Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990.
Fréttir
Maður sem réðst grímuklæddur með hnífi að konu 1 Kópavogi:
Dæmdur í fjögurra ára
fangelsi fyrir nauðgun
- var gert að greiða helming kostnaðar við DNA-rannsóknina
29 ára gamall maður, sem nauðg-
aði konu í viöbyggingu íþróttahúss
í Kópavogi 17. nóvember 1989, var
dæmdur í fjögurra ára fangelsi í
Sakadómi Reykjavíkur í gær. Hann
var einnig dæmdur til að greiða
konunni 500 þúsund krónur í
skaðabætur með dráttarvöxtum
frá gerningsdegi, helming óvenju
mikils sakarkostnaðar sem nam
um 2 milljónum króna, verjanda
sínum 100 þúsund og 80 þúsund í
saksóknaralaun. Til frádráttar
refsingunni kemur gæsluvarö-
haldsvist frá 25. ágúst. Arngrímur
ísberg sakadómari kvaö upp dóm-
inn í gær.
Sakborningurinn, Gísli Þórarins-
son, hefur áfrýjaö dómnum til
Hæstaréttar. Fulltrúi ríkissak-
sóknara krafðist þess að maöurinn
sæti í gæsluvarðhaldi þar til dómur
í Hæstarétti fellur, þó ekki lengur
en til 14. júní 1991. Úrskuröur var
síðan kveðinn upp í samræmi við
kröfu fulltrúa ríkissaksóknara.
Ákærði kærði ekki þann úrskurö.
Þekkti rödd mannsins
Verknaöurinn átti sér stað klukk-
an hálftvö aðfaranótt föstudags.
Árásarmaöurinn var grimuklædd-
ur vopnaður hnífi. Hann neyddi
konuna til samræðis við sig með
hótunum um ofbeldi.
Konan gat fljótlega lýst gemings-
manninum nokkuð hjá lögreglu,
hún taldi þetta vera rödd manns
sem haföi komið til æfinga í
íþróttahúsinu þar sem hún vann.
20. nóvember benti konan strax á
ljósmynd af sakborningnum þegar
henni voru sýndar myndir hjá lög-
reglunni af 16 mönnum. Maðurinn
fór þó ekki í formlega yfirheyrslu
hjá lögregip fyrr en hann var hand-
tekinn 24. ágúst síðasthðinn. Þá
lágu niðurstöður fyrir hjá RLR úr
DNA rannsókn sem gerð var í Bret-
landi á erföasýnum úr 61 manni.
Þeir gáfu fúsir blóðsýni til að að-
stoða við rannsókn málsins, þar á
meðal sakborningurinn. Hann
hafði skihð eftir sig hkamsvessa
við verknaðinn og því lá nánast
óyggjandi sönnun fyrir. Hann ját-
aði verknaðinn á sig 25. ágúst, þá
nýkominn í gæsluvarðhald.
DNA-rannsóknin
of viöamikil?
í niðurstööu dómsins segir m.a.
að ákærði hafl „komið á staðinn
grímuklæddur og með hníf, bein-
línis í þeim tilgangi að nauðga
henni.“ Dómurinn telur réttmætt
og eðlilegt að blóðsýni væru send
í DNArannsókn. „Hins vegar verð-
ur ekki fram hjá því htið að konan
hafði bent mjög ákveðiö á einn af
mönnunum, þ.e. ákærða. Jafnvel
þó rannsóknarlögreglan hafl ekki
á þeim tíma tahð það nægja til að-
gerða gagnvart honum, og það mat
hafi vafalaust verið rétt eins og á
stóð, verður ekki tahð réttlætanlegt
að senda öh þessi blóðsýni til jafn-
viðamikillar og kostnaðarsamrar
rannsóknar. Samkvæmt framan-
sögðu er ekki réttlátt að ákærði
bera ahan kostnaðinn af rannsókn-
inni,“ segir í dómnum.
Skipaður verjandi sakbornings-
ins er Öm Clausen hæstaréttarlög-
maöur. -ÓTT
Kona rænd 30 þúsund krónum:
„Maðurinn
sleit af mér
töskuna“
- segir Dagmar Helgadóttir, 78 ára gömul
„Ég var að koma frá Húsnæðis-
stofnun á Suðurlandsbraut og var
komin að strætisvagnabiðskýlinu, á
móts við Bifreiðar og landbúnaðar-
vélar, þegar ég sá mann koma hlaup-
andi í áttina til mín. Ég veitti honum
enga sérstaka athygli," sagði Dagm-
ar Helgadóttir, 78 ára gömul kona,
búsett í Reykjavík, en hún var rænd
tugum þúsundum króna sjðdegis á
mánudag.
„Þetta var maður á milli þrítugs
og fertugs. Hann var í grágrænni
skítugri úlpu með hettuna á höfðinu.
Hann kippti í töskuna sem ég hafði
á öxhnni. Viö það shtnaði ólin og
hann náði töskunni. Maðurinn hljóp
niður að Laugardalshöll. Þar tók
hann seðlaveskið úr henni. í henni
voru um þrjátíu þúsund krónur og
skilríki," sagði Dagmar við DV.
Hún var að koma frá Húsnæðis-
stofnun ríkisins þar sem hún fékk
greidda peninga. Þegar hún var rænd
ætlaði hún að taka strætisvagn núm-
er 2 áleiðis í Landsbankann á Lauga-
vegi 77 til að borga af láni. Dagmar
segir að ellilaunin séu aöeins um 19
þúsund krónur. Þetta var því mikill
missir fyrir hana.
Hún segist ítrekað hafa reynt að fá
pláss á elliheimili eða aðra umönnun
samkvæmt læknisráði, en hún þjáist
af brjósklosi í baki. Þær tilraunir
hafa ekki borið árangur.
-ÓTT
Dagmar var með töskuna á öxlinni þegar þjófurinn kom að henni, þreif í
töskuna þannig að ólin slitnaði. Síðan hvarf hann á braut.
DV-mynd GVA
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um Seðlabankastöðumar:
Það er ég sem skipa banka-
stjóra og f ormann bankaráðsins
- Ólafur Ragnar segir að ganga verði frá öllum atriðum 1 einu
Ekki hefur enn tekist að leysa deil-
una um bankastjóra, bankaráð og
bankaráðsformann Seðlabankans,
milli stjórnarflokkanna. Inn í þetta
mál blandast líka skipan bankastjóra
Landsbankans með óbeinum hfetti
þannig að hann verði ekki skipaður
fyrr en gengið hefur veriö frá Seðla-
bankamálinu.
Jón Sigurðsson viöskiptaráðherra
sagöi í samtali viö DV aö það stæði
á Alþýðubandalaginu aö tilnefna
fuhtrúa sinn í bankaráð. Hann viður-
kenndi að það væri nokkuð þóf í
kringum allt þetta mál. Aðspurður
um kröfu Alþýðubandalagsins um
aö fá stöðu bankastjóra Seölabank-
ans sagöi Jón Sigurðsson:
„Ég hef ekki fengið neina kröfu um
bankastjóra frá Alþýðubandalaginu,
enda er það ég, sem viðskiptaráð-
herra, sem skipa bankastjóra og for-
mann bankaráðsins. Aðrir skipa
ekki í þær stöður."
Ólafur Ragnar Grímsson, flármála-
ráðherra og formaður Alþýðubanda-
lagsins, vih heldur ekki kannast við
að ílokkurinn hafi gert beinar kröfur
til bankastjórastöðunnar eða nefnt
ákveðinn mann úr sínum röðum í
stöðuna.
„Það sem viö viljum er að leysa
málið allt í einu. Það er, að kosning
í bankaráð, skipun formanns banka-
ráðs og skipun bankastjóra verði
gerð samtímis. Það hefur Jón Sig-
urðsson ekki fallist á og á því strand-
ar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Samkvæmt heimildum DV er máliö
orðið meira en deha milli A-ílokk-
anna, það er oröið ríkisstjórnarmál.
Þá hefur DV skýrt frá því, og stend-
ur við þaö, að Alþýðubandalagið hef-
ur gert kröfu um að bankastjórastað-
an falli í þess hlut og þar hafa menn
Geir Gunnarsson alþingismann í
huga. Það er einfaldlega á þessu, og
því hver verði formaöur bankaráðs,
sem strandar við að kjósa í banka-
ráðiö á fundi sameinaðs Alþingis.
Samkvæmt lögum átti að vera búið
að kjósa nýtt bankaráö 1. nóvember
síðastUðinn.
-S.dór
Skósólagjald
til að gera
Frumvarpiö um sérstakt gjald
á hófflaðrir til reiðvegagerðar,
sem lagt var fram á síðasta þingi
en var ekki afgreitt, hefur nú
verið endurfiutt á Alþmgi.
Það hafa margir þingmenn
brosað að hófijaðrafrumvarpinu.
Nú hafa gárungar úr hópi þing-
manna samiö annað lagafrum-
varp sem er með sama orðalagi
og hófflaðrafrumvarpið nema
sett er inn skósóli og skósólagjald
til gangstéttagerðar. Það hefm'
enn ekki verið lagt fram og mun
vanta flutningsmenn.
Segir í greinargerð þessa nýja
„ffumvarps“ meðal annars: Með
frumvarpi til breytinga á vega-
iögum er Vegagerð ríkisins ótvir-
ætt falið það verkefhi að sjá um
gerð gangstétta meöffam reiðveg-
um samkvæmt gangstéttaáætlun
sem samgönguráðherra lætur
gera... Það frumvarp sem hér er
flutt nær til tekjuöflunar vegna
gangstétta meðfram reiðvegum.
Gangstéttafé 1989 er ekki neitt og
engan veginn nægjanlegt til
framkvæmda þegar fótganga er
svo vinsæl og vaxandi sem raun
ber vitni... Með samþykkt þessa
frv., sem og frv. á þingskj. 119,
geta reiðhross og fótgöngumenn
gengið eftirleiöis samhliða með-
fram þjóðvegum „hokin í hnján-
um og horft meö stillingu og festu
áíslenskajörð.“ -S.dór
á íslandi?
„Ég veit ekki hvort hægt er að
fá upplýsingar um það frá þýsk-
um yfirvöldum nú, hvort a-þýska
öryggislögreglan Stasi hafi verið
í tengslum viö íslenska aöila, en
vil að það sé athugaö. Ég veit að
fyrirspurnin er óvenjuleg en tel
þó fulla ástæðu til að bera hana
fram,“ sagði Geir H. Haarde al-
þingismaður í samtali við DV.
Geir hefur borið fram fyrir-
spurn til utanríkisráöherra á Al-
þingi og spyr hvort ráöherrann
ætli aö fara þess á leit viö þýsk
stjórnvöld að þau veiti upplýsing-
ar úr eða heimili aðgang að
skjalasafni Stasi til að ganga úr
skugga um hvort hún starfaði hér
álandi. -S.dór