Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Qupperneq 15
ÞRlÓJÚDÁGUR 22. JANÚAR 1991.
15
Skin og skúrir
Þaö má meö sanni segja að það
skiptast á skin og skúrir í þeim
málaflokki sem unnið er að dag-
langt og dugir þó skammt.
í málaflokki fatlaðra almennt má
segja að meginskuggi skúranna fel-
ist í sjálfum lífsgrunninum, afkom-
unni hjá þeim sem höliustum fæti
standa, en það gildir um aRtof
marga í okkar þjóðfélagi í dag. Til
þessa árs er því horft með ákveð-
inni von til einhverrar leiðrétting-
ar á kjörum hinna lakast settu því
að annars munu menn ekki sjá
árangur ærinna fórna fyrir svo-
kailaða þjóðarsátt sem þýðir að
fólk hlýtur að slíta sundur friðinn,
svo sem forðum var sagt.
Vandi geðsjúkra
En burtséð frá sjálfum bótaupp-
hæðum dagsins, tilverugrundvelli
þúsundanna, þá er þörf nú um ára-
mót að líta til annarra þátta einnig
þar sem upphafsorðin gilda ekki
síður. Um stundir ber málefni
heynarlausra hsést því einmitt í lok
liðins árs gerðist hvort tveggja,
gleðiatburður og hrokafull höfnun
á rétti þessa hóps. Að því skal svo
síðar vikið beint.
Vandi geðsjúkra var í brennidepli
ráðstefhu um þessa fötlun og illar
afleiðingar hennar í lok nóvember
sl. og við sem gleggst þekkjum til,
þó úr nokkurri fjarlægð sé, segjum
ekki ofmælt að þar sé skuggana
hvað skýrast að finna og hvað
dekksta einnig.
Tvö dæmi tilgreinast hér úr safni
ótalinna. Um það bil 40% þeirra
nær 300 umsókna um húsnaeði hjá
Hússjóði Öryrkjabandalagsins
snerta eingöngu eða að yfirgnæf-
andi hluta geöræn vandamál og
hlutfall þeirra hækkar stöðugt. Fé-
lagsmiðstöð Geðhjálpar, hin mikil-
væga stoð svo margra, athvarf til
KjaUaiinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
arlausu er rétt að horfa lítillega á
fjárlög nýhafins árs og glöggva sig
þar á örfáum atriðum.
Ný sambýli
I málefnum fatlaðra fær ýmislegt
þar fararefni góð, þó eins séu þar
alvarleg vanefni og vanefndir um
leið á ferð. Svo ekki sé ævinlega
verið að hefja upp hið neikvæða á
kostnað hins jákvæða skal á fáein
mikilvæg og jákvæð atriði minnst.
í fyrsta lagi, og verður síðar að
vikið, fékkst fjárveiting til sam-
skiptamiðstöðvar heyrnarlausra
upp á 5,3 millj. sem tryggir upphaf
þessarar merku starfsemi. í öðru
lagi fékkst fjárveiting til félagslegra
íbúða fyrir fatlaða sem tengist út-
skriftum af sambýlum yfir í félags-
legar íbúðir og á sú íjárveiting aö
„Það er dapurlegt að meirihluti út-
varpsráðs og stjórnendur sjónvarpsins
skuli af hroka hafna þessum hópi sem
hlýtur að eiga sama rétt og við hin..
úrlausnar, er nú brátt á götunni
og opinberir aðilar sjá enga lausn
eða mega ekki vera að því að finna
lausn vegna annarra aðsteðjandi
mála.
Innlagnaspamaður af þessari
miðstöð er utan efa mjög mikill og
svo er þarna sá vettvangur sem svo
ótal margir leita til á erfiðri stund,
allt yfir í þá sem til útigangsfólks
teljast í alverstu merkingu þessa
orðs. Tvö dæmi um alvöru þeirra
mála allra, en þau hrópa alls staðar
að, og örðugleikskugar lengjast.
En áður en ég vík að þeim heym-
standa straum af fimm ársverkum
þroskaþjálfa til aðstoðar íbúum. Til
þessa era rúmar 8 millj. sem gleður
hug og hjarta.
Þá má vissulega fagna framlög-
um til rekstrar nýrra sambýla í
Borgamesi, fyrir blinda í Reykja-
vík og geðsjúka í Reykjavík en allt
era þetta umtalsverðar fjárhæðir
og í ljósi þess sem að framan er
sagt er síðasti liðurinn ekki sístur.
Einnig má virkilega vel fagna 12
milljóna framlagi til heimilis geð-
sjúkra fanga sem er eitthvað það
besta sem fjárlögin fela í sér, slíkt
„I málaflokki fatlaðra almennt má segja að meginskuggi skúranna felist
I sjálfum lífsgrunninum...“
ástand sem í þeim málum hefur of
lengi varað, okkur öllum til mikill-
ar minnkunar.
Svona mætti út af fyrir sig telja
upp einstakar fjárveitingar áfram
en aðeins endað á mikilvægu fram-
lagi til málefna einhverfra sem
auðveldar mjög lausn vandamála
þar, svo og ber að gleðjast yfir
framlögum til atvinnuleitar fyrir
fatlaða eystra og syðra, sem er góð
viðbót við það sem fyrir er.
En jafnframt því sem minnst er
á gott liðsinni landstjórnar og lög-
gjafa á þessu þýðingarmikla mála-
sviði þá verður ekki hjá því komist
að víkja að skuggahlið fjárlaganna,
framlögum í Framkvæmdasjóð
fatlaðra.
Áfangasigur
Hins vegar skal svo í lokin vikið
að hinu tvíþætta hlutskipti heyrn-
arlausra nú á þessum tímamótum.
Það var gleðiefni að eitt megin-
baráttumál heymarlausra - sam-
skiptamiðstöðin - varð að lögum.
Áfangasigur í okkar löggjöf sem
varðar um margt einangraðasta og
verst setta hóp fatlaðra. Honum er
fagnað vel og innilega í skugga tíð-
indanna frá útvarpinu okkar allra
sem hafnar algerlega enn textun
áramótaskaupsins og raunar ýms-
um öðrum réttindakröfum heyrn-
arlausra. Það er dapurlegt að
meirihluti útvarpsráðs og stjóm-
endur sjónvarpsins skuli af hroka
hafna þessum hópi sem hlýtur að
eiga sama rétt og við hin hjá þess-
ari sameiginlegu stofnun allrar -
þjóðarinnar.
Um þetta mætti vissulega hafa
ótal orð þungra ásakana. Aöeins
það sagt að þessu máli munum við
fylgja eftir af fullum réttlætis-
þunga, svo sem það á svo sannar-
lega skihð. Vonandi kemur þar
skin eftir skúr.
Helgi Seljan
Dagsbrún og þjóðarsáttin
Hvað er þjóðarsátt og í þágu
hvers er hún? Þjóðarsátt er ekki í
þágu láglaunafólks. Þjóðarsátt er í
mínum huga blekking og áróður.
Blekkingin liggur í því að segja
fólki vísvitandi ósatt með dyggri
aðstoð íjölmiðla. Allt síðastliðið ár
hefur dunið yfir okkur hvað þjóð-
arsáttin sé nauðsynleg. Á síðasta
ári hefur láglaunafólk látið íjöl-
miðla og verkalýðsforustuna plata
sig einu sinni enn.
Ef við skoðum þetta mál vel get-
um við spurt okkur sjálf hverjir
eigi fjölmiðla hér á landi. Ekki
verkalýðurinn. Það eru atvinnu-
rekendur sem eiga alla íjölmiðla
hér á landi. Það er þeirra hagur að
verkalýðnum sé haldið niðri og
hvað gerir verkalýðsíorystan? Hún
tekur undir með VSÍ og segir að
allar launahækkanir séu slæmar
og verðbólguvaldandi og af hinu
illa.
Aldrei hafa jafnmargir þurft að
leita á náðir Félagsmálastofnunar
og Mæðrastyrksnefndar og víðar
eftir aðstoð og fyrir síðustu jól og
hvað segir verkalýðsforystan?
Ekki neitt frekar en fyrri daginn.
Lítill árangur
Núverandi forysta er aö ganga
af verkalýðshreyfingunni dauðri,
vægt til orða tekið. Almenningur
er hættur að hafa trú á verkalýðs-
félögum. Þess vegna verðum við
að taka höndum saman og hjálpast
að við að byggja upp nýja og sterka
verkalýðshreyfingu. Sú hreyfing
verður að vera hið mikla afl sem
hún var og endurvekja sitt fyrra
stolt.
í verkamannafélaginu Dagsbrún
er afturhaldssöm stjórn sem setið
hefur alltof lengi. í lok þessa mán-
Kjallariim
Þórir Karl Jónasson
gjaldkeri mótframboðs
íDagsbrún
Það er ekki hægt að segja að mik-
ill árangur hcifi náðst í kjaramálum
í okkar félagi. Það er ekki hægt að
kalla það mikinn árangur í félagi
eins og Dagsbrún, sem verður 85
ára á þessu ári, að kauptaxtar hjá
okkur séu undir viðurkenndum
fátækramörkum.
Lýðræði er ekkert
Lýðræði í Dagsbrún er ekki til
og það hefur maður fengið heldur
betur að finna fyrir í mótframboð-
inu. Hinar einfoldustu upplýsingar
er ekki hægt að fá og hefur okkur
verið sýnd mikil ókurteisi af for-
ráðamönnum félagsins. Má þar
fyrst nefna félagaskrá Dagsbrúnar
sem við fáum ekki aðgang aö og
hafa bæði formaður og varaform-
aður látið hafa það eftir sér að Pét-
ur og Páll hafi ekki aðgang að henni
astliðið haust, er blaðið notað sem
áróður gegn mótframboðinu og
fengum við þar enga umfjöllun. í
3. tölublaði félagsins fékk mót-
framboðið heilar 2 blaðsíður!
Þess má geta að blaðið er 24 síð-
ur. Svo var okkur í mótframboðinu
tilkynnt fimmtudaginn 10.1.’91 að
út ætti að koma eitt blaö, nú rétt
fyrir kosningar. Okkur var sagt aö
ef við vildum koma einhveiju fyrir
í blaðinu ættum við að skila því inn
fyrir hádegi 11.1.’91. Þetta er hið
fullkomna lýðræði í Dagsbrún!
Svolítið kaldhæðnislegt
Ég vil hvetja alla Dagsbrúnar-
menn til að taka næsta félagsblaði
með fyrirvara. Því miður getum við
ekki sent stefnuskrá okkar til fé-
lagsmanna, í stað þess munum við
reyna að heimsækja alla vinnu-
staði Dagsbrúnarmanna. Núver-
andi stjórn Dagsbrúnar hefur ekki
gefið út neina stefnuskrá vegna
þess að hún hefur enga stefnu.
Það hefur verið svolítið kald-
hæðnislegt að sjá suma verkalýðs-
foringja í friðargöngu að undan-
fómu þar sem þeir eru að mót-
mæla ólýðræði úti í heimi. Þessir
menn ættu að líta sér nær og end-
urskoða lög sinna eigin félaga.
Réttlætið mun sigra að lokum. Við
skorum á alla Dagsbrúnarmenn að
mæta á kjörstað og kjósa nýja for-
ystu sem mun sækja fram til bar-
áttu fyrir vinnandi stéttir til lands
og sjávar og afmá þann mikla
launamun sem nú er hér á íslandi.
Þórir Karl Jónasson
„Almenningur er hættur að hafa trú á
verklýðsfélögum. Þess vegna verðum
við að taka höndum saman og hjálpast
að við að byggja upp nýja og sterka
verkalýðshreyfingu. ‘ ‘
aðar eða 25. og 26. janúar verður
kosið milli tveggja lista í félaginu.
Þá hefur verkafólk valkost um
hvort það vill hafa sömu stjórn
áfram eða ekki. Þarna er komið
fram raunverulegt val. Val um það
hvort hægt verður að breyta þeirri
þróun sem verið hefur í kjaramál-
um á undanförnum árum. En þar
hefur einmitt verið mikil undan-
látssemi og niðurlæging fyrir
verkafólk.
og að félagaskráin fari ekki út úr
húsi félagsins (enda sé hún ekki
tilbúin ennþá!).
Þetta era hrein og klár ósannindi
og blekking. Til rökstuðnings hef
ég það að Dagsbrún gefur út félags-
blað sem kemur út 3-4 sinnum á
ári og er sent út til allra félags-
manna og er þá farið eftir félaga-
skránni. Blað félagsins er heldur
ekki ýkja lýðræðislegt. í öðru tölu-
blaði Dagsbrúnar, sem út kom síð-