnason, Dverga- bakka 30, Reykjavík, er sextugur í dag. Kjartan er fæddur í Rvík og hefur lengst af verið sjómaður. Hann sigldi á norskum skipum víða erlendis en er nú bílstjóri hjá Granda hf. Systir Kjartans sam- mæðra er Valgerður Jakobsdóttir, f. 4. júlí 1929, gift Sigurði Bachmann húsasmið. Foreldrar Kjartans eru Bjarni Tómasson, sjómaður í Færeyjum, og Guðlaug Kjartansdóttir, verka- kona í Rvík. Bjarni er sonur Tómas- ar Gunnarssonar, fiskmatsmanns á ísafirði. Guðlaug er dóttir Kjartans, b. á Sléttu, Finnbogasonar. Kjartan O. Bjarnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.