Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. 5 Fréttir Sögulegur miðstj ómarfundur hjá Alþýðubandalagi: Þvottur á þreyttri ímynd eða róttæk stef nubreyting miðstjóm telur rétt að taka ekki mið af stefnuskrá flokksins í komandi alþingiskosningum Miöstjórn Alþýðubandalagsins tók um síðustu helgi þá ákvörðun að taka ekki mið af stefnuskrá sinni frá 1974 í komandi kosningum. Með formlegum hætti hefur því flokkur- inn nú hafnað þeim hugmyndafræði- legu forsendum sem hann spratt úr og afneitað fyrri skilgreiningum á tilgangi sínum. I raun hafði flokkurinn að mestu srlúið baki við stefnuskránni í verki og um nokkurt skeið hefur gerð nýrrar verið í undirbúningi. En til að fyrirbyggja allan misskilning í komandi alþingiskosningum töldu menn rétt að afneita með formlegum hætti öllum fyrri hugmyndum um ráðstjómarsósíalisma og miðstýrðan áætlanabúskap hér á landi. Hættuleg stefnuskrá Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur flokksins, flutti endanlegu tillög- una og var hún samþykkt nánast samhljóða. Upphaflega kom þó tillag- an úr röðiun Birtingarmanna í mið- stjóm og var Runólfur Ágústsson skrifaður fyrir henni. í greinargerð hans með tUlögunni segir meðal ann- ars: „Flokknum gæti reynst hættulegt að fara út í kosningarnar (til Al- þingis) með stefnuskrána í gildi þar sem þeirri framtíðarsýn er lýst sem þegar hefur runniö sitt skeið á enda í Austur-Evrópu. Miöstýrður ríkis- rekstur með allsheijar þjóðnýtingu, tilheyrandi áætlanabúskap og ráð- stjóm em markmið sem fólki í dag þykja miöur geðsleg. Alþýðubanda- lagið verður því að viðurkenna form- lega brotthvarf sitt frá ofangreindum hugmyndum sem lýst er í stefnuskrá flokksins. Afnám hennar er því nauðsynlegt uppgjör flokksins við fortíð sína og sögu.“ Er flokkurinn að þvo ímynd sína? Án nokkurs vafa mun þessarar samþykktar lengi verða minnst jafnt innan sem utan Alþýðubandalags- ins, enda ekki daglegur viðburður að íslenskur stjómmálaflokkur viö- urkenni þörf á stefnubreytingu með jafnróttækum hætti. En er um raun- verulega stefnubreytingu að ræða? Er flokkurinn ekki einungis að þvo ímynd sína og lokka kjósendur til fylgis án þess að gera í raun upp við fyrri hugmyndir? Á þessum sama fundi miðstjómar Alþýðubandalagsins var samþykkt ítarleg stjómmálaályktun sem nú telst hin raunverulega stefnuskrá flokksins. Til að fá svar við ofan- greindum spurningum kann því að vera fróðlegt að glugga lítils háttar í ályktun fundarins. Krafan um brottför hersins horfin í stað kröfunnar um brottför varn- arhösins og úrsögn úr NATO, sem lengstum hefur verið burðarásinn í utanríkisstefnu Alþýðubandalags- ins, er einungis að finna varfærnis- lega orðaða ósk um nýja utanríkis- og öryggisstefnu íslenskra stjóm- valda. í ályktuninni segir: „Hernað- arbandalög í okkar heimshluta og herliöið á Miðnesheiði og víðar eru nú orðin fáránleg tímaskekkja. Brýnt er að ná víðtækri samstöðu meðal þjóðarinnar um nýja öryggis- stefnu friðar og alþjóðlegs samráðs. Brottfor erlends herhðs af landinu er óhjákvæmileg afleiðing breyttrar stöðu á þessu sviði.“ Aðlögun að breyttu umhverfi í Evrópu Hvað varðar alþjóðleg samskipti kveður einnig við annan tón en heyrst hefur frá Alþýðubandalaginu. Lögð er áhersla á greiðum og beinum samskiptum við umheiminn og fram kemur í ályktuninni að mikilvægt sé að íslendingar taki með fullri reisn þátt í örri alþjóðlegri þróun í við- skiptum, menningu pg stjórnmálum. Tekið er fram að ísland þurfi með margvíslegum hætti að aðlaga sig að breyttu efnahagslegu umhverfi í heiminum, til dæmis að evrópska efnahagssvæðinu sem nú er í mynd- un og þeim óheftu fjármagnsflutn- Fréttaljós Kristján Ari Arason ingum sem óöum eru að ryðja sér braut í heiminum. Þá er áhersla lögð á að íslendingar tryggi hagsmuni sína með alþjóðasamningum, til dæmis þátttöku í viðræðum EFTA og EB, Gattviðræðunum og tvíhliða viðræðum við EB. Hvað varðar skipulagsumbætur í atvinnumálum kennir ýmissa grasa en stærstu breytingarnar á stefnu Alþýðubandalagsins eru í sjávarút- vegsmálum og stóriöjumálum. Kvótaleiga og innlendir mark- aðir Aukin arðsemi í sjávarútveginum og lækkun tilkostnaðar eru brýn úr- lausnarefni, að mati Alþýðubanda- lagsins. Um nauðsynlegar skipulags- umbætur segir í ályktuninni að draga þurfi úr heildarstærð og sókn- argetu fiskiskipaflotans og tryggja hagkvæma nýtingu fiskimiða. Sér- stök áhersla er lögð á að endurskoða þurfi aht sölukerfi sjávarútvegsins með tilliti til aukinnar fjölbreytni og viðskiptafrelsis. Athygh vekur að samkvæmt stjórnmálaályktuninni vill Alþýðu- bandalagið kanna möguleikann á að taka upp kvótaleigu og lýst er yfir stuðningi við þá hugmynd að fiskur af íslandsmiðum verði seldur á inn- lendum mörkuðuin. „Fyrsta skref í þá átt er að koma á fót fiskmörkuð- um, bæði fjarskiptamörkuðum og gólfmörkuðum, sem víðast um landið með opinberum stuðningi og hvatningu þar sem aðstæður eru erf- iðastar. Erlendum fiskiskipum verði heimhað að selja fisk á íslenskum mörkuðum og kaupa þjónustu á ís- landi.“ Hvað varðar stóriðjumál segir í stjómmálaályktun fundarins að hag- vöxtur og lífskjarabati þjóðarinnar í framtíðinni hljóti óhjákvæmilega að byggjast á orkunýtingu fallvatna og jarðhitans. Einnig kemur þar fram að orkusala til stóriðjufyrirtækja í eigu útlendinga þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar hagnað af raforkusölu, mengunarvarnir og íslenska lögsögu. Jákvætt hlutverk álvera Varðandi þá samninga sem nú er verið að gera um nýtt álver á Reykja- nesi kveður við nokkuð annan tón en heyrst hefur frá sumum forystu- mönnum flokksins að undanfornu. í ályktuninni segir meðal annars: „Bygging álvers og tilheyrandi orku- vera getur gegnt jákvæöu hlutverki við að auka hagvöxt, bæta lífskjör og tryggja atvinnuna í landinu, náist viðunandi samningar." að töluverð áhætta fehst í fyrirhggj- andi drögum að orkusölusamningi og leita þurfi leiða th að draga úr áhættunni með ákvæðum um endur- skoðun og lágmarksverð. Einnig komi th greina að sérstakt áhættu- fyrirtæki verði stofnað um orkusöl- una th Atiantsáls. Róttækur jafnaðarmanna- flokkur? Hvort Alþýðubandalagið nái með stjómmálaályktun sinni að skýr- skota th nýrra kjósenda í komandi alþingiskosningum em og verða vafalaust skiptar skoðanir um, jafnt innan flokksins sem utan. Að mati flestra er hins vegar ljóst að með af- námi stefnuskrárinnar og nýjum áherslum í atvinnu- og utanríkismál- um hefur flokkurinn tekiö skref sem ekki verða aftur tekin. í lok fundarins kom fram í máh Ólafs Ragnars Grímssonar að meö þessum skrefum væri Alþýðubanda- lagið að umbreyta sér í róttækan jafnaðarmannaflokk. „Vegna sögu- legs hmns kenningakerfanna í austri og vestri hefur Alþýðubanda- lagið nú færi á að skipa sér framar- lega sem flokkur róttækrar jafriaðar- stefnu á íslandi". -kaa I jidurskin á hilhurðum eykur ör><4<»i i umferóinni UMFEROAR RAÐ Ólafur Ragnar Grímsson lagði til við miðstjórn Alþýðubandalagsins að í komandi alþingiskosningum tæki flokkurinn ekki mið af stefnuskrá sinni. Segir að vegna sögulegs hruns kenningakerfanna í austri og vestri hafi flokkurinn nú færi á að skipa sér framarlega sem flokkur róttækrar jafnaðar- stefnu á íslandi. Þá lýsir Alþýðubandalagiö fógnuði og aðrar skyldur fyrirtækisins skuli sínum yfir að náöst hefur að semja alfarið lúta íslenskum lögum. Um viö Atiantsál-hópinn um að skattar aðra þætti samningsdraganna segir AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00 1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 1987-1.fl.SDR 1987-1.fl.ECU 01.11.90-01.05.91 12.11.90-12.05.91 16.11.90 16.11.90 kr. 47.605.98 kr. 49.704,01 kr. **) kr. **) *)lnnlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Sjá skilmála. Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1990. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.