Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990.
11
Utlönd
Kaff i er gott
fyrir hjartað
Vilji menn lifa lengi er síst af öllu ástæða til að óttast kaffi nema það sé
koffinlaust. Svo virðist sem læknar hafi haft kaffið fyrir rangri sök þegar
þeir leituðu skýringa á hjartasjúkdómum.
Kafíið hefur nú verið sýknaö af
öllum ákærum um að valda hjarta-
sjúkdómum. Læknar hafa komist að
þessari niðurstöðu eftir rannsóknir
á 45.589 Bandaríkjamönnum.
Rannsóknin fór fram við Harvard-
háskóla og sýndi að því fylgir lítil
sem engiri hætta að drekka allt að
sex bolla af kafíi á dag og er þá átt
við verijulegt kaffi.
Prófessor Walter Willett, sem
stjómaði rannsókninni, segir að
hættan á að fá hjartasjúkdóma vegna
kaffidrykkju verði að teljast hverf-
andi borið saman við reykingar eða
offitu.
Um langt árabil hafa læknar staðið
í þeirri meiningu að kaffidrykkja yki
verulega hættuna á kransæðasjúk-
dómum og fleiri hjartasjúkdómum.
Tengshn þarna á niilli hafa þó aldrei
verið sönnuð og engar umfangsmikl-
ar kannanir verið gerðar á áhrifum
kaffidrykkju.
Nú fyrst var ráðist í að kanna áhrif-
in hjá stómm hópi fólks. Niðurstöð-
umar erukynntar í nýjasta tölublaði
New England Journal of Medicine.
Þar fullyrðir Willett að niðurstöð-
urnar sýni ekkert samband milh
hjartasjúkdóma og kaffidrykkju.
Hann segir að læknar hafi metið
kaffið ranglega til þessa vegna þess
að miklir kaffimenn reykja oft líka.
Þannig hafi menn kennt kaffinu um
það sem var reykingunum aö kenna.
Willett segir einnig að svo virðist sem
kaffimenn borði margir óhollari mat
en þeir sem hafna kaffinu. Þetta eigi
líka sinn þátt í að kaffinu er kennt
um sjúkdóma sem stafa af slæmu
mataræði.
Það þykir líka merkilegt við rann-
sóknina að hún sýndi að koffinlaust
kaffi er óhollara en þetta venjulega.
Meiri líkur eru á að þeir sem drekka
koffínlaust kaffi fái hjartasjúkdóma
en hinir sem drekka kaffi með koff-
íni. Þarna munar þó ekki miklu.
Willett segir að óhófleg kaffi-
drykkja geti verið hættuleg en fjórir
til sex bollar á dag geri engum mein.
Það er ekki fyrr en bollamir eru
farnir að skipta tugum sem heilsa
manna er í hættu.
Með í könnuninni voru nokkrir
tedrykkjumenn. Hvaö þá varðar var
niðurstaðan ótvírætt sú að te er hinn
mesti heilsudrykkur og ekkert sam-
band fannst milli tedrykkju og
hjartasjúkdóma.
NýskýrslaíNoregi:
kennarastöðum
um þriðjung
Hægt væri að fækka kennara-
stöðum i grunnskólanum í Nor-
egi um þriðjung, eðá fimmtán
þúsund stöður, án þess að það
kæmi að sök. Þetta er fullyrt í
skýrslu sem norska atvinnu-
málaráðuneytið hefur látið gera.
10 nemendur á kennara
í skýrslunni kemur fram aö aö
meðaltali séu tíu nemendur á
kennara í Noregi en fimmtán til
sextán nemendur á kennara í
Evrópubandalagslöndunum.
Sagt er að engar vísindalegar
kannanir sýni fram á að gæði
kennslunnar veröi betri séu nem-
endur fáir. Tekið er fram í skýrsl-
unni að líklega gæti kennslan
orðið betri ef kennurum yröi
fækkaö því þá væri hægt að veita
umpemnga
meira fé til kennslubóka og ann-
arra námsgagna.
Kennarar mótmæla
harðlega
Atvinnumálaráðuneytið í Nor-
egi hefur fengið ýmsa sérfræð-
inga tp að kanna leiöir til sparn-
aðar. í skýrslu um landbúnaðar-
mál var fullyrt að hægt yrði að
spara mikiö með þvi að fækka
bændum. Þegar sú skýrsla var
birt brugðust bændur harkalega
við en kennarar bregðast ekki við
af minni hörku nú.
Samtök kennara saka yfirvöld
um „að hugsa bara um peninga"
og spurt er að því hvers vegna
Noregur eigi að taka mið af Evr-
ópu. Evrópa geti allt eins vel tek-
iðmiðafNoregi. ntb
Tölvupappír
llll.-O RtUL-^NT
Hverfisgotu 78, simar 25960 25566
... alla daga
áf*’ ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - sirai 29577
NÚERAÐ HTITA Á RÉITU KÚWRNAR
Efþú hittirfœrðu milljónir
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.