Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991.
Viðskipti
Beinar útsendingar CNN og Sky hafa áhrif:
Mjög vaxandi eftirspurn
eftir gervihnattadiskum
Eftirspurn eftir gervihnattadiskum
hefur aukist verulega eftir að Stöö 2
og Sjónvarpið hófu beinar útsending-
ar frá alþjóðlegu sjónvarpsstöövun-
um CNN og SKY. Að sögn forstjóra
Radíóbúðarinnar, Gríms Laxdals,
hefur salan síðustu daga verið á milli
5 og 10 diskar á dag. Þá hefur versl-
unin Japis einnig orðiö vör við aukna
eftirspurn síöustu daga, þar er þó
enn sem komið er meira um fyrir-
spumir að ræða.
„Salan tekið kipp“
„Salan hefur tekið kipp eftir að
stríðið við Persaflóa byijaöi og síð-
ustu daga höfum við selt á milli 5 og
10 diska á dag,“ segir Grímur Laxdal
hjá Radíóbúðinni.
Ódýrustu diskarnir hjá Radíóbúð-
inni eru 1,2 metrar í þvermál og kosta
um 73.900 krónur. Þessir diskar ná
einu tungli og hljóöiö er í mono.
Verð diskanna hækkar síðan stig
af stigi og kosta 1,2 metra diskar með
hljóði í stereo um 138.580 krónur.
Þessir diskar eru með snúnings-
tjakki sem færir sig sjálíkrafa á milli
þriggja tungla.
Intelsat VA-F11 vestarlega
Á þessa diska er ekki hægt að ná
útsendingum CNN stöðvarinnartem
sendir í gegnum gervihnöttinn Int-
elsat VA-Fll. Ástæðan er sú hve það
tungl er vestarlega í háloftunum.
Magnúsdregur
sigtilbaka
Magnús R. Jónsson, eigandi og
framkvæmdastjóri fyrirtækisins
Garra, hefur dregið framboð sitt
til formanns Félags íslenskra
stórkaupmanna til baka. Hefur
hann þess í stað lýst yfir fyllsta
stuðningi við Birgi Rafn Jónsson,
framkvæmdastjóra og eiganda
Magnúsar Kjarans, til formanns
félagsins. -JGH
Ofsagtum
skattaDavíðs
Ofsagt var i frétt DV síðastlið-
inn fóstudag um álögð íasteigna-
gjöld aö skattar núverandi meiri-
hluta væru hærri en hjá vinstri
meirihlutanum vorið 1979. Þeir
eru jafnháir.
í fréttinni var vitnað til bréfs
Verslunarráös til Davíðs Odds-
sonar borgarstjóra en mörg fyrir-
tæki í borginni eru ósátt við há
fasteignagjöld. Segir í bréfinu að
vinstrimeírihlutínn hefði á árinu
1979 hækkaö fasteignagjöldin úr
0,842 prósentum í 1,25 prósent.
Þessi gjöld hefðu hins vegar
ekki lækkað þegar núverandi
meirihluti komst að þrátt fyrir
loforð um að allar skattahækkan-
ir vinstri meirihlutans yrðu tekn-
ar til baka.
Þess má geta að Verslunarráð
sendi í gær fleiri sveitarfélögum
viövaranir um álagningu fast-
eignagjalda og sérstaks sorpeyð-
ingargjalds.
I bréfi Verslunarráðs segir orð-
rétt: „Nýtt gjald, sorpeyöingar-
gjald, hefur komið inn í. fjár-
hagsáætlanir ýmissa sveitarfé-
laga við gerð þeirra nú. Verslun-
arráð telur óeðlilegt að leggja
slikt gjald á fyrirtæki án þess að
fasteígnaskattur lækki á móti.
Má benda á aö Reykjavíkurborg
hefurþannháttá." -JGH
- seljum á milli 5 og 10 diska á dag, segir forstjóri Radíóbúöarinnar
Mjög vaxandi eftirspurn hefur verið eftir gervihnattadiskum síðustu daga.
Hins vegar sendir SKY-stöðin í
gegnum gervihnöttinn Astra 1A sem
er austarlega í háloftunum og næst
sú stöð með diskum af stærðinni 1,2
metrar í þvermál. Til frekari upplýs-
inga fyrir neytendur skal þess getið
að hluti af því sjónvarpsefni, sem
næst um gervitungl, er sent út
ruglað.
Að sögn Kristbjörns Sigurðssonar,
sölumanns hjá Radíóbúðinni, er
hægt að ná CNN-stöðinni, Intelsat
VA-Fll tunghnu, á diska sem eru um
1,80 metrar í þvermál. Slíkir diskar
ásamt nauðsynlegum útbúnaði eru á
um 200 þúsund krónur stykkið.
Hann segir ennfremur að mjög
hafi verið rætt um það aö CNN-
stöðin kæmi inn á nýtt Astrad gervi-
tungl sem búið er að skjóta á loft og
tekiö verður í notkun eftir nokkrar
vikur. Fari svo mun CNN-stöðin nást
á ódýrari diska sem eru um 1,2 metr-
ar í þvermál.
íbúðir í fjölbýlishúsum
þurfa sérstakan stýribúnað
Nokkuð hefur verið um að húsfélög
í fjölbýlishúsum eða raðhúsum hafi
spurst fyrir um gervihnattadiska að
undanfórnu. í slíkum tilvikum þarf
aukalegan stýribúnað með fyrir
hverja íbúð svo að hvert heimili geti
valið á milli stöðva.
Við það hækkar verðið töluvert.
Pakkinn sem áður var á bilinu 74
þúsund til 138 þúsund hækkar í um
230 til 270 þúsund krónur fyrir fjög-
urra húsa raðhúsalengju, svo að
dæmi sé tekið.
Fleiri velta gervihnatta-
sjónvarpi fyrir sér
Að sögn Birgis Skaptasonar, ann-
ars framkvæmdastjóra Japis, hafa
þeir lagt áherslu á að selja aðeins
diska frá 1,5 metrum í þvermál til
að tryggja myndgæðin og aðeins í
stereo vegna hljóðsins. Verð slíks
disks er um 120 þúsund krónur pakk-
inn. Inni í þessum pakka er ekki
stýribúnaður fyrir íbúðir í fjölbýlis-
húsum eða stærri diskur til að ná
CNN-stöðinni.
„Það er heldur meiri eftirspurn en
áður. Mest er um fyrirspurnir að
Samdráttur í sölu áfengis og tóbaks:
Meira selt af léttum
vínum en minna af bjór
Þrátt fyrir samdrátt í sölu áfengis
og tóbaks á síðasta ári hafa létt vín
unnið á í söluá kostnað sterkra vína
og bjórs. Samdráttur í sölu á áfengi
nam 5,31 prósenti í lítrum en 4,13
prósentum í alkóhóllítrum. Sam-
drátturinn í sölu bjórs var tæplega 7
prósent.
íslendingar drógu ekki aöeins úr
drykkju á síðasta ári. Þeir reyktu líka
minna. Samdráttur varð í sölu á
vindlingum um 1,19 prósent. Einnig
seldist minna af vindlum og reyktó-
baki. Sala á neftóbaki jókst hins veg-
ar lítillega, eða um 0,80 prósent.
Aukning varð í sölu á rauðvíni,
rósavíni og sérstaklega kampavíni á
síðasta ári en hins vegar varð lítils
háttar samdráttur í sölu hvítvíns.
Samdráttur varð í sölu á sérríi,
vermútum og aperitífum. Hins vegar
jókst sala á koníaki. Af algengustu
sterku vínunum seldist minna af
viskíi, brennivíni, vodka og gini en
veruleg aukning varö á rommi eins
og Baccardi. Virðist sem romm hafi
verið í tísku á síðasta ári.
Athyglisvert er aö sala á bitterum
Alkóhóllítrar á mann
1985 1986 1 987 1988 1989 1 990
Seldir alkóhóllitrar í Áfengis- og tó-
baksverslun rikisins á hvern íslend-
ing eldri en 15 ára. Salan jókst aug-
Ijóslega á árinu 1989 þegar sala
bjórs hófst hérlendis. í fyrra dró
heldur úr drykkjunni.
tæp 27 prósent á síðasta ári. Bitterar
eru um 38 prósent aö styrkleika. Af
algengum bitterum má nefna Jag-
ermeister og Gammel dansk.
Skýringin á aukinni sölu bittera er
talin tengjast bjórdrykkjunni. Al-
gengt er á Norðurlöndum að drukkn-
ir séu snafsar af bitterum með bjór.
Þessi siður mun vera aö aukast hér-
lendis.
Á árinu 1989 voru seldar rúmlega
6,9 milljónir lítra af bjór. í fyrra voru
seldar tæplega 6,5 milljónir lítra.
Þetta er 7 prósent minnkun. í alkó-
hóllítum var samdrátturinn meiri
eða rúmlega 8 prósent. Það bendir til
þess að fólk hafi farið meira yfir í
léttari styrkleika á bjórtegundum.
íslendingar keyptu áfengi hjá
ÁTVR fyrir tæpa 7,5 milljarða á síð-
asta ári. Um 70 prósent af þessari
sölu fer fram á höfuðborgarsvæðinu.
Það segir þó ekki alla söguna því
nokkuð er um póstverslun á áfengi
og sömuleiðis eru langflestir vín-
veitingastaðir landsins í höfuðborg-
inni.
Af einstökum stöðum úti á landi
er Akureyri með mesta sölu en næst-
mest er selt á Selfossi og í Keflavík.
Vínbúðin á Akureyri þjónar Akur-
eyringum, Ólafsfirðingum, Dalvík-
ingum, Húsvíkingum og þéttbýhs-
stöðunum á norðausturhorninu.
-JGH
Samtenging á Pésum og Macintosh
Tölvudeild Kristjáns Ó. Skagfiörð
opnaði í gær sýningu á netkerfi sem
gerir PC-tölvum, sem keyra MS-DOS
og OS/2 stýrikerfi, Macintosh-tölv-
um, UNIX-tölvum og VAX-tölvum
kleift að tengjast í sameiginlegu net-
kerfi og samnýta gögn. Sýningunni
lýkur á morgun.
Að sögn Gísla Ragnarssonar hjá
Kristjáni Ó. Skagfiörð er búnaðurinn
sem tengir Macintosh-tölvur og
VAX-tölvur afrakstur samstarfs
Apple og Digital sem hófst áriö 1988.
_„Þessi búnaður .hefur aö.rundan-
fornu fengiö mjög lofsamlega um-
fiöllun í erlendum fagtímaritum og
hefur því gætt nokkurrar eftirvænt-
ingar á meðal Macintosh-notenda um
að sjá hann,“ segir Gísli.
-JGH
ræða. Það er engu að síður greinilegt
að fólk er farið að velta þessari tækni
meira fyrir sér síðustu dagana," seg-
ir Birgir.
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3-3,5 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsógn 3-4 Lb.Sp
6mán. uppsögn 4-4,5 Sp
12 mán. uppsögn 5 Lb.lb
18mán. uppsögn 10 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp
Sértékkareikningar 3-3,5 Lb
Innlán verðtryggð •
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir nema Ib
Innlánmeðsérkjörum 3-3,25 Ib
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-6.25 Bb
Sterlingspund 12-12,6 Sp
Vestur-þýsk mörk 7,75-8 Bb.Sp
Danskarkrónur 8,5-9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 13,5-14.25 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir'
Hlaupareikningar(vfirdr.) 17.5 Allir
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 7,75-8,75 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 13,25-14 Lb
SDR 10.5-11.0 Lb
Bandarikjadalir 9,5-10 Lb
Sterlingspund 15,5-15,7 Allir nema Sp
Vestur-þýsk mork 10,75-11,1 Lb.lb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
Överötr. jan. 91 13,5
Verðtr. jan. 91 8.2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala jan. 2969 stig
Lánskjaravisitalades. 2952 stig
Byygingavísitala jan. 565 stig
Byggingavísitala jan. 176,5 stig
Framfærsluvisitala jan. 149,5 stig
Húsaleiguvísitala 3% hækkun . jan.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóða
Einingabréf 1 5,316
Einingabréf 2 2,877
Einingabréf 3 3,493
Skammtímabréf 1,783
Kjarabréf 5,199
Markbréf 2,761
Tekjubréf 2,022
Skyndibréf 1,543
Fjólþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,540
Sjóösbréf 2 1,802
Sjóðsbréf 3 1,765
Sjóðsbréf 4 1,519
Sjóðsbréf 5 1,065
Vaxtarbréf 1,7897
Valbréf 1,6776
Islandsbréf 1,103
Fjórðungsbréf 1,057
Þingbréf 1,102
öndvegisbréf 1,092
Sýslubréf 1,110
Reiðubréf 1,083
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100
nafnv.:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88
Eimskip 5,57 5,85
Flugleiöir 2,43 2,55
Hampiðjan 1,72 1,80
Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84
Eignfél. lönaðarb. 1,89 1,98
Eignfél. Alþýðub. 1,38 1,45
Skagstrendingur hf. 4,00 4,20
Islandsbanki hf. 1,38 1.45
Eignfél. Verslb. 1,36 1.43
Olíufélagiö hf. 6,00 6,30
Grandi hf. 2,20 2,30
Tollvörugeymslan hf. 1,07 1,12
Skeljungur hf. 6,40 6,70
Ármannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35
Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,68
Olís 2,12 2,25
Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00
Almenni hlutabréfasj. 1,01 1,05
Auölindarbréf 0,96 1,01
Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb = Islandsbanki Lb = Landsbankinn,
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
r Inn birtast i DV ð fimmtudögum.