Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1990, Qupperneq 32
7»
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
Frjálst, óháð dagblað
FOSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990.
Ríkissljórnin
á faraldsfæti
- umræðum um mál frestað
Á næstu dögum mun ríkisstjórnin
verða fáskipuð vegna ferðalaga ráð-
herra. Steingrímur Hermannsson er
farinn utan til Bandaríkjanna þar
sem hann mun sitja leiðtogafund um
málefni barna og hitta þarlenda
ráðamenn. Hann kemur til baka um
mánaðamót. Jón Sigurðsson fór um
miðja viku til Ungverjalands og held-
ur þaðan á ársfund Álþjóðabankans
í Bandaríkjunum. Hann kemur aftur
um mánaðamót. Jón Baldvin
Hannibalsson fór á Allsherjarþing
Sameinuðu þjóðanna í gær og kemur
ekki fyrr en helgina eftir mánaða-
mót. Olafur Ragnar Grímsson fer
einnig utan um helgina og heldur á
ársfund Alþjóðabankans. Hann kem-
ur heim með Jóni Sigurðssyni. Stein-
grímur J. Sigfússon fer um miðja
næstu viku á ferðamálaráðstefnu í
Bandaríkjunum en dvelur ekki nema
tæpa tvo daga. Svavar Gestsson er
kominn til landsins frá Gautaborg.
Grænlendingar hafa boðið Halldóri
Ásgrímssyni í opinbera heimsókn en
hann mun ekki fara fyrir mánaða-
mót þar sem hann er starfandi for-
sætisráðherra. Guðmundur Bjarna-
son, Jóhanna Sigurðardóttir, Júlíus
Sólnes og Óh Þ. Guðbjartsson munu
hins vegar verða á landinu fram að
þingbyrjun 10. október.
Eins og fram hefur komið frestaði
Steingrímur Hermannsson umræð-
um um álmálið fram yflr næstu mán-
aðamót vegna fjarveru ráðherra.
Hætt er við að þessi ferðalög hafi
einnig áhrif á íjárlagagerð en fjár-
lagafrumvarpið þarf að liggja fyrir í
þingbyrjun. -gse
Skemmdi húsgögn
áfasteignasölu
Karlmaöur réðst að innanstökks-
munum og olli nokkrum spjöllum á
fasteignasölu við Skipholt síðdegis í
gær. Einhverjar skemmdir urðu af
völdum hans.
Maðurinn var ósáttur við hlut-
skipti sitt og skeytti hann skapi sínu
á húsgögnunum. Lögreglan kom á
staðinn til að handtaka manninn.
Hann var þá farinn í burtu. Þegar
síðast fréttist var ekki búið að ná í
manninn en lögreglan hefur vitn-
eskjuumhverþarnaáttiíhlut. -ÓTT
Búnaðarbanki
lækkarvexti
Búnaðarbankinn lækkar nafnvexti
útlána um 1,25 til 2 prósent í dag og
sparisjóðimir lækka nafnvexti út-
lána um 0,5 prósent. Þá liggur í loft-
inu að Landsbanki og íslandsbanki
lækki vextina um mánaðamótin.
Ástæðan fyrir vaxtalækkuninni er
snarminnkandiverðbólga. -JGH
LOKI
Seðlabankinn ber nafn
með rentu!
32 milUóna víxlakaup
greidd með 600 krónum
' „Ég fór í góðri trú um að búiö
væri að leggja inn á reikninginn,“
sagði maður, sem ákærður er
ásamt eiginkonu sinni fyrir íjár-
svik, þegar hann svaraði spurning-
um dómara í Sakadómi Reykjavík-
ur i gær. Maðurinn fór með ávísun,
af reikningi konunnar sem aðeins
voru um 600 krónur inni á, og
keypti ríkisvíxla í Seðlabanka ís-
lands íyrir 32.076.625 krónur - at-
hugasemdalaust, samkvæmt því
sem hann sagði í Sakadómi í gær.
Maöurinn sagði að hringt hafx
veriö í eiginkonu sína og þau beðin
um, af manni á Norðurlandi, að
annast kaup á ríkisvíxlunum gegn
100 þúsund króna þóknun. Hjónin
neituöu bæði að segja dómaranum
hver maðurinn er. Norðlendingn-
um og konunni talaðist svo um að
Norölendingurínn myndi sama dag
og kaupin yrðu gerð leggja inn á
ávísanareikning konunnar
32.076.625, fyrir víxlunum, og að
auki 100 búsund krónur sem átti
að verða þóknun hjónanna. Ávis-
anareikningurinn sem var notaður
var frá gamía Útvegsbankanum og
þar af leiðandi var ávísanaeyðu-
blaðið orðið æði gamalt.
Eiginmaður konunnar fór í
Seðlabankann skömmu fyrir lokun
mánudaginn 3. júlí 1989. Þar af-
henti hann ávísunina sem kona
hans hafði undirritað. Athuga-
semdalaust, segist maðurinn, hafa
fengið rikisvíxlana afhenta. Hann
fór við svo búið heim til sín. Sama
dag haföi Norðlendingurinn hringt
heim til hjónanna og lesið inn á
simsvarann skilaboð um að ekkert
gæti orðið af kaupunum. Það var
of seint - maðurinn var með vixl-
ana þrátt fyrir að ekkert innlegg
hafi komið á ávísanareikninginn.
Um kvöldmatarleytið tókst hjón-
unum að ná sambandi við gjald-
kera Seðlabankans og skýra hon-
um frá hvernig málum var komið.
Sá sagði að ekkert yrði hægt að
gera fyrr en að morgni næsta dags.
Um morguninn mætti maðurinn
með víxlana í Seðlabankann. Með-
an starfsmenn bankans reyndu að
vinna úr þessu máli fór maðurinn
í Útvegsbankann og setti sig í sam-
band við yfirmann i ávísanadeild.
Þegar hann skýrði frá hvemig í
öllu lá var ákveðið að geyma ávís-
unina. Þegar maðurinn kom aftur
í Seðlabankann var ákveðiö að
hann afhenti ríkisvíxlana, sem
hann og gerði. I stað víxlanna fékk
hann í hendur ávísun frá Seðla-
bankanum upp á sömu fjárhæð,
eða 32.076.625 krónur. Maðurinn
fór með ávísunina í Útvegsban-
kann og lagði inn á ávísanareikn-
ing konu sinnar.
Eftir að það var gert var gamla
ávisunin bókfærð. Hún var því
aldrei bókfærð sem innistæðulaus.
Forráðamenn Útvegsbankans
ákváðu að kæra hjónin til rann-
sóknarlögreglu ríkisins. Sú kæra
leiddi tii þess að hiönin hafa verið
ákærð.
Enn á eftir aö yfirheyra alla sem
tengjast þessu máli nema hjónin,
þar á meðal starfsmenn Seðlabank-
ans, sem afhentu manninum ávís-
un upp á rúmar 32 mllljónir.
-sme
Ávísanafalsari
handtekinn
Maður var handtekinn eftir að hafa *
falsað ávísanir á ísafirði í gær. Hafði
hann komist yfir ávisanaeyðublöð í j
Reykjavík en síðan haldið vestur.
Lögreglunni á ísafirði bárust kær- ’
ur vegna grunsamlegra tékka sem.
hafði verið skipt í verslunum í gær. [
Fljótlega náðist í manninn en hann [
hafói skrifað út samtals 15 þúsund
krónur á hin illa fengu ávísanaeyðu-
blöð. Maðurinn var hjá lögreglunnil
í yfirheyrslum þegar siðast fréttist í I
morgun. Málið var þó talið nær upp-
lýst. -ÓTT |
ÓlafurLaufdal:
Skipti á hóteli
og Hollywood
Vetur konungur er heldur snemma á ferðinni með klærnar, blessaður, en sumar mun enn vera samkvæmt alman-
akinu. Ef trúa á sérmenntuðum spámönnum er ekki annað en létt geðvonskukast veðurguðanna á ferðinni - eða
svo skulum við vona. Ungviðið á leið í skólann var heldur hissa á þessum látum í veðrinu. Ungi maðurinn bítur
á jaxlinn en félagi hans virðist þó öllu afslappaðri. DV-mynd Brynjar Gauti
Olafur Laufdal hefur selt hjónun-
um Inga Helgasyni og Árnýju Arn-
þórsdóttur skemmtistaðinn Holly-
wood. Þau hjón hafa um margra ára
skeið rekið hótelið Snekkjuna á Fá-
skrúðsfirði. Hóteliö á Fáskrúðsfirði
er hluti af greiðslum fyrir Holly-
wood.
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri
skemmtistaðarins. Formleg opnun
verður 28. september. -sme
Veðriðámorgun:
Skúrir á
Norður-
landi
A morgun verður norðaustan-
átt, víðast gola eða kaldi. Skúrir
á Norðurlandi og norðantil á
Austfjörðum en annars þurrt og
víða léttskýjað.
Hiti verður á bilinu 4-9 stig,
hlýjast sunnanlands.
VIDE ittewði'
Fákafeni 11, s. 687244
GÆÐI-
ión Bjarnason
úrsmiður,
s. 96-25400