Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Síða 12
12
Spumingin
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990.
Hvernig heldurðu að Ástu
Sigríði vegni í keppninni
Ungfrú alheimur?
Jón Guðmundsson bankamaður:
Hún alveg snarfellur.
Hallgrímur Antonsson nemi: Ætli
henni gangi ekki bara vel eins og
þeim sem áður hafa keppt fyrir ís-
lands hönd.
Sigurður Blöndal sendill: Vonandi
vel og ég óska henni alls hins besta.
Rósa Arnardóttir verslunarmaður:
Bara mjög vel.
Perla Guðmundsdóttir verslunar-
maður: Bara mjög vel af þvi þetta er
sæt stúlka.
Óli Magnússon vagnstjóri: Veðbank-
ar segja að hún verði ofarlega og ég
spái henni góðu gengi.
Lesendur
Þeir tala og
tala...
Pétur Magnússon skrifar:
í sambandi við vaxtamálin hjá ís-
landsbanka hefur fólk sérstaklega
tekið eftir því að samhliða yfirlýsing-
um Guðmundar J. Guðmundssonar,
t.d. í sjónvarpsfréttum, gaf forsætis-
ráðherra, Steingrímur Hermanns-
son, fyllilega í skyn og raunar full-
yrti að hann væri því hlynntur að
ríkið hætti einnig viðskiptum viö ís-
landsbanka eins og Guðmundur
hafði lýst yfir að Dagsbrún myndi
gera. Enginn fiölmiðill fylgdi þessari
yfirlýsingu forsætisráðherra eftir.
Það hlýtur þó að teljast fréttnæmt
þegar forsætisráðherra lýsir yfir
andúð á vaxtahækkun íslandsbanka
og styður eitt verkalýðsfélag í að-
gerðum þess. En sl. mánudagskvöld
(5. nóv.) var svo rætt við viðskipta-
ráðherra, Jón Sigurðsson, í sjón-
varpsfréttum. Hann lýsti því yfir að
bankaráð bankanna tækju ein
ákvarðanir um vaxtabreytingar. Um
það væri lítiö meira að segja, nema
hvað sér fyndist íslandsbanki hafa
verið óþarflega fljótur á ferðinni. En
þeir vissu svo sem um væntanlegar
hækkanir í þjóðfélaginu.
En hvað er hér á ferð? Ráöherrar
eru fengnir til að tala og tala í sjón-
varpsfréttum og allra augu mæna á
þessa forystumenn íslenskra þjóð-
Tveir ráðherrar, Steingrímur Hermannsson og Jón Sigurðsson. Þeir hafa
tjáð sig um vaxtamálin. Erum við betur sett án yfirlýsinga þeirra?
mála. Orðin, sem ganga út af þeirra
munni, eru þó minna en einskis virði
því það gengur nánast ekkert eftir
sem þeir segja eða boða og þjóðin er
jafnnær. Erum við ekki betur sett án
yfirlýsinga ráðherranna?
Og nú standa mál þannig að allir
bankar ætla að funda um vaxta-
hækkun pg munu sennilega fara að
fordæmi íslandsbanka. Forsætisráð-
herra hefur nú snúið við blaðinu og
mælir með hækkandi vöxtum! Hvað
er þá til ráða? Kannski er ekki úr
vegi að ná í fiármálaráöherra til til-
breytingar og heyra hvort hann hef-
ur ekki einhverja hótun fram að
færa. En sýnir þetta bara ekki hversu
lítils ríkisstjórn og ráðherrar eru
megnugir gegn samtryggingahópun-
um? Sem sé: stjórnlaust þjóðfélag
með stjórnvisku í molum.
Valdníðsla og skattaánauð
Verkamaður skrifar:
Þegar minnst er á efnahagslíf hér
kemst enginn hjá því að bera saman
kommúnísk og vestræn þjóðfélög.
Það vekur mann til eftirtektar á því
hvílíkan ófarnaö kommúnisminn
hefur leitt yfir Austur-Evrópuþjóð-
irnar. Núverandi ríkisstjórn er að
leiða okkur inn í eymd stjórnskipu-
lags kommúnismans (þótt það sé að
hverfa annars staðar) Alþýðubanda-
lagiö viljandi en Framsóknarflokk-
urinn og Alþýöuflokkurinn í blindni,
láta draga sig inn í hugmyndafræði
rotnandi leifa kommúnismans.
Ríkisstjómin vinnur stöðugt gegn
athafnafrelsi innan þjóðfélagsins og
situr á svikráðum við framfarir í
efnahagslífi. Þetta er því félagshyggj-
an í reynd og miðar aö því að láta
hina vinnandi borga framfæri hinna
sem reyna að komast hjá því að
leggja hönd á plóginn.
Stóraukinn skattur hefur nú verið
lagður á aidrað fólk eins og um há-
tekjur sé að ræöa. Boðskapur eins
helsta ráðherra Alþýðubandalagsins
er enn meiri skattar í framtíöinni.
Ekki er þetta hvatning til að leggja
mikið á sig í öflun fiár. Þetta er sama
stefna og kommúnistar hafa boðað
annars staðar þar sem þeir hafa vald-
ið jafnvel bræðrum sínum og systr-
um, félögum sínum og löndum ein-
semd og einangrun.
Á íslandi setja þeir lög utan þings
og neyða þau upp á þjóðina og halda
þannig á málum að enginn getur
hrakið óhæfuverk þeirra og vald-
níðslu. Það er enda orðið of seint því
að hér situr nú þegar ríkisstjórn sem
aldrei var kosin eða samþykkt af
landsmönnum.
Leifsstöð:
Fjárhagsbaggi til framtíðar
Stefán Kristjánsson skrifar:
Margir voru þeir sem töldu fyrir-
hugaða byggingu nýrrar flugstöðvar
vera ævintýri sem við íslendingar
hefðum engin efni né tök á. Nú er
þaö komið á daginn. Við höfum hing-
að til sloppið að fullu við að reka al-
þjóöaflugvöllinn á Miðnesheiði en
það krefst margra milljóna króna á
dag í rekstrarkostnaö. Þetta greiða
Bandaríkjamenn aö fullu. Nema
nýju flugstööina sem við erum aö
sligast undir fiárhagslega.
Á þriðja hundrað milljóna króna
tap er af rekstri Leifsstöðvar frá opn-
un hennar. Samt á að halda áfram
að efna loforöin við listamennina
sem hrúga upp verkum sínum tvist
og bast innan dyra sem utan. Ég full-
yrði að við höfum ekkert að gera við
þessa flugstöð sem er bæði kulda-
legri og óhijálegri í alla staði en
gamla flugstöðin sem viö höfðum
ókeypis not af hjá varnarhðinu og
var þó í mannlegu umhverfi.
Ekki batnar reksturinn í framtíð-
inni er umferðin minnkar, eins og
nú er séð fyrir. Flugfélög draga sam-
an í ferðatíðni vegna olíukreppu, SAS
flugfélagið riðar til falls af fiárhags-
örðugleikum, önnur flugfélög fljúga
framhjá landinu og reyna að komast
hjá því að lenda hér vegna hárra
lendingargjalda og annars samhhða
kostnaðar. Sjálf erum viö meö flugfé-
lag sem getur engan veginn borið
þann lúxus að leigja og vera með
þjónustustarfsemi í Leifsstöð.
Það besta sem viö getum gert við
þessa dýru byggingu, sem ætlar að
verða fiárhagsbaggi á okkur til fram-
tíðar að öllu óbreyttu, er að leigja
hana út einhverju erlendu fram-
leiðslu- eða fiármálafyrirtæki sem
hugsanlega vill nýta sér aöstööu hér
á landi fyrir starfsemi sína. Ráðiö er
því: Auglýsum Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar til leigu og fáum inni aftur hjá
varnarliðinu.
Flugstöðin á Miðnesheiði. „Ævintýri frá byrjun.“ Fiugstöð til leigu?
Enefnúgýs
skyndilega?
H.J.K. hringdi:
Viö lesum um jarðskjálftahrinu
sem staðið heíúr yfir neðansjávar
út af Reykjanesi um nokkurt
skeið. Vonandi verður ekkert
írekar úr þessu. - En guö hjálpi
okkur ef þarna veröur alvöru-
jaröskjáifti og hann nær hingað
til lands. Hvað gerum viö ef nú
gýs skyndilega? Eru hér nokkrar
leiðbeiningar sem við getum farið
eftir? Mér finnst aiskaplega litið
gert hér til að upplýsa almenning
um þá hættu sem við búum stöð-
ugt viö vegna hugsanlegra jarð-
skjálfta og eldgosa. Ég legg til að
við leggjum meira af mörkum til
almannavama en ýmissa ann-
arra framkvæmda, eins og t.d. á
listasviðinu. - Við getum ekki
búið á þessu landi án þess að vera
a.m.k. viðbúin þessum hamför-
um og hafa þá eitthvað haldbært
að fara eftir þegar og ef ósköpin
dynja yfir.
Lögreglan
vopnist
Hjólmar hringdi:
Um hverja helgi hljóta ein-
hverjir meiðsl vegna líkamsmeið-
inga óprúttinna glæpamanna. -
Ekki voru þær færrí en fiórar um
sl. helgi. Lögreglan í Reykjavík,
sem er algjörlega hjálparvana, er
sjálf varnarlaus gegn glæpa-
mönnum.
Nú er ríkið að endurnýja ein-
hvem takmarkaðan vopnabúnað
lögreglunnar. Þá segir ráöur-
neytisfulltrúi í viðtali aö aldrei
skuli það henda að lögreglan
vopnist! - Maður er alveg undr-
andi á svona ummælum. Allir
mega hafa vopn, skotveiðimenn,
refaskyttur, bandíttar og aðrir
sem hafa ólíklegustu vopn undir
höndum. - En að lögregluna megi
vopna? Af og frá.
Lækkiðbygg-
ingakostnaðinn
Húsbyggjandi skrifar:
Nú á að opna fyrir húsbréfa-
kerfiö í mánuðinum. Mér sýnist
að þar ætli svokaUað Verktaka-
samband og Meistara- og verk-
takasamband byggingamanna
(margslungin heiti á einu og
sama bákninu!) að fá sinn skerf
og vel það! - Forsvarsmaður
byggingamanna segir að fólk
kaupi nú i minni mæli íbúðir út
á teikningar. - Skyldi einhvern
undra?
Þetta leiðir til lengri bygginga-
tíma og hærra verðs. Þetta skilja
fáir. Hvers vegna em verktakar
og byggingamenn yfirleitt með
puttana í húsbréfakerfinu? Eiga
þeir kannski að ganga fyrir með
lánin? Þeir ættu að reyna að
lækka byggingakostnaðinn með
því að minnka álagningu og láta
menn sína vinna betur.
Ósýnilegur
fréttamaður
Óskar Guðmundsson hringdi:
Á Stöð 2 er kominn nýr frétta-
maður sem sagöur er heita Jón
Ormur Halldórsson og er kynnt-
ur í bak og fyrir á undan hverri
frétt sem hann LES á Stöð 2.
Öfugt við aðra fréttamenn í sjón-
varpi hefur þessi fréttamaður
ekki sést berum augum enn þegar
þetta er skrifað (mánudagskvöld
5. nóv.).
Þar sem þetta virðist hinn mæt-
asti fréttamaður og segir skýrt
og vel frá því sem hann fiallar
um er því leiðinlegra að hann
skuli ekki sjást á skerminum eins
og hinir. - Er Stöð 2 kannski að
reyna að flæma hann burt með
því aö neita að láta hann koma
fram á skjánum? Eða er frétta-
maðurinn kannski á hálfu kaupi,
eins konar lestrarkaupi en hefur
ekki skjáálag?