Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ÉLlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 >27022 - FAX: (91J27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 1,30 kr. Ástmögur Vesturlanda Einræðisherra Sovétríkjanna var strax metinn að verðleikum í leiðara DV fyrir rúmum fimm árum: „Ósk- hyggjan á Vesturlöndum kemur m. a. fram í trú sumra á, að hinn nýi framkvæmdastjóri sovézka kommúnista- flokksins sé mannlegri en fyrirrennarar hans. Það er hreinn og klár misskilningur. Gorbatsjov hef- ur sýnt. mikinn áhuga á að knýja þræla sína til meiri afkasta ... Hann er hlynntur járnaga, mun harðskeytt- ari en Tsjernenko og Bresnjev. Vesturlandabúar geta ekki búizt við neinu góðu frá hans hendi.“ Þetta var sagt í leiðara DV 19. nóvember 1985. Tæp- lega ári síðar eða 21. ágúst 1986 stóð þetta í leiðara um einræðisherrann: „Hins vegar er marklaust að fá rit- hönd Gorbatsjóvs undir loforð um frið og vináttu, kjarn- orkuvopnalaus svæði og ýmsar viljayfirlýsingar.“ Nú er komið í ljós, að Gorbatsjov hefur líka svikið nýjustu samninga um samdrátt í.herafla. Hann hefur látið flytja 16.400 skriðdreka austur fyrir Úralfjöll til að þurfa ekki að eyða þeim samkvæmt samkomulagi við Vesturlönd. Og hann hefur vantalið ýmsan herbúnað. 13. janúar 1987 stóð þetta í leiðara DV um eitt afrek Gorbatsjovs: „Fyrir mörgum árum var nokkur straum- ur fólks úr landi, en nú hefur að' mestu verið skrúfað fyrir hann. Stjórnvöld ofsækja þá, sem sækja um að komast á brott, til dæmis með því að reka þá úr vinnu.“ Um afturhaldið að baki Gorbatsjovs var sagt í leiðara 19. janúar 1989: Ekki er heldur ótrúlegt, að Gorbatsjov gefi sjálfur eftir fyrir afturhaldinu.“ Og 28. nóvember sama ár: „Ef Gorbatsjov... tekst að halda Rauða hernum frá valdaráni...“ Sú valdataka er nú orðin að veruleika. 9. marz 1989: „Tilraunir stjórnvalda í Sovétríkjunum ... til viðreisnar efnahags eru dæmdar til að mistakast. Gorbatsjov og stuðningsmenn hans hefðu betur kynnt sér málin á íslandi áður en þeir tóku upp svipaða Fram- sóknarstefnu og íslenzkar ríkisstjórnir stunda.“ Fyrir ári var enn kvartað í leiðara DV yfir dálæti Vesturlanda á einræðisherranum: „Merkilegt er, hve mikla áherzlu stjórnmálaleiðtogar Vesturlanda hafa lagt á að styðja við bakið á Gorbatsjov, eins og hann sé eina ljósið í Sovétmyrkrinu.“ Þetta var 27. marz 1990. „Gorbatsjov er í raun enginn lykilmaður framfara í Sovétríkjunum. Flokksforustan hefur ráðið hann til að bjarga því, sem bjargað verður úr gjaldþrotinu.“ Loks var Gorbatsjov líkt í þessum leiðara við annan einræðis- herra, sem þá var í bandarískri náð, Saddam Hussein: „Engin ástæða er fyrir Bandaríkjastjórn að bæta Gorbatsjov við íjölmenna hirð ógæfulegra skjólstæðinga sinna úti í heimi. Nóg ætti að vera fyrir Bush Banda- ríkjaforseta að vera með ráðamenn Kína, Pakistan, írak og annan hvern bófa í Suður-Ameríku á bakinu.“ 5. apríl 1990: „Opnunin í Sovétríkjunum er snögglega horfin. Gorbatsjov er með sífelldar hótanir og ógnanir. Fjölmiðlar í Sovétríkjunum tyggja upp eftir honum ósómann, nákvæmlega eins og í gamla daga, áður en Gorbatsjov fór að fitla við lýðræðiseldinn. Snögglega hefur sannazt gömul regla, sem vestrænir ráðamenn, einkum bandarískir, hafá ekki skilið nógu vel. Hún er, að persónuleg sambönd koma ekki í stað utanríkisstefnu. Sá, sem setur traust sitt á persónu í útlöndum, verður fyrir vonbrigðum, þegar á reynir.“ Vestrænir stjórnmálamenn, gölmiðar og nóbelsnefnd hafa hossað Gorbatsjov, þótt árum saman hafi verið vitað, að innihaldið var allt annað en ímyndin. Jónas Kristjánsson Varúð, f iskeldi! Eins og sjá mátti í DV fyrir nokkrum dögum hafa 13 fyrirtæki í fiskeldi orðið gjaldþrota á rúmu ári en auk þeirra munu 4-5 fyrir- tæki hafa hætt rekstri án gjald- þrots. Þetta er um helmingur fisk- eldisfyrirtækja sem hafa verið með umtalsverða starfsemi. Fiskeldið hefur verið umsvifa- mikið í fjárfestingum og dýrt í rekstri og við hrun greinarinnar eru aö tapast milljarðar. Ég tel verulegt áhyggjuefni nú að ávinn- ingar greinarinnar, þekking og reynsla og möguleikinn á því að vinna upp aftur fjárhagslegt tjón af henni sé að glatast. Vöntun á ákvarðanatöku Einhverjir hafa haldið því fram að ein stærsta ástæða erfiðleik- anna sé of lítið eigið fé í fyrirtækj- unum. Sannleikurinn er sá að lík- ast til hefur verið lagt að jafnaöi meira eigið fé í fyrirtæki í greininni en almennt hefur tíðkast um at- vinnurekstur á íslandi fram að þessu, þó það sé e.t.v. að breytast. Annað mál er að fyrirtæki innan greinarinnar hafa verið mjög ólík og mjög erfitt að setja þau undir einn hatt. Innan greinarinnar eru fyrir- tæki, sem hafa verið íjármögnuð nær 100% með eigið fé, önnur litlu og allt þar á milli. Fjárfestingar- lánasjóðir hafa gengið hart eftir eiginfjárframlagi á móti lánum og mjög lágt eigið fé er því undantekn- ing. Það hvað fyrirtækin eru ólík að uppbyggingu, fjármögnun og stjómun hefur háð greininni veru- lega. Það hefur m.a. leitt til þess að samstaða innan hennar hefur ekki verið nægjanleg um aðbúnað fyrir hana og áhersluatriði og um leið hefur verið erfiðara fyrir stjórnvöld að koma með úrlausnir og aðgerðir sem hentuðu öllum. Ofan á það hefur bæst óreiöa og vitleysa í stjórn samtaka greinar- innar en það er sérkapítuli. Það sem ég tel að hafi fyrst og fremst valdið því hvemig komið er í dag er vöntun á pólitískri stefnu- mótun þegar uppbyggingin var að hefjast. Vöntun á ákvarðanatöku um það að hverju yröi stefnt og hvernig því markmiði yrði náð. Þar hggur sökin ekki eingöngu hjá stjómvöldum heldur fiskeldis- mönnum líka sem hafa ekki talaö einum rómi eöa staðið nægjanlega saman. Afurðalánin Menn geta tínt til hver eftir sínu hugarflugi hvaða atriði hafa valdið hruninu en það sem stendur eftir hjá fyrirtækjunum í dag er rándýr KjaUarinn Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur afbökun á afurðalánakerfi, sem fyrirtækin og viðskiptabankarnir sitja uppi með, og skuldir vegna fiárfestinga og taps í rekstri sem eru orðnar hærri en verðmæti fiár- festinganna. Afurðalán, t.d. fiskverkenda, em lán veitt til birgðaöflunar, t.d. yfir vertíð, og í lok vertíðar eru birgð- imar seldar og lánið gert upp. Fisk- eldisfyrirtæki, sem komið er í stöö- ugan rekstur, er komið með fisk sem gefur af sér ákveðinn tonna- fiölda á ári í vöxt sem er slátrað og selt en eftir stendur sama magn af nýjum árgangi af fiski. Afurðalánakerfi fiskeldis nær yfir allar birgðir og fyrirtækin eru því meö dýr lán á öúum birgðum sem greiðast aldrei nema að hluta og aldrei upp. Kostnaður við lánin er það mikiU að allar sölutekjur fara í að standa í skilum með þau og ekki er króna eftir til aö reka fyrirtækin, nema hægt sé að slátra litlu og auka stöðugt birgðimar. Ef illa fer og fyrirtækin verða gjald- þrota situr bankinn uppi með birgðir að veði fyrir lánunum þar sem aðeins lítill hluti er söluhæfur fiskur. Sagt er að þriðji rekstraraðili hótels nái því í arðbæran rekstur. Og vissulega hafa veriö uppi hug- myndir um að ná fiskeldinu í arð- bæran rekstur með tilkomu nýrra rekstraraðila. Raunin með þau fyr- irtæki sem hafa orðið gjaldþrota er þó sú að flest þeirra eru ekki starfrækt og eignir þeirra hafa tæst í sundur og glatast. Þrjú fyrirtæki eru rekin af nýjum aðilum, sem ekki hafa komið nálægt þessum rekstri áður, eitt lánað undir annan rekstur, hálft er í leigu starfandi fiskeldisfyrirtækis og nokkur em rekin af örvæntingarfullum veð- höfum birgða sem bíða þess með ærnum tilkostnaði að óseljanlegur fiskur vaxi í sölustærð. Ekkert fyr- irtæki hefur verið selt nýjum rekstraraðilum. Reynsla Japana Ástandið er ekki gott og að óbreyttu horfir í það að hluti þeirra fyrirtækja sem eftir eru gefist upp. Þau fáu fyrirtæki, sem standa vel og verða þá eftir, koma tfi með að búa við það að þjónusta við grein- ina leggst að mestu af þar sem lítiö verður eftir til að þjónusta. Það sem hægt væri að gera núna til þess að kippa fiskeldinu aftur í liðinn og vinna á næstu árum upp þaö tap sem hefur orðið af þessum byijunarerfiöleikum er: Endur- semja um fiárfestingarlán, endur- skoða ýmsa kostnaðarþætti grein- arinnar, sem ekki hefur veriö tekiö á, t.d. raforkuverð, og síðast en ekki síst að breyta fáránlegu af- urðalánakerfi greinarinnar og nýta við það rikissfiómarsamþykkt frá því í fyrra um bústofnslán og sam- þykkt Alþingis um ríkisábyrgð á afurðalán til fiskeldis. Ekki er úr vegi að ljúka þessum hugleiðingum með því að segja frá reynslu Japana í hafbeit sem ég las um nýlega. Á Hokkaido hófu Jap- anar hafbeitartilraunir með Kyrra- hafslax um 1870. Fyrstu hundrað árin gekk hvorki né rak, endur- heimtur voru þaö lélegar aö greinin barðist í bökkum en um 1970 komu fram úrbætur í eldi og sleppingu sem juku endurheimtur það mikið aö nú er hafbeitin orðin mjög arö- vænleg atvinnugrein. Japanar segja að hvert fiárfest yen í þessari starfsemi skih þeim 50 yenum á ári í tekjur. Eyjólfur Friðgeirsson. „Sannleikurinn er sá að líkast til hefur verið lagt að jafnaði meira eigið fé í fyrirtæki 1 greininni en almennt hefur tíðkast um atvinnurekstur á íslandi fram að þessu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.