Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Qupperneq 2
Fréttir
MÁNUMGUR.24. SEETEMBER 1990.
25 kílóum af dinamíti stolið af verkstæði í Kópavogi:
Meira en nóg til að
sprengja íbúðarblokk
- dínamítið geymt á verkstæðinu frá 12. september
25 kílóum af dínamíti, hvellhettum
sprengiþræði og hnalli til aö sper-
engja meö var stoliö af verkstæöi við
Auöbrekku 28 í Kópavogi aðfaranótt
föstudags. Þaö var ekki fyrr en á
laugardagskvöld aö þjófnaðurinn
uppgötvaðist þegar sá sem rekur
verkstæðiö, Stefán Þorbergsson,
kom þar inn. Tilkynnti hann strax
um þjófnaðinn til rannsóknarlög-
reglunnar en gaf upp að einungis
væri um 10 kíló af dínamíti að ræða.
Þjófurinn eða þjófamir áttu greiða
leið inn á verkstæðið þar sem þeir
þurftu ekki annað en aö rífa hálfó-
nýta krossviðarplötu frá gati á verk-
stæðishurðinni til að komast inn.
Engu öðru en sprengiefnunum var
stolið.
Leit að sprengiefnunum hófst þeg-
ar í stað. Seinnipartinn í gær fundust
25 kíló af dínamíti undir skúr veiði-
varðar við Hvaleyrarvatn hjá Hafn-
arfirði sem að öllum líkindum eru
úr innbrotinu um helgina. Hvell-
hetturnar og sprengiþræðimir vom
hins vegar enn ófundnir í gærkvöld.
Þá er þjófurinn (eða þjófarnir) ekki
fundinn en lögregla biður aUa sem
sáu til mannaferða við Auðbrekku
28 aðfaranótt laugardags aö hafa
samband.
í samtali viö sprengjusérfræðing
hjá Landhelgisgæslunni kom fram
að gífurlegt tjón gæti hlotist af ef 25
kíló af dínamíti væru sprengd. Það
færi eftir aðstæðum hvar dínamítið
springi en til að gefa mönnum hug-
mynd um sprengimáttinn sagði hann
að 25 kíló væru meira en nóg til að
sprengja heila íbúðarblokk í loft upp.
„Maöur þyrfti ekki annað en að sópa
venjulegu íbúðarhúsi upp í
fægiskúffu eftir slíka sprengingu.“
Til samanburðar nefndi hann að í
sprengingunni á Bergþómgötu í
fyrra, þar sem um 60 rúður brotnuðu
og tveir bílar stórskemmdust, hafi
einungis 130 grömm af dínamíti verið
sprengd.
„Sprengiefni í þessu magni er auð-
vitað stórhættulegt þeim sem ekki
kunna með það að fara og ekki síður
hættulegt ef menn hafa einhver ill-
virki í huga. Það er náttúrlega alger
óhæfa að geyma dínamít og hvell-
hettur á sama stað. Með því er verið
að brjóta lög og bjóöa stórslysum
heim,“ sagöi sprengjusérfræðingur-
inn.
Rannsóknarlögreglumenn segja að
maðurinn sem geymdi sprengiefnið
í Auöbrekkunni reki þar einhvers
konar viðgeröa- og bílapartastarf-
semi. Þá væri hann í verktakastarf-
semi þar sem sprengiefni koma við
sögu.
Maöurinn kom með sprengiefnið á
verkstæðið 12. september. Það var
því búið að vera þar í 10 daga þegar
því var stolið. Með tilvísun í orð
sprengjusérfræðingsins hefði viö
sprengingu myndast ógurlegt skarö
í húsaröðina í Auðbrekkunni þar
sem ýmis fyrirtæki eru til húsa og
bæði lögregla og rannsóknarlögregla
öllu lengra frá.
-hlh
Léleg krossviðarplata var fyrir gati
á hurð verkstæðisins við Auð-
brekku. Þjófurinn eða þjófarnir
þurftu ekki annað en að kippa henni
af og þá var leiðin að sprengiefninu
eins og beinn og breiður vegur.
DV-mynd GVA
Kristján Jónsson, fann dínamítiö:
Brá hressilega
þegar ég sá
glitta í túburnar
„Það hefði ekki orðiö mikið eftir
af honum Stjána Jóns hefði þetta
sprungið undir fótunum á honum og
Hvaleyrarvatniö hefði líklega horfið
til sjávar. Þetta var óskaplegt magn
af dínamíti og mér brá óneitanlega
hressilega þegar ég sá ghtta í túbum-
ar í kassanum," sagði Kristján Jóns-
son, 68 ára gamall veiðivörður við
Hvaleyrarvatn, í samtali við DV.
Það var Kristján sem um þijúleytið
í gærdag fann dínamítið sem talið er
að stoliö hafi verið af verkstæðinu
við Auðbrekku aðfaranótt laugar-
dagsins. Hafði dínamítinu verið
komið fyrir undir veiðiskúr sem
hann hefur haft aðsetur í sem veiði-
vörður.
„Ég hef veriö veiöivörður viö Hval-
eyrarvatn í sumar en hætti um síö-
ustu mánaðamót. Ég hef þó farið
reglulega til að gá að skúmum sem
ég hef haft til afnota og var í einni
slíkri ferð um miðjan dag í gær. Ég
fór inn í skúrinn eins og ég er vanur
og síðan út á pallinn til að kíkja að-
eins í kring um mig. Við endann á
skúrnum er smágjóta og þar sá ég
pappakassa sem vakti athygli mína.
Ég teygði mig eftir kassanum, sem
reyndar var tómur, og við það var
mér litiö innundir skúrinn. Þá sá ég
annan kassa sem troðið hafði verið
undir skúrinn. Ég náði honum fram
undan skúrnum og þegar ég tók lok-
ið frá blasti við mér fullur kassi af
dínamíti."
Kristján segist strax hafa séð að
hér var alvara á ferð. Hann hljóp að
veginum, sem liggur umhverfis vatn-
ið, stöövaði þar konu á sunnudags-
rúntinum og bað hana að aka í dauð-
aps ofboði niður á lögreglustöð.
Stuttu seinna var lögreglan komin á
staðinn.
Kristján þekkir umhverfið við
vatnið mjög vel og aðstoðaði lögregl-
una við aö leita ofan í gjótur og
sprungur í næsta nágrenni ef vera
skyldi að hvellhetturnar eða
sprengivírinn fyndist þar. Sú leit bar
þó engan árangur. Tómi kassinn,
sem Kristján fann fyrst, er talinn
vera undan hvellhettunum en báðir
kassarnir voru kirfilega merktir sem
kassarutanafsprengiefni. -hlh
Sprengisérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni:
Meðferð sprengief na
í algerum ólestri
„Þetta mál um helgina er ekkert
einsdæmi hér á landi. Meðferð
sprengiefnis eins og hún tíðkast á
íslandi þekkist hvergi nokkurs stað-
ar í heiminum," sagði sprengisér-
fræðingur hjá Landhelgisgæslunni í
samtali við DV.
„Meðferð sprengiefna er í algerum
ólestri hér á landi. Hér er það frekar
reglan en hitt að sprengiefni og hvell-
hettur séu geymdar á sama staö en
það er kolólöglegt. Oftar en ekki er
þetta geymt 1 ónýtum skúrum hingað
og þangað og menn eru líka að flytja
sprengiefni og hvellhettur milli staöa
í sama bílnum. Ef árekstur verður
þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Ástandið í þessum efnum er mjög
bagalegt og nánast ekkert gert til aö
koma reglu. á þessa hluti,“ sagði
sprengisérfræðingurinn.
Hann var ómyrkur í máli varðandi
þá meðferð á sprengiefnum sem við-
gengst hér og eins því tómlæti sem
virtist ríkja þegar sprengiefnum
væri stolið eins og gerðist um helg-
ina.
„Víöast hvar í Evrópu er tekið mjög
hart á sams konar málum og þau
talin stórmál. Sá sem verður uppvís
af að stela sprengiefni í Englandi á
yfir höfði sér margra ára fangelsi."
-? -hlh
Kristjan Jonsson við skurinn þar sem kassanum með 25 kiloum af dinamíti hafði verið troðið undir.
DV-mynd S
SkagaQörður:
Riðuveiki í enn einum hreppnum
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Riðuveiki hefur nú sfimgið sér nið-
ur í einum hreppnum í Skagafirði,
Skefilsstaðahreppi á Skaga.
Riða var staðfest fyrir nokkru í
tveggja vetra kind á bænum Ketu.
Eru nú einungis tveir hreppar í
Skagafirði þar sem riða hefur ekki
verið staðfest, Fells- og Rípur-
hreppur.
Björn Halldórsson, bóndi í Ketu,
sagði menn aö sjálfsögðu hafa velt
fyrir sér hvernig kindin, sem riða
fannst í, hefði smitast. Erfitt er að
gera sér grein fyrir því en nokkuö
langt er á annaö riðusvæði. Þó er
stutt síöan riða var staðfest á bæn-
um Efri-Lækjardal í Engihlíðar-
hreppi í Austur-Hún.
Fé á Efri-Lækjardal hefur verið
lógað en enn er ósamið um förgun
Ketuíjárins.