Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. Ég er ekki eng- ill, ekki ennþá Englar skilst mér aö hafl vængi. Nú er ég ekki engill og verö aö fara yfir götur gangandi. Þess vegna er ég aö athuga alls staöar, hvemig það er hægt hérlendis og erlendis ef svo vill til. í hliðargötu í september sl. var ég í viku í Amsterdam til aö heimsækja vin- konu mína. Hún er ekkja og býr í einkahúsi í íbúðarhverfi. Hún á- kvaö að sýna mér leið með strætis- vagni til miðbæjarins. Við gengum niður hliðargötu og ég sá þar stórt skilti á stöng h.u.b. í mannhæð. Þar var eitt orð. Textinn var svartur og því læsileg- ur vel „Derpel". Ég spurði hvað þetta þýddi. Svarið var að það þýddi þröskuldur og hún benti á að um hraðahindrun væri að ræða. Og það var augljóst. Hindrunin var að minnsta kosti 30 cm há og til viðbótar var augljóst hvítt mynst- ur. Ekki sebramynstur, enda ekki um gangbraut þar að ræða. Hraða- hindmn var í hliðargötu, ekki aðal- götu. Ef ég man rétt er það einnig í Danmörku og í fleiri löndum. Bíll, sem kemur úr hliðargötu, minnkar hraða, bíll, sem ætlar að keyra frá aðalgötu, verður að beygja og minnka hraðann og sér þá viðvör- unarskilti. Ósýnileg í myrkri En hvemig er það hér? - í árs- skýrslu gatnamálastjóra 1988 (skýrsla fyrir 1989 er í vinnslu) fann ég á bls. 38 að hraðahindmn (upphækkanir) væri ný á „Álf- heimum við Gnoðarvog": Gott er það og blessað, nema þótt ég búi Kjallaiinn Eiríka Á. Friðriksdóttir hagfræðingur þar hef ég aldrei séð hindrun né merkingar. I Álíheimun sá ég loks- ins að á móti Glæsibæ (dauðaslys og önnur slys áður fyrr) var skilti með gangandi manni og upphækk- un ekki finnanleg, (a.m.k. ekki meiri en viðgerðir á Hlemmi). Ung- ur bílstjóri fann loksins skilti í nokkurri fjarlægð sem sýndi merki eins og „ósléttur vegur“ er sýndur í símaskrá bls. 23, en þó næstum ólæsilegt. Skilti „hraðahindmn" var loksins komið, en bæði skiltin vom á dökkgulum gmnni með svarta bókstafi og því ósýnileg í myrkri, að mér fannst. Hraðahindranir og upphækkanir Á bls. 104-107 í ársskýrslunni fann ég meðfylgjandi lista yfir hraðahindranir. Ég vildi gjarnan biðja lesendur um aö hugsa um eftirfarandi: 1. Eru nokkrar hraðahindranir til í raun? 2. Séu þær til, eru þær þá merktar skýrt, þvert yfir götuna? 3. Hvemig em þær merkingar? 4. Hvaða skilti em til staðar og í hvaða lit eru þau? Ég mun halda áfram umræðu um þetta efni í annarri grein og taka til þar sem frá er horfið hér og birta lista frá bls. 106-107 í ársskýrsl- unni. Eiríka Á. Friðriksdóttir Hraðahindranir, upphækkanir. Staður: 1. Norðurfell v/Fellaskóla. 2. Vesturberg v/Noröurfell. 3. Vest- urberg v/Suðurhóla. 4. Suðurh. v/Hólabrekkusk. 5. Vegur að „Skilti „hraöahindrun“ var loksins komið en bæði skiltin voru á dökk- gulum grunni með svarta bókstafi og því ósýnileg í myrkri, að mér fannst.“ ,Eru nokkrar hraðahindranir til í raun?“ spyr Eiríka m.a. i greininni Heyml.skóla. 6. Vegur að Heyml.skóla. 7. Breiðag. austan Steinag. 8. Hjarðarhagi n/Forn- haga. 9. Hjarðarhagi au/Dunhaga. 10. Austurberg v/Norðurfell. 11. Austurberg v/Suðurhóla. 12. Engj- asel s/Bakkasels. 13. Engjasel s/Brekkusels. 14. Vesturhólar n/Depluhóla. 15. Vesturhólar v/Fýlshóla. 16. Vesturhólar n/Norð- urhóla. 17. Öldugata au/Stýri- mannast. 18. Skógarsel au/Stokkas- els. 19. Skógarsel v/Stokkasels. 20. Skógarsel v/Stúfsels. 21. Suðurh. v/Austurberg. 22. Rofabaer v/Skóla- bæjar. 23. Rofabær v/Árbæjarsk. 24. Rofabær v/Ársels. 25. Kleppsv., húsagata. 26. Jaðarsel au/Látras- els. 27. Jaðarsel n/Klyfjasels. 28. Jaðarsel v/stíg f/Lindars. 29. Selja- skógar au/Grafarsels. 30.11jallasel s/Heiðarsels. 31. Hjallasel v/Hálsas- el. 32. Njarðarg. s/Skólav.stíg. 33. Öldusel au/Tindasels. 34. Flúðasel v/Fljótasels. 35. Hæðargarðar m. v/Steinag. 36. Hæðargarðar m. v/Víkingsh. 37. Reykjav. n/Kirkju- teigs. 38. Reykjav. s/Kirkjuteigs. 39. Stórag. n/Smáragerði. 40. Jaðarsel n/Kambasels. 41. Barónsst. s/Berg- þómg. 42. Barónsst. n/Egilsgötu. 43. Hagamelur v/Hagaskóla. 44. Vest- urg. v/Ægisgötu. 45. Vesturg. v/Stý- rimannast. 46. Vesturg. a/Bræðra- borg.st. 47. Álfab. a/Stekkjarb. 48. Álfab. a/Tungub. 49. Safamýri n/Starmýrar. 50. Safamýri v/ÁIfta- m.skóla. 51. Safamýri v/Álftaborg. 52. Álftam. s/Starmýrar. 53. Áland v/Borgarspítala. 54. Austurb. n/Fjölbr.skóla. 55. Skógars. v/Rang- ársel. 56. Rofabær v/Bæjarbrautar. 57. Laugarásv. a/Sunnuvegar. 58. Laugarásv. v/Sunnuvegar. 59. Frostaskjól. 60. Bræðrab.st. S/Öldu- götu. 61. Bræðrab.st. n/Hávalla- götu. 62. Langholtsv. n/Skeiðarv. AUKABLAÐ BÍLAR OQ UMFERÐ Á morgun mun aukablað um bíla og umferð fylgja DV. í blaðinu verður Qallað um dekk og vetrarakstur, ljósabúnað og ýmislegt annað sem tengist bílum og umferð. Einnig verður sagt í máli og myndum rrá þvi nýjasta sem fram kom á alþjóðlegu bílasýningunni í París í byg'un október o.fl. o.fl. Á morgun aukablað, Bílar og umferð LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! LAUNASJÚÐUR RITHÖFUNDA AUGLÝSING FRÁ LAUIMASJÓÐIRITHÖFUNDA Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1991 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamála- ráðuneytinu 19. október 1979. Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar oglhöfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakenn- ara, skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur, sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur, skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfs- launum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk, sem hann vinn- ur nú að, skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1990 til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Reykjavík, 30. október 1990. Stjóm launasjóðs rithöfunda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.