Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1990, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990. Jólaleyfiídag: og iánsfjárlög Mikið skipulagsleysi virtist ríkja á Alþingi í gær og er Ijóst að ekki verða öll þau mál afgreidd sem ríkisstjórnin vildi að af- greidd yrðu fjæir jólafrí þing- manna. Langur timi fór í aö ná samkomuiagi um fjölmörg atriði varðandi flárlagafrumvarpið og voru stöðug fundahöld um allt Alþingishúsið og öðrum húsum sem tilheyra Alþingi í gær. Afþeim málum sem ekki verða afgreidd fyrir jólaleyfi má nefna sjálf bráðahirgðalögin. Þau verða ekki afgreidd úr efri deíld fyrr en Alþingi kemur aftur saman í jan- úar. Þá verða lánsfjárlög heldur ekki afgreidd fyrir jól. Aftur á móti náðist samkomu- lag um það milh stjórnar og stjórnarandstöðu að afgreiða á næturfundi í nótt er leið og á þingfundum í dag, trygginga- gjaldið, sem er sameining á öllum launatengdum gjöldum atvinnu- veganna. Víröisaukaskattsmálið fer í gegn í dag sem og frumvarp um sjóðvélar því tengt. Eins fer frumvarp um stimpilgjald í gegn sem ogfmmvarpið um húsnæðis- málin. Sömuleiðis veröur frum- varp um skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði afgreítt í dag. Einnig frumvarp urn staðgreiðslu opinberra gjalda, sem er fylgi- frumvarp þess. Frumvarp um samskiptamiöstöð heyrnarlausra verður afgreitt og frumvarp um Háskóla íslands. Allt axmað, sem rikisstjómin vildi að afgreitt yröi fyrir jól og DV skýrði frá á miövikudag, verður aö bíða. -S.dór Þingflokkarfái 25 milijónir Seint í gær birtist breytingartil- iaga við fiárlagafrumvarpið. Hún er borin fram af fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna í fiárveit- inganefnd Alþingis. Þessi breyt- ingartillaga hljóðar upp á að lækka fiárveitingu viö kostnað Alþingis úr 260 milljónum króna í 235 milljónir en hæta inn nýjum liö í fiárlagafrumvarpið sem heit- ir: Sérfreeðileg aðstoö fyrir þing- flokkana og nemur upphæðin 24,8 milljónum króna. Tillagan kemur til afgreiðslu í dag þegar atkvæði verða greidd um fiárlagafrumvarpið og allar þær hreytingartillögur sem lagð- ar voru fram við þriðju umræðu þess. -S.doi Kasparov héitjöfnu Heimsmeistarinn Garry Ka- sparov færðist nær því að halda titiinum þegar hann hélt jafntefii í 21. einvígisskákinni í gær. Þegar skákin fór í bið á mánudaginn var það áht flestra sérfræðinga að Karpov ætti góða sigurmögu- leika. Biöleikur Karpovs var hins vegar ekki sá besti og þrátt fyrir ítrekaðar vinningstilraunlr varð hann að sætta sig viö jafhtefli eft- ir 86. leik. Staðan i einvíginu er nú 11,5-9,5 Kasparov í vil og þarf heims- meistarinn einungis eitt jafntefh í þeim þremur skákum sem ólok- iö er til þess að halda titlinum. 22. skákin veröur tefld á laugar- daginn og þá hefur Kasparov hvítt. ■eg Fréttir Marta Svavarsdóttir, til hægri, sat kappklædd i eldhúsinu ásamt gestkomandi konu sem taldi ekki óhætt að fara ur kapunm þott hun stoppaði ekki lengi. DV-mynd Brynjar Gauti Kuldaboli ræður víða ríkjum á heimilum 1 Hafnarfirði og Garðabæ: Éq er alveg að krókna - sagðikonaásjötugsaldrisemDVheimsótti „Þetta er alveg agalegt ástand. Eg er öryrki og get mig því lítið hreyft. Það er búið að vera mjög kalt hjá okkur undanfama daga þar sem hit- inn í íbúðinni hefur veriö í kringum 15 stig. Maður er fljótur að kólna þegar maður getur ekki hreyft sig og því er ég alveg að krókna," sagði Marta Svavarsdóttir, íbúi við Keldu- hvamm í Hafnarfirði, í samtah við DV í gærdag. Marta og annar íbúi við Keldu- hvamm, sem DV ræddi við, sögðu að hitinn í sumum húsum við götima hefði farið niður undir 12 stig. Hefði heimkoman þvi verið heldur kulda- leg fyrir marga sem komu úr vinn- unm í frostinu. Gestkomandi kona hjá Mörtu sagði blaðamanni frá nokkrum íbúum í nágrenninu og víð- ar í Hafnarfirði og Garðabæ sem hefðu verið að drepast úr kulda und- anfamar vikur. Ástæður kuldans í húsum í Hafnar- firði og Garðabæ má rekja til útfell- ingar í heitu vatni sem kemur frá Nesjavöhum. Útfelhngin hefur trufl- að vatnsrennshð og hefur þrýstingur í römnum falhð. Þá hefur verið tölu- vert af sandi og ryöi í vatninu og stífl- að síur í vatnsinntaki húsa. Einn íbúi í Kelduhvammi sagðist þurfa að hreinsa síuna í inntaksrörinu hjá sér reglulega til aö halda hita í húsinu. Hefði hann gert það tvisvar á dag og í hvert skipti hefði mikið af ryði og sandi komið í ljós. Eftirjireinsunina hefði rennslið á heita vatninu aukist og hiti komið í húsið. Viðstöðulaus hreinsunar- vinna Meðan DV-menn vom í heimsókn hjá Mörtu var þar vélvirki á vegum Hitaveitunnar sem beðinn var að koma. Hann sagðist ekki hafa gert annað en að hreinsa inntaksrör í húsum um allan Hafnarfiarðarbæ síðasthðinn hálfan mánuð. Hefði oft verið unnið langt fram á kvöld og væri ekkert lát á hjálparbeiðnum frá fólki í kuldanum. I síunni hjá Mörtu var töluvert af sandi og skolaði vél- virkinn úr. rörinu. Hvarf hann síðan á braut til að hjálpa fleiri köldum Hafnfirðingum. Þegar DV-menn kvöddu var aðeins farið að hitna hjá Mörtu en henni var satt að segja ekkert farið að ht- ast á blikuna svona rétt fyrir jólin. Væri ekki einungis kalt heldur blikk- uöu fiósin á hveijum degi vegna raf- magnstruflana frá stálbræðslunni í hrauninu sunnan Hafnarfiarðar. Hvort sían hjá Mörtu helst hrein fram að jólum á eftir að koma í fiós. -hlh Fjárlög fyrir árið 1991 verða afgreidd í dag: Fjárlög í fyrsta sinn yf ir 100 milljarða - harðar umræður á Alþingi stóðu fram á nótt Þriðja umræða um fiárlagafrum- varpið fyrir árið 1991, sem hófst í gær, stóð fram á nótt. Fjárlagafrum- varp næsta árs er upp á um 101 millj- arð króna og er þetta í fyrsta sinn sem fiárlagafrumvarpið hér á landi fer yfir 100 mihjónir króna. Eins og venjulega deildu sfióm og stjórnar- andstaða um ágæti frumvarpsins. Hér fer á eftir það sem talsmenn sljómar og stjórnarandstööu sögöu um fiárlagafrumvarpið í samtali við DV. „Þessi fiárlög bera sömu einkenni og fiárlög tveggja síðustu ára. Þau fela í sér mikla þehslu í ríkiskerfmu. Þau fela í sér stórkostlegar skatta- hækkanir. Þau fela í sér hallarekstur sem að verulegu leyti er dulinn. Þau bera þess merki að við gífurlegan vanda er að fást í fiármálum ríkisins sem velt er yfir í framtíðina og þjóð- in verður að axla og greiða með ein- um eða öðrum hætti á komandi árum,“ sagði Pálmi Jónsson, fulltnii Sjálfstæðiílokksins í fiárveitinga- nefnd. „Frumvarpið sýnir að ríkisstjómin og meirihluti hennar á Alþingi hefur staðist þær freistingar að búa hér til óábyrgt kosningafrumvarp. Þetta er staðfesting á því aö stöðugleikinn á að vera homsteinn í íslenskum efna- hagsmálum. Aukning útgjaldanna er minni en á undanförnum árum eða í kringum 1 prósent. Því miður verð- ur að segja nei við marga þrátt fyrir miklar kröfur viða að úr þjóðfélaginu vegna þess að það er ekki vifii til að sækja meiri tekjur í gegnum meiri skatta. Það er halli á þessu frum- varpi. Hann er hins vegar miklu minni en menn hafa búist við. Vegna hvers? Vegna þess að í marga mán- uði hefur verið glímt við það erfiða verkefni að halda útgjöldunum niðri. Á síðustu mánuðum er uppsveifla í hagkerfinu að byrja. Hún skilar sam- eiginlegum sjóði okkar meiri tekjum þrátt fyrir óbreytta skatta. Sumir hafa spurt hveraig á því standi að halli sem menn töldu að yrði allt að 7 milljarðar veröur aðeins 4 milljarð- ar. Svar mitt er það að hygginn fiár- málaráðherra sýnir ekki tekjuhhö- ina fyrr en búið er að loka útgjalda- liðnum," sagði Ólafur Ragnar Gríms- son fiármálaráðherra. „Þetta fiárlagafrumvarp boðar heimilum í landinu verulegar þreng- ingar. Skattar eru hækkaðir, láns- fiárþörf ríkissjóðs eykst og það er ýmsum vanda leynt. Sá vandi er fal- inn í fiárlögunum og mun því ekki . birtast fyrr en á næsta ári. Meginein- kenni þessara fiárlaga þykja mér vera að þaö er hlaupið frá vandan- um. Honum er vísað til framtíðarinn- ar,“ sagði Málmfríður Sigurðardótt- ir, fulltrúi Kvennalistans í fiárveit- inganefnd. I dag verða greidd atkvæði um fiár- lagafrumvarpið í sameinuðu þingi. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.