Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990. Fréttir Umrót vegna dreifibréfa frá Eggert Haukdal alþingismanni: Sakar hreppstjóra um inn- brot og prest um barsmíðar „Svo sem kunnugt er barði og hrakti séra Páll bam Guörúnar fyrir nokkrum árum grátandi frá sínum bæ og fyrirskipaði þvi að koma þang- að aldrei framar." Þetta stendur. meðal annars í löngu bréfl sem sent var á flest heimili í Vestur-Landeyja- hreppi. Tilvitnunin er í fyrra af tveimur bréfum. Þeir hreppsbúar, sem DV hefur rætt við, segja bréfin vera frá þingmanninum Eggert Haukdal. „Það eru allir sannfærðir um að það er Eggert Haukdal sem skrifar þessi bréf,“ sagði Bjarni Halldórsson á Skúmsstöðum. í bréfunum er Eiríkur Ágústsson hreppstjóri sakaöur um aö hafa brot- ist inn í Njálsbúð nóttina fyrir kosn- ingar í vor. í Vestur-Landeyjahreppi eru tveir listar, K-hsti, þar sem Egg- ert Haukdal er fremstur í flokki, og H-listi. H-listinn bauð fyrst fram 1986 og fékk þá einn mann kjörinn. í kosn- ingunum í vor fékk H-listinn tvo menn. K-listinn hefur þrjá menn og er í meirihluta. Eggert Haukdal er oddviti sveitarinnar. „En svo stendur á aö nefndur hreppstjóri framdi innbrot í Njáls- búð aöfaranótt síðustu alþingiskosn- inga. Og ekki er vitaö að hann hafi lagt fram kæru vegna þess inn- brots,“ segir á einum stað í seinna bréfinu. Þá segir einnig að hrepp- stjórinn, það er Eiríkur Ágústsson, skuldi einn foreldra nokkrar þús- undir í mötuneytisreikning skólans. „Þetta er alrangt," sagði Eiríkur Ágústsson hreppstjóri þegar DV ræddi við hann. Við lestur bréfanna fer ekki á milli mála að miklar deilur eru innan hreppsnefndarinnar. í fyrra bréfmu fær Haraldur Júliusson hrepps- nefndarmaöur H-listans sendingar: „Það er nauðsynlegt að upplýsa íbúa Vestur-Landeyja um þá ófræg- ingarherferð sem Haraldur og Co. stundar gegn sumum sveitungum sínum. En það er hins vegar ljóst, að hvað oft sem sannleikurinn er sagöur við Harald og Co. þá er það næsta tilgangslaust, og nánast eins og að stökkva vatni á gæs, því Har- aldur er jú alltaf sannleikans megin. - Hann einn veit. - Hann hefur há- kristilegt umboð frá „Guði“ í gegnum fulltrúa „Krists" í Landeyjum til að „betrumbæta" Vestur-Landeyinga. Allir „frelsarar mannkyns", og þar er Haraldur og Co„ „frelsari V.- Landeyja", engin undantekning, styðjast við gömlu regluna að „til- gangurinn helgar meðalið". Sam- kvæmt þeirri reglu er allt leyfilegt til að koma fram vilja sínum og und- ir því merki er m.a. einskis svifist til að hafa mannorð af mönnum." Þetta er tilvitnun í annað bréfið. Bréfin eru samtals 21 blaðsíða. í seinna bréfinu er boöað framhald. -sme Davið Oddsson borgarstjóri ræsti dælur Nesjavallavirkjunar á laugardaginn. Mikið fjölmenni var við opnunina. Hér sýna Davíð borgarstjóri og Páll Gíslason, (ormaður stjórnar Veitustofnana Reykjavikur, Vigdisi Finnbogadótt- urforseta og Ástriði Thorarensen borgarstjórafrú líkan af virkjunarsvæðinu. DV-mynd Kristján Einarsson Nesjavellir 1 gagnið: Davíð lét dæluna ganga - nýr sunnudagsrúntur meðfram leiðslunni Kristján Einaisson, DV, Selfosá Nesjavallavirkjun Hitaveitu Reykja- víkur var formlega tekin í notkun á laugardaginn aö viðstöddum um þrjú hundruð gestum, þeirra á meðal for- seta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Það var borgarsfjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, sem ræsti dælur virkjunarinnar. Vatnið frá Nesjavallavirkjun er 83 gráða heitt. Það tekur það sjö klukkustundir að renna til Reykja- víkur og kólnar aðeins um 1 til 2 gráöur á leiðinni. Meðfram leiðslunni frá Nesjavöll- um að geymunum við Grafarholt viö Reykjavík hefur veriö lagður vegur sem ætlunin er aö leggja varanlegu slitlagi og opna fyrir umferð. Þar með er kominn nýr sunnudagsrúntur fyr- ir borgarbúa. Það var árið 1947 sem fyrst var far- ið aö gera athuganir á Nesjavöllum. Árið 1964 keypti svo Hitaveita Reykjavíkur jörðina og hófust þá kerfisbundnar rannsóknir og boran- ir á svæðinu. Framkvæmdir við virkjunina hófust fyrir þremur árum. EggertHaukdal: Var að svara fyrir mig „Það er rétt að ég skrifaði þessi bréf. Ég var að svara bréfum sem H-hsta menn hafa skrifað og sent um sveitina," sagi Eggert Haukdal, al- þingismaður og oddviti í Vestur- Landeyjum, þegar hann var spurður hvort rétt væri aö hann hefði skrifaö dreifibréfm sem getið er um í frétt hér á síðunni. Eggert segist hafa verið að svara bréfum frá H-listanum. í þeim bréf- um segir meðal annars: „Leitað verði leiða til nýrrar atvinnusköpunar og sveitastjórn hætti að braska með jarðir." Þess skal getið að K-hsti, listi Eggerts og hans félaga, er og hefur verið með hreinan meirihluta í sveit- arstjórninni. . . . meirihlutinn ákv- að að ráða sérlegan fundarritara á fundi hreppsnefndar og var hann mættur til starfa strax í upphafi fundar. Ekki kom fram hvort meiri- hlutinn er óskrifandi. . . “ -sme Sjálfstæðismenn á Suðurlandi: 58 vi|ja prófkjör en32ámóti - tilIagaEggertsHaukdalkolfelld Á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokksins á Suðurlandi, sem hald- inn var á laugardag, var ákveöið að viðhafa prófkjör við val frambjóð- enda á framboðshsta flokksins fyrir alþingiskosningarnar. Fyrir um einu ári var samþykkt að hafa prófkjör. Fundurinn nú var haldinn vegna bréfs sem Eggert Haukdal alþingis- maður skrifaöi stjórn kjördæmis- ráðsins. Þar bauðst Eggert til aö taka þriðja sæti listans. Vegna þess var kjördæmisráðið kallað saman á laug- ardag. 90 fundarmenn greiddu at- kvæði um hvort halda ætti prófkjör eða ekki. 58 vildu prófkjör en 32 voru á móti. Búist er við að til átaka kunni að koma milli stuðningsmanna Eggerts Haukdal og Árna Johnsen um annað og þriðja sæti listans. Viðmælendur DV eru á því að átökin geti allt eins orðið til þess að annar, og jafnvel báðir, muni missa sæti sín ofarlega á framböðslistanum. Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, er álitinn öruggur með fyrsta sæti listans. Sjálfstæðismenn telja nokk- uð víst að flokkurinn bæti við sig einum þingmanni og fái þrjá menn kjörna í kosningunum í vor. „Ég var mest undrandi á því að Vestmannaeyingar vildu hafa próf- kjör. Með tillögu Eggerts Haukdal var verið að færa Eyjamönnum þing- sæti á silfurfati. Samt voru þeir ákveðnir að viija prófkjör," sagði einn fundarmanna í samtali við DV. -sme Stef ni á fyrsta sæti listans - í opnu prófkjöri krata á Reykjanesi, segir Karl Steinar Guðnason „Ég ætla að gefa kost á mér í prófkjörið og set stefnuna á að halda því sæti sem ég er í, fyrsta sætinu,“ segir Karl Steinar Guðna- son, þingmaður Alþýöuflokksins í Reykj aneskj ördæmi. Kjördæmisráö Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi samþykkti á laugardaginn á fundi sínum í Keflavík að efna til opins prófkjörs fyrir alþingiskosningarnnar. Fimm efstu sætin í prófkjörinu eru bind- andi fyrir lista flokksins í komandi kosningum. Prófkjörinu á að vera lokið fyrir lok nóvember. Auk Karls Steinars, sem er Kefl- víkingur, hefur annar þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dæmi, Rannveig Guðmundsdóttir, úr Kópavogi, ákveöið að gefa kost á sér í prófkjörsslaginn. Ekki verður kosið sérstaklega um einstök sæti heldur hlýtur sá fyrsta sætið sem fær flest atkvæði í próf- kjörinu. Annað sætið fær sá sem fær næstflest atkvæði og svo koll af kolli fyrir fimm efstu sætin. Alþýöuflokkurinn hefur tvo þingmenn úr Reykjaneskjördæmi. Kjartan Jóhannsson skipaði efsta sætið í síöustu kosningum. Hann hætti hins vegar á þingi fyrir tveimur árum er hann tók við starfi sendiherra. Við það færðist Karl Steinar í fyrsta sætið. Rannveig Guðmundsdóttir, sem skipaði síð- ast þriðja sætið og var varaþing- maður, kom við þessa skiptingu inn á þing og tók annaö sætið. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.