Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990. Fréttir DV Mengunarmál í nýju álveri: Straumsvík verður ekki f yrirmynd að nýju álveri - segir Geir A. Gunnlaugsson, stj ómarformaður Markaösskrifstofu iðnaðarráðuneytisins Álverið í Straumsvík verður ekki fyrirmynd nýs álvers. Ætlunin er að gera betur í mengunar- og umhverfismálum. „Það er alveg ljóst að nýtt álver verður ákaflega ólíkt því sem við höfum fengið að sjá í Straumsvík. Það er ætlunin að gera betur en þar,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson, formaður stjórnar Markaðsskrif- stofu iðnaðarráðuneytisins, þegar hann var spurður um markmið varð- andi mengunarvamir frá nýju ál- veri. Geir sagði að samsömun við Straumsvík gerði rök fyrir nýju ál- veri erfiðari. Þaö væri hveijum manni ljóst að álverinu viö Straums- vík væri ekki vel við haldið að utan og það stingi í augu þeirra sem fram- hjá fara. „Það hefur á undanfórnum árum verið gert ákaflega lítiö til að hafa þetta snyrtilegt þannig að þetta félli inn í umhverfi sitt. Ég er sann- færður um að það verður öðruvísi í nýju álveri og byggi ég það meðal annars á því sem ég sá í álveri Alum- ax í Bandaríkjunum. Ég er fullviss um að þeir muni leitast við að láta það falla vel inn í umhverfið til dæm- is með því að mála það og snyrta í kring," sagði Geir. Enginn reykjarmökkur Geir sagði aö yfir álverinu í Straumsvík væri yfirleitt reykjar- mökkur sem meðal annars stafaði af því að lokumar yfir bræðsluker- unum væru ekki nógu þéttar og of mikið ryk slyppi út. „Af einhveijum ástæðum er þetta lengur opið í Straumsvík en venjan er og þaö skapar mengun. Þetta sést ekki í nýjum erlendum álverum sem eru búin kerum með góðum lokum,“ sagöi Geir en hann segist geta fullyrt aö slík reykský verði ekki yfir nýju álveri. „Ef staðið er rétt að þéssum málum eiga þetta ekki að vera heilsuspill- andi vinnustaðir. Reynslan er nú sú, til dæmis í því álveri sem ég sá í Bandaríkjunum, að þar er mest sama starfsfólkið. Væri þetta heilsuspill- andi vinnustaöur mundu menn sjálf- sagt skipta um vinnu. Um leið og kerunum er rétt lokað og séu menn í réttum hlíföarfatnaði þá á þetta að vera í góðu lagi,“ sagði Geir. - En nú kvarta starfsmenn í Straumsvík mikið undan heilsuspill- andi umhverfi og nægir að nefna nýlega kjallaragrein í DV þar um? „Ég vil ekki gerast neinn dómari í því máli en ég hugsa að báðir eigi einhveija sök eins og á sér stað þegar tveir deila. Það er auðvitað ljóst að þessi búnaður er ekki sá allra nýj- asti og því miður virðist ekki vera þar sá starfsandi sem þarf til þess að þetta sé fyrirmyndarvinnustaður. Hveijum það er að kenna er erfitt um að segja. Ég er sannfærður um að betri starfsandi leiðir til betra andrúmslofts í öllum skilningi. Starf- semin á Grundartanga sannar það,“ sagði Geir. - En má gera ráð fyrir því aö í nýju álveri verði alltaf nýjasti búnaður sem fæst hverju sinni? „Á undanfórnum árum hafa menn leyst mörg af þeim ýandamálum sem hafa valdið mengun innan og utan álvers. Menn hafa til dæmis leyst vandamál með flúormengun, hún hreinsast í dag um 98 til 99%. Ég á því ekki von á að það verði eins mik- il breyting í þessari framleiðslu á næstu 10 til 20 árum og fram til þessa. Vilji menn ná góðum árangri í rekstri fyrirtækisins verður þaö eflaust alltaf búið þeim besta búnaði sem völ er á.“ Vothreinsibúnaöur óþarfur - En verður nýtt álver með vot- hreinsibúnað? „Menn verða að athuga að í heim- inum er almennt ekki gerð þessi krafa til álvera. Það er alveg ljóst. Það eru að vísu verksmiðjur í Noregi og Svíþjóð með þennan búnað en fyr- ir því eru sögulegar ástæður sem liggja í gerð þeirra elektróða sem notaðar voru á sínum tíma. Það verð- ur líka að hafa í huga að ef byggja ætti álver á sumum stöðum hér á landi yrði að hafa vothreinsibúnað af því þeir eru umhverfislega erfiðir. Svona verksmiðja yrði til dæmis aldrei byggð fyrir botni Reyðaríjarð- ar nema að hafa svona búnað. En það væri þá til að mæta þeim staðbundnu aðstæðum sem þar eru. Ef við tökum verksmiðjumar, sem verið er að byggja í Kanada, era ekki gerðar kröfur til vothreinsibúnaðar þar. Ef við íslendingar á annað borð viljum fá þennan iðnað, sem ég tel til bóta til þess að skjóta stoðum undir íslenskt efnahagslíf, þá verð- um við að fylgja þeim meginlínum sem eru um þennan búnað. Við erum í samkeppni um að fá þessar verk- smiðjur og komumst ekki upp með óraunhæfar kröfur." Geir sagði landfræðilegar aðstæð- ur og ríkjandi vindátt við Keilisnes gera það að verkum að brennisteins- díoxíð, sem frá álverksmiðjum kem- ur, fer í sjó og þarf því ekki vot- hreinsibúnað til að koma því þangað. - En telur þú að það yrði meiri mengunarvörn að hafa þennan bún- að eða hafa hann ekki? „Eins og fram hefur komið hreins- ar vothreinsibúnaður brenni- steinstvíildi. Hvort hann er nauðsyn- legur eða ekki er háð staðháttum. Á Keilisnesi t.d. er ekki þörf fyrir vot- hreinsibúnað vegna aðstæðna. Brennisteinninn yrði alltaf langt fyr- ir neðan skaðsemismörk og megin- hluti hans hvort sem er kominn í sjóinn af náttúrunnar hendi innan nokkurra daga frá því að hann færi út í andrúmsloftið," sagði Geir. -SMJ í dag mælir Dagfari_____________ Ókeypis í bíó Ekki datt Dagfara í hug þegar hann var strákur að fara í bíó nema hann ætti fyrir bíómiða. Hann seldi blöð og flöskur og þegar vel áraði safn- aðist fyrir fimmbíó og hann borgaði sig sjálfur inn. Enginn strákur í hverfinu og enginn í ættinni minnt- ist á það að bíóferðir kæmu opin- berum aðilum við, enda vissu venjulegir strákar lítið um það hveijir þeir aðilar voru og treystu sjálfum sér betur. En nú eru sem betur fer breyttir tímar. Nútíma strákar, sem hafa gaman af bíómyndum, einkum þeir efni- legustu, sem fá alvarlega bíódellu, komast fyrr eða síðar að því að opinberir aðilar eru búnir að yfir- taka bíómálin. Og þeir sniðugustu finna fljótt út hvernig best er að nýta það í botn. Þeir fylla út eyðu- blöð hjá Lánasjóði ísl. námsmanna, kveðja mömmu með tárum og halda svo með kærustuna út í heim að læra kvikmyndagerð. Ekki hggja fyrir nákvæmar upplýsingar um það hvemig þetta nám gengur fyrir sig en eitt er víst að það hljóta að vera mörg bíó í bíóskólunum; sennilega eitt í hverri kennslu- stofu,- alltaf frítt inn og enginn amast við því þótt kærastan komi með. Oft útskrifast menn eftir ára- tug og koma heim eða útskrifast ekki og koma samt heim, konu og nokkrum krökkum ríkari. Mok- dýrar kvikmyndagræjur koma svo með skipi á eftir. Og þá hefst íslensk kvikmynda- gerð eins og hún á að vera eftir daga Óskars Gíslasonar. Spreng- lærðir bíóstrákar standa í biðröð- um við dyr Kvikmyndasjóðs, menntamálaráðherra, fjárveit- inganefndar, Sjómannadagsráös og alls staðar annars staðar þar sem peninga eða bíóáhuga er von. Og þetta eru sanngjarnir strákar. Þeir fara yfirleitt ekki fram á annað en „skilning“ á innlendri kvikmynda- gerð. Og sem betur fer mæta bíó- strákarnir nú vaxandi skilningi hjá þvi opinbera, eins og þeir eru kall- aðir sem hefur verið falið að gæta sem best fjármuna þjóöarinnar. Skilningurinn felst í því að viöur- kenna aö það sé þjóðinni fyrir bestu að afhenda bíóstrákunum peninga hennar og biðja þá að gjöra svo vel að búa til bíómyndir eftir sínu höfði. Á þessu stigi málsins fór að koma í ljós svolítill annmarki á því að borga bíómyndir fyrir bíóstrákana. Þegar Dagfari var strákur nægði að skrapa saman í gamlar hundrað krónur fyrir bíó. Nútíma bíóstrák- ur þarf minnst hundrað milljón nýkrónur til að búa til bíómynd ef hún á aö vera hstræn og fín og allt svoleiðis sem strákarnir í gamla daga veltu ekki mikið fyrir sér. Þetta kom svolítið á óvart en er í raun auðskilið. Milljónamyndir milljónaþjóðanna eru mældar í milljónum dollara og þarf ekki Hollívúdd til. Læröir bíóstrákar með listrænan metnað, alþjóðlegan og þjóölegan, geta ekki verið þekkt- ir fyrir að fara í bíó að horfa á eig- in bíómynd fyrir minna en hundr- að milljón íslenskar krónur og er það mál útrætt af þeirra hálfu. Sem betur fer hefur þjóðin séð með eig- in augum hvað þetta hlýtur að vera kostnaðarsamt. Alblóðugt sólsetur getur aldrei orðið ódýrt og auðvitað þarf að borga fólki vel fyrir að láta nauðga sér og myrða hvað eftir annað svo að eitthvað sé nefnt af því sem bíóstrákunum finnst skemmtilegast. Útgjöld bíóstrákanna eru efst á baugi þessa dagana af því tilefni að opinberir aöilar hafa skyndhega misst vitið og eru með múöur út af því að borga þeim fyrir að búa til eina bíómynd sem þó á að selja á lágmarkstaxta, þ.e.a.s. eitt hundr- að milljónir. Þaö voðalega við þetta mál er það að Skandinavar hafa boðist til að borga helminginn ef þeir mega ráða efninu og leggja til örvæntinguna og sænsku vanda- málin í myndina. Þetta er boð sem ekki er hægt að hafna. Það er bein- línis ósvífni að nefna það að sækja þessar fimmtíu milljónir sem á vantar í kvikmyndasjóð sem var ekki einu sinni kominn í þúsund milljónir á ári þegar síðast til frétt- ist. Hér verður til aö koma auka- fjárveiting úr ríkissjóði og það strax. Loks er þess að geta sem sannar það endanlega og óvefengjanlega að ríkisvaldið veröur að taka upp veski þjóðarinnar og borga bíó- strákunum fyrirfram hverja krónu sem það kostar að búa til bíómynd. Þessir bláfátæku hugsjónamenn fá ekki lengur eina einustu krónu í aðgangseyri. Fjárráða íslendingar vilja ekki sjá íslenskar kvikmyndir og enginn smástrákur er svo mikill óviti að eyða harðfengnum öldósa- peningum úr Endurvinnslunni til að borga sig inn á þær örfáu ís- lensku myndir sem ekki eru bann- aðar börnum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.