Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1990, Page 28
36
FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990.
Meiuiing
Metnaður á
röngum stað
Erling Blöndal Bengtsson var einleikari á selló á tón-
leikum Sinfóníuhlómsveitar íslands í Háskólabíói í
gærkvöldi. Stjórnandi var Petri Sakari. Á efnisskránni
voru verk eftir Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
C. Saint-Saens og S. Rachmaninoff.
Lofsöngur Páls ísólfssonar er hluti Alþingishátíðar-
kantötu sem samin var í tilefni af 1000 ára afmæh
Alþingis íslendinga árið 1930. Tónamál Páls í þessu
verki er að sönnu gamalt og kunnuglegt en það verður
einnig sagt um ýmsa fleiri eins og t.d. bæði Sibelius
og Rachmaninoff svo nefnd séu tvö tónskáld sem virð-
ast njóta sérstakra vinsælda hjá Sinfóníuhljómsveit-
inni um þessar mundir. Munurinn er þó sá að Páll
sækir einkum í gamla Bach en hinir í Tsjækovskí og
sýnir Páh þar mun betri smekk. í rauninni jaðrar við
að kaha megi tónhst hans neoklassíska og væri gaman
að vita hvað hann sjálfur hefur hugsaö um þau mál.
Þá er að finna í verki Páls einlægni sem stafar af ást
hans og djúpri þekkingu á þeirri hefð sem hann vinn-
ur í. Langholtskór Jóns Stefánssonar tók þátt í flutn-
ingi Lofsöngs með hljómsveitinni og komst ágætlega
frá því verki. í heild var flutningur verksihs þolanleg-
ur en ekki meir en það. Oft er svo um flutning á ís-
lenskum verkum að þau virðast frekar lesin en flutt.
Engin alúð er lögð við jafnvægi í styrk, mótum hend-
inga eða túlkun yfirleitt og svo var hér. Ef einhver
skyldi halda að gæði íslenskra verka væru ekki næg
th að réttlæta vönduð vinnubrögð þá er það mikill
misskilningur. Sinfóníuhljómsveitin mun í vetur flytja
ýmis erlend verk sem eru töluvert undir gæðastaðli,
t.d. þeirra tveggja íslenskra tónskálda sem áttu verk
á þessum tónleikum, Páls ísólfssonar og Þorkels Sigur-
bjömssonar.
Það var einmitt verk Þorkels, Trífónía, sem fylgdi
Lofsöng á efnisskránni. Verkið byggir að sögn höfund-
ar á orðtækinu „Aht er þá er þrennt er“. í upphafi
þess má heyra þrenns konar óhkan efnivið. Stórstígt
lagrænt stef í fiðlum, hrynrænt frum í slagverki og
stutta smástíga tónstiga í tréblæstri. Þetta andstæða
efni fer síðan með ýmsum hætti um hljómsveitina,
^Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
tekst á og mótar hvað annað. Verkið er mjög skýrt í
byggingu og fuht af þeirri skemmtilegu og frjóu hug-
kvæmni sem einkennir þetta frábæra íslenska tón-
skáld. Þetta var frumflutningur verksins og tókst hann
prýðhega. Var tónskáldi; stjómanda og hljómsveit vel
fagnað í lokin.
Það var ekki að sjá neina þreytu á Erhng Blöndal
Bengtssyni eftir átök hans við Bach og rokkhljómsveit-
ina Sjálfsfróun í Bústaðakirkju í fyrrakvöld. Hann lék
sellókonsert Saint-Saens af mikhli innlifun og öryggi.
Ef einhver virki í salnum vom að því loknú ósigmö
hlutu þau að falla í aukalaginu, Gavottu eftir Bach,
sem Erling lék með yndislegri glaðværð og þokka.
Eftir hlé var flutt Sinfónía no. 2 eftir Rachmaninoff.
Þetta verk er ritað af fagmannlegri þekkingu en er
einkennilega andhtslaust. Ef th vhl er betra að segja
andlaust. Það byggir á röð af tutti hápunktum og inni-
heldur flestar útsetnigarbrellur sem í tísku vora í
Evrópu undir lok síðustu aldar. Tónlist af þessu tagi
var samin í metravís með færibandshraða um miðbik
þessarar aldar th nota í Hollywood-kvikmyndum. Þessi
tónhst er úrkynjuð eins og ofþroska banani. Hvemig
á því stendur að einhveijum dettur í hug að flytja
þetta á íslandi árið 1990 er hulin ráðgáta. Ennþá ein-
kennhegra er að Sinfóníuhljómsveitin fór á kostum í
flutningi á verkinu. Einar Jóhannesson sphaði eins
og engill í hægum þætti sem er eins og útblásið dægur-
lag. Brassið átti mjög góðan dag og sama má segja um
stjórnandann og hljómsveitina í heild. Er hugsanlegt
að hljómhstarfólkinu þyki þetta efni gott eða er at-
vinnumennskan komin á svona hátt stig? Hvað sem
því hður er það sorglegur misskhningur að láta ís-
lensku verkin hða fyrir svo léttvægt efni.
Fréttir
Formaöur Vélstjórafélags íslands:
„Ber vott um takmarkaða
kurteisi í okkar garð“
- segirHelgiLaxdalumfulIyrðingarhagfræðmgsLÍÚ
„Fullyrðing Sveins Hjartar, hag-
fræðings LÍU, eru gersamlega út í
hött og bera vott um takmarkaða
kurteisi við vélstjórastéttina," segir
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lags íslands, vegna ummæla Sveins
Hjartar Hjartarsonar í DV. Þar sagði
hann meðal annars að rekstrar-
kostnaður skipa, sem brenna svar-
tolíu, væri hærri en þeirra sem
brenna gasohu vegna hærri vél-
stjóralauna og meira viðhalds.
Að sögn Helga Laxdal sýna nýlegir
útreikningar að launauppbót vél-
stjóra á skipum, sem brenna svartol-
íu, nemi einungis einum til tveimur
hundraðshlutum af' hagnaði skip-
anna vegna svartohunotkunar
þeirra.
„Beinn hagnaður þessara skipa
nemur allt að 8 milljónupi á ári með-
an launauppbót vélstjóranna er ein-
ungis um 85 þúsund á ári, sem skipt-
ist mhh ahra vélstjóranna á skipi.
Ástæða uppbótarinnar er aukin
vinna vegna svartohunnar og að
mínu mati mættu útgerðarmenn
vera vélstjóram þakklátir. Þeir
mættu vera minnugir þess að það er
fyrst og fremst vélstjómm að þakka
hversu vel hefur tekist th með svart-
ohuna,“ segir Helgi. -kaa
Þýsk-islenska:
Tvær athugasemdir
Helgi Magnússon, löggiltur endur-
skoðandi, var ekki endurskoðandi
Þýsk-íslenska eins og mátti ætla af
frétt DV um sakamálið á hendur
forráðamönnum fyrirtækisins. Helgi
kom að málinu eftir að rannsóknin
var hafin. Helgi hafði það hlutverk
að fara yfir reikningsskil sem endur-
skoðandi á vegum skattrannsóknar-
dehdar hafði gert. „Hlutverk mitt var
að að gera athugasemdir og leiðrétta
þau reikningsskil sem embættið
hafði látið gera. Ég gætti hagsmuna
Þýsk-íslenska. Ég var aldrei endur-
skoðandi fyrirtækisins og sú vinna,
sem ég innti af hendi fyrir fyrirtæk-
ið, tók um hálft ár,“ sagði Helgi
Magnússon, lögghtur endurskoð-
andi.
Garðar Valdimarsson ríkisskatt-
stjóri hafði samband við DV vegna
sömu fréttar. Hann sagði að mis-
skhnings gætti í fyrirsögn þar sem
stóð að hann hefði dregið fyrri fram-
burð til baka. í fréttinni stóð að Garð-
ar hefði dregið hluta fyrri framburð-
ar til baka. Garðar sagði það rétt,
h'ann hefði gert athugasemdir við
tvær hnur af langri skýrslu sem tek-
in var af honum hjá rannsóknarlög-
reglu.
-sme
Góðtemplarareglan í Vinabæ
Góðtemplarareglan keypti fyrir
nokkm Tónabíó og hefur því verið
gefið nafnið Vinabær. Húsið verður
notað fyrir bingó og einnig verður
hægt að vera þar með ráðstefnuhald.
í Tónabíói verður spilað bingó þijú
kvöld í viku en að auki er margs
konar önnur starfsemi fyrirhuguð í
húsinu.
-Sþ.
Andlát
Ragnar Kristjánsson andaðist á
Landakotsspítala að kvöldi 17. októ-
ber.
Jón Marteinn Stefánsson, Miðbraut
21, Seltjamamesi, lést á Landa-
kotsspítala þann 17. október sl.
Höfðaströnd í Skagafirði 2. ágúst
1917, sonur hjónanna Kristins Rögn-
valdar Eghssonar og Kristínar Rutar
Jóhannsdóttur. Síðustu 33 árin starf-
aði hann á Keflavíkurflugvehi, lengst
af hjá íslenskum aðalverktökum.
Sigvaldi giftist ekki og átti ekki böm.
Útfor hans verður gerð frá Keflavík-
urkirkju í dag kl. 14.
Jarðarfarir
Iíjartan Bjö'rgvin Jónsson, Ásabraut
5, Keflavík, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 20.
október kl. 10.30.
Valur Gíslason leikari verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 23. október kl. 13.30.
Árni Ragnar Lúðvíksson Melbraut
17, Garði, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 20.
október kl. 13.30.
Anna K. Vilhjálmsdóttir lést 11. okt-
óber. Hún var fædd 10. september
1918 í Skáholti í Reykjavík, dóttir
hjónanna Margrétar Guðmundsdótt-
ur og Vhhjálms Kristjánssonar.
Anna gekk í Verslunarskóla íslands
of lauk þaðan verslunarprófi 1935.
Hún giftist Kristjáni Þórðarsyni, en
hann lést árið 1959. Þau hjónin eign-
uðust fjögur börn. Útfór Önnu verð-
ur gerð frá Háteigskirkju í dag kl.
13.30.
Sigvaldi Kristinsson lést 9. október.
Hann var fæddur aö Syðra-Ósi á
TiBcyimingar
Um það fer tvennum sögum,
eftir Gunnar Hersvein
„Um það fer tvennum sögum,“ heitir ný
bók mn heimspeki etir Gunnar Hersvein.
Vegna útfarar
VALS ARNÞÓRSSONAR
bankastjóra, verður lokað í aðalbanka og
höfuðstöðvum í dag, föstudaginn 19. október.
milli kl. 13.00 og 15.00 síðdegis.
Landsbanki íslands.
Bókin skiptist í tvær hugleiðingar og sjö
kafla, sem nefnast m.a. „Hugsað um
dauðann", og „Hugsað um guð“. Hún er
ætluð almennum lesendum og glímir
höfundur viö ýmis vandamál eins og:
Hvað er dauðinn? Hvað er guð? Er guð
til? Hvað er hamingja? Hvað er vilji?
hvað er ábyrgð? Eru siðareglur algildar
eða úreltar? Hvað er mannssálin? Hvað
er heimspeki? Hver er tilgangurinn?
Hvað er ofbeldi? Hver er sannleikurinn?
Hvar ber að leita sannleikans?. Bókin er
80 bls. og kostar kr. 1500. Höfundur gefur
bókina út sjálfur, en íslensk bókadreifing
hf, Suðurlandsbraut 4, sími 686862 dreifir
bókinni í bókabúðir í Reykjavík og úti á
landi. „Um það fer tvennum sögum“ er
þriðja bók höfundar, sem er ljóðskáld.og
heimspekingur.
Húnvetningafélagið
Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð,
Skeifunni 17. Allir velkomnir.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur1990
hefst sunnudaginn 21. október kl. 14. í
aöalkeppninni verður þátttakendum
skipt í flokka með hliðsjón af Eló-stigum.
Tefldar verða ellefu umferðir í öllum
flokkum. Umferðir verða þrisvar í viku,
á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögutn
og fóstudögum kl. 19.30. Biðskákdagar
verða inn á milli á mánudögum og
fimmtudögum. Hægt er að skrá sig í
keppnma á skrifstofutíma og á kvöldin í
síma 83540. Lokaskráning fer fram laug-
ardaginn 20. október, kl. 14-20, í síma
83540. Keppni í flokki 14 ára og yngri
hefst laugardaginn 27. október, kl. 14.
Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-
kerfi og umhugsunartími er 40 mínútur
á skák. Keppnin tekur þrjá laugardaga,
þijár umferðir í senn. Bókaverðlaun
verða fyrir a.m.k. fimm efstu sætin.
Framkvæmdastjóri
kvennavettvangs
Lúterska heimssambandsins
í heimsókn
Musimbi Kanyora, framkvæmdastjóri
kvennavettvangs Lúterska heimssam-
bandsins, kemur til íslands 20. október
og mun dvelja hér á landi í vikutíma.
Þessi heimsókn er í tilefni kvennaáratug-
ar Alkirkjuráðsins 1988-1998 og tilgangur
hennar er að hitta konur í kirkjunni og
styrkja þær í starfl. Til þess gefast nokk-
ur tækifæri. Sunnudaginn 21. október
mun hún verða viö messu í Grindavíkur-
kirkju kl. 14 og ávarpa söfnuðinn en
sóknarprestur þar er sr. Jóna Kristín
Þorvaldsdóttir. Það sama kvöld, sunnu-
dagskvöld, verður opinn fundur í Lang-
holtskirkju þar sem Musimbi mun halda
erindi en einnig gefst timi til almennra
umræðna. 23.-25. okt. mun hún funda
með samstarfshópi um kvennaguðfræði
á Löngumýri en samstarfshópnum hefur
verið falin umsjá með kvennaáratugnum
hér á landi. Föstudagskvöldið 26. okt.
verður síöan kvennamessa í Seljakirkju
þar sem Musimbi predikar en íslenskir
kvenprestar þjóna fyrir altari.
Hvít sól eyðimerkurinnar
íMÍR
Nk. sunnudag, 21. október, kl. 16, verður
sovéska kvikmyndin Hvit sól eyðimerk-
urinnar sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstig 10.
í myndinni segir frá ævintýrum Fjodors
Súkhovs hermanns í sandauðnum Mið-
Asíu og hvemig honum tekst með góðra
manna hjálp að frelsa 9 konur úr ánauö
Abdúlla hins blóðþyrsta. Leikstjóri er
Vladimir Motyl en aðalleikendur Ánatólý
Kúznetsov, Raisa Kúrkina, Sartak Mis-
húlin og Pavel Lúspekaév. Myndin er
talsett á ensku. Aðgangur ókeypis.
Fjölmiðlar
Einu sinni á ári birtir tímaritið
Frjáls verslun lista yfir eitt hundrað
stærstu fyrirtæki landsins. Það er
ósennilegtað nokkurt blað sem gef-
ið er út hér á landi hafi að geyma
annaneins aragrúa upplýsinga óg
; það töíublað Ftjálsrar verslunar
sem hefur aö geynia Ustann yfir
stærstu fyrirtæki landsins.
Það er ekki nóg að birta mikið af
upplýsingum. Það þarf að vanda alla
uppsetningu og frágang svo þær
komi að bestu gagni. Það hefur
Helga Magnússyni ritsfjóra og hans
fólki tekist með miklum sóma. Blað-
iö er einstaklega þægilegt aflestrar
og auövelt er aö fimia þar hinar
margvíslegustu upplýsingar.
Það er greinilegt að beöiö er eftir
að Fijáls verslun birti listann yfir
stærstu fyrirtæki landsins þar sém
allflestirijöliniölar hafa ítrekað
vitnað í Frjálsa verslun. Þar sem í
blaöinu er aö finna þúsundir upp-
lýsinga er alls ekki um veiu'ulegt
timarit aö ræða. Óhætt er að segja
aö nýjasta tölublað Frjálsrar versl-
unar sé langtímarit. Ritstjóm blaðs-
ins tekst að koma miklu af upplýs-
ingum til skíla á þægilegan og
skemmtileganhátt.
Það fer ekki framhjá lesendum
Moggans að prófkjör er á næsta
leíti. Þegar má sjá margar fram-
boðsauglýsingar, á siðum Moggans,
dagiega. Flestar em auglýsingamar
svipaöar, þaö er frambjóðendumir
virðast tilbúnir til stórátaka, meö
uppbrettar ermar og svo framvegis.
Dyggur sjálfstæðismaöur fullyrti
við undirritaðan að einn frambjóö-
endanna, Éyjólfur Konráð Jónsson,
birti nú sömu Ijósmynd af sér og
hann gerði þegar hann tók þátt í
prófkjöri fyrir fjórum árum.
Siguijón M. Égilsson