Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 13
.
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990.
13
Lesendur
Démgreindarieysi hjá
stjómarformanni?
Einar Ólafsson skrifar:
Það hafa líklega fleiri en ég orðið
undrandi, þegar fréttíst að stjórnar-
formaður Flugleiða ásamt öðrum
stjórnarmanni í félaginu hefði í
hyggju að selja hlutabréf sín í félag-
inu. - Það var því ofur eðlilegt að fjöl-
miðlum fyndist það feitur biti að
komast í að skýra frá þessum óvenju-
legu hugmyndum stjómarformanns
þessa umsvifamikla fyrirtækis.
Ekkert annað en fyrirsjáanlegt
gjaldþrot eða uppstokkun og endur-
skipulagning fyrirtækis í nauðvörn
getur valdið því að stórir hluthafar
vilja skyndilega kanna sölumögu-
leika hlutabréfa sinna. Það fór líka
svo að forstjóri fyrirtækisins var
spurður hvort rétt væri með farið og
hvort þessi ákvörðun stjórnarfor-
mannins teldist ekki ávirðing innan
félagsins, sem sjálft væri að útbúa
hlutafjárútboð upp á milljónir króna.
Hann svaraði og sagði, að ekkert
væri því til fyrirstöðu, aö sala hluta-
bréfa stjórnarmanna stæði yflr á
sama tíma og sala á nýjum bréfum í
Flugleiðum því markaðurinn þyldi
vel þetta útboð, jafnvel allt að einum
milljarði króna. - Síðan þetta var
sagt hefur eitthvað það gerst sem
breytí hefur fyrirætlan stjórnar-
formannsins því síðustu fréttir
herma að hann hafi dregið söluna á
hlutabréfunum til baka. Hinn stjórn-
armaðurinn situr hins vegar fast við
sinn keip og hefur ekki gefið út neina
yfirlýsingu um að hann hafi dregið
sín bréf til baka af sölumarkaði verö-
bréfa. - Það hefur reyndar hvorugur
þeirra stjórnarmanna gert opinber-
lega ér þetta er ritað.
Nú bíða menn, sem vilja spá frekar
í kaup á hiutabréfum, spenntir eftir
því hvernig þessu máli lyktar, því ef
raunin verður sú að bréf helstu
stjórnarmanna í Flugleiðum eru til
sölu, þá hlýtur fólk að hugsa sig
tvisvar um áður en það kaupir ný
bréf úr þeim herbúðum. - Ætla verð-
ur þó að allt sé með felldu og von-
ancfi að upphlaup stjórnarformanns-
ins sé bara mannlegt dómgreindar-
leysi. Það er ekki á allra færi að spá
í veðurhorfur á íslenskum fjár-
magnsmarkaði þessa dagana.
Svar Andrésar til ritstjóra Hestsins okkar:
Eins gott að f ólk viti...
Mér er alveg ljóst að enginn fengur
er í því fyrir tvö tímarit af sama toga
að birta greinar á líkum tíma með
sams konar efni. Þó er það gert. Sam-
anber ítarlega lýsingu á móti í hesta-
íþróttum sem síðasti Eiðfaxi gerir
góð skil. - Þetta er allt tuggið upp í
„Hestinum“, nema hvað uppsetning-
in á greininni þar er nánast hörmu-
leg.
Síðasta tölublað „Hestsins“ er
næstum allt skrifað af Jens Einars-
syni. Er það kannski ekki gagnrýni
vert, nema ef menn vildu láta fleiri
sjónarmið koma fram í slíku blaði. -
En auðvitað er það algjör óþarfi.
Aðalatriðið er að ritstjórarnir fái aö
njóta sín.
Ef sú staðhæfing Þráins Bertels-
sonar er tekin gild, að grein mín
hafi ekki verið keypt út úr blaðinu,
stendur eftir að kyngja því, að sams
konar grein hafi birst í Eiðfaxa rétt
áður. En það er bara ekki hægt,
vegna þess að greinarnar eru gjöró-
líkar, eins og ég hef áður tekið fram.
En út yfir allt tekur auðvitað að ekki
skyldi vera haft samband við mig
áður en greinin var tekin út úr blað-
inu. - Sjálfsagt hefði mátt lagfæra
eitthvað ef vilji hefði verið fyrir
hendi.
Ef þeir menn sem stýra útgáfu
„Hestsins" eru þeirrar skoðunar að
engir aðrir séu færir um að skrifa
skammlausar greinar er sjálfsagt lít-
ið við því að segja. En það er þá eins
gott að fólk viti það svo ekki sé verið
að álpast til að senda inn greinar,
sem eru aðeins til óþurftar fyrir rit-
stjórana. Mér finnst sjálfsagt að
benda fólki á þetta og eins það að
„Hesturinn“ er ekki ætlaður hverj-
um sem er. - Hann á að fá að fifa og
deyja í friði án þess að lesendur séu
að skipta sér af honum.
Hvemig menn komast á „svartan lista“:
Vanef ndir verktaka ollu vandanum
Kristinn skrifar:
Árið 1984 keypti ég íbúð í húsi sem
var í byggingu í Reykjavík. Fyrstu
mánuði byggingartímans gekk allt
samkvæmt áætlun. Afhending íbúö-
arinnar tilbúinnar undir tréverk átti
að fara fram í des. 1984. Það dróst
fram í janúar 1985 og þótti manni það
ekki tiltökumál. - Sameign og lóð
átti að vera tilbúin í júlí 1985. - En
þá fór að síga á ógæfuhfiðina. Lítið
var unnið um sumarið, en um haust-
ið var bílaplanið steypt og sett teppi
á stigagang og húsið málað að utan
að hluta til. Svo ekki söguna meir.
Sama haust var ráðinn lögfræðing-
ur til þess aö taka málið að sér, þ.e.
að innheimta skuld sem verktaki
hafði veðsett húsið fyrir og til að
freista þess að ná fram verklokum á
húsi og lóð. - Síðan eru liðin fimm
ár og máfið er enn hjá lögmanninum,
sem er á fullu að vinna í því, en ár-
angur enn sem komið er lítill.
Snemma árs 1989 var ákveðið af
okkur húseigendum að greiða upp
þetta lán sem verktaki hafði veðsett
húsið fyrir til þess að losa veðið af
húsinu. Sömuleiðis að ljúka þeim
framkvæmdum sem eftir voru utan-
húss. - Samtals var upphæðin sem
við þurftum að greiða á hverja íbúð
hátt í 600 þús. krónur, umfram um-
samið kaupverð.
Að mér frátöldum eru fjórir aðrir
hér í húsinu sem eru komnir á þann
„svarta lista“ sem Reiknistofan hf. í
Hafnarfirði gefur út yfir vanskila-
menn - og allt vegna þessa máls.
Þetta er þó allt traust og heiðarlegt
fólk sem í hlut á. Og mér vitanlega
hefi ég ekki svo mikið sem dregið
greiðslu gíróseðils fram yfir gjald-
daga. - Reyndar skulda ég lögmanni
okkar einhverja tugi þúsunda vegna
málsins en sé ekki ástæðu til þess
að gera það upp fyrr en hann hefur
náð einhverjum frekari árangri í
máfinu.
Upphaflega var þetta klúður hjá
þeirri fasteignasölu sem sá um samn-
inginn vð verktaka ásamt vanefnd-
um þessa verktaka sem síðustu sum-
ur virðist einna mestan áhuga hafa
haft á að þræða dýrustu laxveiðiár
landsins og sýnist mér hann að því
leytinu til keppa við sjálfan forsætis-
ráðherrann. - Þaö getur vel hugsast
að ég taki til við að reifa þetta mál
að nýju í fjölmiðlum ef mér þykir
ástæða til. - Með þökk fyrir birting-
una.
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
GUÐMUNDUR H.
GARÐARSSON
Kosningaskrifstofan
er í Húsi verslunarinnar,
Kringlunni 7, jarðhæð
(norðanverðu).
Opin virka daga 14.00-21.00
og 10.00-16.00 um helgar.
SÍMAR: 38730 -
38761 - 38765.
Stuðningsmenn
Tilbod vikunnar
Rjómalöguð sjávarréttasúpa
nautafílet
m /púrtvínssveppajafningi,
grœnmeti og bakaðri kartöflu
kaffi
kr. 980,-
Saltkjöt og baunir
alla jimmtudaga
Opið frá kl. 11.30 til 23.30
Hamraborg 11 - sími 42166
azS
U RVALSBÆKU RNAR
FÁSTÁNÆSTA
BÓKA- OG BLAÐSÖLUSTAÐ.
ÚRVALSBÆKUR MÁNAÐARLEGA