Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Síða 28
36 FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990. Merming Sögusvið kaff ibollans Valdimar Bjamfreðsson sýnir í Hlaðvarpanum Valdimar Bjarnfreðsson hefur um nokkurra ára skeið ástundað þá óvenjulegu iðju að mála bollasýnir. Valdimar hefur ákveðna spumingu í huga þegar hann fær sér kaffi og í lok kafFitímans blasir svarið viö lista- manninum. Hann tekur sér pensil í hönd og málar mynd af svarinu. Þau atriði, sem Valdimar veltir helst fyrir sér, eru sagnfræðilegar gestaþrautir, jafnt inn- lendar sem erlendar. Og kaffibollinn kemur svo sann- arlega með nýstárlegar tilgátur sem kollvarpa gersam- lega öllum fyrri sagnfræðirannsóknum Krossfesting og kynjaverur Kristur var til að mynda ekki krossfestur á sams konar krossi og okkur hefur verið talin trú um í alda- raðir. Nei, hann yar festur „í kross“ á milli hárra staura. Og sjálfur Óöinn mun hafa íklæöst kúrekastíg- vélum á banabeði. Grýla er sömuleiðis sagnfræðileg staðreynd, en til þessa hefur það legið í þagnargildi að hún var með krókódílsunga á bakinu. Menn hafa fremur einblínt á jólasveinshúfuna sem krókódíll Grýlu hefur á skottinu. Þannig hefur fymst yfir hin raunverulegu tengsl Grýlu við jólin, að mati Valdi- mars Bjarnfreðssonar. A sýningu hans 'má sjá fleiri kynjaverur, s.s. forndýrið að Burstafelli. Forndýr þetta hefur bursta upp úr hryggnum og mun liggja undir sterkum gmn um að hafa komið utan úr geimnum. Svo er þarna fornaldarhvalur frá Grindavík, með gogg og haus ekki ósvipaðan og á önd. Lorelei tælir sjó- menn hins vegar með gæsagangi og hafmeyjar hrifsa af sjómönnum vettlingana og smokra þeim upp á sporða sína. Frumlegur arkitektúr víkinga Valdimar hefur einnig ákveðnar skoðanir á bygging- araðferðum og -stíl fornaldar. Þarna gefur að líta mynd af byggingu Keopspýramídans mikla og einnig er hulunni flett af tilurö Stonehenge. Þar mun virkjun vatnsafls hafa riðið baggamuninn. Landnámsmenn íslands kunnu greinilega einnig þá hst áð virkja vatns- aflið eins og glöggt sést á mynd af Skaftafelli í Öræf- um. Það sem meira er; á landnámsöld munu hafa ver- ið uppi frumlegustu arkitektar íslandssögunnar - sam- anber myndirnar af Bergþórshvoli, Harðarhólma og Borg á Mýrum. List Valdimars er öðru fremur byggð á skynjun sem Valdimar Bjarnfreðsson við mynd sína af Grýlu Myndlist Ólafur Engilbertsson öðrum þræði er dulræn, en er fyrst og fremst persónu- leg og beint frá hjartanu. Sögusviðið er misjafnlega myndrænt og stundum kæmist boðskapurinn tæpast til skila nema með hliðsjón af texta. Það hefði verið stór búbót á sýningunni að hafa sýningarskrá með sögukorni um hverja mynd. En þar fyrir er leiðsögn listamannsins sjálfs langsamlega áhrifaríkust og ekki spillir að kíkja á eftir í kafiibolla á Englakafli Hlað- varpans. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-16 Andlát Sigurlaug Hólm Ólafsdóttir, Furu- gerði 1, andaðist að kvöldi þriðju- dagsins 18. september í Borgarspítal- anum. Aðalsteinn Guðmundur Steingríms- son, Vatnsstíg 11, Reykjavík, áður Lindargötu 24, andaðist í Borgar- spítalanum 19. september. Ingimar Ragnar Sveinsson Rofabæ 45, lést 19. september. Jónatan Jónsson, ættaður frá Þang- ^kála á Skaga, lést í Landspítalanum 16. september. Matthías Skjaldarson, Skriðustekk 7, er látinn. Þorvarður Þorsteinsson frá Ytri- Þorsteinsstöðum í Haukadal, Grett- isgötu 57, Reykjavík, lést að morgni dags 19. september. Haukur Hlíðberg, fyrrv. flugstjóri, Álfhólsvegi 31, Kópavogi, lést 19. september sl. Finnur Hermannsson, Vesturbergi 12, Reykjavík, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 20. september. Ólafur Guðmundsson, Austurbergi 36, andaðist aðfaranótt 20. september í Landakotsspítala. Jarðarfarir Útför Torfa Guðmundssonar frá Drangsnesi, sem lést á sjúkrahúsi ísafjaröar 12. þ.m., verður gerð frá Ísaíjarðarkapellu laugardaginn 22. september kl. 11. f.h. Ingimundur Gíslason, Hnappavöll- um, verður jarðsunginn frá Hofs- kirkju laugardaginn 22. september kl. 14. Sigurður Lúðvíksson, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðíjarðar- kirkju laugardaginn 22. september kl. 14. Sigurjón Kristjánsson, Forsæti, verð- ur . jarðsunginn frá Villingaholts- kirkju laugardaginn 22. september kl. 14. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 13. Elisabet Sigurbjörnsdóttir frá Gröf, Lundarreykjadal, Vesturgötu 164, Akranesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 14. september. Útforin fer fram frá Stóráskirkju, Hálsasveit, mánudaginn 24. septemb- er kl. 14. Útför Guðlaugar Kristmundsdóttur frá Rauðbarðaholti, Suðurhólum 26, Reykjavík, sem andaðist 14. septemb- er, verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 24. september kl. 15. Oddný Laxdal, Eikarlundi 16, Akur- eyri, sem lést í Borgarspítalanum 13. september, veröur jarðsungin frá Svalbarðsstrandarkirkju mánudag- inn 24. september kl. 14. Jarðsett verður á Akureyri. Tilkyiiningar Ferðafélag íslands Hvítárnesskáli 60 ára Þess verður minnst 22. september nk. að 60 ár eru liðin frá byggingu Hvítárnes- skála, elsta sæluhúss Ferðafélags Is- lands. Reyndar hafa félagar minnst þessa atburðar frá því snemma í vor þegar þeir hófu áfangagöngu til Hvítárness frá væntanlegu félagsheimili sínu við Mörk- ina 6 í Reykjavík. Lokaáfangi þeirrar landssambandið veija sérstaklega hluta sölutekna sinna til innréttingar á sér- stakri endurhæfmgaríbúð í Sjálfsbjarg- arhúsinu í Reykjavík. Að þessu sinni kostar blað Sjálfsbjargar 400 kr. og merki 200 kr. en þar er að þessu sinni endursk- insmerki. Sérstakur fjölskyldupoki með þremur merkjum kostar 500 kr. Húnvetningafélagið spilar félagsvist á laugardag kl. 14 í Húna- búð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Afmælisbúðin - ný sérverslun Afmælisbúðin nefnist ný verslun að Faxafeni 5 í Reykjavík. Þetta er fyrsta verslun sinnar tegundar hérlendis. Hún sérhæfir sig í innflutningi á varningi til að nota í afmælisveislum og partíum og má þar nefna munnþurrkur, dúka, kerti, hnífapör, hattaknöll og m. fl. Vörurnar eru fáanlegar í öllum litum, gerðum og mynstrum. Afmælisbúðin er opin alla virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-16. Eigandi búðarinnar er Soffia Þórar- insdóttir. Á myndinni eru Soffia Þórar- insdóttir verslunareigandi t.v. og Sigríð- ur Magnúsdóttir starfsmaður. Myndabók um Færeyjar frá lceland Review Iceland Review er að senda frá sér litla myndabók um Færeyjar með texta á 6 tungumálum: Ensku, dönsku, sænsku, norsku, þýsku og frönsku. Bókin er í handhægu broti, myndirnar sem eru í fullum litum, eru af þjóölífi í Færeyjum, allar teknar af Páli Stefánssyni, ljós- myndara Iceland Review. Textinn sem er eftir Edward T. Jónsson, sem búsettur er í Færeyjum, er í samþjöppuðu formi og gerir grein fyrir helstu atriðum varð- andi Færeyjar og Færeyinga: Legu land: og stærð, jarðfræði, veðurfari, sögu, stjómmálalifi, menningu, tungu og efna- hagslífi. Jafnframt er fjallað um Þórshöfn svo og samgöngur. Ennfremur eru í bók- inni tvö landakort: Af Atlandshafssvæð- inu og af Færeyjum. Bókin fæst í helstu bókabúðum hér og kostar kr. 595 með virðisaukaskatti. Tapað fundið Síamsköttur fannst Ungur síamsköttur, ljós á lit fannst í Grafarvogi á laugardaginn sl. Upplýsing- ar í síma 676787. Fyrirlestrar Málstofa í hjúkrunarfræði Marga Thome, dósent H.í. flytur fyrir- lestrn- um Líðan íslenskra kvenna 7-12 vikum eftir barnsburð frá sjónarhóli heilsugæsluhjúkrunarfræðinga. Fyrir- lesturinn verður haldinn mánudaginn 24. september kl. 12 í setustofu á 1. hæð í Eirbergi. Málstofan er öllum opin. Fyrirlestrar Fyrirlestur um Svavar Guðna- son Það misritaðist í gær að fyrirlestur um Svavar Guðnason yrði fimmtudaginn 20. september nk. Hann verður fimmtudag- inn 27. september nk. Þá mun Júlíana Gottskálksdóttir listfr æðingur halda fyr- irlestur um Svavar Guðnason í Listasafni íslands. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við yfirlitssýningu á verkum listamannsins í safninu. Fyrirlesturinn nefnist: Hin sjálfsprottna tjáning og ag- aða hugsun. Tónleikar Kammerhljómsveitin Camerata með tónleika Tónleikar Kammersveitarinnar Camer- ata á Austurlandi verða haldnir í Egils- búð, Neskaupstað, laugardaginn 22. sept- ember kl. 20.30 og í Valaskjálf, Egilsstöö- um, sunnudaginn 23. september kl. 14. í Hafnarfirði verða tónleikarnir haldnir í Hafnarborg mánudaginn 24. september kl. 20.30 og eru þeir haldnir í samvinnu við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í tilefni af 40 ára afmæli skólans. Stjórnandi Camerata er Öm Óskarsson. göngu er á laugardaginn og er búist við að með henni nái þátttakendur tölunni 1000 frá upphafi. Gengin verður stutt feið frá Svartá í Hvítámes. Til að fagna lokaá- fanga göngunnar og afmæli skálans verð- ur hægt að velja á milli dagsferðar og helgarferða. Brottfór í helgarferð er kl. 20 á fóstudagskvöld og í dagsferðina á laugardag kl. 08 að morgni. Nánari upp- lýsingr um afmælishátíðina er aö fá á skrifstofunni, Öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Blaða- og merkjasala Sjálfsbjargar Helgina 22. og 23. september nk. fer fram blaða- og merkjasala Sjálfsbjargar um land allt. Þetta hefðbundna fjáröflunará- tak Sjálfsbjargar féll niöur á síðasta ári vegna landssöfnunar í tilefni 30 ára af- mælis Sjálfsbjargar en nú munu félagar i Sjálfsbjörg og velunnarar félagsins taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Tekj- ur af blaða- og merkjasölunni hafa ávallt verið þung á metunum og treyst öfluga starfsemi Sjálfsbjargar um land allt. Um það bil helmingur af söluandvirði merkja og blaöa rennur til deilda Sjálfsbjargar viös vegar um landið. Að þessu sinni mun Handknatfleiksdeild Fram æfingatafla 24.sept. -30.sept. Allar æfingarfara fram I íþróttahúsi Álftamýrarskóla og nánari upplýsing- ar eru gefnar í símum: 31303 og 680344. 2. fl. karla: Mánudag 24/9 kl. 21.45 Fimmtud. 27/9 kl. 21.00 2. fl.kvenna: Þriðjud. 25/9 kl. 21.45 3. fl.karla: Mánudag 24/9 kl. 20.30 Miðvikud. 26/9 kl. 21.45 Föstud. 28/9 kl. 20.55 3. fl. kvenna: Mánud. 24/9 kl.19.15 Föstud. 28/9 kl. 17.10 4. fl.karla: Þriðjud. 25/9 kl. 19.15 Sunnud. 27/9 kl. 13.00 4. fl. kvenna: Miðvikud. 26/9 kl. 20.30 Fimmtud. 27/9 kl. 20.05 5. fl.karla: Mánud. 24/9 kl. 17.10 Fimmtud. 27/9 kl. 18.00 5. fl. kvenna: Þriðjud. 25/9 kl. 17.10 Sunnud. 30/9 kl. 11.20 6. fl. karla: Fimmtud. 27/9 kl. 17.10 Sunnud. 30/9 kl. 12.10 Fjölmiðlar t Utför Gests Hallbjörnssonar Greniteig 22, Keflavík verður gerð frá Hvalsneskirkju laugardaginn 22. september kl. 14.00 Sjónvarp I lægð Þær raddir eru liáværar og mikið er kvartað yflr því að dagskrár sjón- varpsstöðvanna tveggja séu lélegar. Þeir sem aftur á móti kvarta mest eiga erfitt með að koma með ein* hverja lausn. Nú er það svo að smekkur fólks er misjafn og sjón- • varpsstöð varnar reyna að gera flest- um til hæfis, eða svo segja fulltrúar þeirra þegar svara er krafist. Þaö sem fer mest í taugarnar á fólki virð- ist vera tíðar endursýningar á Stöð 2 og drepleiðiniegir skandinavískar seriuríSjónvarpinu. Innlend þáttagerð er dýr og því ekkí mjög mikil. í gærkvöidi horfðí undirritaður á tvo inniendaþætti gagnrýnisaugum án þess aö hafa haft fy rirfram áhuga. Fyrst var það þáttur sem er búinn að vera i Sjón- varpinu í sumar ogkallast Göngu- leiðir. Farið er vítt og breitt um landið og áhugaverðar leiðir gengn- arífylgdkunnugra. I gær var gengið í ísaijarðadjúpi. Þættir þessir eru fræðandi án þess þó að vera skemmtilegir. Sjáifsagt er erfitt að gera þátt sem þennan öðruvísi en hann er upphugsaður, en sem betur fer eru þeir stuttir og því iausir viö að vera langdregnir. Á Stöð 2 hóf göngu sína nýr þáttur i gærkvöldi sem kallast Nýja öldin og er umfjöllunarefniö andleg mál- efni. Þar ætlar Valgerður Matthías- dóttir að varpa ljósi á starfmiðla og sárarrannsóknarfólks. í gær- kvöldi var Guðmundur Einarsson gestur Valgerðar og sagði hann meðal annars frá reynslu sinni af miðlalæknum á Filippseyjum. Oft hefur verið sagt að íslendingar séu sérstaklega áhugasamir um andleg málefni. Hluti þess áhuga á örugg- lega rætur aðrekja tii þess aö þarna eru hlutir að gerast sem rökréttar skýringar fást ekki á og það var nóg af slíku í þætti Valgerðar, en sú kenning að mannkynið standi á ein- hverjum tímamótum einmitt nú og að efnishyggjan sé aö iúta í lægra haldi tel ég vera ósk frekar en raun- veruleika. Hilmar Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.