Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991.
Útlönd
Irakar sagðir hafa komið upp gerviskotpöHum:
írakar eyðileggja
olíulindir í Kúvæt
- sjö Scud-eldflaugum skotið á Saudi-Arabíu 1 nótt
Orrustvél tekur sig á loft frá bandaríska flugmóðurskipinu USS Saratoga. Bandamenn leggja nú höfuðáherslu á
að granda elflaugaskotpöllum í írak. Simamynd Reuter
Talsmaður Bandaríkjahers í
Saudi-Arabíu segist hafa sannanir
fyrir þvi að írakar eyðileggi nú olíu-
lindir í Kúvæt. Ekki fengust upplýs-
ingar um fjölda olíuhnda, aðeins að
írakar sprengdu við olíulindirnar.
írakar skutu sjö Scud-eldflaugum
að Saudi-Arabíu í nótt og í morgun.
í morgun titruöu rúður í Dhahran
þegar Patriot-stýriflaug sprengdi
Scud-eldflaug ofan við bækistöð
bandamanna. Talsmaður banda-
manna segir aö um þijár árásir frá
suðurhluta Kúvæt hafi verið að
ræða. Hafi eldflaugunum verið
grandað með Patriot-stýriflaugum en
ein mun hafa lent í sjónum utan við
Jubail. Tveimur eldflauganna var
miðað á höfuöborgina Riyadh en
þremur á bækistöðvar bandamanna
í austurhéruðum Saudi-Arabíu.
Þetta er fimmti dagurinn sem eld-
flaugum íraka er skotið á ísrael eða
Saudi-Arabíu. Eftir fyrstu dag stríðs-
ins fullyrtu bandamenn að hættan á
eldflaugaárás íraka væri minnihátt-
ar. Samkvæmt hernaðarheimildum
í Saudi-Arabíu munu vestrænar
leyniþjónustur hins vegar hafa van-
metið fjölda Scud-eldflaugapalla í
suðurhuta íraks. Bandamenn leggja
nú alla áherslu á að eyðileggja eld-
flaugaskotpallana en þoka og skýja-
veður hefur tafið árásarferðir þeirra
síðustu daga.
Verið getur að einhveijar árásar-
feröir orrustuvéla bandamanna hafi
verið gangslitlar. Breski ráðherrann
Archie Hamilton hefur sagt að írakar
notist við gerviskotpalla, byggða úr
spónaplötum og krossviði, til að villa
um fyrir bandamönnum. Sé það hluti
af hemaðaráætlun Saddams Hussein
að láta bandamenn eyða kröftunum
til einskis. Mjög erfitt mun vera að
sjá úr lofti hvort eldflaugapallamir
eru ekta eða plat.
Þátttaka Þjóðverja
Gerhard Stoltenberg, vamarmála-
ráðherra Þýskalands, segir að mögu-
leg árás íraka á Tyrki sé nægileg
ástæða fyrir Atlantshafsbandalagið
til .að hjálpa Tyrkjum. Hann tiltók
ekki sérstaklega hvort stjórnvöld í
Bonn myndu senda hersveitir á vett-
vang en sagði Þjóðveija mundu ráð-
færa sig við aðildarríki NATO áður
en ákvörðun um viðbrögð yrði tekin.
í Þýskalandi er mikil andstaða í
Þýskalandi við beina þátttöku í stríð-
inu við Persaflóa. Hafa heitar um-
ræður verið um málið í þýska þing-
inu.
Stoltenberg vísar til fimmtu grein-
ar í sáttmála NATO sem segir að það
sé skylda bandalagsins að veita
stuðning ef ráðist er á aðildarríki.
Helmut Kohl kanslari hefur orðið
fyrir gagnrýni bandamanna þar sem
Þjóðveijar þykja ekki sýna nægan
vilja til að koma til hjálpar verði ráð-
ist á Tyrki.
Menn úr flokki Kohls hafa stutt
stjómarandstöðuna og segja Þjóð-
verja ekki þurfa að verja Tyrki. Þar
sem Tyrkir bjóði orrustuvélum
bandamanna bækistöð í Tyrklandi
sé það bandamanna að hjálpa Tyrkj-
um í mögulegri gagnárás íraka á þá.
18 þýskar ormstuvélar eru í Tyrk-
landi. Ákvæði stjórnarskrár banna
Þjóðveijum að senda hersveitir til
landa utan NATO. Þá er aðstoð
þeirra við bandamenn í írak tak-
mörkuð við fjárhagslega hjálp og
tækjabúnað.
Reuter
ísraelar til vinnu þrátt ffyr-
ir hótanir um nýjar árásir
Bandariskir hermenn viö skotpalla með Patriot eldflaugum sem þeir hafa
komiö fyrir i ísrael. Simamyndir Reuter
ísraelar héldu til vinnu í gær en
eldflaugaárásir íraka á föstudaginn
og laugardaginn höfðu haldið mönn-
um innanhúss. Yfirvöld í ísrael hafa
þó tekið hótunina um nýja eldflauga-
árás alvarlega því skólarnir em enn
lokaðir. Tilkynnt var aö borgaramir
ættu alltaf að hafa gasgrímur með-
ferðis hvert sem þeir 'færu. Fólk var
einnig hvatt til að safnast ekki saman
í hópa.
Ekki er ljóst af hveiju írakar hafa
gert hlé á eldflaugaárásum sínum
gegn ísrael eftir að þeim mistókst
með þeim tveimur fyrstu að draga
ísraela í stríðið.
Dregið er í efa að Patriot eldflaug-
arnar, sem ísraelar fengu frá Banda-
ríkjunum um helgina, hafi fengið ír-
aka til að láta af árásunum því þeir
halda áfram árásum sínum á Saudi-
Arabíu þaöan sem beitt er Patriot
eldflaugum.
Aðstoðamtanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Lawrénce Eaglebur-
ger, er nú í heimsókn í ísrael. Hann
sagöi í gær að Bandaríkin viður-
Aðstoðarutanrikisráðherra Banda-
ríkjanna, Lawrence Eagleburger,
skoðar skemmdir eftir eldflaugaárás
íraka á Tel Aviv. Með honum er
borgarstjóri Tel Aviv, Shlomo Lahat,
sem er til vinstri á myndinni.
kenndu rétt ísraela til að hefna sín.
Hann tók þaö fram að Bandaríkin
mætu það mikils að ísraelar hefðu
enn ekki blandað sér í stríðið. Eagle-
burgur vísaði því á bug aö afhending
Patriot flauganna væri höur í því að
fá ísraela til að halda sig utan við
Striðið. Reuter
DV
Bagdad
einsog
draugaborg
Alþjóða Rauði krossinn í Genf
hefur enga yfirsýn yfir aðstæður
almennings í Bagdad. Samskiptin
við borgina eru svo slæm að
Rauöa krossínum er einungis
kunnugt um sjö starfsmenn
stofiiunarinnar og fjölskyldur
þeirra em á lífi.
Breskur fréttamaður, sem kom
frá Bagdad á sunnudaginn, hefur
greint írá því að borgin sé eins
og draugaborg. Þar sé ekkert vatn
né rafmagn. Þeir íbúar borgar-
innar, sem ekki hafi flúið út á
land, haldi sig í neðanjarðar-
byrgjum og hafi ekki hugmynd
um hvemig umhorfs sé i borginni
eftir loftárásimar.
Reuter
Bush
skotinn
tvisvar
tiljarðar
Gamlar minningar hafa senni-
lega skotið upp kollinum í huga
George Bush Bandaríkjaforseta
þegar hann lýsti reiði sinni yfir
meðferð íraka á stríðsföngum
bandamanna. Bush veit mætavel
hvemig það er að vera skotinn
niður í orrastuferð þar sem hann
reyndí shkt í seinni heimsstyrj-
öldinni.
Bush var flugmaður í sjóhern-
um. Orrustuvél hans var skotin
niður yflr Kyrrahafi 2. september
1944. Minnstu munaði að hann
yrði stríðsfangi en bandarískur
kafbátur hafði betur í kappsigl-
ingu við japanskt eftirlitsskip og
bjaraði honum um borð. Tvcir
félagar Bush úr véhnni íétusL
Þetta var í annaö skipti sem hon-
um var bjargaö úr Kyrrahafi. í
fyrra skiptið varð hann að nauð-
lenda á hafinu eftir að vélarbilun
kom upp í orrustuvél hans. Bush
og áhöfn hans var bjargað um
borð í bandarískan tundursphli
hálftíma síðar.
í æviminningum sínum, „Look-
ing forward“ eöa Horft fram á
við, minnist hann þessara atvika
sem verstu stunda striðsins.
Bush hætti í skóla 18 ára gam-
ah. Hann var yngsti flugmaður
sjóhersins í seinni heimsstyijöld-
inni, flaug 58 orrustuferðir frá
flugmóðurskipum á Kyrrahafi.
Bush var heiðraöur fyrir vask-
lega framgöngu.
Reuter
írakar
arunaðir um
Lögreglan á Fihppseyjum hefur
handtekið tvo syni írasks sendi-
fuhtrúa eftir að hafa lagt hald á
efni sem notuð er viö sprengju-
gerö. Efnin vom i íbúö þeirra í
Manila.
Bræðurnir, sem eru 25 og 26
ára, eru nú i yfirheyrslu vegna
gmns um aðild að thraun til
sprengjuárásar á bókasafn
bandarískra yfirvalda í Maniia.
Þeir hafa báðir neitaö að hafa átt
nokkum hlut að máli. Bræðurnir
eru námsmenn í Manha en faöir
þeirra er sendiherra í Sómalíu.
Yfirvöld á Fihppseyjum vísuðu
starfsmanni íraska sendiráðsins
í Manila úr landi eftir að leyni-
þjónustumenn höfðu fullyrt að
hann hefði verið yiðriðinn
sprengjuárásina. Einn íraki lét
lifið og annar særðist þegar
sprengjan, sem lögreglan sagöi
aö koma hefði átt fyrir við bóka-
safnið, sprakk of snemma. Þeir
höfðu notað bifreið sendiráðs-
starfsmannsins.
Reuter