Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1990, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1990. 39 Meiming Stjömubíó - Síðasti uppreisnarseggurinn: Ófrumleg of- beldisdýrkun Það er alveg með eindæmum hvað framleiðsla draumafabrikkunnar í Hollywood er á tíðum lágkúruleg, flöt og ófrumleg. í kvikmyndinni Blue Heat, sem nú er sýnd í Stjörnu- bíói, er þess gætt að stíga hvergi nið- ur þar sem fjöldinn hefur ekki farið áður. Söguþráðurinn er fremur einfaldur og kunnuglegur. Fjórar löggur í Los Angeles mynda saman sérsveit sem á að koma hlutunum í verk. Þær koma náttúrlega fullmiklu í verk og brenna peningaþvottahús skúrka Kvikmyndir Páll Ásgeirsson sem eiga vini innan lögreglunnar. Ekki er að orðlengja það að vinirnir eru umsvifalaust reknir úr löggunni fyrir að troða stórlöxum um tær. Þeir fara auðvitað, að hætti sannra karlmanna, á stúfana upp á eigin spýtur og halda áfram að berjast við glæpalýðinn sem svífst einskis og hrellir jafnvel saklausar eiginkonur og ómálga börn hjartahreinna lög- reglumanna. Þarna er að finna ágætis leikara, eins og t.d. Brian Dennehy sem leik- ur foringja sérsveitarinnar. Joe Pantoliano, Jeff Fahey og Bill Paxton eru og traustir í hlutverkum lög- reglumanna. Hitt er svo annað mál að hægt er að vorkenna reyndum og eflaust metnaðargjörnum leikurum fyrir að þurfa að fara með textann sem þarna er borinn á borð. Setning- ar virðast tíndar af handahófi upp úr þekktum kúreka- stríðs- og karl- hetjumyndum síðustu ára. Þama er ofbeldi kveðinn mikill dýrðaróður milli þess sem myndin sekkur í óvætt fen hörmulegs og væmins meló- drama. Ósköpum þessum lýkur svo á hefðbundinni sprengju- og skot- hríöarorgíu sem flestir bíógestir eru löngu farnir að geispa undir. Þessi mynd er dæmigert videofóð- ur og hefði aldrei átt að sýna hana í Biluðum bílum ^ á að koma út fyrir vegarbrún! UUMFERÐAR RÁÐ UMBUÐAPAPPIR Hvítur, 40 og 57 cm rúllur Gjafapappír í úrvali 4Ö og 60 cm rúllur Kraftpappír í rúllum FÉLAGSPRENTSMIÐJAN HF. Spítalastíg 10 - Sími 11640 Myndsendir: 29520 bíói. Þeir sem borga sig inn á bíó eiga betra skilið. Að lokum legg ég svo til að auglýsingar verði bannaðar í kvikmyndahúsum á íslandi. Blue Heat - amerísk. Leikstjóri: John MacKenzie. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Joe Pantol- iano, Jetf Fahey og Bill Paxton. Brian Dennehy, Joe Pantoliano, Jeff Fahey og Bill Paxton leika löggurnar fjórar. ■«ANCS MWM8BBSfeia ■ ESI B 2000922! u£t 'Z-.iMÁ. 7. £ m íl “■ J, ms ÍÍPANKKI O 51 JALDEYRISVIÐSKIPTIN ERU NÚ EINFALDARI r J". y ‘ / <r; If. % - en upplýsingar um tilefni viðskipta, nýrra sem hefðbundinna, verða aðfylgja og berast banka, sparisjóði eða gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Hinn 1. september sl. genguí gildi nýjar reglur um öll gjaldeyrisviðskipti. Samkvæmt þeim er aflétt hömlum á margs konar gjaldeyrisviðskiptum, ýmist að fullu eða innan tiltekinna skilyrða, sem áður voru háð leyfi frá viðskiptaráðuneytinu eða Seðlabankanum. Bankar, sparisjóðir og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans veita allar nánari upplýsingar um hinar nýju gjaldeyrisreglur. Til að tryggja áreiðanlegar upplýsingar fyrir efnahagsstjórn, einkum um fjárstreymi til og frá landinu, er gerð krafa um upplýsingar þegar gjaldeyrisviðskipti fara fram. í því sambandi vill Seðlabankinn leggja áherslu á eftirfarandi atriði: ®Allar viðskiptagreiðslur til og frá landinu skulu fara um innlendan banka eða sparisjóð nema Seðlabankinn heimili annað sérstaklega. Skjalaframsetning og upplýsingar með gjaldeyrisumsóknum í banka eða sparisjóði gefi fulla skýringu á tilefni viðskiptanna. Einungis verðbréfafyrirtæki, sem aðild eiga að Verðbréfaþingi íslands, hafa \Dj heimild til að hafa milligöngu um kaup og sölu á erlendum verðbréfum. Reglur um þau viðskipti öðlast gildi 15. desember nk. @Tilkynna ber gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands um kaup á fasteignum erlendis á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í bönkum, sparisjóðum eða hjá gjaldeyriseftir- litinu og greinir reglur er gilda um eftirfarandi gjaldeyriskaup. ©Tilkynna ber gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands um opnun reikninga í erlendum bönkum á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í bönkum, sparisjóðum og hjá gjaldeyriseftirlitinu. Innlendum aðilum og erlendum ferðamönnum er heimilt að flytja með sér til landsins eða úr landi innlendan gjaldeyri sem þeir hafa eignast með löglegum hætti. Reykjavík, 18. september 1990. SEÐLABANKIÍSLANDS si an^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.