Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. fréttir________________________________________________________________________'________dv Ekkert komið fram sem skýrir eldsupptök 1 Hveradölum: Skíðaskálinn tryggður fyrir 103 milljónir - svört og dapurleg skýrsla um húsið, segir fulltrúi Brunamálastofnunar Samkvæmt rannsókn Brunamála- stofnunar ríkisins í gær varö 100 pró- sent tjón þegar Skíðaskálinn i Hvera- dölum brann í fyrrinótt. Skíðaskál- inn var tryggður fyrir allt að 103 milljónir króna. Húseignin var tryggð fyrir um 65 milljónir, vöru- birgðir og lausafé fyrir um 20 millj- ónir og bótatjón vegna rekstrar- stöðvunartryggingar nemur um 18 milljónum króna. Húsið var tryggt hjá Vátrygginga- félagi íslands. Að sögn Þóröar Þórð- arsonar, hjá vátryggingasviði VÍS, stefnir allt i að tjónið verði bætt að fullu. Þó eiga niðurstöður eftir að berast frá rannsóknadeild lögregl- unnar á Selfossi vegna brunans. VÍS er endurtryggt að hluta gagnvart tjóni sem þessu. Jón Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, sagði við DV í gær að rætt hefði verið óformlega við starfsfólk Skíðaskálans sem var ný- búið að yfirgefa húsið þegar eldur kviknaði í fyrrakvöld. Eftir þau samtöl kom ekkert fram sem skýrt gat orsakir eldsvoðans. Þá kom held- ur ekkert fram viö vettvangsrann- Mörgum er mikil eftirsjá að Skiðaskálanum í Hveradölum sem nú er rústir einar. Aðeins einmanalegur skorsteinn með sjónvarpslottneti stendur ettir. Innfellda myndin er tekin nýlega ettir að endurbætur höfðu farið fram. DV-mynd S sókn í brunarústunum í Hveradölum nema bárujárnsplötur og aska. brunanum en til þess þarf um 1500 í gær, enda er varla neitt eftir þar Meira að segja pottofnar bráðnuðu í gráða hita. „Ég hef aldrei á mínum ferli séð niðurbráðnaða pottmiðstöðvarofna. Það er ekkert heilt þarna nema lítið geymsluherbergi austast í húsinu," sagði Guðmundur Bergsson, deildar- stjóri hjá Brunamálastofnun, við DV í gærkvöldi. Guðmundur segir að 22. febrúar í fyrra hafi verið gefin út skýrsla um úttekt á brunamálum í skíðaskálanum: „Skýrslan var vægast sagt ansi svört og dapurleg - sérstaklega hólff- un hússins, sem var nánast engin. Það var krafa um viðvörunarkerfi húsið, tengt slökkvistöð, enda stóð húsið meira eða minna mannlaus! á nóttunúi. Það var líka krafa um vatnstank því þarna var nánast ekk- ert vatn að hafa. Ég er ekki að segja að þetta hefði verið vendipunktur en það voru mörg atriðí aðfmnsluverð í húsinu. Þarna hefði þurft að laga æði margt. Ég gat ekki séð í gær að neitt hefði verið aðhafst vegna þess- ara atriða. Húsiö var lítið hólfað niö- ur og eldsmótstaða því nánast engin. Svo má heldur ekki gleyma því að þetta var þurrt timburhús," sagði Guðmundur Bergsson. -ÓTT Almenningur í Rígu er i varðstöðu. Hér ylja nokkrir menn sér við eldinn. DV-mynd ebs Atburðimir í Lettlandi ræddir á Alþingi: Norrænir þingmenn verði í þinghúsunum Utandagskrárumræður um at- burðina í Lettlandi um helgina fóru fram á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Eins og í sams konar umræðum fyrir viku voru viðbrögð þingmanna samhljóða í stórum dráttum. For- dæming og alvarlegar áhyggjur af þróuninni í Eystrasaltsríkjunum auk tillagna um viðbrögð af hálfu íslands og annarra þjóða var uppi- staðan í ræöum þingmanna. Meðal þess sem kom fram voru hugmyndir um að endurskoða hvers konar samninga og samstarf milli íslands og Sovétríkjanna og stjóm- málasambandið. Þá voru ræðumenn sammála um að leitað yrði leiða til að ástandiö í Eystrasaltsríkjunum yröi tekiö fyrir í öryggisráðinu og hjá Sameinuðu þjóðunum. Meðal þeirra tillagna sem vöktu athygli var tillaga Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra um að forsetar Alþingis ræddu það við for- seta þjóðþinga Norðurlanda að þrír þingmannahópar frá Norðurlönd- unum færu í dag eða á morgun hver til síns Eystrasaltsríkis og yrðu gest- ir þjóðþinga ríkjanna meðan þyrfti. „í þinghúsum Eystrasaltsríkjanna verði sendinefndir þjóðþinga allra Norðurlandanna þannig að þeir sem ætl'a að brjóta þingræðið í Eystra- saltsríkjunum á bak aftur þurfi einn- ig að glíma við þann vanda hvað þeir gera við fulltrúa þjóðþinga Norður- landa sem þar eru í salnum," sagði Ólafur Ragnar. -hlh Sérfræðingar á sjúkrahúsum: Sinna eingöngu bráðaþjónustu og íhuga íjöldauppsagnir _ Sérfræðingar á sjúkrahúsum telja að þeir geti ekki lengur bæði staðið vaktir aðstoðarlækna og sinnt sínum venjulegu störfum. Þeir ætla því að sinna nær eingöngu bráðatilfellum sem kemur niður á öðrum aðgerðum sem þarf að gera. Haraldur Briem, formaður Sér- fræöingafélags lækna, segir að þessi ákvörðun hafl verið tekin á félags- fundi síðastliðinn sunnudag. „Við getum ekki gert þetta allt saman í einu. Menn verða að velja og hafna. Bráðatilfellum verður að sinna þannig að aðrar aðgerðir líða fyrir það. Þetta mun bitna á öllum sjúkra- húsum landsins. Ástandið er mjög slæmt og er alltaf að versna.“ Á fundi Sérfræðingafélagsins var einnig samþykkt að beina þeim til- mælum til félagsmanna að íhuga uppsagnir. Guðmundur Bjarnason heilbrigð- isráðherra segir að þrátt fyrir ákvörðun sérfræðinga sé ekki um neyðarástand að ræða á sjúkrahús- um. „En þetta þýðir auðvitað að bið- listar eftir aðgerðum lengjast og að- geröir, sem geta beðið, eru látnar sitja á hakanum. Og það er ljóst að innan skamms skapast mjög erfitt ástand. Ég vona hins vegar að málið leysist í eðlilegum farvegi á samn- inganótum. Ég tel ekki ástæðu til að ráöuneytið grípi inn í málið með ein- hverium aðgerðum en ef þetta dregst á langinn kemur sjálfságt að því aö menn skoði það.“ Guömundur segir að ennfremur sé verið að skoða í ráðuneytinu mögu- leika á breytingum á vaktaskipulagi sjúkrahúsanna. „Það var krafa að- stoðarlækna í upphafi. En það eru mjög skiptar skoðanir um það mál, bæði meðal aðstoðarlækna og sér- fræðinga sem telja að fyrirkomulagið sé hluti af því vaktaformi sem sé nauðsynlegt á sjúkrahúsunum. En ■ við leikmenn skiljum kannski ekki að svona langar vaktir séu réttlætan- legar. Menn álíta sem sagt að það megi auðveldlega koma fyrir breyt- ingum á vaktaskipulagi á einstaka deildum en það kunni að vera að á sumum deildum sé æskilegt að lækn- ir fylgist með sjúklingi lengur en bara á 8 tíma vöktum. Þaö er verið að skoða þessi mál á Borgarspítalan- um og Landspítalanum." -ns Breiðvangur 1 Mjóddinni: Ríó tríó hætti í f ússi - varð að láta þá fara, segir Árni Samúelsson „Við vildum ekki una því að vera í óvissu um ráðningartímann. Okkur barst til eyrna að verið væri aö semja við aðra um tónlistarflutning frá og með næstu mánaðamótum en á sama tíma var tekið við pöntunum fyrir febrúar þar sem við vorum sagðir verða með dagskrá. Okkur fannst þetta hvorki sanngjarnt gagnvart okkur né þeim sem eru að kaupa sig inn á skemmtanir okkar. Með fullri virðingu fyrir Árna þá held ég að honum láti betur að reka kvik- myndahús heldur en skemmtistaö," segir Helgi Pétursson, útvarpsstjóri og félagi í Ríó. Helgi segir þá Ríófélaga hafa þegar í desember íhugað að hætta að skemmta í Breiðvangi. Ástæðuna seg- ir hann vera þá að Árni Samúelsson, eigandi staðarins, hafi ekki viljað ganga frá ráðningarsamningi við þá. Hann segir þá ítrekað hafa farið fram á slíkan samning en ekki fengið. „Þessar skemmtanir hjá okkur hafa gengið mjög vel og verið vel sóttar. Það er hins vegar alltaf nokk- ur lægð í skemmtanalífmu í janúar og við því mátti Árni búast.Við vor- um búnir að segja honum þetta enda höfum við nokkra reynslu af þessu eftir 25 ár í bransanum. Þessu vildi Árni ekki trúa og kenndi okkur um,“ segir Helgi. Árni Samúelsson segir það af og frá að hann hafi á einhvern hátt farið á bak við þá Ríómenn eða reynt að selja inn á skemmtanir sínar undir fólsku yfirskini. Hann segir að frá upphafi hafi legið ljóst fyrir að Ríó myndi einungis spila út janúar. „Þeir kröfðust þess að fá að spila fram í maí en það tók ég ekki í mál því aðsóknin á skemmtun þeirra var byrjuð að dala svo mikið. Ég bauð þeim að spila aukalega tvö kvöld í febrúar en það vildu þeir ekki. Þeir slógu á útrétta friðar- og sáttahönd mína og þá var ekki um annað að ræða en láta þá fara. Svo einfalt er þettamál." -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.