Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.1990, Side 26
34 MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1990. Afmæli Garðar E. Cortes Garöar E. Cortes, Háleitisbraut 103 Reykjavík, er fimmtugur í dag.' Garðar er fæddur í Rvík, lauk gagn- fræðaprófi í Hlíðardalsskóla í Olfusi 1957 og var í guðfræðinámi í New bold College í Englandi 1959-1961. Hann var í námi í Watford School of Music í Englandi 1963-1969 og lauk prófum frá Royal Academy of Music í London (licentiant prófi) í söngkennslu 1968 og Trinity College of Music í London (associate prófi) í einsöng 1969. Garðar var í söngn- ámi hjá Linu Pagliughi í Gatteo Mare á Ítalíu 1978 og 1979, Helenu Karusso í Vínarborg 1980 og 1981 og í námi í ljóðasöng hjá dr. Erik Werba á árunum 1978-1984. Hann var skólastjóri Tónlistarskólans á Seyöisfirði 1969-1970 og var kennari í ensku og tónlist í Réttarholtsskó- lanum 1970-1972. Garðar stofnaði söngskólann í Rvík 1973 og hefur verið skólastjóri hans frá upphafi. Hann stofnaði Sinfóníuhljómsveit- ina í Rvík 1975 og var stjómandi hennar frá upphafi þar til hún hætti starfi 1979. Garðar hefur verið for- maður Landssambands blandaðra kóra frá 1977, stofnaði íslensku óperuna 1979 og hefur verið óperu- stjóri frá upphafi. Hann stofnaði kór söngskólans 1974 sem nú er kór ís- lensku óperunnar. Garðar stjórnaði karlakómumFóstbræðrum 1970- 1972, Samkór Kópavogs 1970-1972 og var kórstjóri og stjórnandi söng- sveitarinnar Fílharmoníu 1971 og 1973-1975. Hann var stjómandi Fóstbræðra í alþjóðlegri söngkeppni í Wales þar sem kórinn hlaut önnur verölaun 1972 og var stjórnandi kórs söngskólans í söngferð til Wales og Englands 1977. í þeirri ferð var tekin upp plata með söng kórsins. Garðar hefur verið stjórnandi á öllum nor- rænum kóramótum Nord Klang frá 1980 og hefur verið í aðalstjórn Nor- diska Körkommitten (musikutval- ged) frá 1981. Hann hefur verið að- altenór við íslensku óperuna frá upphafi og þar að auki sungið mikið erlendis, m.a. á írlandi, Englandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Banda- ríkjunumogSuður-Ameríku. • Helstu hlutverk Garðars eru m.a.: Alfredo í La Traviata, Manrico í II Trovatore, Radames í Aidu, Florist- an í Fidelio, Hoffmann í Hoffmann, Don Jose í Carmen, Pagliacci í Pagl- iacci, Macduff í Macbeth og Cavara- dossi í Toscu. Hann hefur stjórnað söngleikjum, óperettum og óperum, t.a.m.: Ég vil, Ég vfi, Oclahoma, Cabaret, Zorba hjá Þjóðleikhúsinu, Pagliacci, Mikado og Leöurblökunni hjá íslensku óperunni. Þá stjórnaði Garðar óperunni Nóaflóðinu eftir Benjamín Britten á fyrstu Listahá- tíð og hefur stjómað ýmsum kór- verkum og óratoríum eins og Elía eftir Mendelssohn, „Nelson“-mes- sunni, Pákumessunni og Stríðsmes- sunni eftir Haydn og Frið á jörðu með Sinfóníuhljómsveitinni og söngsveitinni Fílharmoníu. Garðar kvæntist 21. nóvember 1970 Krystynu Cortes píanóleikara. Foreldrar Krystynu em: Wladyslaw Blasiak, myndhöggvara í Kings Langley í Englandi, og kona hans, Beryl Blasiak listmálari. Dóttir Garðars og Rafnhildar Bjarkar Ei- ríksdóttur, f. 1. janúar 1943, er: Sigr- ún Björk, f. 21. desember 1963, rit- ari, maður hennar er Björgvin Þór- haUsson sagnfræöingur. Börn Garö- ars og Krystynu em: Nanna María, f. 3. janúar 1971, Garðar Thór f. 2. maí 1974 og Aron Axel, f. 25. sept- ember 1985. Bróðir Garðars er Jón Kristinn, f. 6. febrúar 1947, tón- menntakennari í Rvík, kvæntur Álfrúnu Sigurðardóttur gjaldkera. Foreldrar Garðars eru Axel Cort- es, d. 1969, myndfaldari og verslun- armaður í Rvík, og kona hans, Kristjana Jónsdóttir. Axel var sonur Emanuels Cortes, yfirprentara í Gutenberg, Péturssonar Cortes, koparsmiðs í Stokkhólmi. Móðir Axels var Björg Jóhannesdóttir Zo- ega, trésmiðs í Rvik, Jóhannessonar Zoega, útgerðarmanns í Rvík, Jó- hannessonar Zoega, glerskera í Rvík, Jóhannessonar Zoega, fanga- varðar í Rvík, frá Slesvík, af ættinni Zuecca, höfðingjaætt gyðinga á eyj- unni Giudecca í Feneyjum. Móðir Bjargar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Starkaðarhúsum í Flóa, Ingimund- arsonar, b. í Norðurkoti í Gríms- nesi, Jónssonar. Móðir Ingimundar var Guörún Snorradóttir, b. í Kakk- arhjáleigu, Knútssonar, og konu hans, Þóm Bergsdóttur, b. í Bratts- holti, Sturlaugssonar, ættföður Bergsættarinnar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Sigurðardóttir, skipa- smiðs á Hjallalandi á Álftanesi, Sig- urðssonar, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur, silfursmiðs á Bíldsfelli, Sigurðssonar, ættföður Bíldsfells- ættarinnar, föður Þorvarðar, lang- afa Ingimundar, afa Jóhönnu Sig- urðardóttur ráðherra. Kristjana er dóttir Jóns, húsa- smíðameistara í Rvík, Magnússon- ar, b. á Lágum í Ölfusi, Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guörún, systir Magnúsar, langafa Ellerts Schram ritstjóra. Guðrún var dóttir Magn- úsar, b. á Hrauni, Magnússonar, b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar, lög- réttumanns á Breiðabólstað, Ingi- mundarsonar, b. í Hólum, Bergsson- ar, bróður Þóm í Kakkarhjáleigu. Móðir Guðrúnar var Guðrún Hall- dórsdóttir, b. á Lágum í Ölfusi, Böð- varssonar, og konu hans, Sigríðar Eiríksdóttur, b. á Litlalandi í Ölfusi, Ólafssonar. Móðir Sigríðar var Helga Jónsdóttir, b. á Vindási á Landi, Bjarnasonar, b. á Víkings- Garðar E. Cortes. læk, Halldórssonar, ættföður Vík- ingslækj arættarinnar. Móðir Kristjönu var Kristjana Friðjónsdóttir, b. á Laugum í Hvammssveit, Sæmundssonar. Móðir Friðjóns var Guðrún Guð- mundsdóttir, skipasmiðs á Hóli, Ormssonar, b. í Fremri-Langey, Sig- urðssonar, ættföður Ormsættarinn- ar, langafa Snæbjarnar í Hergilsey, afa Snæbjarnar Jónassonar vega- málastjóra. Ormur var einnig lang- afi Þórhalls, afa Péturs Einarssonar flugmálastjóra. Móðir Guðrúnar var Margrét, systir Finns, afa Ás- mundar Sveinssonar myndhöggv- ara. Margrét var dóttir Sveins, b. í Neðri-Hundadal, Finnssonar og konu hans, Guðrúrfar Guðmunds- dóttur, systur Þórdísar, langömmu Ragnheiðar, móður Snorra Hjartar- sonar skálds. íslenska óperan og söngskóhnn í Reykjavík heiðra Garðar á afmæli hans með því að halda honum hóf á svölum íslensku óperunnar frá kl. 20 í kvöld. Þorvaldur Jóhannsson Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri, Barmahlíð 33, Seyðisfirði, veröur fimmtugur á morgun. Þorvaldur er fæddur á Siglufirði og ólst þar upp. Hann lauk lands- prófi frá Héraösskólanum á Laug- um 1955 og kennaraprófi frá Handa- vinnudeild Kennaraskólans 1959. Þorvaldur lauk íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni 1960 og var í ársor- lofi viö nám og kennslu í Kaup- mannahöfn 1971-1972. Hann var íþrótta- og handavinnukennari Seyðisfiarðarskóla 1960-1975 og skólasfióri sama skóla 1975-1984. Þorvaldur var bæjarfulltrúi í bæjar- stjóm Seyðisfiarðar 1974-1984 og hefur verið bæjarstjóri Seyðisfiarð- ar frá 1. júní 1984. Hann var formað- ur sfiórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 1984-1986 og hefur verið fulltrúi fyrir Austurland í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga frá 1986. Þorvaldur var for- maður fyrstu skólanefndar Verk- menntaskóla Austurlands 1986-1987 og hefur verið í stjórn Hafnasam- bands sveitarfélagafrá 1987. Hann er í jarðganganefnd samgönguráöu- neytisins fyrir Austurland, í stjórn- sýslunefnd og orku- og stóriðju- nefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Þorvaldur hefur gegnt fiölda trúnaðarstarfa fyrir íþróttafé- lagið Hugin og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Hann var m.a. formaður Hugins um skeiö og formaður skíðaráðs í fiölda ára. Þorvaldur kvæntist 2. september 1961 Dóru Sæmundsdóttur, f. 19. desember 1935. Foreldrar Dóru voru Sæmundur Guðmundsson og kona hans, Ríkey Eiríksdóttir. Börn Þor- valds og Dóru em: Friðþóra Ester, f. 22. júní 1961, hjúkrunarfræðingur á Höfn í Homafirði, gift Birni Sig- finnssyni; Inga, f. 8. ágúst 1963, hús- móðir á Seyðisfirði, gift Þorsteini Arasyni og Jóhann, f. 10. október 1966, sjómaður á Seyöisfirði. Fóstur- böm Þorvalds (frá fyrra hjónabandi Dóm Sæmundsdóttur): Hafdís Bald- vinsdóttir, f. 26. júní 1952, húsmóðir á Neskaupstað, gift Gunnari Gunn- laugssyni og Þorsteinn Þórir Bald- vinsson, f. 23. ágúst 1957, búsettur í Darvin í Ástralíu. Systkini Þorvalds eru: Sigríöur, f. 16. júní 1939, sjúkra- liði í Rvík, gift Henning Finnboga- syni flugvirkja; Stefanía, f. 17. nóv- ember 1941, fóstra í Rvík; Indriði, f. 27. janúar 1943, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Verslunarbanka íslands, kvæntur Kristjönu Björk Leifsdóttur og Freysteinn, f. 25. júní 1946, fréttastjóri Morgunblaðsins, kvæntur Sigríði Sólborgu Eyjólfs- dóttur. Foreldrar Þorvalds eru Jóhann Þorvaldsson, f. 16. maí 1910, fyrrv. skólastjóri á Siglufirði, og kona hans, Friðþóra Stefánsdóttir, f. 16. maí 1909, kennari. Jóhann var sonur Þorvalds, b. í Tungufelli, Baldvins- sonar, b. á Böggvisstöðum, bróður Snjólaugar, móður Jóhanns Sigur- jónssonar rithöfundar. Bróðir Bald- vins var Þorsteinn, afi Þorsteins ópemsöngvara, föður Páls, útvarps- stjóra Bylgjunnar, og Jóhanns Hannessonar skólameistara, föður Wincie, formanns Hins ísl. kennara- félags, Þorsteinn var einnig langafi Benedikts Ámasonar leikstjóra. Baldvin var sonur Þorvalds, b. á Sökku í Svarfaðardal, Gunnlaugs- sonar. Móöir Baldvins var Snjólaug, systir Hólmfríðar, langömmu Björns Th. Bjömssonar listfræð- ings. Bróðir Snjólaugar var Stefán, faðir Filippíu, langömmu Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS, og Hall- dórs, föður Atía Rúnars og Jóns Baldvins fréttamanna. Stefán var einnig faðir Kristins, langafa Þor- steins Sæmundssonar stjarnfræð- ings. Spjólaug var dóttir Baldvins, prests á Upsum í Svarfaðardal, Þor- steinssonar, bróður Hallgríms, föð- ur Jónasar skálds. Móðir Þorvalds í Tungufelli var Þóra Sigurðardótt- . ir, b. á Hellu, Jónssonar, og konu hans, Sigríðar Gunnlaugsdóttur, bróður Þorvalds á Krossum. Móðir Jóhanns var Sigríður Sig- urðardóttir, b. á Tungufelli í Svarf- aðardal, Sigurðssonar, b. á Upsum, Ólafssonar, ráðsmanns í Syðra- Holti, Ólafssonar. Móðir Sigurðar á Upsum var Hallfríður Jónsdóttir, b. í Syðra-Holti, Bjömssonar, b. og hreppstjóra í Syðra-Holti, Halldórs- sonar, bróður Rögnvalds, langafa Jóhannesar, langafa Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns. Móðir Sigurðar á Tungufelli var Guðlaug Þorvaldur Jóhannsson. Gunnlaugsdóttir, systir Þorvalds á Krossum. Móðir Sigríðar var Rósa Sveinsdóttir, b. á Hofi, Björnssonar, b. á Hofi, Egilssonar, prestsí Stærra-Árskógi, Þórarinssonar. Móðir Rósu var Elín Sigurðardóttir, prests á Bægisá, Sigurðssonar og konu hans, Rósu Magnúsdóttur, b. í Myrkárdal, Jónssonar, prests á Myrká, Ketilssonar, föður Þor- gríms, langafa Gríms Thomsen. Friðþóra er dóttir Stefáns, b. á Nöf á Hofsósi, Péturssonar, b. í Brekku- koti, Guðmundssonar. Móöir Péturs var Sigríður Ólafsdóttir, b. á Uppsöl- um í Blönduhlíð, Jónssonar og konu hans, Guðbjargar Semingsdóttur, systur Marsibil, móður Bólu-Hjálm- ars. Móðir Ólafs var Guðný Sigurð- ardóttir Jónssonar og konu hans, Bjargar Kráksdóttur, stúdents á Ysta-Mói, Sveinssonar, bróður Páls, langafa Sveins Pálssonar, læknis og náttúrufræðings. Móðir Stefáns var Hólmfríður Jónsdóttir, systir Þor- bjargar, ömmu Barða Guömunds- sonar þjóðskjalavarðar. Móðir Frið- þóm var Dýrleif Einarsdóttir, b. á Kletti í Reykholtsdal, Jónssonar. Móðir Einars var Kristín, systir Bjarna, afa Bjarna Þorsteinssonar, prests og tónskálds á Siglufirði. Móðir Dýrleifar var Þórdís Jóns- dóttir, b. í Vík í Héðinsfirði, Jónas- sonar, prests í Reykholti, Jónsson- ar, föður Þórðar dómstjóra. Þorvaldur tekur á móti gestum í húsnæði Austfars hf. á Fjaröarhöfn í Seyðisfiröi á afmælisdaginn kl. 17-20. afmælið 24. september 90 ára 85 ára Guðmundur Valdimar Dynskógum 9 Hendrik Stcinsson, Akurgerði 2 Akranesi 75 ára 70 ára Sóley T. Hansen, Einilundi 10C Akureyri Nikoiína Sverrisdóttir, Skólavegi 34 Keflavík Oddur Örnólfsson, Sundstræti 30 Ísafíröí 60 ára Friðrik Sigurbjörnsson, Mávabraut 6A Keflavik Fanney Magnúsdóttir, Fossheiði 48 Selfossi Ólafur Jón Þórðarson, Einigrund 8 Akranesi Gíslina Sæmundsdóttir, Gunnarsbraut 8 Hafnarftrðí Guðmundur Guðnason, Höfðagrund 20 Akranesi 50 ára Ásbjörnsson, Sveinar Rósantsson, Ægisgötu 13 Akureyri Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, Heiðargerðí 21 Akranesi Jóhanna Dagbjartsdóttir, Ásabraut 13 Grindavík Lars Hans S. Blaasvær, Hátúni 10 Sigurrós Gísladóttir, Hlíðargötu 45 Búðarhreppi Fjóla Guðmannsdóttir, Hásteinsvegi 55 Vestmannaeyjum Páll Ingólfsson, Gnoðarvogi 56 Reykjavík Sigurberg Árnason, Stórateigi 9 Mosfellsbæ Ívar Árnason, Fagurhólstúni 15 Eyrarsveit Marin Ingibjörg Guðveigsdóttir Asparfelli 10 Óli Pétur Friðþjófsson, Laugarásvegi 6 Magnús Ingólfsson, Selási 16 Egilsstöðum 40 ára Ragnheiður Friðsteinsdóttir, Noröurvör 3 Grindavík Guðmundur Friðrik Kristjánsson, Laufási 1 Egilstööum Guðrún Jóhannesdóttir, Vesturbergi 118 Arngrimur Magnússon, Höíðavegi 49 Vestraannaeyjum Guðrún Guðmundsdóttir, Vesturgötu 151 Akranesi Jón S Baldursson, Bieiksárhlíö 32 Eskiftrði Guöbjörg Ólafsdóttir, Smyrlaharuni 41 Hafnarfiröi Þórunn Halldórsdóttir, Langholti 9 Keflavik Runólfur Þorláksson, Silungakvisl 5 Reykjavík Leiðrétting Jón Sigurdsson Andlátsgrein um Jón Sigurðsson, birtist 6. september. Jóhanna Guð- mundsdóttir, var Margrét Vigfús- dóttir, systir Ófeigs, föður Grétars FeUs. Gissur Símonarson Gissur Símonarson varð sjötugur 15. september. Gunnar Levý, er kvæntur Huldu Kristinsdóttur, nema í klæðskerasaumi og eiga þau fjögur þöm. Sonur Gissurar er einn- ig Símon Már, f. 9. febrúar 1953, tæknifræðingur, kvæntur Margréti Ágústsdóttur, nema í fjölmiðla- fræöi, og eiga þau einn son Sigríður Kolbeinsdóttir Sigríður Kolbeinsdóttir varð níræð 10. ágúst Sigríður var í námi í Heymleysingjaskólanum 1909-1916. Systir Sigríðar heitir Sigurlína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.