Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Side 27
FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. 35 Lífsstm 22 PAPRIKA /ml?i TOMATAR I s c •o OQ 312 195 21 SVEPPIR I 0Q I 527 288 Neytendur mega vera kátir að geta keypt grænmeti sem er allt að 85% undir heildsöluverði. \ ‘ DV kannar grænmetismarkaðinn: Paprikan 85% ódýrari í Bónusi en í heildsölu DV kannaði í gær verð á grænmeti í eftirtöldum verslunum: Bónusi við Skútuvog, Fjarðarkaupi í Hafnar- firði, Miklagarði vestur í bæ, Kjöt- stöðinni í Glæsibæ og Hagkaupi við Eiðistorg. Bónus er eina verslunin sem selur flest sitt grænmeti í stykkjatali, en hinar nota kílóverð. Til að fá saman- burð á milli Bónus og hinna verslan- anna var stykkjaverðið umreiknað eftir meðalþyngd yfir í kílóverð. Meðalverð á tómötum lækkar um 5 krónur frá síðustu viku og er nú 267 krónur. Þeir voru ódýrastir í Bónusi, 195 krónur, en dýrastir í Kjötstöðinni, 312 krónur. í Hagkaupi og Miklagarði kostuðu þeir 295 krón- ur kúóið og Fjarðarkaup seldi tómat- ana á 238 krónur. Munur á milli hæsta verð og þess lægsta var 60% Verð á gúrkum hefur heldur betur rokið upp síðan í síðustu viku. Þá var meðalverðið 86 krónur en er nú komið upp í 190 krónur. Ódýrustu gúrkurnar núna voru í Miklagarði og kostuðu 99 krónur kílóið. Dýrast- ar voru þær í Hagkaupi, 248 krónur. Fjarðarkaup selur kílóið á 247, Kjöt- stöðin á 240 og Bónus á 116 krónur kílóiö. Mismunur á milli hæsta og lægsta verðs var 150%, en hækkun á meðalverði frá síðustu viku er 121% Verð á sveppum stendur nokkurn veginn í stað, hækkar að meðaltali um 6 krónur. Meðalverðið þessa vik- una er 397 krónur en var lægst 288 í Bónusi. Þar var eins og áður aðeins hægt að kaupa sveppina í hálfs kílóa pokum, og án þess að um gæðadóma sé að ræða, sýndist leikmanninum að þar væri um eitthvað sambland af fyrsta og annars flokks vöru að ræða. En dýrustu sveppirnir voru í Kjötstöðinni og kostaði kílóið þar 527 krónur. í Hagkaupi kostuðu þeir 459 krónur, í Miklagarði 399 og Fjaröar- kaupi 312 krónur kílóið. Mismunur á hæsta og lægsta verði var 83% Græn vínber lækka og meðalverð þessa vikuna er 231 en var 263 krón- ur kílóið. Ódýrust voru þau í Hag- kaupi og kostuðu þar 129 krónur, en dýrustu berin voru í Miklagarði, 299 krónur kílóið. í Kjötstöðinni kostuðu græn vínber 293 og í Fjarðarkaupi kostuðu þau 205 krónur. Þeir seldu einnig blá vínber á 158 krónur og Mikligarður var með bláu vínberin á 199 krónur. Mismunur á hæsta og lægsta verði á grænum vínberjum var 132 krónur. Þá er það græna paprikan. Meðal- verð á henni lækkar úr 450 krónur í 412 krónur. Ódýrust var hún í Bón- usi og kostaði þar 214 krónur kílóið á meöan fólk sem kaupir sínar grænu paprikur í Kjötstöðinni borgar 698 krónur fyrir kílóið. Munur á hæsta og lægsta verði er hvorki meiri né minni en 226% í Hagkaupi kostaði kílóið 435 krónur, í Miklagarði 433 og í Fjarðarkaupi kostaði hún 280 krónur. Til gamans má geta þess aö á fimmtudag var meðal heildsölu- verð á grænni papriku 397 krónur, þannig að máttur neytendasíðu DV er að verða jafn gifurlegur og máttur smáauglýsinga sama blaös. Meðalverð á kartöflum lækkar úr 89 krónum í 80 krónur í þessari viku. Lægst var kartöfluverðið í Bónus, 57 krónur, en hæst í Miklagarði, 92,50. í Kjötstöðinni kostaði kílóið 90 krón- ur, í Hagkaupi 89,50 og í Fjarðar- kaupi var kílóið á 72 krónur. Mis- munur á hæsta og lægsta verði var 62% Blómkál lækkaði að meðaltali um 2 krónur frá síðustu viku, var þá 213 krónur en er nú 211. Það var ódýrast í Fjarðarkaupi, 185 krónur kílóiö. Hvítkál lækkaöi úr meðalveröinu 89 krónur kílóið niður í 69 krónur, og var ódýrast i Bónusi, 53 krónur. Gulrætur lækkuðu úr 238 krónum niður í 229 krónur að meðaltali og var ódýrast í Bónusi, þar sem kílóið kostaði 178 krónur. -hge Sértilboð og afsláttur: Ódýrar ananassneiðar Fjarðarkaup býður nú 9 stykki af kiwi í poka á 163 krónur. Einnig er boðinn þar einn htri af Sun-C appels- ínusafa á 89 krónur, Þykkvabæjar- flögur á 156 krónur, Orville örbylgju- popp í 298 gramma pakka á 169 krón- ur og rauðar islenskar kartöflur á 65 krónur kílóið. Bónus býður ljósaperur á 50 krón- ur og er þar um aö ræða 40, 60, 75, og 100 vatta perur. Einnig er tilboös- verð á 150 gramma pakka af Elkers súkkulaðikexi sem kostar 46 krónur, Brugsen rauðkáli (720 gr) á 122 krón- ur og 4 lítrar af Prik mýki kosta 248 krónur á sérstöku tilboðsverði. Mikligarður er með tilboðsverð á melónum, 99 krónur kílóið. Einnig er þar boðinn einn lítri af Rinkeby appelsínusafa á 99 krónur, 200 gr súkkulaðihjúpað hafrakex frá Co op á 79 krónur og átta Softnes wc-rúllur á 169 krónur.* - Kjötstööin selur þessa dagana rauð epli á 140 krónur kílóið. Einnig er þar tilboðsverð á 1,5 ltr. RC cola á 115 krónur, 1,5 ltr. Sinalco á 118 krón- ur og 1,5 ltr. Sanitas appelsín á 135 krónur. Hagkaup er með sértilboðsverð á 600 gramma Ömmupitsum á 299 krónur, 570 gramma dós af Malee ananassneiðum á 45 krónur, 500 gramma KelloggsÞ kornflögum á 175 krónur og 420 gramma Frón matar- kexpökkum á 94 krónur. Einnig er seldur þar annar flokkur af sveppum á 285 krónur. -hge

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.