Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. 15 Hver höndin upp á móti annarri Yfirskriftin er bein tilvitnun í orö GeofFrey Gray-Forton, eins og þau voru kynnt landsmönnum í Morg- unblaðinu þann 17. október. Með þessum orðum lýsir hann ástand- inu í íslenskum ferðamálum, en hann var gestur nýafstaðinnar ferðamálaráðstefnu í Reykjavík. Þetta eru orð eins og úr eigin munni. Orð eins og oft hafa verið látin falla í samræðum leiðsögu- manna, bæði á formlegum fundum og á fórnum vegi. Ég var farinn að halda að ég myndi aldrei sjá þessi orð á prenti í grein íslensks blaða- manns. Oft höfum við leiðsögu- menn bent samstarfsmönnum hér- lendis á þessa staðreynd, án þess að fá nokkum tíma góðan hljóm- grunn, svo maður er orðinn ansi svartsýnn og vonlítill um að nokk- urn tíma verði tekist á við ferða- málafrumskóginn okkar. Mér hefur reynst erfitt að skilja hvers vegna svo margir aðilar hér virðast ekki vilja breyta afstöðu sinni og virðast ekki skilja hversu mikið er í húfi. Staðreyndimar blasa alls staðar við, ef augunum er bara ekki lokað. Þó hafa fæstir hingað til viljað horfast í augu við vandann. En nú kemur gestur og færir okkur tíðindi um vonlaust ástand. Þykir það nógu merkilegt að úr verður blaðagrein. Tíðindalaust á norðurhjara Sem sagt: fyrir suma vom þetta svo sem ekki nýjar fréttir. Það eru starfsmenn tveggja stétta sem sennilega hafa oft á tíðum besta yfirsýn yflr stöðu ferðamála á ís- landi. Að vísu eru verkfæri þeirra að öllu jöfnu ekki stærðfræðitöflur eða línurit, en með augum sínum sjá þeir tvímælalaust hvort tjald- stæðið í Landmannalaugum drukknar í ofurálagi ferðamanna- hópa eða hvort starfsfólkið á Hótel KjaUarinn Ingo Wershofen leiðsögumaður Herðubreiðarblik í Eldfjallasveit er nógu vel þjálfaö til að geta tekið á móti lítilli ráðstefnu, svo nefnd séu aðeins tvö dæmi. Stéttimar tvær eru rútubílstjórar og leiðsögumenn, en þessir starfs- menn eru á stöðugu róh um mest- allt land á hveiju sumri og koma því á einni vertíð víðar við en jafn- vel ferðaskrifstofustjórar eða yfir- menn innanlandsdeilda. Bæði bíl- stjórum og leiðsögumönnum hefur löngum verið kunnugt um skipu- lagsleysi og ófullnægjandi sam- vinnu á sviði ferðamála. Það eru líka þessir tveir aðilar sem lenda oft illa úti í frumskóginum. Menntun óþarfi í frumskóginum Ef til vill er eitt gleggsta dæmið ferðaskrifstofudeild BSÍ sem virð- ist hafa þá óyfirlýstu stefnu að ráða helst aldrei menntaðan leiðsögu- mann. (Eins gott fyrir hinn al- menna vegfaranda að til eru skýr umferðarlög, annars væri voðinn vís á þjóðvegum landsins á sumrin. Öruggasta leiðin til að fá vinnu sem rútubílstjóri hjá því fyrirtæki væri þá að hafa ekki meirapróíl) Á sama tíma og BSI er háö við- skiptum við íslenskar ferðaskrif- stofur er þessi deild BSÍ helsta ís- lenska stoð sjóræningja (erlendra ferðaskrifstofa sem skilja sem minnstan pening eftir á íslandi) sem eru í beinni samkeppni við ís- lensku ferðaskrifstofurnar. Orð- rómur hefur jafnvel verið á kreiki um að stundum hafi þessir sjóræn- ingjar fengið rútur á þó nokkru lægra veröi en innlendar ferða- skrifstofur þurfa að borga. Leiðsögumenn á vegum íslenskra ferðaskrifstofa lenda síðan í vand- ræðum úti á landi vegna yfirgangs eða þekkingarleysis furðufuglanna sem BSÍ hefur sent með í stað leið- sögumanna. Bílstjórarnir þurfa að sæta miklu meira álagi (án þess að fá borgað aukalega) ef þessir furðu- fuglar rata ekki eða taka einungis upp hljóðnemann til þess að berg- mála fróðleik bílstjórans. (Það er að segja ef þeir skilja bílstjórann. „Ef til vill er eitt glpggsta dæmið ferða- skrifstofudeild BSI sem virðist hafa þá óyfirlýstu stefnu að ráða helst aldrei menntaðan leiðsögumann.“ .. bílstjórum og leiðsögumönnum hefur löngum verið kunnugt um skipulagsleysi og ófullnægjandi samvinnu á sviði ierðamála," segir hér m.a. Sumir furðufuglar eru gjörsamlega ómælandi á íslensku, aðrir ekki nema illmælandi á ensku, en síðan er þriðji stofn - þó nokkuð stór - sem sameinar „kosti“ beggja!) Spámaðurinn að utan Nei, fyrir þessar tvær stéttir voru það svo sem ekki nýjar fréttir. En það er alveg saman hvað þessir innlendu aðilar hafa oft reynt að láta í sér heyra, hver nennir svo sem að hlusta á svona einfeldn- inga? En viti menn! Undur gerast enn. Núna hefur hæstvirtur erlendur sérfræðingur þurft að upplifa hugsunarhátt, afstöðu og aðgerða- leysi ráðamanna í ferðaþjónustu hérlendis, þó ekki væri nema í tvo ráðstefnudaga, og strax er honum ljóst að svona getur það ekki geng- ið! Hér á landi hafa menn tröllatrú á áhti erlendra sérfræðinga. Sprenglærður íslendingur fær sjaldnast eins mikla áheyrn og sér- fræðingur úr hinum stóra heimi. Einn slíkur erlendur ráðgjafi hefur sem sagt látið í ljósi álit sitt. Ekki var það uppörvandi. Ef við værum stödd í upphafi bókar eða kvikmyndar myndum við núna búast við miklum hrær- ingum og alls konar breytingum. Sviðið er sett. Hinn erlendi spek- ingur birtist og hrærir upp í sof- andi smáþjóð. Síðan verður gaman fyrir lesandann eða áhorfandann að fylgjast með því hvort smáþjóð- inni tekst að snúa dæminu við eða hvort alls kyns óyfirstíganleg vandamál gera henni erfitt fyrir. En þvi miður er hér ekki um neina bók og ekki heldur neina kvikmynd að ræða. Við erum stödd á sviði íslenskra ferðamála. Þar gilda ekki lögmál bókmennta eða kvimynda, þar ríkja frumskógalög- mál. Var hann virkilega á sömu ráðstefnu og þeir? Greinin sjálf er mjög lærdómsrík og athyghsverð. Blaðamaðurinn segir í inngangi sínum um ráð- stefnuna: „íslenskir ráðstefnugest- ir voru sammála um að hún hefði tekist mjög vel, því býsna áhuga- vert væri að heyra ólík sjónarmið þess manns sem best þekkir til al- þjóðlegs ráðstefnuhalds." Sjálfur .segir sá sem best þekkir til: „Ráð- stefnan var ekki árangursrík og mun ekki bera árangur." Einn misskilningurinn enn? Eins og með ráðherrana síðustu vikurn- ar? ÓUkar túlkanir, aUt að því gagnstæðar, eins og fólkið hafi ver- ið á tveimur mismunandi fundum? Eða bara staðfesting á vandamál- inu? Hvemig tók gestur okkar nú aftur svo freklega fil orða? „Og þið talið um að gera hlutina en þið ger- ið þá ekki... “ Ætli gestsins auga hafi ekki veriö ágætlega glöggt í þessu tilfelli? Ingo Wershofen Víðtæk samstaða Hörmulega hefur tekist til með hagvöxt undanfarin ár hér á landi. Frá tekjumetinu 1986 og 87, þegar við vorum næsttekjuhæsta þjóö veraldar, næst á eftir Svisslending- um, hefur allt stefnt niður á við. Gárungamir taka svo til orða að hin fræga þjóöarsátt snúist nú um hæga leið til helvítis. Tölurnar tala sínu máli. 8% minnkun landsframleiðslu, meðan nágrannaþjóðirnar auka tekjur sínar um tiu prósent, hlýtur að bitna á einhverjum. 15% kaup- máttarrýmun á þremur árum kemur fram á heimUisbuddunni, alveg sama þótt verðbólgan væri núll, vextir núU og fjárlagahalUnn núU. Svo gersamlega hefur hitinn dott- ið úr hagkerfinu að sú spuming hlýtur að vakna hvort kuldabaðið fari ekki að valda helbláma. Þá er vísvitandi verið að gera atvinnu- vegunum ókleift að hefja sókn með tekjuauka og hagvexti. Gengisfals - þjóðargjaldþrot Engin spurning er um það að þegar hagsaga íslands 1971 til 1987 verður sögð og minnst veröur á hagvaxtarmet okkar á þeim tíma meöal OECD-þjóða verður sett spumingarmerki við gengisskrán- ingu krónunnar. Falsað gengi get- ur auðvitað í tölfræðinni staðið fyr- ir hagvöxt, sérstaklega þegar ekk- ert er fjaUað um skuldasöfnun á tímabUinu og síöan sársaukafullar leiðréttingaraðgerðir. Þjóðir geta einnig orðið gjald- þrota eins og einstaldingar og eng- in spurning er um þaö að þriggja KjaUaiinn GuðlaugurTryggvi Karlsson hagfræðingur mUljarða doUara þjóðarskuld ís- lendinga er ekki tU þess falUn að efla mönnum trú á efnahagslegt sjálfstæði okkar sem er auðvitað grundvöllur sjálfstæðis okkar sem þjóðar. Blönduvirkjun stikkfrí? Skuldasöfnun og minnkandi þjóðartekjur segja aðeins eitt, að fjármunum þjóðarinnar hefur ver- ið kastað á glæ í eyðsluhít án nokk- urs ráðslags. Kórónan á allt saman hefur svo veriö gengisfals og eyðsluæði sem útflutningsatvinnu- vegimir standa ekki undir. Sér- staklega hafa þessi mistök verið áberandi í orkugeiranum þar sem aUt hefur verið hægt: lán slegin, ráðist í framkvæmdir, en lítið sem ekkert selt. Nú er svo komið að við fáum heUa virkjun í hausinn á næsta ári og framkvæmdin var svo vitlaus að það má ekki telja hana með ef kæmi tU orkusölu til iðjuvers held- ur á að rjúka austur á firði, þvert ofan í vilja heimamanna þar, eftir viðbótarorku til iðjuversins þótt öll orkan sé hér við bæjardyrnar og brýn nauðsyn á iðjuveri á Aust- fjörðum, sem nýtti þá orku Fljóts- dalsvirkjunar. Áuk þess sem meng- unarlaus vetnisverksmiöja á auð- vitað að rísa í Eyjafirðinum. Staðreyndir orkuöflunarinn- ar KeUisnesverksmiðjan þarf um 350 megavatta afl, 150 fást úr Blöndu, 100 megavött úr Búrfelli II, 60 úr NesjavaUavirkjun og 30 frá Svartsengi. Þá em tiu megavött eftir og á virkUega að sækja þau austur á Fljótsdal þegar 80 mega- vatta virkjun bíður við Vatnsfell og 120 megavatta virkjun bíður við Sultartanga? Með línulagnir og Kvíslaveitur tilbúnar. Hagbatinn hjálpar Augljóst er að kuldinn í íslenska hagkerfinu er orðinn þvílikur að ef ekki nást samningar um álver bíður okkar ekkert nema massif gengisfelhng og gífurleg niður- færsla lífskjara. Þetta er hegningin fyrir gengisfals og orkusukk, of- fjárfestingu og eyðslurugl. Það er því brýnt að nú náist víðtæk sam- staða meðal þjóðarinnar að auka tekjur okkar og fá svo jákvæða uppsveiflu í hagkerfið að hagbat- inn hjálpi okkur fyrst og fremst tíl þess að komast út úr erfiðleikun- um. Stráksleg hrekkjapólitík Sorglegt er að sjá afstöðu stærsta stjórmálaflokks þjóðarinnar tU þess lífróðurs sem Alþýðuflokkur- inn rær núna til þess að koma skikkan á fjárfestingarmálin, af- setningu orkunnar og að ná upp þjóðartekjum og hagvexti. Einhver stráksleg hrekkjapóUtik grípur „dínósárinn" og slengir hann sér með afturhaldsöflunum í stjórn Landsvirkjunar til þess að koma í veg fyrir orkusölu til hins nýja ál- vers. Alveg sérstaklega aumkunar- vert er einnig að fylgjast með því hvernig þessi stóri flokkur kýs að kveðja þingmann sinn, fyrsta þing- mann Reyknesinga og setja fótinn fyrir orkusölu tíl álversins þegar eigendur þess hafa ákveðið stað- arvalið í Reykjaneskjördæmi. Öðruvísi okkur áður brá þegar Straumsvíkurálverið var reist. Alþýðuflokkurinn vísar veg- inn Vonandi er að allir hugsandi menn meti almannaheUl fram yfir leikaraskap og víðtæk samstaða náist að styrkja gjaldeyrirsöflun- ina, auka þjóðartekjur og efla hag- vöxt. ÞjóðarheUl krefst þess að aUir standi með Alþýðuflokknum í þessu efni. Guðlaugur Tryggvi Karlsson . kuldinn í íslenska hagkerflnu er orðinn þvílíkur að ef ekki nást samn- ingar um álver bíður okkar ekkert nema massíf gengisfelling og gífurleg niðurfærsla lífskjara.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.