Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1990. Fréttir 24 ára maður í gæsluvarðhaldi vegna stóra bruggmálsins: Viðurkenndi f ramleiðslu á hundruðum lítra af landa - haldlagtááþriðjahundraðþúsundkróna Sakadómari í Reykjavík úrskurð- aði í gær 24 ára gamlan mann í gæsluvarðhald til 1. nóvember vegna aðildar að stóru bruggmáli sem komst upp um helgina. Lögreglan hafði farið fram á varöhald yfir manninum til 7. nóvember. Maður- inn er eigandi íbúðar í Teigahverfi í Reykjavík en þar fundust bruggtæki, hundruð lítra af áfengi í geijun og tilbúinn landi við húsleit lögreglu. Hann hefur við yfirheyrslur játað að hafa staðið að framleiðslu á hundr- uðum lítra af landa. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur lagt hald á á þriðja hundrað þúsund krónur í peningum vegna þessa máls og annarrar brugg- verksmiðju sem gerð var upptæk í Garðabæ um helgina. Tveir piltar, 17 og 18 ára gamlir, hafa játað að hafa staðið að sölustarfsemi á miklu magni af landa í tengslum við brugg- verksmiðjuna í Teigahverfi. Fram- burði þeirra ber hins vegar ekki al- veg saman við framburð eiganda íbúðarinnar sem grunaöur er um að vera höfuðpaur bruggstarfseminnar. Lögreglan stöðvaði einnig starf- semi bruggverksmiðju í Garðabæ um helgina. Þar var 350 lítrum af ógerjuðu áfengi hellt niður en hald lagt á bruggtæki. 25 ára gamall mað- ur viðurkenndi að hafa staðið aö framleiðslunni en tveir 19 ára piltar aö hafa selt bruggið. í þessum tveim- ur málum hefur sölustarfsemin teygt anga sína um allt höfðuborgarsvæðið - Reykjavík, Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Mosfellsbæ. Ljóst er að í tengslum við þessi tvö mál hefur mikið magn af áfengi verið selt ungl- ingum. Margir foreldrar hringdu til lög- reglunnar í gær og lýstu þakklæti sínu fyrir framgöngu hennar við aö upplýsa sölustarfsemi á þessu ólög- lega áfengi sem hefur verið í umferð. Náið samstarf var með foreldrum og lögreglu við að upplýsa málið. Rann- sókn málsins verður haldið áfram á næstu dögum. -ÓTT Lögreglan lagði einnig hald á pen- inga sem tengjast bruggmálunum tveimur. Á borðinu hjá Pétri liggja seðlabúnt með samtals á þriðja hundrað þúsund krónum sem feng- ust fyrir sölu á landa. Pétur Sveinsson hjá rannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík við brugg- tæki og tóma plastbrúsa fyrir landa sem lagt var hald á í íbúðinni í Teiga- hverfi. DV-myndir GVA Bruggtækin sem lagt var hald á í Garðabæ. í dag mælir Dagfari Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin í prófkosningum hjá Sjálfstæðis- flokknum. Nú hafa þeir haft fjögur prófkjör í jafnmörgum kjördæm- um og slátrað einum þingmanni í hverju þeirra. Enda stendur slátur- tíðin yfir og ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það verður spennandi að fylgjast með slátrinu í þeim kjör- dæmunum sem eftir eru. Guðmundi Garðarssyni var slátr- að í Reykjavík. Guðmundur er að vonum sár og vonsvikinn enda veit hann ekki til þess að hann hafi gert flokknum mein og enginn var búinn að vara hann við. Kjósendur komu aftan aö honum og launuðu honum dygga þjónustu í áranna rás með því að sparka honum af þingi. Guðmundur ætlar að taka sér tíma til að hugsa sitt ráð enda liggur það engan veginn ljóst fyrir hvorum þetta áfall er að kenna, honum eða flokknum. Hins vegar hafa flokks- menn hans og sigurvegaramir í kosningunum verið ósparir á þær yfirlýsingar að hstinn í Reykjavík sé sigurstranglegur eftir að Guð- mundur er dottinn út svo ekki velkjast þeir í vafa um hver sé sökudólgurinn. Flokkurinn styrk- ist sem sagt við brotthvarf Guð- mundar H. Garðarssonar. Sláturtíð hjá íhaldinu Á Suðurlandi feUur Eggert Hauk- dal niður í þriðja sætið og fær þannig sparkið sem Ámi Johnsen var búinn að lofa honum. Eggert hefur átt í útistöðum viö prestinn á Bergþórshvoli eins og venja er fyrir kosningar hjá íhaldinu á Suð- urlandsundirlendinu. Ekki má þó gleyma þvi að Eggert var sjálfur búinn að bjóðast til að taka þriðja sætið af fúsum og fijálsum vilja og voru flokksmenn sammála þeirri sætaröð í prófkosningunni enda betra að hafa Vestmannaeyinginn í öruggu sæti svo hann héldi ekki áfram að egna prestinn gegn þing- manninum aö óþörfu. Rangæingar vilja ekki fleiri Njálsbrennur. A Austfjörðum er Kristinn Pét- ursson færður niður í þriðja sæti listans sem er vonlaust sæti fyrir íhaldið í þessu konungsríki Fram- sóknar. Kristinn tók sæti Sverris Hermannssonar þegar Sverrir gerðist móöur á þingi og flutti sig yfir í Landsbankann. Kristinn hef- ur staðið sig vel á þingi og það þyk- ir ekki vænlegt til árangurs fyrir sjálfstæðismenn á Austurlandi sem telja verkalýðsforingjann frá Eski- firði heppilegri til óláta, saman með bóndanum frá Seljavöllum. Sverrir Hermannsson þótti aldrei frið- semdarmaður á þingi og Austfirð- ingar vilja frekar að þingmenn þeirra haldi áfram að bíta í skjalda- rendur heldur en að þeir standi sig á þingi. Á Vestfjörðum var Þorvaldi Garðari Kristjánssyni slátrað með bravör. Menn hafa lengi haldið að Þorvaldur Garðar væri ódauðlegur á þingi og hann hefur sjálfur staðið í þeirri trú. Hann ásamt Matthíasi Bjarnasyni er kominn vel til ára sinna og hefur meðal annars gegnt forsetastarfi á alþingi í háa herrans tíð. Það er mikil tímaskekkja hjá þeim Vestfirðingum að fella Þor- vald, úr því þeir ákváðu að hafa Matthías áfram en Matthías var sniðugri heldur en Þorvaldur vegna þess að hann var búinn að lýsa yfir því aö hann vildi hætta á þingi. Það geröi Þorvaldur hins vegar ekki og það varð honum að falli. Þeir einir ná kosningu sem vilja hætta en þeir eru látnir hætta sem ekki vilja hætta. Þessi er mun- urinn þegar sláturtiðin gengur yfir og Þorvaldur Garðar má bíta í það súra epli að tapa í kosningum að því hann vildi ekki hætta. Hinn almenni kjósandi sleppur þannig við að fella þá út af listum Sjálfstæöisflokksins sem flokkur- inn vill ekki hafa á þingi. Það eru sem sagt stuöningsmennirnir sjálf- ir sem setja rýtinginn í bakið á sín- um eigin þingmönnum í staö þess að láta andstæðingana um það. Þetta er almennilegt af flokknum, bæði gagnvart kjósendum í alþing- iskosningum, sem og þingmönnun- um sjálfum sem vaða í þeirri villu að fólk úr öðrum flokkum sé þeirra aðalóvinir. Annað kemur á daginn sem sýnir og sannar þá gömlu kenningu að maður eigi að varast vini sína meir heldur en óvini sína. Pólitískir andstæöingar Sjálf- stæðisflokksins hafa verið að halda því fram að þinglið flokksins sé lé- legt. Sjálfstæðismenn hafa viður- kennt þessar fullyrðingar með því að efna til blóðugrar sláturtíðar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.