Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1990, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 8. NÖVEMBER 1990. 35 Skúli Halldórsson gefnr út söngverk sín: Sextíu ára aldurs- munur á tveimur lögum Skúli Halldórsson við flygilinn heima hjá sér að Bakkastíg 1. DV-mynd BG Skúli Halldórsson tónskáld á að baki langan og giftusamlegan feril sem tónskáld. Á meira en sextíu ára ferli liggur eftir hann fjöldi laga sem hafa glatt söngelska þjóð. í heild eru lög Skúla komin langt á annað hundrað. Eins og hjá flestum íslensk- um tónskáldum er takmarkað sem hefur verið prentað og gefið út og mörg laga Skúla, sem gefin hafa ver- ið út, eru löngu uppseld. Skúli hefur því lagt í það mikla verk að gefa út úrval laga sinna og er 1. bindið af þremur að líta dagsins ljós þessa dagana. Geta má þess að í bókinni eru erlendir textar við mörg laganna og eru þeir sérprentaðir aft- ast. DV spurði Skúla um tilurð bók- arinnar sem nefnist Söngverk 1: „Ég er nú að gera þetta til þess að losna við að hggja með þetta í möpp- um hér heima. Sumt hefur að vísu komið út áður en er orðið ófáanlegt. Fyrsta söngbók mín kom út 1941, nefndist hún Sjö sönglög. Sú bók var öll handsett, nótur sem og stafir. Tæknin við að setja upp sönglagabók er allt önnur í dag og er Söngverk 1 Öll tölvusett af Jóni Kristni Cortes. Höfum við verið að vinna að henni í heilt ár. Á endanum urðu það 32 lög sem prýða bókina. Ég vel lögin að hluta til eftir höf- undum. í þessu fyrsta hefti legg ég aðaláhersluna á ljóð eftir langafa minn, Jón Thoroddsen, og Theodóru Thoroddsen, ömmu mína. I heild eru sextán ljóðahöfundar í fyrsta bind- inu. í næsta hefti mun ég leggja mesta áherslu á Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson og í þriðja heftinu Jóhannes úr Kötlum og Öm Arnarson. Auðvitað em einnig ljóð eftir aðra höfunda í öðru og þriðja bindi. Tímaröðun er engin í heftunum. í fyrsta heftinu er tif að mynda Smafa- stúlkan, sem ég samdi 1930 og er elsta lag mitt, sem ég er ánægður með í dag. Og í heftinu eru einnig Brúna- ljós sem ég tileinka Ástríði Thorar- ensen borgastjórafrú. Brúnaljós eru lag við texta séra Gísla Brynjúlfsson- ar og samdi ég það í sumar." Við spyrjum Skúla hverjir hann haldi að hafi mest gagn af slíkri bók. „Þetta kemur auðvitað langmest að gagni í söngskólum, þar sem er fólk sem er fært um að leika lögin, því sum lögin er erfitt að spila. Þar kemur heftið einnig að bestum not- um fyrir fólk sem er að læra söng enda er það sérstaklega ætlað söng- fólki.“ Skúli segir að byrjað sé á næsta hefti og ef hann fær styrk, sem hann hefur sótt um, þá vonast hann til að ' það komi út eftir um það bil eitt ár. _________Merming Björgvin Halldörsson áfjalir Borgar- leikhússins Nú standa yfir æfingar hjá Leikfélagi Reykjavíkur á söng- leiknum Á köldum klaka eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Haukur hef- ur verið viðloöinn leikhús i mörg ár en þetta er i fyrsta sinn sem Gunnar Þórðarson semur lög fyr- ir söngleik. Hann er ekki eini nýhðinn í hópnum sem stendur að söngleiknum. Engimi annar en söngvarinn dáði, Björgvin Halldórsson, mun stiga i fyrsta sinn á fjalir Borgarleikhússins og leika eitt hlutverk í söngleiknum. Aðrir sem leika í verkinu eru meðal annarra Guðmundur Ól- afsson, Gísli Rúnar Jónsson, Hanna María Karlsdóttir, Aðal- steinn Bergdaf og Bára Lyngdal. Áætlað er að frumsýna söngleik- inn á miUi jóla og nýárs á stóra sviöinu. Japönskog frönsk kvikmynda- vikaí Regnboganum Regnboginn mun á næstunni bjóða upp á veislu fyrir kvik- myndaáhugamenn. Þar verður boðið upp á japanska og franska kvikmyndaviku. Fyrr í röðinni verður japanska vikan sem verð- ur dagana 17.-23. nóvember. Er kvikmyndavikan haldin í sam- ráði við japanska sendiráðið. Það er einnig franska sendiráðið sem stendur að baki frönsku kvik- myndavikunnar. Stendur hún yfir frá 1.-7. desember. Yfirleitt eru það nýjar kvikmyndir sem sýndar verða en þó munu ein- staka klassískar myndir fljóta með. Nýspennu- sagnaskáld áberandi í jólabóka- flóðinu Eins og fyrri ár verður nokkuð um nýjar íslenskar skáldsögur á komandi jólabókavertið. Það er tvennt sem vekur athygli. í fyrsta lagi eru viðurkenndir rithöfund- ar af eldri kynslóðinni ekki með nýjar bækur þetta árið og í öðru lagi eru margir rithöfundar að senda frá sér^ína fyrstu skáld- sögu. Sameiginlegt mörgum þess- um rithöfundum er spennu- sagnaformið, sem er þeim ofar- lega í huga, þótt reynt sé í leið- inni að skrifa bókmenntaverk. Nefna má Ömar Ragnarsson sem sendir frá sér skáldsöguna í einu höggi. Er hér um að ræða spennusögu um mann, sem beðið hefur skipbrot í lífinu, og ætlar að fá uppreisn æru og skrá nafii sitt i söguna með eftirminnileg- um hætti. Þá má nefna Baldur Gunnarsson sem sendir frá sér Völundarhúsið. Er hér um aö ræða Reykjavíkursögu sem að hluta byggir á raunverulegum atburðum. Auður Ingimarsdóttir sendir frá sér Mefisto meðal vor, sem lýst er sem nútima íslenskri hryllingssögu af spillingu i ís- lensku þjóðfélagi, stórþjófnuðum í íjármálalífi og bönkum, hvers kyns svikum, glæpum og morð- um. Björgúlfur Ólafsson sendir frá sér skáldsöguna Síðasta saka- málasagan sem er morösaga með óvæntum fiéttum sem koma les- andanum á óvart. -HK Gengið mjðg nálægt aðalpersón unni og ekkert undan skilið - segir Rúnar Helgi Vignisson, höfundur nýútkominnar bókar, Nautnastuldur Nýlega kom út skáldsagan Nautnastuldur eftir Rúnar Helga Vignisson. Rúnar er ekki þekktur rithöfundur en Nautnastuldur er þó ekki hans fyrsta skáldsaga. 1984 kom út Ekkert slor og þótti „mjög efnilegt byrjandaverk", eins og einn gagnrýnandi orðaði það. Rúnar Helgi er Isfirð- ingur og hefur búið erlendis að mestu allan síð- asta áratuginn, verið í Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og nú síðast í Bandaríkjunum en oftast komið heim á sumrin og dvahð þá á heimaslóðum. í tilefni útgáfu skáldsögu sinnar var Rúnar í stuttri heimsókn í höfuðborginni. DV greip tækifærið og spjallaði htillega við hann um Nautnastuld og fleira sem tengist ferh hans sem rithöfundar. Hann var fyrst spurður hvort skáldsögur hans tvær tengdust á einhvern hátt: „Fyrsta bók mín, Ekkert slor, fjallar um lifið í frystihúsi og gerist í þorpi sem nefnist Pláss. Þorp þetta kemur að vísu fyrir í Nautnastuldi en að öðru leyti tengjast bækumar ekki á neinn hátt.“ Nautnastuldur engin sjálfsævisaga - Ér Egill Grímsson, aðalpersónan í Nautna- stuldi, að einhverju leyti þú sjálfur? „Að sjálfsögðu notar maður sitthvað úr eigin lífi en ég vh taka það fram að Nautnastuldur er engin sjálfsævisaga. Ég held því aftur á móti fram aö maður skrifi ahtaf best um það sem maður þekkir. Svo bætir maður við, les sér th og fer i smiðju th sérfræðinga." - Er Nautnastuldur raunsæisskáldskapur? „Nautnastuldur hefur mjög sterk raunsæis- einkenni. Að visu er komið inn á þjóðsögur um skottur og þær tengdar silfurskottum og verður sagan þar kannski hálfsúrrealísk. En að stofni th er veriö að fjalla á raunsæjan og persónulega hátt um Egil Grímsson. Það er gengið mjög ná- lægt hans persónu og ekkert undan skihð, hvort sem hann situr á klósettinu eða glímir við kyn- hvötina." - Aðlagast Egill Grímsson hla þjóðfélaginu? „Já. Hann á vissulega við nokkur aðlögunar- vandamál að glíma. Hann er, eins og svo marg- ir hér sunnanlands, alinn upp úti á landi. Þar Rúnar Vignisson, höfundur skáldsögunnar Nautnastuldur. DV-mynd BG elst hann upp við þennan veiðimannahugsunar- hátt. Það á að vinna með líkamanum til að gera gagn og helst að vera sjómaður eða vinna í fiski. Síöan gengur hann menntaveginn og á dálitið erfitt með að sætta þessar andstæður, annars vegar það sem hann fær út úr uppeldinu og hins vegar það sem hann fær út úr menntastofn- uninni. Þetta endurspeglast svo í samskiptum hans við annað fólk. Nautninni er stolið frá honum og hann stelur nautninni frá öðrum. í sögunni mátar hann sig við ýmsar tegundir af fólki og gegnum þau samskipti sjáum við svo betur ýmsa fleti á persónuleika hans.“ Egill Grimsson er andhetja - Telur þú að Nautnastuldur sé öðruvísi bók en Ekkert slor? „Vissulega. Sögurnar eru mjög ólíkar. Ég legg að vísu eins og fyrr mikið upp úr stíl og hef unnið mikið í þeim stíl og byggingu sem sjá má í Nautnastuldi. Bókin er vandlega hugsuð. Það á ekkert að vera þar sem hefur engan tilgang fyrir söguna og hluti af merkingu sögunnar er fólginn í byggingu hennar. Sumir gætu látið þessa byggingu fara í taug- arnar á sér og það kæmi mér ekkert á óvart. Það er kannski hluti af þeim áhrifum sem ég reyni að ná fram. I lok bókarinnar er Egill farinn, eins og svo margir íslendingar, að halla sér að bandarískri hugmyndafræði, bandarísku gildismati, og les- andinn gæti haldiö að hann væri hólpinn en ekki er allt sem sýnist í þeim efnum. Kannski er rétt að taka það fram að persónan er þannig uppbyggð að hún er andhetja. Hún er ekki þessi klassíska hetja sem við eigum að venjast í bókmenntum. Egill er þar með að mörgu leyti algjör andstaða nafna síns, Skalla- grímssonar. Ekki er ólíklegt að þessi andhetja reyni stundum á þolrifin, sérstaklega framan af, og væri ekkert óeðlilegt þótt lesandann lang- aði að taka ærlega í lurginn á Agli þar sem hann lúrir í sinni lokrekkju. En ef menn kom- ast í gegnum fyrsta hlutann þá eru þeir hólpn- ir. Þá hressist söguhetjan til muna og sagan verður ærslafyllri og átakameiri eftir því sem líður á.“ - Hvað tekur við? Er von á fleiri skáldsögum? „Ég hef undanfarið verið mjög upptekinn við að „gera gagn“ og vinna upp skuldir. Tekjur voru ekki miklar meðan ég lá yfir Agli. Jú, ég er með ýmsar hugmyndir og ætla mér að halda áfram skriftum. Eg hef hug á að fjalla um eitt- hvað sem tengjast mundi vestfirskum veruleika. Þaö hefur verið þannig undanfarna áratugi að Vestfirðingar hafa fengið litið af bókmenntum um sjálfa sig, minna en aðrir landsmenn. Þar er óplægður akur sem vert er að vinna í. Nú er ég aftur á móti á forum til Ástralíu eftir áramót þannig að flakkinu er ekki alveg lokið. Síðan liggur leiðin th Chicago með viðkomu á íslandi. En ég og eiginkona mín erum farin að leggja drög að því að flytja heim og þegar maður er kominn alla leið til Ástralíu getur leiðin eigin- lega ekki legið neitt annað en th baka.“ - -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.