Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Síða 15
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. 15 Er eyðni hlaupin í ef nahag heimsins? Það ætti aö vera hverjum hugsandi manni um sjúkdóma minnisstætt hvílíkur fógnuður greip um sig meðal göfugra manna sem unna hreinleika í kynhegðun þegar ljóst var að upp væri kominn í Banda- ríkjunum sá sjúkdómur sem réttlát reiði guðs hafði verið að malla frá fyrstu tíð gegn synduga hluta mannskynsins, án þess að sá synd- lausi þyrfti að líða, og skellt honum á bölvaða ómyndina á hommunum. Menn önduðu léttar yfir að loksins yrði þeim ölium eytt á einu bretti með banvænum sjúkdómi sem bitnaði aðeins á þeim. ... hver sem verju gat valdið... Eðlilegt fólk átti að vera algerlega variö eins og lýst var af miklu læknisinnsæi, bæði í Morgunblað- inu og Þjóðviljanum, með þvílíkum tilþrifum í meðferð máls og stíls, að lesandinn hefði mátt halda að vissir siðprúðir menn og fjölmiðla- stjórar (ég nefni engin nöfn) hefðu „legið á vettvangi" í verstu hommafletum heimsins og stundað rannsóknarblaöamennsku meö ákafa pennann sinn á lofti við frem- ur óhollan felustað á mannslíkam- anum. Því hvaðan hefði þeim annars átt að koma öll skelfiiega vitneskjan um innri starfsemi líffæranna og hrærigraut sýkla og „matarleifa á lokastigi", eins og hægt væri að kalla blönduna ef maður væri mat- vælafræðingur eða forðum sið- væddur sovétvinur á afturbatastigi sem hjólar nú sér til heilsubótar inn í kirkjuna? Því miður var hinn vondi en deyj- andi Adam ekki lengi einvörðungu í hommaparadísinni í San Francis- co. Hann slapp út, bölvaður, svo innan skammst bárust þær ugg- vænlegu fréttir að jafnvel skírlíft fólk, sem gerði lítt annað en það að liggja á bæn og stunda kirkjur, KjaUarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur kristilegt líferni og trúa maka sína, hefði sýkst af sama sjúkdómi og þau feysku tré sem guð hefði loks- ins ákveðið að höggva og eyða í sýklaeldi. Jafnskjótt var farið að veita millj- ónir í það að reyna að finna upp bóluefni gegn vágestinum sem hafði villst úr áhættuhópnum inn í öruggu meirihlutahópana. En þangað til að mótefni fyndist urðu allir að nota til vonar og vara einu vörnina sem hver framámaður og framsækin kona sem verju gat valdið í þjóðlífinu hristi á sér- hönnuðu spjaldi framan í almenn- ing á opinberum stöðum: smokk- inn algóða. Hvað meinar guð með slíkum ósköpum? íslenska liðið sem „gerði gloríur" við smokkinn á Smokkaspjöldun- um, svo glatt og brosmilt yfir að það „gæti það enn“, hefur víst - og það ekki í fyrsta sinn í sögu þessar- ar þjóðar - náð engum árangri á alþjóðavettvangi, vegna þess að Ríkisútvarpið sagði nýlega í frétt- um að búddamunkar væru komin- ir með sjúkdóminn, þótt enginn vissi hvernig hann hefði borist í þá. - Hann lagðist hka á kristna munka og meira að segja nunnur! Er eyðnin þá eins og andskotinn: á bak við altariö eða í hinu helga brauði, eða í messuvíninu? Hvaö meinar guð með slíkum ósköpum? Er hann virkilega eins og skáldiö, alltaf að gera grín að venjulegu fólki með heilbrigðar þarfir? Um leið og eyðnin varð almenn- ingseign hættu fjölmiðlar að íjalla um hana á sama hátt og eitthvað sem sómakært fólk hefur gaman af að hneykslast á, en biöur samt fyrir heilshugar. Áhuginn minnk- aði ekki einvörðungu vegna þess að allur heimurinn varð aö heljar- stórum áhættuhópi, heldur gaus upp splunkunýr sjúkdómur með þann lækningamátt sem talið var að legðist alveg hundrað prósent örugglega aðeins á þá vondu: Kommúnisminn féll eins og hann lagði sig með ógurlegum látum, ekki aðeins í hinni einu og sönnu Jerúsalem hans, Moskvu, heldur líka í annexíunum eða útibúunum. Vestræni auðvaldsheimurinn fagnaöi, handviss um aö aldrei gæti skollið á hans heilbrigða búk hagvaxtar og samkeppni önnur eins eyðni og sú sem heijaði á hag- fræðiómynd og froðusnakkaheim kommúnismans. En eyðnin lætur ekki að sér hæða, úr því hún er á annað borð komin í heiminn. Ónæmiskerfi efnahagslífsins í öllum löndum er orðið sem opin borg og svo viðkvæmt, að það er alnæmt á heilsufar hverrar krónu. Nurlarinn má ekki lengur hnerra yfir peningapyngjunni í kjallar- anum heima hjá sér án þess að fólk fari strax að spá í það að kaupa ódýrar í helgarmatinn. Þetta gengur svo langt að það fer orðið í saumana á hverri flík áöur en það kaupir á endalausu útsölun- um á Laugaveginum, þar sem jafn- vel nýjar verslanir opna með fram- lengdri stórútsölu strax á fyrsta degi. Hvað hugsar hagfræðiguð- inn? Hvaö hugsar hagfræðiguðinn? Getur verið að lögmál alheimsins sé eins konar lögmál hliðstæðn- anna; ef spilltur karlmaður fær eyðni, sem hann á skilið fyrir hegð- un sína, fær heiðarleg kona í gaddabuxum hana skömmu síðar? Gilda virkilega sömu lögmál í hag- fræöinni og á „sumum“ sviðum mannlífsins - eöa öllum? Þessu er ekki auðvelt aö svara. Hitt er augljóst að fólk sem lifir í lok þessarar aldar fær ekki að gleðjast innilega yfir ófórum ann- arra. Það hefur verið komið á ein- hverju óréttlátu hrakfarajafnrétti. „Smokkurinn algóði." - Náði is- lenska liðið, sem „gerði gloriur“ við smokkinn svo glatt og bros- andi, engum árangri? Aldrei hefur verið eins brýnt og núna að endurtaka við Jón og Gunnu ráðlegginguna vænu: Gangið hægt um gleðinnar dyr, hvort sem þær kunna að vera á lík- amanum og gleðihúsum eða á gleðibönkum og peningastofnun- um. Samt er óþarft fyrir bjartsýna þjóð að láta sér fallast hendur og hdtt, vegna þess að það glittir í glætu vonar jafnt núna og meðan mannkynið bjó enn í hellunum eða horfði út um þröng bæjargöng: Eftir síðustu fréttum að dæma eru á hraðri uppsiglingu ljúfar ást- ir samlyndra hjóna austurs og vest- urs, alveg pottþéttar gegn hvers kyns eyðni að loknum fundi forseta Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Finnlandi. Þó er aldrei að vita nema samlyndið leiði til nýrrar sundurþykkju. Heimurinn, maður- inn og lífið eru svo ólík því sem í er látið skina á pappímum. Guðbergur Bergsson „Getur verið að lögmál alheimsins sé eins konar lögmál hliðstæðnanna; ef spilltur karlmaður fær eyðni, sem hann á skilið fyrir hegðun sína, fær heiðarleg kona í gaddabuxum hana skömmu síðar?“ Valdatafl „Einkennisbúningurinn er merki um vald sem herir misbeita skeifilega í stríði,“ segir greinarhöfundur m.a. Hinn siðmenntaði heimur byggir á lögum og reglum sem settar eru á alþjóðlegum vettvangi svo og heima fyrir. Þjóðum er steypt sam- an í ríki eftir uppruna, trú, tungu- máli, htarhætti sem og búsetu. íbúum jarðar hefur löngum fylgt sú árátta að ásælast önnur land- svæði en sín eigin vegna auðlegðar þeirrar (Suður-Ameríka, Græn- land, Afríka, Asía, Suðurskauts- landið) eða til að sýna mátt sinn og megin í víðáttumiklu ríki (Napó- leon, Alexander mikli, Genghis Khan, Rómaveldi). Slíkir landvinningar tókust ein- ungis vegna herstyrks viðkomandi og yfirburða hertækni yfir fáfræði og andvaraleysi svo og vegna sundrungar og ósjálfstæðis her- fangsins. Mannréttindi í dag eru flestar þjóðir heims í Sameinuðu þjóðunum og aðhyllast frjáls samskipti í viðskiptum og menningu. Sumar þjóðir leggja allt annað mat á mannréttindi og jafnrétti en við og mætti vel minna á það að íslenskar konur fengu fyrst kjör- gengi og kosningarétt til Alþingis fyrir 75 árum og okkur tókst ekki að verða sjálfstæð fyrr en árið 1944 eftir tæp 700 ár sem hjáleiga er- lends ríkis. Nýlendustefna Vestur-Evrópu- þjóða, sem flestar voru vel mennt- aðar og kristnar að auki, réð ríkj- um í meira en 500 ár, lagði í rúst menningarríki í Mið- og Suður- Ameríku og eignaði sér auðug ríki í Afríku og Asíu án nokkurs réttar. Hervald Það eru karlmenn sem semja flest KjaUarinn Kolbrún Ingólfsdóttir meinatæknir lög og reglur meðal þjóða heims. Þeir hafa löngum ráðið þjóðþingum og þar með mannréttindum til handa konum og börnum. Þeir hafa mótað öll samskipti þjóða á meðal frá alda öðh með sárafáum undan- tekningum. Þeir mynda heri þjóða þar sem þeir eru þjálfaðir í hemaði bæði til vamar landi og þjóð og til að ráð- ast inn í næstu ríki. Hervald er vandmeöfarið sem sést glöggt í stríði þegar innrásarherir ganga um sem óferíandi og óalandi óarga- dýr. Á erlendri grund fylgir rupl, rán, dráp, morð og nauðganir öhum heijum, hverrar þjóðar sem þeir eru. Konur og börn verða verst úti þegar fullorðnir karlmenn, með kosningarétt og mannréttindasátt- mála undirritaðan af þjóðþingum þeirra, ráðast á þau í valdi herbún- ings síns, herdeildar og þjóðar. Hermenn, sem vernda eiga eigin þjóð og land, fótum troða þannig alla virðingu fyrir mannslífum sem fuhtrúar síns siðmenntaða heims. Einkenninsbúningurinn er merki um vald, sem herir misbeita skelfi- lega í stríði, þrátt fyrir alþjóðaregl- ur um meðferð óbreyttra borgara á stríðstímum. Einkennisklæddur her „afsakar" þau ódæðisverk, sem herdeildirnar vinna á öðrum; þau sömu ódæðis- verk, sem þeir fyrirhta sem heimil- isfeður, synir, bræður, frændur og afar í eigin landi Misnotkun valds Nú stendur heimurinn á öndinni yfir arabahöfðingja sem ruddist inn í nágrannaríki sitt til að næla sér í auðlegð þess þegar það vildi ekki koma á hærra ohuverði. Fyrrverandi nýlenduþjóðir geta eflaust sett sig í spor einvaldsins og sumar Austur-Evrópuþjóðir minnast aðgerðaleysis vesturveld- anna fyrir seinni heimsstyijöldina. Hinn fijálsi heimur getur ekki þolað slíka framkom : þar sem sjálfstæði einstakra rí ja byggir á gagnkvæmri virðing’í. Vernda verður rétt hvers ríkis gagnvart öðru því að annars hæfist hér skálmöld sem seint m.'.ndi linna. Hótanir um efnavopn eru hrika- leg misnotkun á gæðum jarðar og til skammar fyrir allt viti borið fólk. Hægt er að menga ár og læki jarðar, kveikja eilífðareld í olíu- lindum jarðar, drepa mihjónir manna með sýklum, sveipa jörðina kjarnorkuskýi og láta mannkynið líða undir lok í núverandi mynd. Ógnunin frá einu ríki við Persa- flóa er gífurleg en henni verður að afstýra ef lífvænlegt á að vera hér í heimi. Engu ríki má lengur hðast að taka annað herfangi og heri landa þarf að leysa upp til þess að friður komist á. Þessi sífehda ógnun meðal ríkja heims vegna heija þeirra og her- búnaðar hefur fylgt heiminum frá upphafi og verið dygghega studd af karlpeningi jarðar, sem lætur sig ekki muna um að forsmá mann- réttindi, samin af honum sjálfum. Ef leysa á þennan gordíonshnút verða ahar þjóðir heims að taka höndum saman með virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi Kolbrún Ingólfsdóttir „Þessi sífellda ógnun meðal ríkja heims vegna herja þeirra og herbúnaðar hef- ur fylgt heiminum frá upphafi og verið dyggilega studd af karlpeningi jarð- ar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.