Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Page 25
MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990.
33
Sviðsljós
Tímarit um Quayle
Síöan Dan Quayle var settur inn í
embætti varaforseta Bandaríkjanna
hefur þaö orðið vinsælt sport meðal
stjómmálamanna og blaðamanna að
gera grín að mismælum hans og
segja skemmtisögur af afglöpum
hans.
Nú hafa tveir ungir athafnamenn
komið á laggirnar sérstöku tímariti
sem fjallar eingöngu um Quayle.
Blaðið nefnist Quayle Quarterly og
er gefið út ársfjórðungslega og er 16
síður í hvert sinn. Blaðinu hafa þegar
áskotnast 5.500 áskrifendur og er sagt
að meðal þeirra séu margir háttsettir
áhrifamenn í bandarísku þjóðlífi
bæði í hópi flokksmanna Quayle og
andstæðinga.
Spurðir um framtíðarhorfur tíma-
ritsins kjósa ritstjórar að vitna í
Quayle sjálfan og segja: „Ef þetta
tekst ekki, þá vex hættan á því að
það mistakist."
Forsíða fyrsta tölublaðsins af
Quayle Quarterly.
Pacino i hlutverki Big Boy í Dick Tracy.
Pacino sem Don Corleone i þriðju myndinni um Guðföðurinn.
Pacino leikur
guðföður
A1 Pacino leikur einn af höfuðóvin-
um leynilögreglumannsins Dick
Tracy en kvikmynd um kappann
þann og baráttu hans við glæpahyski
hefur nú litið dagsins ljós og er sýnd
í tveimur bíóum í Reykjavik.
Pacino er nær óþekkjanlegur í
hlutverki sínu í Dick Tracy og mátti
eyða klukkustundum í förðun fyrir
hverja töku. Hann er líkari sjálfum
sér í hlutverki Don Corleone en
þriðja myndin um Guðfóðurinn
verður frumsýnd vestra fyrir jól. Það
er Francis Ford Coppola sem situr
við stjórnvöhnn og er myndinni spáð
talsverðum vinsældum.
Prinsinn sýnir myndir
frá íslandi
Nú stendur yfir í Salisbury í Bret-
landi sýning á 62 vatnslitamyndum
eftir Karl Bretaprins. Myndirnar,
sem eru aðallega landslagsmyndir,
hefur prinsinn málað á ferðum sín-
um víða um heim. Helstu staðirnir
eru Saudi-Arabía, island, Spánn,
Tyrkland og Skotland.
Prinsinn, sem ekki gat verið við-
staddur opnun sýningarinnar vegna
meiðsla sem hann hlaut í pólóleik,
segir í formála að sýningarskrá að
hann vilji helst geta unnið að hverri
mynd fimm daga í röð við svipuð
birtuskilyröi. Prinsinn hefur nokkr-
um sinnum komiö til íslands til lax-
veiða bæði í Vopnafirði og Borgar-
firði.
Myndirnar á sýningunni eru ekki
til sölu en aðgangseyrir rennur til
viðgerða á turni dómkirkjunnar í
Salisbury. Eftirprentanir verða seld-
Karl Bretaprins.
ar og rennur ágóðinn í sérstakan
góðgerðarsjóð í nafni prinsins.
Fmele
KAFF!
Þú sérð
ekki
muninn!
HANN FINNST A BRAGÐINU....
HEILDSOLUB. JOHN LINDSAY HF.