Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. Fréttir Alyktun lækna um gildi þyrlu Landhelgisgæslunnar: Hef ur bjargað sjötíu og fjórum mannslíf um - nauðsyn að fá aðra þyrlu vegna viðgerða og viðhalds á TF-SIF „Við erum búnir að vera á uppleið frá 1984 eftir að reksturinn var end- urskipulagður og TF-SIF komst í gagnið. En þyrlan er nú farin að stoppa lengur vegna bilana og við- halds. Útköllin eru orðin nærri 500 og að áliti lækna höfum við bjargað 74 mannslífum - þar sem ekki var fræðilegur möguleiki á að önnur tæki hefðu getað komið til bjargar. Vegna aldurs þyrlunnar er kúrfan því farin aö faUa og nú þegar er brýnt að við fáum aðra þyrlu til viðbótar. Við óbreytt ástand getum við ekki haldið uppi sömu þjónustu og verið hefur. Við forum að standa á brauð- fótum. Þyrlan hefur snúist um öryggi annarra - nú er komið að öryggi okkar,“ sögðu Páll Halldórsson og Sigurður Steinar Ketilsson í áhöfn björgunarþyrlu Landhelgisgæslunn- ar í samtali við DV. Starfsmenn fluggæslu hafa á und- anfomum dögum átt viðræður viö dómsmálaráðherra og forsætisráð- herra til að knýja á um tilkomu ann- arrar björgunarþyrlu. Telja þeir full- sýnt að til að hægt verði að treysta á björgun með sama hætti og áður verði ný þyrla að komast í gagnið - staðsett úti á landsbyggðinni. „Slíkt myndi treysta heilsugæslu á landsbyggðinni mjög í sessi. Þannig yrði þyrla fljótari í fórum í mörgum tilvikum. Við leyfum okkur að full- yrða að í nokkur skipti á síðustu ámm var það aðeins TF-SIF sem gat bjargað þeim mannslífum sem í raun 74 mannslífum bja 417 nutu aðstoðar Astæður útkalla Veikindi á landi .Slys á landi ) f\Slys ájtjómönnum ^Umferöarslys Leitarflug ?W?Si6slys -’ómönnum uastvs Annað var bjargað - til dæmis þegar niu mönnum var náð út um brúarhurð- ina á Barðanum við Hólahóla á Snæ- fellsnesi og í sumar þegar tveimur mönnum var bjargað af skeri við suðurströndina,“ segjaþeir. „Alþingi hefur á síðustu misseram þæft fram og aftur um nýja þyrlu. Ef stjórn- málamenn ætla aö segja nei við ann- arri þyrlu er það á þeirra ábyrgð,“ segir Sigurður Steinar. TF-SIF, sem Páll nefnir „fljúgandi gjörgæslu", er fyrst og fremst hugsuð sem björgunartæki. Engu að síður hefur verið óskað eftir aðstoð hennar við ótrúlegustu verkefni, eins og að hífa kýr úr giljum, setja tækjabúnað á fjöll, flytja nauðlenta flugvél af flalíi til byggða og ýmis önnur verk- efni óskyld björgunum. Flugmenn- imir segja að gott samstarf hafi verið við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. „Hins vegar getur landfræðileg þekking íslendinga á staðháttum ráðið úrslitum þegar mannslíf eru í húfi. Einnig hafa þeir dagar komið að vamarliðiö hefur ekki haft flug- hæfa þyrlu," segja þeir. „Við björgun höfum við oft verið að þepja þyrluna á ystu mörkum. í rauninni er þörf á stærri þyrlu með meiri flugdrægni, meira afli og burð- argetu en við höfum falliö frá þeirri kröfu - að sinni. Það sem nauðsyn- lega þarf að koma til nú er önnur þyrla.“ -ÓTT TF-SIF að störfum á slysstað í Hvalfirði. Hvað kostar að endurnýja þyrlur Landhelgisgæslunnar - lagt tll að selja tvær en kaupa tvær aðrar Landhelgisgæslan á nú tvær þyrl- ur, TF-SIF, sem er meðalstór tveggja hreyfla björgunarþyrla, og TF-GRÓ, litla eins hreyfils þyrlu sem notuð er í önnur verkefni. TF-SIF er orðin fimm ára gömul. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar telja æskilegt að skipta henni út. Telja þeir þann kost skynsamlegan að kaupa tvær nýjar þyrlur af sömu stærð og gerð. Lagt er til að núver- andi þyrlur verði lagðar upp í þau kaup. Mismunurinn er áætlaður rúmlega 500 milljónir króna. Talsmenn Landhelgisgæslunnar, sem DV ræddi við, segja að til þessa hafi áhersla verið lögð á að fá stærri þyrlu með meiri burðargetu, aflsing- arbúnaði, meiri flugdrægni og afli og sem gæti auk þess flogið í verra veðri en TF-SIF getur. Fallið hefur verið frá þessum kosti vegna þess að hér er um mjög mikla fjárfestingu að ræða. Talið er að tvær meðalstórar þyrlur væru raunhæf- ari kostur, miðað við efnahagslegt ástand í þjóðfélaginu. Hins vegar telja menn að sá tími hljóti að koma aö þjóðin eignist björgunarþyrlu af fullkomnustu gerð. -ÓTT Lögregla hef ur stöðvað þyrlumenn vegna hraðaksturs Menn í áhöfn þyrlu Landhelgis- gæslunnar hafa oft á tíðum verið staddir á bakvakt á ýmsum stööum á höfuöborgarsvæðinu þegar kallið kemur: „Sigurður, Ingi, Friðrik" (SIF) - neyöarútkall. Þaö þýðir að mannslíf getur verið í húfi. Mínúturnar skipta máli. Menn hafa stundum verið í bíói, í ferming- arveislum, úti í garði og víðar. Hvar sem menn hafa verið staddir hafa þeir snarast upp í bíl sinn og keyrt út á flugvöll - ekki beint á sunnu- dagskeyrslu. Á leiöinni hefur lög- reglan oft á tíðum ætlað að stöðva ökufantana. Þegar í ljþs kemur hvers kyns er hefur lögreglan samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Þar fæst staðfesting á því að viðkom- andi er á leið í björgun. Atvik eins og þessi hafa gerst oft. Eitt sinn var Páll Halldórsson eltur af lögreglu alla leið út í flugskýli. -ÓTT Forsætisráðherra með nýtt frumvarp: I næstu yiku mun forsætisráö- Áfram er ætlunin aö undanskifja herra leggja fyrir rikisstjómina atvinnugreinareinsogsjávarútveg frumvarpsdrög um fjárfestingar og orkufyrirtæki. Reyndar verður erlendra aðfla hér á landi. Verður erlend íjárfesting leyfö í sjávarút- það síöan lagt fyrir þingflokkana vegsfyrirtækjum upp að vissu en ætlunin er að fá það afgreitt á marki. þessu þingi. Eftir því sem komist Gert er ráð fyrir mikfli rýmkun veröur næst felst i því mikil rýmk- og litlum takmörkunum á eignar- un á þessum flárfestingum. haldi. Reyndar veröur gefið eftir í Nefnd á vegum forsætisráðherra bankakerflnu í áfóngum. Verður hefut;unnið viö það síðan á síöasta eignaraðildin bundin við 25% í vetri aö setja saman framvarpiö. upphafi, síðan 50% og aö lokum Fæðing þess er að sjálfsögðu knúið verður öllum takmörkum létt þar. áfram af kröfum sem komið hafa Þá er ætlunin aö takmarka eign- upp vegna hins sameiginlega evr- araðild í sjónvarps- og útvarps- ópska efnahagssvæðis sem rætt er rekstri við 25%. um á milli EB og EFTA. _SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.