Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 24
32
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990.
„Vel þér veg þinn“
Ég á engan óvin. Séra Guðmund-
ur Orn er ekki óvinur minn. Við
erum á sama vegi og „allir jafnt eru
fræðarar" mínir. „Óvinur þinn
verður að leyndardómi, sem verð-
ur að fá lausn á (jafnvel þótt það
taki aldir), því að skilningur verður
að fást á manninum.“ (Leiðarljós,
’37).
Shirley MacLaine er ekki óvinur
minn en hún fer pínulítið í taug-
arnar á mér í augnablikinu. En við
erum á sama vegi. Hún viU kenna
mér. Séra Guðmundur Örn vill
kenna mér. - Shirley er búin að sjá
hvernig heimurinn og lífið varð til,
en hvað svo? Hún gengur of hratt
fyrir mig, ennþá. Þó kannast ég við
margt úr bók hennar, „Leitin inn
á við“, vegna námskeiða sem ég
hef verið á í Heilunarskólanum.
Þetta er mín leið
Nýaldarhópar horfa til stjam-
anna, pæla í kjarna hlutanna, finna
orku steinsins, kíkja í orð sem
skrifuð voru löngu áður en Biblían
varð til, ráða í rúnir. Trúa á Jesúm.
Hver með sínum skilningi.
Ég tel mig ekki afbrigðilegt eintak
af manneskju, en ég læt engan sem
er á veginum segja mér hvemig ég
á að haga mér á göngu minni. -
Engan prest; ekki þann sem
skammast yfir hálsmeni sem er
tákn stjörnumerkis viðkomandi og
KjaUaiinn
Norma E. Samúelsdóttir
rithöfundur
því ég hef gengið á glóandi kolum.
Þriðja sem telur mig á Satans veg-
um, mig sem skoða er ég geng minn
veg.
Ég veit hvert ég er að fara, hvers
ég leita, og ég, sú sama, veit aö ég
fer til baka aftur, staldra við, ef ég
ákveð það sjálf. Þetta er mín leið.
íslenskur fræðimaður var
útskúfaður fyrir 50-60 árum fyrir
skoðanir sínar, visindatilraunir
sínar um líf á öðmm hnöttum
(stjörnum). Mottó hans var: Ultra
rehgione, non contra, fram fyrir
trúarbrögðin, ekki á móti þeim.
(Dr. Helgi Pjeturss)
Öll bræður og systur
Það er einmitt þetta sem ég tel
að sé að gerast í dag, hvort sem
bókstafstrúarmönnum líkar betur
„íslenskur fræðimaður var útskúfaður
fyrir 50-60 árum fyrir skoðanir sínar,
vísindatilraunir sínar um líf á öðrum
hnöttum (stjörnum).“
Dr. Helgi Pjeturss. - „Mottó hans var: Fram fyrir trúarbrögðin, ekki á
móti þeim,“ segir m.a. í grein Normu.
vill fremur að krossinn prýði við-
komandi háls (því ekki bæði?).
Annan sem telur mig á villigötum
Nauðungaruppboð Fyrra nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 29, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 7, Patreksfirði, þingl. eig- andi Hilmar Jónsson, miðvikudaginn 24. okt. 1990, kl. 13.00. Uppboðsbeið- andi er Byggingarsjóður ríkisins.
Bmnnar 6, Patreksfirði, þingl. eigandi Eiður B. Thoroddsen, miðvikudaginn 24. okt. 1990, kl. 13.30. Uppboðsbeið- endur em Byggingarsjóður ríkisins og Guðmundur Oli Guðmundsson hdl.
Jörðin Bijánslækur 2, Barðaströnd, þingl. eigandi Ragnar Guðmundsson, þriðjudaginn 23. okt. 1990, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru Byggingar- sjóður ríkisins og Búnaðarbanki ís- lands. Mýrar 13, Patreksfirði, þingl. eigandi Haraldur Aðalsteinsson, miðvikudag- inn 24. okt. 1990, kl. 15.00. Uppboðs- beiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Sigtún 49, efrí hæð, Patreksfirði, þingl. eigandi Guðrún Samsonardóttir, mið- vikudaginn 24. okt. 1990, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Byggingarsjóður verkamanna.
Frystihús á lóð úr landi Bijánslækjar, Barðaströnd, þingl. eigandi Flóki h/f, þriðjudaginn 23. okt. 1990, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur em Fiskveiðasjóð- ur Islands og Byggðastofnun.
Þórsgata 12, Patreksfirði, þingl. eig- andi Iðnverk h/f, miðvikudaginn 24. okt._ 1990, kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Þór Ámason hdl.
Kjarrholt 4, Barðaströnd, þingl. eig- andi Kristín Theodóra Ragnarsdóttir, þriðjudaginn 23. okt. 1990, kl. 16.30. Uppboðsbeiðandi er Byggingarsjóður verkamanna.
Bensi BA46, þingl. eigandi Leifur Halldórsson, miðvikudaginn 24. okt. 1990, kl. 18.00. Uppboðsbeiðandi er Ásmundur S. Jóhannsson hdl. Sýslumaður Barðastrandarsýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma:
Jörðin Neðri-Rauðsdalur, Barða- strönd, þingl. eigandi Ragnar Guð- mundssón, þriðjudaginn 23. okt. 1990, kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur eru Bygg- ingarsjóður ríkisins og Ami Pálsson hdl.
Kjarrholt 1, Barðaströnd, þingl. eig- andi Guðrún Sigfríður Samúelsdóttir, þriðjudaginn 23. okt. 1990, kl. 17.30. Uppboðsbeiðandi er Byggingarsjóður verkamanna.
Kjarrholt 3, Barðaströnd, þingl. eig- andi Kristján Sigurbrandsson, þriðju- daginn 23. okt. 1990, kl. 18.00. Upp- boðsbeiðandi er Byggingarsjóður verkamanna.
Ingibjörg B. BA402, þingl. eigandi Hraðfiystihús Tálknafjarðar h/f, þriðjudaginn 23. okt. 1990, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur em Bjöm Jósef Amviðarson hdl., Lögheimtan h/f, Lífeyrissjóður Vestfirðinga og Vél- bátaábyrgðarfélag ísfirðinga. Lækjarbakki, Tálknafirði, þingl. eig- andi Herbert Guðbrandsson, þriðju- daginn 23. okt. 1990, kl. 14.30. Upp- boðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Gilsbakki 1, Bíldudal, þingl. eigandi Haukur Kristinsson, miðvikudaginn 24. okt. 1990, kl. 9.00. Uppboðsbeið- andi er Byggingarsjóður verkamanna. Gilsbakki 2, Bíldudal, þingl. eigandi Ágúst Sörlason, miðvíkudaginn 24. okt. .1990, kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Byggingarsjóður verkamanna.
Sæbakki 6, Bíldudal, þingl. eigandi Kristján H. Kristinsson, miðvikudag- inn 24. okt. 1990, kl. 11.00. Uppboðs- beiðandi er Byggingarsjóður verka- manna. Sýslumaður Barðastrandarsýslu
Miðtún 2, Tálknafirði, þingl. eigandi Ólafur Gunnbjömsson, miðvikudag- inn 24. okt. 1990, kl. 11.30. Uppboðs- beiðendur em Landsbanki íslands og Gunnar Sæmundsson hrl.
eða verr. Vísindi ofar trú, og aftur
tU náttúrunnar.
í Orðskviðunum, 11, 15, er þessi
speki: „Hrapallega fer fyrir þeim
er gengur í ábyrgð fyrir annan
mann, en sá sem hatar handsöl er
óhultur." (Ég skil fyrri hlutann
betur en þann seinni). Þetta skil ég
þannig að ég stjórni ekki lífi ann-
arra, það sé mér ekki hollt.
Það hafa alltaf verið ill öfl í heim-
inum, jafnt hjá þeim sem kallaðir
eru nýaldarhópar sem og í hópi
sannkristinna. Hvert mannsharn
berst við ill öfl ... í sjálfu sér. „Því
innra með þér er ljós heimsins, hið
eina ljós, er unnt er að varpa á
veginn. Ef þér er ekki unnt að
skynja það hið innra með þér, er
þér þýðingarlaust að leita þess ann-
ars staðar. (Leiðarljós (útg. af Guð-
spekifél. íslands) í þýð. Grétars
Fells).
Mér þótti vænt um að heyra um
einn fyrrverandi biskup okkar sem
var að ræða við samferðamenn
sína í heita pottinum á einum sund-
stað nýlega í Reykjavík. Hann
sagði: Ég lít ekki á sjálfan mig sem
einhvern sem vísar veginn, ég lít á
mig sem þjón Guðs, reyni að vera
umburðarlyndur á hveiju sem
gengur, reyni aö aðstoða þá sem til
mín leita á veginum.
Ég segi það sama við þig nú, Guð-
mundur Öm Ragnarsson, og ég
sagði á Nýaldarmóti nú i ágúst sl.
á Amarstapa, þar sem þú og félag-
ar þínir úr „Orði lífsins" „radd-
ust“ inn á mótið til að „bjarga“
okkur „villuráfandi“ - þó kynntir
þú þér ekki neitt af því sem þarna
fór fram svo ég viti. - „Við erum
öll bræður og systur,“ sagði ég þá.
Annar prestur var staddur á
þessu móti af sjálfsdáðun, til að
kynna sér, forvitnast. Hann hlust-
aði vel, tók ég eftir, hugleiddi. Þög-
uU.
Að endingu langar mig til að
vitna í bókina góðu, ekki þá einu
þó - en þar stendur þetta um kær-
leikann...
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, úmber allt...
Korintubréf 13,7. ...
Vel þér veg þinn. (Leiðarljós, 17,
bls. 16)
Norma E. Samúelsdóttir
Menning
Háskólabíó - Krays-bræðumir
XA
Hrottaleg en heillandi
Nú er verið að sýna í Háskólabíói sérkennilega kvik-
mynd sem að mörgu leyti er hvalreki á fjörur kvik-
myndaunnenda. Sérkennileg er myndin vegna þess
að hún byggist á raunverulegum atburðum í lífshlaupi
manna sem enn lifa. Hún er jafnframt heillandi vegna
þess að þar fara saman öguð leikstjórn, góður leikur
og markviss framsetning.
Myndin er nokkurs konar ævisaga þeirra Ronalds
og Reginalds Kray sem voru umsvifamiklir í skipu-
lagðri glæpastarfsemi í London á sjötta áratugnum og
ráku glæsilega næturklúbba þar sem filmstjörnur og
þingmenn skáluðu og skemmtu sér. En bak við glæsi-
lega framhliðina leyndist blóðug veröld ofbeldis,
morða og sálsjúklinga. Hinir raunverulegu Krays-
tvíburar afplána nú báðir lífstíðarfangelsi.
Það eru þeir Gary og Martin Kemp sem leika tvíbur-
ana og ferst það afar vel úr hendi. Þeir eru nauðalíkir
eins og fyrirmyndirnar og draga upp mjög sannfær-
andi mynd af mönnum sem svífast einskis en eru and-
lega gallaðir og holir að innan.
Móðir þeirra bræðra er afbragðsvel leikin af Bilhe
Whitelaw. Hún og hópur frænkna, sem stýra mæðra-
veldinu sem getur þá bræöur af sér og elur þá upp,
eru á sinn hátt ekki síður hrollvekjandi en synimir.
Faðir og afi eru sýndir sem drykkfelldir ónytjungar.
„Karlmenn eru og verða börn. Þeir halda að þeir
ráði öllu en vita ekkert," segir móðir bræðranna. Hún
kæfir þá í ástúð og ráðríki og gerir þá að því sem.þeir
em. Ronald er kynvilltur, sálsjúkur morðingi sem
beitir taumlausu ofbeldi og grimmd í samskiptum við
aðra. Reginald er upp á kvenhöndina og algjörlega
ófær um að elska. Hann rænir konu sína, sem er eina
persóna myndarinnar sem hægt er að hafa samúð
með. öllu sjálfstæði og hún fremur að lokum sjálfs-
morð.
Það er ekki sérlega hugljúf saga sem hér er sögð en
afar hreinskilin og beitt í óvæginni framsetningu. Sum
ofbeldisatriðin em þau hrottalegustu sem sést hafa á
hvíta tjaldinu lengi. Samt er ástæða til þess að hvetja
þá sem unna góðum kvikmyndum og em orðnir þreytt-
ir á öfgakenndri glansáferð Hollywood framleiðslunn-
ar til þess að drífa sig nú í bíó.
Krays-tvíburarnir sýndu andstæðingum sínum enga
miskunn.
Kvikmyndir
Páll Asgeirsson
The Krays - bresk
Leikstjórn: Peter Medak
Handrlt: Phllip Ridley
Aðalhlutverk: Billie Whitelaw, Gary Kemp, Martin Kemp, Sus-
an Fleetwood, Charlotte Cornwell og Jimmy Jewel.