Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. 23 M. Benz 307 D, árg. '86, til sölu, ur, ekinn 103 þús. km, nýsprautaður, fallegur bíll, verð 1200 þús. + Vsk, góður staðgreiðsluafsláttur, skulda- bréf kemur til greina. Einnig M. Benz 200, árg. ’83, fallegur og góður bíll. Upplýsingar í síma 91-618899. Saab turbo '86 m/öllu tll sölu, ekinn 283 þús. Góður bíll. Gangverð 1.100 þús- und. Verð 680 þúsund. Uppl. hjá Aðal- bílasölunni, sími 91-15014 og í síma 91-30565 eftir kl. 19. Tilboð óskast. M. Benz 16-19, með 8 m langan flutningskassa, ekinn ca 60 þús. á vél, heildarakstur bílsins er 330 þús., bíll í ágætu standi. Upplýsingar í síma 985-29106 eða 91-53107. Camaro Berlette, árg. ’84, til sölu, eklnn 31 þús. mílur. Uppl. á Bifreiðasölu ís- lands, Bíldshöfða 8, sími 91-675200. Smáauglýsingar Tll sölu einstakur bfll. Dodge Aspen, ’79, sami eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 98 þús. km, skoðaðin- ’91, mjög fallegur bíll sem á mikið eftir. Verð 240 þús., 200 þús. staðgreitt. Uppl. í síma 91-657075. f ■ Ymislegt LJÓSRITUNARVÉLAR Notaðar - nýjar. Höfum til sölu nokkrar góðar, notaðar ljósritunarvélar. Hafðu samband eða líttu inn. Optima, Ármúla 8. ■ Líkamsrækt Fótbolti, körfubolti, blak, skallatennis, badminton -o.fl. Eigum nokkra tíma lausa í íþróttasalina um helgar og fyi" ir kl. 17 virka daga. Tilvalið fyrir vaktavinnu- og skólafólk. Ath. mán- aðarkort í tækjasal á aðeins 1900 kr. Góður leiðbeinandi. Námskeið í leik- fimi byrjar 1. nóvember og 1. desemb- er, verð 3500 kr. Góður kennari. Gullsport, Stórhöfða 15, s. 672270. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Skák Kasparov heillum horfínn í áttundu skákinni: Karpov sneri taflinu við í tímahraki - og á vinningsmöguleika í biðstöðunni Heimsmeistarinn Garrí Kasp- arov náði öruggu frumkvæði í átt- undu einvígisskákinni við Karpov í New York. Þar að auki lenti Kcupov í tímahraki - átti aðeins flmm mínútur á síðustu þrettán leikina. En atburðarásin var hreint ótrúleg. Þrátt fyrir tímaleysi sá Karpov við öllum hótunum heims- meistarans og tók peð sem að hon- um var rétt. Er fjörtíu leikja mörk- Skák Jón L. Árnason unum var náð voru vonbrigöi Ka- sparovs greinileg. Hann lét fallast niður í sætið og huldi andhtið í höndum sér. Hann gæti sloppið með jafntefli í biðstöðunni þrátt fyrir algjört hrun á lokamínútun- um. En margt bendir þó til þess að Karpov vinni og nái þar með vinn- ingsforskoti í einvíginu. Með síðustu tveimur skákum hefur einvígið algjörlega breytt um stefnu. Karpov vann sinn fyrsta sigur í sjöundu skákinni eftir afar slaka taflmennsku heimsmeistar- ans og nú er hann enn „móralsk- ur“ sigurvegari, burtséð frá því hvemig taflinu lyktar. í krappri vöm og með tímann að íjara út hugðu fáir honum líf. „Sérfræðingar“ í New York höfðu á orði að skákin í nótt hefði fyrst og fremst einkennst af tauga- stríði. Slaka taflmennsku Ka- sparovs í tímahraki Karpovs skýra þeir með því að hann hafi einfald- lega „farið á taugum“. Stórmeistar- inn Maxim Dlugy, sem jafnframt er forseti bandaríska skáksam- bandsins, sagði Kasparov verða að fara að stilla sig. Flestir voru gátt- aðir á því hve skákin tók óvænta stefnu. Enn tefldu þeir spænskan leik og í tólfta leik bryddaði Kasparov upp á nýbreytni frá sjöttu skákinni. Karpov var við öllu búinn og braust fram á miðborðinu tveimur leikjum síðar. Kasparov lagðist þá í þunga þanka - hugsaði í 45 mínút- ur um stööuna. Honum tókst að greiða úr flækjunum og fljótlega varð ljóst að Karpov átti erfiða vörn fyrir höndum. Það var með ólíkindum hvað honum tókst að þvælast fyrir í tímahrakinu og hann var einnig maður til þess að grípa tækifærið þegar það gafst. Biðstaðan verður tefld áfram í kvöld og nótt. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 RfB 5. 6-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rd7 10. d4 BfB 11. a4 Bb7 12. Be3 Sama afbrigði er til umræðu og í sjöttu skákinni en nú breytir Ka- sparov út af. Þar tefldist 12. cixb5 axb5 13. Hxa8 Dxa8 14. d5 Ra5 15. Bc2 Rc4! og Karpov fékk mjög fram- hærilega stöðu. Kasparov hefur undirbúið aðra leikaðferð en Karpov er bersýnilega við öllu bú- inn. Garrí Kasparov heimsmeistari á í vök að verjast gegn Karpov. Reutermyndir 12. - Ra5 13. Bc2 Rc4 14. Bcl d5!? I * X* iii i i. i ii A % A A A £> A A Jt A A a M ABCDEFGH Síðasti leikur Karpovs er vafalítið árangur heimavinnunnar - hann tefldi fyrstu leikina a.m.k. hratt og ákveðiö. Þetta virtist koma Ka- sparov í opna skjöldu sem velti nú vöngum um næsta leik í 45 mínút- ur. Staðan er auðug af möguleik- um. Kasparov finnur leið sem tryggir honum að þvi er virðist varanlegt frumkvæði. 15. dxe5 Rdxe5 16. Rxe5 Rxe5 17. axb5 axb5 18. Hxa8 Dxa8 19. f4 Rg6 20. e5 Bh4 21. Hfl Svartur sýnist ekki öfundsverður af stöðunni. Fjögur peð hvíts gegn þremur á kóngsvæng tryggja hon- um góða sóknarmöguleika í mið- taflinu. Umframpeð svarts á drottningarvæng nýtist honum helst í endatafli en þangað er enn langur vegur. Það er athyglisvert að sjá hvemig Karpov teflir vörn- ina. Hann flýtir sér ekki að reyna að ná gagnfærum með c7-c5 heldur leitar fyrst eftir uppskiptum. 21. - Be7 22. Rd2 Bc5 + 23. Kh2 d4 24. De2 dxc3 25. bxc3 Hd8 26. Re4 Ekki 26. f5? vegna 26. - Rxe5! og riddarinn er friðhelgur vegna 27. - Bd6 og leppar drottninguna. 26. - Ba3! 27. Bxa3 Bxe4 Karpov átti nú aðeins fimm mín- útur eftir af umhugsunartíma sín- um og því er eðlilegt að hann reyni að einfalda taflið. En staða Ka- sparovs er sterk. 28. Dxe4 Dxa3 29. f5 Re7 30. Dh4 E.t.v. ekki besti leikurinn. Svara mátti 30. f6 með'30. - Rg6 en staðan býður upp á ýmsa aðra möguleika. 30. - f6! Þrátt fyrir mikið tímahrak finnur Karpov nú ætíö besta leikinn. Nú stöðvar hann skriö hvítu peðanna og lokar biskupslínunni endanlega. Ef 31. exfB, þá 31. - Dd6+ og nær peöinu aftur. 31. Dg3 Kf8! 32. Khl Kasparov gat unnið peð með 32. exfB gxfB 33. Dxc7 en eftir 33. - Dd6+ 34. Dxd6 Hxd6 ætti svartur að halda jafntefli án teljandi erf- iðleika. Karpov hefur tekist að halda stöðunni saman, þótt færi hvíts verði vissulega enn að telja betri. 32. - Dc5 33. exffi gxf6 34. Bb3 Rd5 35. Dh4(?) Upphafið að feigðarflani. Hættu- legri möguleiki virðist 35. Hdl c6 36. Hd4!? með hugmyndinni að sveifla hróknum yfir á g-línuna. með drottninguna til stuðnings. 35. - Kg7 36. Hdl c6 37. Hd4?? Ótrúleg yfirsjón. Betra er 37. Hd3 en nú er hætt við að staða Karpovs sé orðin nægilega styrk. 37. - Dxc3 38. Hg4+ Kh8 39. Bxd5 Dal+ 40. Kh2 De5+ Hér fór skákin í bið og lék Kasp- arov (hvítt) biðleik, enda stendur kóngur hans í skák. Eftir 41. Hg3 cxd5 (en ekki 41. - Hxd5?? 42. Dg4 með máthótunum á g7 og g8) 42. Dg4 De7 hefur Karpov náð að bægja hættu frá og á peði meira. En þrátt fyrir að staða heimsmeistarans fyki út í veður og vind á síðustu mínútunum er ekki útilokaö að hann sleppi með jafntefli. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.