Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990. Afmæli Aðalsteinn Gíslason Aðalsteinn Gíslason vélfræðingur, Fomastekk 1, Reykjavík, er sextug- urídag. Starfsferill Aðalsteinn fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp. Hann lauk sveins- prófi í rennismíði frá Vélsmiðju Péturs Blöndals á Seyðisfirði 1950, var í iðnskólanámi í Neskaupstað og í Reykjavík, lauk vélskólaprófi 1954 og síðan prófi í vélfræði. Aðalsteinn var vélstjóri á skipum SÍS og öðrum skipum á árunum 1954-64 og starfaði síðan við raf- orkuver á Keflavíkurflugvelli. Aðalsteinn hefur átt sæti í stjórn Vélstjórafélags íslands og verið trúnaðarmaður þess á vinnustað. Hann hefur skrifað greinar og frá- sagnir fyrir Sjómannablaðið Víking og Sjómannablaðið í Neskaupstað. Fjölskylda Aðalsteinnkvæntist 8.6.1957 Kristínu Jóhönnu Hólm, f. 17.7.1934, húsmóður og bréfbera, en hún er kjördóttir Jörgens Hólm, sem er enn búsettur á Siglufirði, og Sigurbjarg- ar Gunnarsdóttur sem nú er látin. Móðir Jóhönnu var Anna Bjama- dóttir frá Reyðarfirði en faðir henn- ar var Páll Einarsson úr Fljótum. Böm Aðalsteins og Jóhönnu eru Rúnar Jörgen, f. 17.10.1957, flug- virki í Reykjavík, en sambýliskona hans er Sigríður Ásta Ámadóttir flugfreyja; Bára, f. 24.2.1959, þroska- þjálfi en börn hennar eru Eydís Edda, f. 1985, og Oddur, f. 1987; Sig- urbjörn Gísli, f. 25.9.1963, kvik- myndagerðarmaður, og Gunnar Kolbeinn, f. 11.4.1969, nemi. Systkini Aðalsteins: Margrét, f. 30.10.1923, húsmóðir á Seyðisfirði, gift Pétri Blöndal forstjóra og eiga þau fimm börn; Guðmundur, f. 17.12.1926, bankafulltrúi á Seyðis- firði, kvæntur Jónhildi Friðriks- dóttur og eiga þau þrjú börn; Hólm- fríður, f. 17.7.1928, talsímavörður í Reykjavík, og á hún eitt barn. Hálfsystkini Aðalsteins frá fyrra hjónabandi eru Arnór, f. 9.1.1911, fyrrv. skipstjóri í Reykjavík, kvænt- ur Petru Asmundsdóttur og eiga þau tvö börn; Stefán, f. 1912, d. 1942; Gunnar, f. 5.4.1914, fyrrv. prófastur í Glaumbæ í Skagafirði, kvæntur Ragnheiði Ólafsdóttur og eiga þau sex börn; Ragnar, f. 1916, d. 1936; Hrefna, f. 4.6.1918, húsmóðir á Sel- tjarnamesi, ekkja Birgis Thorodds- en skipstjóra og á hún þijú böm. Foreldrar Aðalsteins: Gísh Jóns- son, f. 15.9.1882, d. 1964, verslunar- maður á Seyðisfirði, og seinni kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, f. 6.11.1898, d. 1980, húsmóðir. Ætt og frændgarður Gísli var sonur Jóns eldri, b. í Flat- ey á Mýrum, Hálfdánarsonar, b. í Flatey á Mýrum, Jónssonar, b. í Eskey, Hálfdánarsonar, b. í Eskey, Jónssonar. Móðir Jóns í Eskey var Guðríöur Jónsdóttir, b. í Árnanesi, Sigurðssonar og konu hans, Herdís- ar Pálsdóttur, systur Halldórs, lang- afa Þorleifs, langafa Þórbergs Þórð- arsonar. Móðir Hálfdánar var Hólmfríður Gissurardóttir, b. í Borgarhöfn. Móðir Gissurar var Hólmfríður Ólafsdóttir, b. á Bakka í Einholtssókn, Nikulássonar, b. á Bakka, Guðmundssonar, bróður Magnúsar, langafa Stefáns, langafa Finns, afa Eysteins, fyrrv. ráöherra, og Jakobs, prests og rithöfundar, Jónssona. Móðir Jóns í Flatey var Elín, systir Gísla, trésmiðs og bæjar- fulltrúa á Akureyri. Elin var dóttir Magnúsar, b. á Björgum í Hörgár- dal, Mikaelssonar og konu hans, Rósu, systur Lilju, móður Friðfinns Gíslasonar leikara. Rósa var dóttir Gísla, b. í Hátúni í Hörgárdal, Frið- finnssonar og konu hans, Bjargar Ámadóttur, b. í Hátúni, Jónssonar. Móðir Gísla var Guðrún Sigurðar- dóttirfráBorg. Guðrún Guðmundsdóttir var dótt- ir Guðmundar, verslunarmanns og útvegsmanns á Búðum á Fáskrúðs- Aðalsteinn Gíslason. firöi, Jónssonar, hafnsögiunanns í Dúkskoti í Reykjavík, Oddssonar. Móðir Guðrúnar Guðmundsdóttur var Hólmfríður Jónsdóttir, ættuð úr Borgarfirði eystra, Ögmundsson- ar. Aðalsteinn verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með daginn 85 ára 70ára Guðmunda Jónsdóttir, Aðalstræti 29, Þingeyri. 80 ára Laufey Sigurðardóttir, Eyjaholti 9, Gerðahreppi. Valgerður Jónsdóttir, Garðaflöt5, Garðabæ, Ragnheiður Eiriksdóttir, Stangarholti 22, Reykjavik. Margrét Guðmundsdóttir, Iðu I, Biskupstungnahreppi. Gunnlaug Hannesdóttii-, Langholtsvegi 92, Reykjavík. Friðrik Sigurðsson, Efstasundi 89, Reykjavík. ÞorgeirGíslason, Hraunbraut 16, Kópavogi. Theresa María Willem, Austurgötu 7, Stykkishólmi. Matthías L. Sigursteinsson, Húnabraut l, Blönduósi. Anna Káradóttir, Reykási 27, Reykjavík. Valdimar Ingibergur Þórarins- son, Gnoðarvogi 28, Reykjavík. Einar Kristján Jónsson, Austurgötu 45, Hafnarfirði. Guðrún L. Erlendsdóttir, Araliólum 2, Reykjavík. Stefanía Björg Einarsdóttir, Selsvöllum 7, Grindavík. Sigurður Gunnarsson, Kjarrholti3,ísafirði. Guðrún Ögmundsdóttir, Grundarstíg 2, Reykjavík. Idda Wanjiru Jóhannesson, Langagerði 92, Reykjavík. Andlát Valur Amþórsson Valur Amþórsson, bankastjóri Landsbankans, lést 13. október og verður jarðaður í dag kl. 13.30 frá Dómkirkjunni., Þórarinn Valur er fæddur 1. mars 1935áEskifirði. Starfsferill Valur lauk landsprófi frá Eiðum 1951 og samvinnuskólaprófi 1953. Hann var í námi í verslunarfræðum og tryggingum í London 1955-1956 og í námi við sænska samvinnuskól- ann 1965. Valur var fulltrúi í bif- reiðadeild Samvinnutrygginga 1953-1956 og fulltrúi í endurtrygg- ingadeild Samvinnutrygginga 1956-1958. Hann var deildarstjóri þar 1958-1964 og deildarstjóri í áhættudeild Samvinnutrygginga 1964- 1965. Valur var fulltrúi kaup- félagsstjóra Kaupfélags Eyfirðinga 1965- 1970, aðstoðarkaupfélagsstjóri 1970- 1971 og kaupfélagsstjóri KEA 1971- 1989. Valur var í bæjarstjóm Akureyrar 1970-1978 og forseti bæj- arstjómar 1974-1978. Hann var for- maður stjómar Laxárvirkjunár frá 1971, í Orkuráði frá 1975 og í stjóm Landsvirkjunar frá 1981. Valur var ritari stjómar SÍS1975-1978 og for- maður 1978-1989. Valur hefur verið stjómarformaður eða i stjóm margra fyrirtækja á vegum KEA, varaformaður stjómar Samvinnu- trygginga hf., Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf. og Andvöku frá 1977, varaformaður í stjóm Olíu- félagsins hf. 1978-1989 og í stjórn Vinnumálasambands samvinnufé- laganna og Samvinnuferða hf. um tíma. Valur var stjómarformaður Plasteinangmnar hf. og stjómar- formaður Kaffibrennslu Ákureyrar, stjórnarformaður Útgerðarfélags KEA hf., í stjórn Útgerðarfélags Dalvíkinga hf. og varaformaður Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar hf. frá 1982. Hann var bankastjóri Lands- bankans frá ársbyrjun 1989. Fjölskylda Valur kvæntist 16. júlí 1955 Sigríði Ólafsdóttur, f. 12. maí 1936. Foreldr- ar Sigríðar eru: Ólafur Helgason, fyrrv. tollvörður í Hafnarfirði, og kona hans, Ólöf Ingimundardóttir. Börn Vals og Sigriðar eru: Brynja Dís, f. 7. desember 1955, sagnfræð- ingur og menntaskólakennari í Reykjavík; Ólafur, f. 25. júlí 1959, dýralæknir í Danmörku, kvæntur Jóhönnu Baldvinsdóttur lyfjafræð- ingi; Arna Guðný, f. 3. júlí 1963, myndlistarkona í Liége í Belgíu, sambýhsmaður hennar er André Niku MPeti viöskiptafraéðinemi; Ólöf Sigríður, f. 7. apríl 1969, söng- nemi, og Ambjörg Ífiíf, f. 8. febrúar 1976. Systkini Vals eru: Guðjón Gauti, f. 20. febrúar 1933, yfirlæknir á Akureyri, dósent í HÍ, kvæntur Sólrúnu Sveinsdóttur hjúkrunar- fræðingi; Sigfríður Hlíf, f. 2,ágúst 1940, dómtúlkur í Kaupmannahöfn, gift Bent Christensen menntaskóla- kennara, og Guðný Anna, f. 7. ágúst 1951, lektor í geðhjúkrunarfræöi í HÍ og framkvæmdastjóri geðdeildar Borgarspítalans, gift Hjálmari Kjartanssyni viðskiptafræðinema. Ætt Foreldrar Vals eru Arnþór Jen- sen, f. 22. mai 1906, fyrrv. pöntunar- félagsstjóri á Eskifirði, nú á Hrafn- istu í Hafnarfirði, og kona hans, Guðný Anna Pétursdóttir, f. 8. mars 1911,-d. 30. júlí 1988. Föðurbróðir Vals er Markús, faðir Elmars Jen- sen, framkvæmdastjóra Sjóklæða- gerðarinnar. Föðursystir Vals er Jóhanna, móðir Jóns Þórs Hannes- sonar kvikmyndagerðarmanns og Sólveigar, deildarstjóra á DAS. Föð- urbróðir Vals, samfeðra, er Þórir Jensen, fyrrv. forstjóri Bílaborgar. Föðursystir Vals, samfeðra, er Hrefna, móðir Erlings Þ. Jóhanns- sonar, íþróttafulltrúa Reykjavíkur. Amþór er sonur Peters Jensen, kaupmanns og útgerðarmanns á Eskifirði, bróður Kjartans, afa Sveinbjarnar Rafnssonar prófess- ors. Móðir Peters var Jóhanna Pét- ursdóttir, systir Kjartans, afa Aðal- steins Jónssonar, útvegsmanns á Eskifirði. Móðir Árnþórs var Þór- unn Markúsdóttir, systir Einars, fóður Maríu Markan ópemsöng- konu. Móðursystir Vals er Sigríður, móðir Péturs verkfræðings og Magnúsar myndlistarmanns Páls- sonar, fóður Páls sálfræöings og Tuma myndlistarmanns. Sigríður er móðir Ingibjargar innanhúss- arkitekts, móður Þómnnar Sigríðar Þorgrímsdóttur myndhstarmanns. Önnur móðursystir Vals er Oddný, móðir Bjarna verkfræðings og Hall- gríms tæknifræðings Axelssona. Guðný Anna var dóttir Péturs, prests í Eydölum, bróður Guðnýjar, ömmu Gísla píanóleikara, Þorbjarg- ar læknis, Guðnýjar bókara og Jóns Magnússonar, fyrrv. sýslumanns. Pétur var sonur Þorsteins prests í Eydölum, bróður Þrúðar, lang- ömmu Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Þorsteinn var sonur Þórar- ins, prests á Hofi í Álftafirði, Er- Valur Arnþórsson. lendssonar, b. í Helhsfirði, Ámason- ar. Móðir Erlendar var Guðrún Þór- arinsdóttir, ættmóðir Helhsfiarðar- ættarinnar. Bróðir Þórarins var Einar, langafi Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráðherra. Móðir Péturs í Ey- dölum var Sigríður Pétursdóttir, systir Stefáns, afa Ragnars Hall- dórssonar, stjórnarformanns ÍSALS Móðir Guðnýjar Önnu var Hlíf, systir Soffiu, ömmu Magnúsar Thoroddsen, fyrrv. hæstaréttar- dómara. Hlíf var dóttir Boga Smith, b. og smiðs á Arnarbæh á Fehs- strönd. Móðir Boga var Ragnheiður Bogadóttir, fræðimanns á Staðar- felh, Benediktssonar, ættföður Stað- arfellsættarinnar, langafa Bryndís- ar, ömmu Geirs Hallgrímssonar seðlabankastjóra. Móðir Ragnheið- ar var Jarþrúður Jónsdóttir, prests í Holti í Önundarfirði, Sigurðssonar og konu hans, Solveigar Ólafsdótt- ur, lögsagnara áEyri í Skutulsfirði, Jónssonar, ættföður Eyrarættar- innar, langafa Jóns forseta. Sviðsljós í tísku Hið mjúka og kvenlega er það sem koma skal i tískuheiminum, ef marka má sýningar á vor- og sumartískuimi sem fóru fram í París nýlega. Rómantik, mýkt og munúð voru orð sem erlendir gagnrýnendur notuöu til þess að lýsa því sem fyrir augu bar og fagna því. Hálfgagnsæjar flíkur og fá- klæddar fyrirsætur fengu þó suma til þess að efast um að nokkur kona eldri en 18 ára gæti látið sjá sig í þessu nema hún væri því betur á sig komin. Að vera vel á sig komin virðist reyndar þýða að vera horuð. En hvað um það. Þær myndir, sem hér fylgja, gleðja án efa hjarta margra karlmanna. Fáklæddar sýningarstúlkur sýna sumartísku næsta árs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.