Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Page 7
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. 7 _______________________________________________Fréttir Erfiðleikar sarnna- og prjónastofa skapa atvinniileysi á Skaganum: Nálægt tuttugu manns atvinnulausir á annað ár „Þaö má segja aö upphaf þessa at- vinnuástands megi rekja til bygging- ar Jámblendiverksmiðjunnar. Þá fjölgaöi íbúum á Akranesi um eitt þúsund á mjög skömmum tíma. Ef karlmenn eru að flytjast til bæjarins verður að skapa atvinnu handa kon- um og bömum líka,“ sagði Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, við DV. í nýútkomnu yfirliti yfir atvinnu- ástandið í september 1990 kemur ff am að mest er atvinnuleysi á Akra- nesi. Þar voru atvinnuleysisdagar í mánuðinum 2216, þar af 1790 hjá kon- um. Fjöldi atvinnulausra var 102, þar af 83 konur. Konur em þannig ríflega 80 prósent atvinnulausra á Akranesi. Miðað við sama tíma í fyrra em ívið fleiri atvinnulausir nú. Bágt atvinnuástand meðal kvenna á Akranesi má að mestu rekja til erfiðleika sauma- og prjónastofa. í framhaldi af byggingu Járnblendi- verksmiðjunnar hóf saumastofa Henson starfsemi. Þegar best lét unnu um 40 manns hjá Henson á þrískiptum vöktum. Hins vegar fór fljótlega að halia undan fæti og fór - bætumar eru 42 þúsund á mánuði Prjónastofan Akraprjón var tekin til gjaldþrotaskipta í siðasta mánuði. saumastofa Henson á hausinn í árs- lok 1987. Um sama leyti fór að hægjast nokk- uð um hjá prjónastofunni Akra- prjóni. Þar var fólki sagt upp 1988 og fram að greiðslustöðvun fyrirtæk- isins í vor var starfsemin annað- hvort stopp eða í hægagangi með 8-12 manns í vinnu. Akraprjón var tekið til gjaldþrotaskipta í síðasta mánuði. Atvinnuþróunarsjóður Akraness keypti Hensonhúsið í von um að þar fengist fyrirtæki til að hefja starf- semi. Hóf fyrirtækið Tex-stíll starf- semi sína þar en varð gjaldþrota í september. En það eru ekki aðeins sauma- og prjónafyrirtæki sem farið hafa á hausinn. í ársbyrjun fór fisk- vinnslufyrirtækið Arctic á hausinn. Nýtt fyrirtæki, ísarctic, var stofnað, reyndar á rústum Arctic og mun helja starfsemi á næstunni. Þá er ótalin járnsmiðjan Stuðlastál sem einnig varð að loka í ársbyijun. Á bótum Meðal þeirra sem eru atvinnulaus- Saumastofa Henson varð gjaldþrota i árslok 1987. DV-myndir Brynjar Gauti ir núna eru á annan tug manna, aðal- lega konur, sem verið hafa samfellt atvinnulausar í hátt á annað ár. Það eru manneskjur sem fengið hafa at- vinnuleysisbætur í 260 daga sam- fleytt og komist á svokallaðan bið- tíma sem er allt að 16 vikur án bóta, áður en farið er á annað atvinnuleys- isbótatímabil. Með öðrum orðum má maður vera atvinnulaus og fá bætur í 260 daga af hverjum 68 vikum. Atvinnuleysisbæturnar eru nú 1941,28 krónur á dag eða 42.067,54 krónur á mánuði. Við bætast barna- bætur sem nema 77,65 krónum á dag fyrir hvert barn. Það er nær undantekningarlaust önnur fyrirvinnan sem er á bótum en Hervar sagði það hafa gerst að báðar fyrirvinnur hefðu verið á bót- um á sama tíma. „Það er ægilegt. Ég skil ekki hvern- ig fólk getur dregið fram hfiö á þess- um peningum." -hlh Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi: Bærinn leysir atvinnumálin ekki á einu bretti Það lifir enginn til lengdar á bótum - segir Hervar Gunnarsson „Við sjáum ekki alveg fyrir okkur að það verði bæjarsjóður sem slíkur sem kemur til með að leysa öU at- vinnumál bæjarins á einu bretti. Það hafa verið nokkrir einstaklingar hér sem hafa hóað sig samán til að koma af stað atvinnurekstri og við fögnum mjög slíku framtaki. Til að atvinnu- líf geti orðið sæmilega farsælt og fjöl- breytilegt er mjög brýnt að sérhver einstaklingur láti eins mikið til sín taka og mögulegt er,“ sagði Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, vegna þess atvinnuleysis sem þar er' ríkjandi, sérstaklega meðal kvenna. Teikn eru á lofti í atvinnulífmu en fyrirtæki í kavíarvinnslu er að fara af stað. Mun Akranesbær koma inn í það dæmi með hugsanlega fyrir- greiðslu. Kavíarverksmiðjan mun að sögn Gísla stóla sérstaklega á vinnu- afl kvenna. Munu 15-20 konur geta fengið þar vinnu. Segir Gísli að tvo til þijá vinnustaöi þurfi tU viðbótar af þeirri stærð tU að ráða bót á at- viimuástandinu, svo einhverju nemi. - Fjölbreyttari atvinnutækifæri Gisii Gislason bæjarstjóri. voru á stefnuskrám nær allra fram- boðslista um aUt lánd í sveitarstjórn- arkosningunum í vor. Hvað getur Akranesbær gert tU aö laða atvinnu- fyrirtæki til bæjarins? „Við höfum gefið fyrirtækjum, sem mögulega vilja flytja hingað, undir fótinn mörg undanfarin ár. Akranes- bær er tUbúinn til að skoða einstaka þætti í rekstri þessara fyrirtækja með fyrirgreiðslu í huga. Það hefur hins vegar ekki borið eins mikinn árangur og við heföum vUjað. LátU viðbrögð gefa tU kynna að stærri maðkur sé í mysunni en við fáum við ráðið.“ Gísli segir að átak stjórnvalda þurfi einnig að koma til þannig að unnið verði að fjölgun atvinnutækifæra með skipulegum hætti. „AUmargir stjórnmálamenn hafa rætt um tilflutning fyrirtækja frá höfuðborgarsvæðinu og út á land. Við vUjum að flutt verði jafnmörg störf út á land og tU verða í álverinu á KeiUsnesi. Verði þessum störfum þá dreift á þá staði þar sem þörfin er brýnust. Því miður hafa þeir stjórnmálmenn sem rætt hafa um þennan tilflutning á atvinnutækifær- um út á land hvorki fylgt máhnu eft- ir né skoðað af alvöru með hvaða hætti þetta væri hægt.“ - Nú hafa Skagamenn rennt hýru auga tU gerð jarðganga undir Hval- íjörð. Hvað sjáið þið fyrir ykkur í. þeim efnum? „Með meiri nálægð við Reykjavík- ursvæðið er meiri möguleUd á að fyrirtækin flytji hingað upp eftir. Hér er ákjósanlegt framtíðarsvæði fyrir hvers konar iðnrekstur. Umsvif manna aukast með bættum sam- göngum og við óttumst því ekki að fólk leiti suður til vinnu.“ -hlh Hervar Gunnarsson, formaður i Verkaiýðsfélags Akraness „í fljótu bragði eru tvær leiðir út úr þessu ástandi. í fyrsta lagi þarf að auka kvótann. Það er fljótlegasta aðferðin og.eykur umsvifm í fisk- vinnsluhúsunum og nýtingu at- vinnutækjanna, sem fyrir hendi eru, til muna. Þetta er mjög ódýr aðferð þar sem ekkert þárf að byggja. í ööru lagi þarf að lokka hingað fleiri fyrir- tæki. Nálægðin við höfuðborgar- svæðið ætti að hjálpa okkur. Þetta eru hugmyndir að lausnum en ekki neinar heUdarlausnir sem slíkar,“ sagði Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Varðandi fjölgun atvinnutækifæra benti Hervar á flutning ríkisfyrir- tækja og nefndi Landhelgisgæsluna sem dæmi. Slíkur flutningur leiddi af sér atvinnuaukningu í ýmsum greinum eins og málmsmíði. Varðandi Hvalfjarðargöng sagði Hervar að fá yrði fyrirtæki til bæjar- ins áður en slík göng yrðu opnuð. „Atvinnutækifærin koma ekki í gegn um göngin en hins vegar fara ýmsar framleiðsluafurðir í gegn um þau hina leiðina." Benti Hervar á að 20 hinna at- vinnulausu kvenna væru úr verslun- ar- og þjónustugeiranum. Væri at- vinnuleysi samt ekki eins mikið og það gæti verið þar sem margir hafa flutt suður og þannig tekið atvinnu- leysið með sér. „Fólk tekur nær undantekningar- laust hvaða atvinnutilboði sem er. Til að auka möguleika fólks á vinnu hafa ýmis námskeið verið haldin fyr- ir tilstilli okkar. Mæltust þau vel fyr- ir. Við reynum að gera hvað við get- um fyrir þetta fólk þar sem enginn lifir til lengdar á atvinnuleysisbót- um.“ -hlh hýbýli á skrifstofuna Hin árangursríku lofthreinsitæki fyrir bíla og híbýli eru komin aftur. HEFUR ÁHRIF GEGN OFNÆMI! Vinna á: Ryki Tóbakslykt Reyk Bakteríum Plöntufrjjói Ótrúlegt verð Umboðsaðilar um land allt: RÖKRAS HF. Rafeinda og Rafverktaki Bíldshöfða 18, s. 671020 RSVKJAViK: Bn«, SkósarMil. OI«*y IMda MmtH. AKUREVRI: Nýja nimuhú.la. RadMnaust. KCFLAVÍK: Aðalsíödtn hf., StaiMtaU. RAUFARHÓVM: BAfc.bÚðln Urd. BiLOUOALUR: Edmborg. RAFMARFJÖROUR: Essó, Uskjarg. SAUOARKRÓKUR: Hegri. HÓFN: Kf. A-Sk*«ttai!tn«a. BLÓHDUÓS: Kf. Hðn<ratabMM- HÓSAVÍK: Kf. Mng.ybisa. NJAROVÍK: K.S. Samksup. REYDARFJORDUR: LyfcJM. VESTMANNAEYJAR: NalsU. AKRANSS: PC-TÖJyan. HVERACEROI: Paradls. ECILSSTADIR: Rafb. Svefalt CuAmundss. PATREKS- FJÖRDUR: RatbðA Jðnasar. CAROUR: Rafta. Sl«. Inyvar&s. ESKIFJÖRDUR: Rafvlrklnn. SEYDISFJÖRDUR: stðlbúAln. ÍSAFJÖRDUR: Straumur. SICLUFJÖROUR: TorgUL NESKAUPSTAOUR: Tónspll. SELFOSS: Vörvhús K.A.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.