Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990.
31
Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Böm náttúrunnar:
Byrjunaratriðin mynduð
þar sem Friðrik var í sveit
Svalt var i veðri við kvikmyndatökur og
leikarar, kvikmyndatökumenn og aðrir
þurftu að klæða sig i samræmi við það.
Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkroki:
Gamli bærinn á Höfða á Höfða-
strönd öðlaðist líf að nýju þegar
fram fóru tökur á upphafsatriðum
væntanlegar kvikmyndar Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Bömum náttú-
runnar. Kvikmyndatakan fór fram
helgi eina í september.
Myndin fjallar um aldraðan
bónda sem leikinn er af Gísla HaU-
dórssyni. Hann bregður búi og
leggur, eins og svo margiu- fullorð-
inn, leið sína á elliheimilið á möl-
inni. Þar eignast hann svo vinkonu
og í sameiningu ákveða þau að
strjúka vestur á Hornstrandir.
Saman lenda þau í ýmsum ævin-
týrum sem kvikmyndahúsagestir
fá væntanlega að sjá á hvíta tjald-
inu á næsta ári.
Það voru hæg heimatökin hjá
Friðriki Þór að fmna hentugan
tökustað fyrir byrjunaratriði
myndarinnar. Sem strákur var
hann í sveit á Höfða hjá Friðriki
Antonssyni, frænda sínum. Friðrik
bóndi fór þó ekki með hlutverk í
myndinni eins og sveitungamir
voru að geta sér til um.
Tökur á Höfða stóðu frá fóstudegi
til mánudags. Búið er að taka atrið-
in á Homströndum og fyrir vestan.
Tökur eru nú aö verða hálfnaðar.
Þegar blaöamaður kom við á
Höfða á fóstudag haföi maður verið
sendur út af örkinni til að leita að
gömlu Willis jeppahræi sem nota
átti í eitt „skot“ í myndinni. Fannst
það við bæinn Hróarsdal í Hegra-
nesi. Þetta sýndi að ýmislegt þarf
að gera áður en myndin birtist full-
sköpuð á hvíta tjaldinu.
Handrit myndarinnar sömdu
þeir Friðrik Þór og Einar Már Guð-
mundsson rithöfundur. Hlutverkin
em um 20. Aðalhlutverkin em leik-
in af Gísla Halldórssyni og Sigríði
Hagalín. Meðal annarra leikara eru
EgiU Ólafsson, Tinna Gunnlaugs-
dóttir, Baldvin Halldórsson, Rúrik
Háskólabíó Robocop 2
★★
Einn á móti einum
Það er vandræðaástand í bænum, skeggöld
og skálmöld ríkir og menn fógetans hafast ekki
að meðan alþýða manna þjáist undir ágangi
samviskulausra glæpamanna. Þó er einn heið-
arlegur meðal löggæslumanna sem ekki getur
setið með hendur í skauti meðan borgin brenn-
ur. Hann má sín þó lítils gegn illþýðinu og um
stund virðist hann ætla að tortímast vegna
skammsýni og gróðahyggju þeirra sem völdin
hafa. Hann rís samt að lokum úr öskustónni og
nær að blása samstarfsmönnum sínum brjóst
nægum eidmóði til dáða og saman ráðast þeir
gegn glæpahyskinu og baráttunni lýkur með
áhrifamiklu uppgjöri þar sem þeir mætast einn
á móti einum; lögreglumaðurinn hjartahreini
og kollegi hans sem er grimmastur og siðspillt-
astur allra. Einvígi þeirra fer fram á aðaltorgi
bæjarins undir blikkandi neonljósum.
Nei, þetta er ekki söguþráðurinn úr dæmi-
gerðri kúrekamynd eða ítölskum spaghetti-
vestra. Þetta er kjarni annars hluta sögunnar
um Robocop. Sögusviðið er Houston í Texas og
ártalið er í óljósri ef til vill alltof náinni fram-
tíð. Fulltrúar góðs og ills eru ekki skerfarinn
og bankaræninginn heldur Robocop sem er
handfljótasta vélmenni nútímavesturins og illa
vélmennið sem er organdi vélóskapnaður knú-
inn áfram af heila djöfulóðs eiturlyfjaneytanda,
arftaki Robocop, nýtt og „betra“ módel.
Fyrri myndin um Robocop vakti verðskuldaða
athygh fyrir þá nöturlegu framtíðarsýn sem
hinn hollenskættaði Paul Verhoeven náði að
draga upp og gat vakið hroll í brynjuðustu hjört-
um. Ekki var hægt annað en að hrífast af hinum
hálfmannlega Robocop sem var svo dæmigert
afsprengi framtíðarmartraðarinnar.
Nú situr Irvin Kershner við stjórnvöhnn.
Hann hefur engan sérstakan áhuga á þvi að
hræða áhorfendur heldur fyrst og fremst láta
þá hafa meira af öhu sem var að flnna í fyrir-
myndinni. Sem framhaldsmynd er þetta gott
áhorfendum til þess að hlæja virka ónotalega í
þessu samhengi.
Hér fá áhorfendur nákvæmlega það sem aug-
lýst er; meiri átök, meiri bardaga, spennu og
grín. Það er hins vegar ekkert frumlegt við þessa
iönaöarvöru og verulega fyrirkvíðanlegt ef ný
mynd af þessu tagi htur dagsins ljós á tveggja
ára fresti um ófyrirsjáanlega framtíð.
Robocop 2, amerísk
Leikstjóri: Irvin Kershner
Aðalhlutverk: Peter Weller og Nancy Allen
Robocop stendur fyrir það góða.
Kvikmyndir
Páil Ásgeirsson
pródúkt. Það faha fleiri í linnulausri og þreyt- -
andi skothríð, fleiri og stærri bílar eru sprengd-
ir í loft upp og eldhaf logandi bygginga er enri
stórkostlegra. Það vantar stílinn sem prýddi
fyrri myndina og tilraunir th þess að koma
VIFTUREIMAR
TÍMAREIMAR
EINSTAKT Á ÍSLANDI
96
BLAÐSIÐUR
FYRIR
BÝÐUR NOKKUR BETUR?
Urval
TIMARIT FYRIR ALLA