Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Síða 14
14
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsinaar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11.105 RVlK.SIMI (91 )27022- FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Ein málstofa
Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, hefur
skýrt frá því að hún ásamt deildarforsetunum tveim
hafi skrifað þingflokkunum bréf þess efnis að afnema
skiptingu alþingis í deildir og sameina þær í eina mál-
stofu. Þingflokkarnir munu þegar hafa skipað nefnd sem
mun fjalla um þetta erindi.
Hér er tímabær tillaga á ferðinni. Tvískipting al-
þingis í efri og neðri deild á rætur sínar að rekja til
konungsskipaðra þingmanna, sem sátu í efri deild, með-
an þeir kjörnu sátu í hinni neðri. Þannig hafði konung-
ur nokkurs konar neitunarvald í þinginu og gat hindrað
framgang mála sem lýðkjörnir fulltrúar höfðu sam-
þykkt. Þessi skipan mála hélst óbreytt eftir lýðveldistök-
una, þótt konungur og þingmenn hans hefðu ekki leng-
ur ítök á alþingi íslendinga. Rökin fyrir tveim deildum
auk sameinaðs þings voru helst þau að málsmeðferð á
þingi yrði vandaðri þegar frumvörp þurfa að fara í gegn-
um þijár umferðir í hvorri deild.
Hefð og íhaldssemi hefur ráðið mestu um að þinginu
hefur ekki fyrir löngu verið breytt í eina málstofu, auk
þess sem skipan alþingis er stjórnarskrárbundin og
krefst samþykkis tveggja þinga og staðfestingar í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
í áranna rás hefur hugmyndinni um eina deild, eina
málstofu, margoft skotið upp en jafnan verið kæfð í
fæðingu ellegar mætt andstöðu þingmanna, sem telja
sig missa spón úr aski sínum þegar nefndum og embætt-
um innan þingsins fækkar sem þessu nemur.
Rökin fyrir breytingunni eru mörg og gild. Tvíverkn-
aður er úr sögunni, líkur eru á hraðari meðferð mála
og hagræðing fyrir þingmennina jafnt sem starfsfólk
þingsins er augljós. Alþingi íslendinga er ekki jafn þétt
setið og þjóðþing flestra annarra og ástæðulaust að
skipta hópnum í tvær sjálfstæðar deildir sem taka sömu
mál á dagskrá. í framhaldinu mætti svo huga að enn
frekari fækkun þingmanna.
Guðrún Helgadóttir hefur réttilega bent á að hér er
ekki um flokkspólitískt mál að ræða. í flestum ef ekki
öllum þingflokkunum hafa áhrifamenn tjáð sig fylgjandi
breytingunni. Hún hefur jafnframt bent á að þingmenn
verði að afgreiða málið í tæka tíð svo það fái samþykki
yfirstandandi þings og verði síðan lagt fyrir í komandi
alþingiskosningum. Frumkvæði forseta Sameinaðs al-
þingis og deildarforseta er ánægjulegt og mun vera í
fyrsta skipti sem æðstu embættismenn alþingis hafa
haft frumkvæði að þessari merku breytingu. Það gefur
máhnu vigt, sem og það að nú hefur tillagan verið tekin
til formlegrar meðferðar hjá fulltrúum allra þingflokk-
anna. Hingað til hefur það oftast háð hugmyndum um
breytingar á skipan alþingis að frumvörp hafa verið
borin fram af einstökum þingmönnum sem ekki hafa
náð fullri samstöðu um máhð af flokkspóhtískum ástæð-
um.
Það er margt gott um það að alþingi sé íhaldssamt
um gamlar hefðir og vinnubrögð. Alþingi er kjölfesta
lýðveldisins og shkri stofnun á ekki að breyta meira en
góðu hófi gegnir. Þar þarf stöðugleika. En alþingi þarf
að fylgjast með tímanum og má ekki daga uppi í forn-
eskjunni. Nýir tímar kalla á ný vinnubrögð. Alþingis-
menn verða að búa við vinnubrögð og vinnustað sem
gerir þeim betur kleift að sinna starfi sínu. Enginn vafi
er á því að ein málstofa á alþingi mun verða til mikilla
bóta fyrir löggjafarstarfið og stjórnmáhn í landinu.
Ehert B. Schram
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna. - í þróuninni í Evrópu hefur allt frumkvæði komið frá Gorbatsjov,
segir Gunnar í greininni.
Verðugur
verðlaunahafi
Viðtakendur friðarverðlauna
Nóbels í gegnum tíðina hafa verið
misvel að þeim komnir en engum
getur blandast hugur um að Mik-
hail Gorbatsjov á þau skilin. Eng-
inn einn maður á meiri þátt í því
gjörbreytta andrúmslofti sem ríkir
í samskiptum risaveldanna og hef-
ur leitt til alveg nýrra viðhorfa í
heimsmálum.
Það skiptir ekki máli í þessu sam-
bandi hvort allt það sem gerst hefur
í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu
er beinlínis hans verk eða hefur
orðið vegna sögulegrar, óstöðvandi
framvindu, staðreyndin er sú að
það var Gorbatsjov sem gerði þess-
ar breytingar mögulegar. Fyrir að-
eins íimm árum var kalda stríðiö
kaldara en það hafði verið í áratugi
með stórfelldri hemarðaruppbygg-
ingu á báða bóga, öll Austur-Evr-
ópa var undir járnhæl sovéska
hersins, kjamorkustríð var fjar-
lægur en samt hugsanlegur mögu-
leiki.
Minni maður en Gorbatsjov heíði
hæglega getaö haldið áfram á sömu
braut og Brésnéf og eftirmenn
hans, Andropof og Sjornenko, það
er alltaf áhættuminnst að fara
troðnar slóðir.
Ógnarjafnvægið
AUt frá því ógnaijafnvægi risa-
veldanna í kjarnorkuvígbúnaði
komst á upp úr Kúbudeilunni 1962,
hafði vígbúnaðarkapphlaupiö
verði eina málið sem þau áttu sam-
eiginlegra hagsmuna að gæta í,
nefnilega að það raskaðist ekki.
Hverju nýju flugskeyti Bandaríkj-
anna var svarað með enn öflugra
sovésku flugskeyti og gagnkvæmt.
Fyrsti umtalsverði áfanginn í
takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar
náðist með SALT samkomulagi
Nixons og Brésnéfs 1972, síðan
sömdu Ford og Brésnéf um frekari
fækkun 1976. Andrúmsloftið miili
risaveldanna lagaðist nokkuð á
þessum tíma sem kenndur var við
spennuslökun eða détente. En ailt
sem áunnist hafði hvarf í einu vet-
fangi á jóladag 1979 þegar Sovét-
menn réðust inn í Afganistan.
Árið 1981 voru síðan herlög sett
í Póllandi, lýðræðishreyfingin
kæfð og Samstaða bönnuð. Afleið-
ingin varð meðal annars sú að Re-
agan Bandaríkjaforseti og þingiö
neituðu að staöfesta SALT 2 samn-
inginn um enn frekari takmörkun
gjöreyðingarvopna þótt ákvæði
hans væru raunar virt í fram-
kvæmd. Upp úr innrásinni í Afgan-
istan og með valdatöku Reagans í
Bandaríkjunum 1981 hófst nýr kafli
í kalda stríðinu sem einkenndist
af mestu hemaðaruppbyggingu
Bandaríkjanna í áratugi og nær
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
algjöru sambandsleysi leiðtoga
risaveldanna. Á þessum tíma var
kjarnorkuvígbúnaðurinn enn auk-
inn með meðaldrægum flugskeyt-
um í Evrópu og þessi flugskeyti og
deilur um þau settu svip sinn á
þessi ár.
Nýr tónn
Með valdatöku Gorbatsjovs 1985
kvað viö nýjan tón og hann hóf
þegar umleitanir við Vesturlönd
um slökun spennu. Fyrsta mál á
dagskrá Gorbatsjovs var að endur-
reisa efnahag Sovétríkjanna og til
að ná því markmiði var hann
reiðubúinn til aö slaka mikið til í
kapphlaupinu við Bandaríkin.
Fyrsti meiriháttar áfanginn í þá
átt var samkomulagið um að eyða
öllum meðaldrægum kjarnavopn-
um í Evrópu en drög að því sam-
komuiagi voru lögð á fundi Reag-
ans og Gorbatsjovs í Reykjavík
1986. Sá fundur braut ísinn, eftir
Reykjavíkurfundinn gengu málin
hratt fyrir sig. Eftir að afnám með-
aldrægu flugskeytanna hafði verið
staðfest komst enn frekari skriður
á afvopnunarviðræður og þeim
fleygir nú fram miðaö við þaö sem
áður var.
En það sem framar öllum öðrum
sannaði friðarvilja Gorbatsjovs og
eyddi tortryggni í hans garð á Vest-
urlöndum var ákvörðun hans 1988
að hætta stríðsrekstri í Afganistan.
Samhhða varð æ ljósara aö Gor-
batsjov hafði varanlega breytt sov-
ésku þjóðfélagi með glasnost stefnu
sinni sem opnaði sovéskt þjóðfélag
fyrir þjóðfélagsumræðu meira en
nokkru sinni hafði þekkst og þegn-
arnir fengu meira frelsi en þekkst
hefur nokkru sinni fyrr innan Sov-
étríkjanna.
Jafnvel þótt perestrojkan, tilraun
Gorbatsjovs til að endurreisa
dauðadæmt hagkerfi kommúnism-
ans, hafði mistekist, sem æ betur
kemur í Ijós, hefur glasnostið rutt
leiðina til raunverulegs lýðræðis
og í þá átt stefnir þróunin nú í Sov-
étríkjunum með tilheyrandi ólgu
og hugsanlegum glundroða og upp-
lausn.
Austur-Evrópa
Kommúnistastjórnirnar í Aust-
ur-Evrópu héldu völdum í skjóli
sovéska hersins, minnugar inn-
rásarinnar í Tékkóslóvakíu 1968.
Gorbatsjov ákvað að hætta afskipt-
um af innanríkismálum þessara
ríkja með þeim afleiðingum sem
alkunnar eru.
Síðast en ekki síst kippti hin nýja
stefna Gorbatsjovs grundvellinum
undan tilveru Austur-Þýskalands,
sameining þýsku ríkjanna 2. októb-
er og þar með endalok skiptingar
Evrópu og þar með kalda stríðsins,
er stefnu hans að þakka meira en
nokkrum öðrum. Með sameiningu
Þýskalands er grunnur lagður að
alveg nýrri Evrópu, styrjöld milli
risaveldanna vegna Evrópu er ekki
lengur raunhæfur möguleiki, hætt-
unni á kjamorkustríöi risaveld-
anna hefur verið bægt frá, væntan-
lega fyrir fullt og allt.
I þessari þróun hafa Bandaríkin
verið áhorfendur og samningsaðih,
aht frumkvæði hefur komið frá
Gorbatsjov, það hefur verið á hans
valdi að láta málin þróast eins og
þau gerðu. Þótt eftir á sé auðvelt
að segja að svona hefði fariö hvort
sem er, er það ekki rétt, það var
Gorbatsjov sem stýröi þeim öflum
sem að verki voru í þennan farveg.
Fyrir þaö er hann verðugasti við-
takandi friðarverðlauna Nóbels frá
upphafi.
Gunnar Eyþórsson
„ ... það sem framar öllu öðru sannaði
friðarvHja Gorbatsjovs og eyddi tor-
tryggni 1 hans garð á Vesturlöndum var
ákvörðun hans 1988 að hætta stríðs-
rekstri 1 Afganistan.“