Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 26
34
Afmæli _____
Snorri
Snorri Sigfússon, Gránufélags-
götu 48, Akureyri, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Snorri fæddist í Lundargötu á
Akureyri og ólst aö mestu upp á
Akureyri en niu ára flutti hann meö
foreldrum sínum til Sigluíjaröar.
Hann lauk barnaskólanámi og
tveimur bekkjum í gagnfræðaskóla
en stundaöi síldarsöltun af kappi
allt frá því hann var drengur.
Á skólaárunum lék Snorri knatt-
spymu meö íþróttafélaginu Þór,
auk þess sem hann tefldi mikið en
Snorri hefur unnið til verðlauna á
skákmótum.
Snorri var í síld öll sín unglingsár
en þeir feðgar ráku síldarsöltunar-
stöðvar á Sigluflrði, Húsavík og
Eskifirði ásamt því að eiga og gera
út skip. Þá saltaði Snorri síld á Ak-
ureyri á árunum 1947-50. Þegar síld-
in hvarf árið 1970 fór Snorri að
starfa eingöngu hjá Nótastöðinni
Odda á Akureyri en þar hafði hann
áður starfað að meira eða minna
leyti þegar ekki var síld á vetrum.
Snorri stundar enn skrifstofustörf.
Fjölskylda
Snorri kvæntist 1940 fyrri konu
sinni, Sigrúnu Bárðardóttur, en þau
slitu samvistir árið 1946.
Árið 1950 kvæntist Snorri seinni
konu sinni, Rósu Sumarliðadóttur,
en hún lést 1969.
Snorri og Sigrún eignuðust þrjár
dætur. Þær eru Ásgerður, húsmóðir
á Akureyri, gift Ingva Þórðarsyni
og eiga þau íjögur börn; Ólöf, hús-
móðir í Gilsfirði, gift Halldóri Gunn-
arssyni og eiga þau fimm börn, og
Guðlaug, húsmóðir í Kópavogi, gift.
Daníel R. Dagssyni.
Sonur Snorra og Rósu er Brynjólf-
ur, búsettur á Akureyri, kvæntur
Jóhönnu S. Júlíusdóttur og eiga þau
sex böm og tvö barnabörn. Afkom-
FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1990.
Sigfússon
endur Snorra em því orðnir tuttugu
ogeinn.
Snorri á tvær yngri systur. Þær
eru Guðrún, búsett í Grímsey, gift
Jóhannesi Magnússyni, og Guölaug,
búsett á Akureyri.
Foreldrar Snorra: Sigfús Bald-
vinsson, f. 24.9.1893, skipstjóri, út-
gerðarmaður og fyrrv. forstjóri
Nótastöðvarinnar Odda, og kona
hans, Ólöf Guðmundsdóttir, f. 19.10.
1894, húsfreyja.
Ætt og frændgarður
Foreldrar Sigfúsar voru Baldvin
Jóhannesson, útvegsb. í Stakka-
gerði, og Guðlaug, systir Snorra
námsstjóra, fóður Snorra flugstjóra,
Jóhannesar yfirflugmanns og
Hauks ritstjóra. Guðlaug var einnig
systir Bjöms í Tjarnargarðshorni,
afa Leifs Hannessonar verkfræð-
ings. Guðlaug var dóttir Sigfúsar,
b. á Brekku og á Grund í Svarfað-
ardal, Jónssonar, b. í Syðra-Garðs-
homi í Svarfaðardal, Jónssonar.
Móðir Sigfúsar á Brekku var Guð-
laug Gunnarsdóttir. Móðir Guð-
laugar var Anna Sigríður Bjöms-
dóttir, b. á Gmnd, bróður Guðnýjar,
móður Þorkels, sem var faðir Þor-
kels veðurstofustjóra og afi Sigur-
jóns Rists vatnamælingamanns. Þá
var Guðný amma Önnu, ömmu Sig-
urðar Bj ömssonar bæj arverkfræð-
ings og langömmu Héðins Stein-
grímssonar skákmanns, og Guðný
var amma Pálínu ljósmóður, ömmu
Steingríms Hermannssonar forsæt-
isráðherra. Önnur systir Björns á
Grund var Guðrún, amma Páls Zop-
hóníassonar, alþingismanns og
búnaðarmálastjóra, foður Hannesar
búnaðarmálastjóra, Páls Agnars
yfirdýralæknis, Zophóníasar skipu-
lagsstjóra og Hjalta hjá SÍS.
Ólöf, móðir Snorra var dóttir Guð-
mundar Jónssonar, meðhjálpara,
kirkjugarðsvarðar og fyrsta bæjar-
pósts á Akureyri, og Anínu Ágústu
Arninbjarnardóttur frá Gæsum.
Snorri Sigfússon.
Snorri mun taka á móti gestum í
tilefni afmælisins klukkan 15 laug-
ardaginn 10.11. í Félagsborg, sal
verksmiðjufólks, en því miður
reyndist ekki unnt að hafa kaffi á
sjálfan afmælisdaginn.
Óskar Ágústsson
Óskar Agústsson, kennari frá
Laugum, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Óskar ólst upp í Rangárþingi hjá
foreldrum sínum og systkinum.
Hann fór ungur í skólann á Laugar-
vatni, fyrst í Héraðsskólann en síð-
an í íþróttakennaraskólann. Að því
námi loknu hóf hann kennslu tutt-
ugu og eins árs að aldri. Hann
kenndi um þriggja ára skeiö á veg-
um UMFÍ og ÍSÍ og hélt námskeið
víða um landið. Á sumrin vann
hann ýmis störf en starfaði þó aðal-
lega við fijálsíþróttakennslu og
sundkennslu. Óskar ferðaöist síðan
milli skóla á landinu og kynnti sér
kennslu og tilhögun skólanáms en
annan vetur fór hann til Danmerkur
og kynnti sér þar nýjungar í íþrótta-
kennslu. Dvaldi hann þá m.a. í
Sönneborg og Oelerup og ferðaðist
til fleiri lýðháskóla auk þess sem
hann fór til Noregs. Þá sótti hann
fjölda námskeiö hér á landi.
Haustið 1944 tók Óskar við stöðu
íþróttakennara að Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu og kenndi þar til árs-
ins 1985. Hann og kona hans ráku
Hótel Laugar í fjörutíu ár eða til
ársloka 1989.
- Hann gegndi einnig ýmsum trún-
aðarstörfum á þessum árum, var
formaður Héraðssambands Suður-
Þingeymga í tuttugu ár, póstaf-
greiðslumaður og síðan símstjóri að
Laugum um tuttugu ára skeið,
ásamt ýmsum félags- og nefndar-
störfum, einkum viðkomandi íþrótt-
ir. Óskar var framkvæmdastjóri 11.
landsmóts UMFÍ sem haldið var að
Laugumáriðl961.
Hann hefur verið sæmdur mörg-
um heiðursmerkjum, t.d. gullmerki
UMFÍ, er heiðursfélagi ÍSI og hefur
hlotið gullheiöursmerki þeirra af
fyrstu og annarri gráðu.
Fjölskylda
Óskar kvæntist eftir að hann kom
að Laugum, Elínu Friðriksdóttur
húsmæðrakennara.
Börn Óskars eru Ágúst stórkaup-
maður, kvæntur Helgu Sigurðar-
dóttur ritara; Hermann lektor,
kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur
þroskaþjálfa; Knútur forstjóri,
kvæntur Guönýju Jónsdóttur
sjúkraþjálfa, og Una María ritstjóri,
gift Helga Birgissyni lögmanni.
Systkini Óskars á lífi eru Björgvin
Eyjólfur; Hannes kaupmaður; Jón-
ína húsmóðir, og Sigurjón skrif-
stofustjóri.
ForeldrarÓskars voru Ágúst
Jónsson, b. á Sauðholti í Holtum í
Rangárvallasýslu, og María Jó-
hannsdóttir húsfreyja.
Föðursystkini Óskars voru Jón' b.
í Ásmúla í Holtum, faðir Ingólfs
Jónssonar, verslunarstjóra í bóka-
búðinni Helgafell; Árni, b. í Herru,
Óskar Ágústsson.
og Gróa, húsmóðir á Stokkseyri auk
annarra sem flest dóu ung.
Móðursystkini Óskars voru Jó-
hanna, móðir Bergþórs, fóður Jó-
hanns, forstjóra Hagvirkis; Siguijón
bólstrari, afi Ingólfs Margeirssonar
ritstjóra; Finnbogi Arndal, kennari
og skáld, síðast í Hafnarfirði.
Jóhann, faöir Maríu var b. í Ós-
gröf á Landi, bróðir Jónasar,
langafa Þórs veðurfræðings og rit-
höfundanna S vövu og Jökuls Jak-
obsbarna. Jóhann var sonur Jóns,
b. í Mörk á Landi, Finnbogasonar,
b. á Reynifelli á Rangárvöllum.
Móðir Maríu var Sigríður Eiríks-
dóttir frá Stokkseyri Höskuldsson-
ar, b. á Kirkjulæk, Eiríkssonar, b. á
Ægissíðu, Bjarnasonar, b. og hrepp-
stjóra á Víkingslæk, Halldórssonar,
ættfoður Víkingslækjaættarinnar.
Pálína Ásta Jósepsdóttir
Pálína Ásta Jósepsdóttir, Suður-
götu 71, Hafnarfiröi, er áttræð í dag.
Ásta fæddist að Atlastöðum í
Fljótavík í Norður-ísafjarðarsýslu
og ólst þar upp en flutti ung til Ísa-
fjarðar. Áriö 1942 flutti hún til Reka-
vikur bak Höfn með sambýlismanni
sínum, Stefáni Péfiu-ssyni, en þau
fluttu svo að Brautarholti við Isa-
fjörð árið 1943. Árið 1952 fluttu þau
til Hafnarfjarðar og hefur Ásta átt
þar heima síðan en Stefán lést 16.
5.1982.
Fjölskylda
Þau Ásta og Stefán eignuöust eng-
in böm en ólu upp eitt barn, Ólöfu
Ástu Guðmundsdóttur, ömmubarn
Ástu. Maður Ólafar Ástu er Guð-
mundur Guðjónsson landfræðing-
ur.
Sjálf eignaðist Ásta fjögur böm
fyrir sambúð þeirra Stefáns en þau
em Grétar Kristinn Hermann, f. 25.
10.1931, húsasmíðameistari, kona
hans er Sigríður Guöbjartsdóttir;
Sonja Hulda, f. 17.5.1933, sjúkra-
liði, gift Gísla Bjarnasyni múrara-
meistara; Jenný Maggý, f. 30.1.1937,
d. 2.2.1975, en fyrri maður hennar
var Hilmar Sigurðsson og seinni
maður var Sigurður Björnsson; Ás-
dís Berg, f. 28.4.1942, kennari, gift
Guðmundi Rafnari Valtýssyni
skólastjóra.
Systkini Ástu eru Brynhildur
Snædal, f. 3.9.1902, kennari en fyrri
maöur hennar var Karl Leifur Guð-
mundsson og seinni maður hennar
var Ólafur Friðbjarnarson; Her-
mann Vernharð, f. 12.8.1906, d. 9.
5.1982, en kona hans var María
Friðriksdóttir; Jósep Gunnar, f. 9.
5.1909, d. 13.10.1984, en kona hans
var Steinunn Ólöf Magnúsdóttir;
Finnbogi Rútur, f. 13.4.1913, húsa-
smiður en kona hans var Aníta
Friöriksdóttir, d. 17.10.1984; Guðný
Ingibjörg, f. 4.9.1914 en maður
hennar var Ragnar Magnússon sem
er látinn; Sólveig Friðrika, f. 5.7.
1918 en maður hennar var Ólafur
Rósinkarsson sem er látinn.
Foreldrar Ástu voru Jósep Her-
Pálina Ásta Jósepsdóttir.
mannsson, b. á Atlastöðum, og kona
hans, Margrét Katrín Guönadóttir.
Ásta tekur á móti gestum og vin-
um aö Hrafnistu í Hafnarfiröi í sal
á 5. hæð frá klukkan 18-21 fimmtu-
daginn 8.11.
Sighvatur
Einarsson
Sighvatur Einarsson, fyrrv. bóndi
á Tóftum í Stokkseyrarhreppi, er
níræðurídag.
Sighvatur dvelur nú á vistheimil-
inu Kumbaravogi. Hann tekur á
móti gestum á Hótel Selfossi sunnu-
daginn 11.11. frá klukkan 15-18.
Sighvatur Einarsson.
Til hamingju
með daginn
90 ára
Pétur Ólafur Gislason,
Læknishúsinu, Eyrargötu,
Eyrarbakka.
75 ára
ÓlafurSveinson,
Grund, Reykhólahreppi.
Pálmi Guðnason,
Hnitbjörgum, BlönduósL
Sigurbjörn Bjömsson,
Aðalgötu 56, Ólafsfirði.
70 ára
Jónina Egilsdóttir,
Rauðafelli, Bárðdælahreppi.
60 ára
Árdís Björnsdóttir,
Norðurvangi6, Hafnarfirði.
Þorsteinn O. Laufdal,
Kruratnahólum 10, Reykjavík.
50ára
Davíð Björn Sigurðsson,
Lágholti 8, Mosfellsbæ.
Ragnhildur Fransdóttir,
Lyngholti 2, Akureyri.
yölundur Hermóðsson,
Álftanesi, Aöaldælahreppi,
Þorsteinn Gunnarsson,
Kotströnd, Ölfushreppi.
40ára_________________
Auðunn B. Ólafsson,
Dalseli38, Reykjavík.
Guðjón Már Gíslason,
Nesbala 124, Seltjamamesi.
Skúii Hauksson,
Útey I, Laugardalshreppi.
Pétur Matthíasson,
Aðalgötu 5, Siglufirði.
Rögnvaldur Sigurðsson,
Tungusíðu 6, Akureyri.
Guðmundur L. Meldal,
ÞórustöðumHI,
Öngulsstaðahreppi.
Jóhannes Sigurgeirsson,
ÖngulsstöðumlII,
Öngulsstaðahreppi.
Einar S. Þorbergsson,
Garöarsbraut 43, Húsavík.
SMÁAUGL.ÝSINGAR