Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. 17 Iþróttir Iþróttir Sport- stúfar .... DV fékk rangar upp- ílS lýsingar um úrslit í //, C-riðli 4. deildar ís- landsmótsins í innan- hússknattspyrnu sem birtust í blaðinu í gær. Rétt lokastaða í riðlinum varð þessi: Höttur.......3 3 0 0 8-5 6 Leiknir F....3 2 0 1 12-7 4 Grundarfj....3 0 1 2 10-14 1 Leiftri......3 0 1 2 9-13 1 • Þá misritaðist nafn Leiftra úr Reykjavík og það skal því tekið fram að ekki var um Leiftur frá Ólafsfirði að ræða. Ólafur Haukur vann Bikarglímu Reykjavikur • Bikarglíma Reykjavíkur fór fram í fyrsta skipti í íþróttahúsi Melaskólans um liðna helgi. Keppt var í fimm flokkum og alls mættu 17 keppendur til mótsins frá tveimur félögum, KR og Vík- verja. Ólafur Haukur Ólafsson, KR, besti glímumaöur landsins um nokkurt skeið, vann öruggan sig- ur í karlaflokki og hlaut 6 vinn- inga. Vann hann allar glímur sín- ar. í öðru sæti varð Orri Björns- son, KR, með 5 vinninga og Ingi- bergur Sigurðsson, Víkverja varð þriðji með 4 vinninga. Úrslit í öðrum flokkum urðu sem hér segir: Flokkur 16-17 ára 1. IngvarSnæbjörnsson........KR 2. Sigurður Sigfússon.......KR 3. Björgvin Ó. Magnússon....KR Flokkur 14-15 ára 1. Jóhannes Oddsson..........KR 2. Haukur Claessen..........KR Flokkur 12-13 ára 1. Pétur K. Guðmarsson.......KR 2. Kristinn Magnússon.......KR Flokkur 10-11 ára 1. Hörður Arnarsson..........KR 2. Örn Þorsteinsson.........KR Broddi tapaði fyrir Árna Þór í úrslitum • íslandsmeistarinn í einliðaleik karla í badminton, Broddi Kristj- ánsson, TBR, tapaöi óvænt í úr- slitaviðureign opna meistara- mótsins hjá KR á dögunum. Broddi lék til úrslita gegn Áma Þór Hallgrímssyni og vann Ámi Þór nokkuð öruggan sigur, 15-7 og 15-8. Ámi Þór lék mjög vel á mótinu og hafði frekar lítið fyrir því að sigra Guðmund Adolfsson í undanúrslitaleik, 15-3 og 15-12. • í einliðaleik kvenna vann Elsa Nielsen stöllu sína Bimu Petersen í úrslitaleik 11-5 og 12-10. • í aukaflokki karla sigraði Tryggvi Nielsen, TBR, Hjalta Helgason, KR, í úrslitum 15-5 og 15-7. • í aukaflokki kvenna sigraði Áslaug Jónsdóttir, TBR, Bryndísi Baldvinsdóttur í úrslitum, 11-2 og 12-10. Stprsigur HK gegn Armenningum • HK úr Kópavogi vann stórsigur á Ár- menningum j 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 15-28. Þór frá Akureyri og HK standa því jöfn í efsta sæti deildarinnar, bæði liðið hafá hlot- ið 25 stig að loknum 14 leikjum. Breiðablik kemur í þriðja sæti með 21 stig. Þjálfara Cesena sagt upp störfum • Marcello Lippi, þjálfari ítalska hðsins /r • Cesena, var rekinn frá “^ félaginu í gær. Cesena er í neðsta sæti í 1. deild, hefur aðeins hlotið níu stig úr 17 leikj- um. Giampiero Ceccarelh var ráðinn þjálfari í stað Lippi. * „Peter Shilton er búinn að vera“ - segir Brian Clough um markvörðinn fræga Brian Clough, hinn frægi fram- kvæmdastjóri enska knattspyrnu- Uðsins Nottingham Forest, sagði á sunnudaginn að Peter Shilton, fyrr- um landsliðsmarkvörður Englend- inga, væri búinn að vera. Shilton, sem er 41 árs og ver mark Derby County, náði ekki að verja frá Gary Lineker þegar sá síðarnefndi skoraði sigurmark Tottenham í 1. deildar leik liðanna á sunnudaginn. Clough aðstoðaði sjónvarpsmann viö beina útsendingu frá leiknum og sagði: „Shilton er búinn að vera. Fyrir ári hefði hann varið þetta skot.“ Lineker, sem tók í haust við fyrir- Uðasföðunni í enska landsliðinu af Shilton, sagði hins vegar eftir leik- inn: „Ég get ekki séð að Peter hefði getað komið í veg fyrir mark og hann var mjög nálægt því að veija. Mér fannst hann eiga stórleik í markinu." • Peter Shilton, fyrrverandi lands- liðsmarkvörður Englendinga. Stuðningsmenn Derby vilja Maxwell burt Eftir leikinn varð stór hópur stuðn- ingsmanna Derby eftir á áhorfenda- pöllunum og krafðist þess að Robert Maxwell, stjórnarformaður félags- ins, segði af sér. MótmæUn stóðu í rúma klukkustund en Brian Clough, sem stýrði Derby í eina tíð, og Arthur Cox, framkvæmdastjóri félagsins, gátu að lokum talað stuðningsmenn- ina til og fengu þá til að yfirgefa leik- vanginn. Derby er nú næstneðst í 1. deild og á greinilega erfiða faUbaráttu fyrir höndum næstu vikurnar. Aðdáendur félagsins eru reiðir MaxweU þar sem hann hefur mörg járn í eldinum og •aðstoðaði einmitt Tottenham við að kaupa Gary Lineker frá Barcelona á sínum tíma! -VS Heimsmeistaramótið 1 alpagreinum: Grínið kom svissneskum útvarpsmanni í koll - sagðist vera með sprengju í töskunni sinni Framkvæmdanefnd heimsmeist- aramótsins í alpagreinum á skíðum, sem hófst í Saalbach í Austurríki í morgun, hætti við að halda sérstaka opnunarathöfn í gærkvöldi. Tals- maður nefndarinnar sagði að ástæð- urnar hefðu verið tvær, ótti við hermdarverk vegna Persaflóastríðs- ins og dauðaslysið sem varð í Sviss á föstudaginn þegar tvítugur Austur- ríkismaður, Gernot Reinstadler, lést eftir fall í brunkeppni. Öryggisráðstafanir voru hertar í Saalbach í gær þegar fregnir bárust um að ellefu íranar, sem taldir eru styðja Saddam Hussein íraksforseta, hefðu verið handteknir í landinu, grunaðir um að vera að undirbúa hermdarverk. 600 öryggisverðir hafa sérhæft sig Um 600 öryggisverðir, þar á meðal sveit sem hefur sérhæft sig í að koma í veg fyrir hryðjuverk, gæta kepp- endanna í Saalbach dag og nótt. Skipuleggjendur keppninnar sögðu í gær að allar 48 þjóðirnar sem taka ætluðu þátt myndu mæta til leiks, þar á meðal Bandaríkjamenn sem hurfu heim á leið með alla keppend- ur sína í heimsbikarkeppninni í síð- usiu viku. Bandaríska'Sveitin var þó ekki bú- in að gera vart við sig í Saalbach í gærkvöldi. Grínið kom frétta- manninum í koll Svissneskur útvarpsfréttamaður komst aö því í gær að það borgar sig ekki að hafa ákveðna hluti í flimting- um þegar heimsástandið er eins og það er í dag. Hann var á leið til Sa- albach til að fylgjast með mótinu og sagði í gríni við öryggisverði á flug- vellinum í heimalandinu að hann væri með sprengju í töskunni. Það leiddi til þess að allir farþegarnir í vélinni urðu að fara frá borði og bera kennsl á farangur sinn, véhn tafðist um 35 mínútur og þegar hún fór í loftið var fréttamaðurinn skilinn eft- ir til frekari yfirheyrslu! • Engir íslendingar keppa í Sa- albach þar sem Skíðasamband Is- lands ákvað fyrir nokkru síðan að taka ekki þátt í mótinu að þessu sinni. -VS Hlynur Þór Magnússon, DV, ísafirði: Helga Sigurðardóttir, sundkona í Vestra, hlaut titilinn íþróttamaður ísafjarðar 1990, og var þetta í þriðja sinn sem henni hlotnast þessi viður- kenning. Að venju var tilkynnt um útnefninguna í veglegu samsæti sem bæjarstjórn ísafjarðar hélt íþrótta- fólki á Hótel ísafirði, og var þá jafn- framt fjöldi annarra ísfirskra íþróttamanna heiðraður fyrir góðan árangur á liðnu ári. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti bæjarstjómar, lýsti kjöri íþróttamanns ísafjarðar og rakti í stuttu máli það helsta sem Helga Sigurðardóttir vann sér til frægðar á árinu 1990. • Helga Sigurðardóttir og Ólafur Kjartansson, forseti bæjarstjórnar, við útnefningu íþróttamanns ísafjarðar 1990. Helga íþróttamaður ísafjarðar 1990 - hlotnast þessi heiður í þriðja sinn Þrefaldur meistari á íslandsmótinu utanhúss Hún varð þrefaldur íslandsmeistari á innanhússmeistaramóti íslands, þrefaldur íslandsmeistari á íslands- mótinu utanhúss, var ein af fimm í A-landsliðinu í sundi 1990, var valinn til þátttöku í heimsmeistaramótinu í sundi, og var stigahæsti sundmaður- inn í bikarkeppni Sundsambands ís- lands í 1. deild, og þá ekki allt tal- ið. Helga byijaði að æfa sund árið 1982 og setti sitt fyrsta íslandsmet árið 1984. Árið eftir var hún valin í lands- lið í fyrsta sinn og hefur verið einn af burðarásum þess síðan. Badmintonsamband Islands hefur hætt við að senda íslenska landsliðið til þátt- töku í Evrópukeppni B-þjóða, sem fram fer í Búlgaríu, vegna Persaflóastríðsins. í fréttatilkynningu, sem BSÍ sendi frá sér í gær, segir: „Stjórn Badmintonsambands íslands ákvað á fundi í gærkvöldi að hætta við fyrirhugaða þátttöku í Evrópukeppni B-þjóða í badminton. Keppnin fer fram dagana 25.-27. janúar í Vama í Búlgaríu, sem er nálægt norður- landamærum Tyrklands. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er stríð- ið við Persaflóa. Talið var að mótið væri óþægilega nærri líklegum stríðsátökum og eins var ferðin löng og með nokkrum millilendingum, og með tilliti til hermdar- verka ekki talið ömggt að ferðast nú. Vitað er að fleiri af fyrirhuguðum 19 þátttökuþjóðum hafa einnig hætt við þátt- töku.“ -VS 1. deild - kvennahandbolti: Víkingur sigraði FH Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi, Víkingur tók á móti FH í Höllinni og sigraðu heimamenn 23-19. Fyrri hálfleikur fór rólega af stað og liöin skiptust á að skora, var staöan í hálfleik 10-9 Víking í vil. Víkingur kom mun ákveönarí til leiks i síðari hálfleik og náði að komast í 14-10 en FH-stúlk- ur náðu aö núnnka munínn aftur í eitt mark, 14-13. Víkingsliöið náði sér svo aftur á strik og sígraði í leiknum 23-19. Sigrún i Víkingsmarkinu varði ágætlega á köflum þá var Halla sterk og Svava náði sér á strik eftir frekar slæma byrjun. Þær Rut og Björg vora bestar í FH-Iiðinu. • Mörk Víkings: Halla Helgadóttir 7/3, Andrea Atladóttir 4, Svava Sigurðardóttir 4, Inga Lára Þórisdóttir 4/2, Heiða Erlingsdóttir 3, Matthildur Hannesdóttir 1. • Mörk FH: Rut Baldursdóttir 6/2, Björg Gilsdóttir 4, Kristín Pétursdóttir 3, Eva Baldursdóttir 2, Hildur Harðardóttir 2/1, Arndís Aradóttir 1, María Sigurðardóttir 1. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: ingar Irfa enn i voninm - unnu óvæntan sigur á Haukum, 88-80,1 gærkvöldi IR-ingar sigruðu í sínum öðrum leik í vetur er þeir lögðu Hauka að velli, í Seljaskóla í gærkvöldi, 88-80. Breiðhyltingar byrjuðu af miklum krafti og náðu fljótt öruggu forskoti sem þeir héldu út nær allan hálfleik- inn en góður kafli hjá Haukum í lok fyrri hálfleiks varð til þess að mun- urinn var einungis þrjú stig í hálf- leik, 47-44. Hvatning áhangenda ÍR spilaði mikið inn í Haukarnir byijuðu þann seinni eins og þeir enduðu þann fyrri og breyttu stöðunni á aðeins einni mín. í 47-51. - Þar héldu margir að leik þessum væri lokið en ÍR-ingar voru á öðru máli og náðu að komast yfir þegar níu mín. voru eftir 67-66 og spilaði þar hvatning áhangenda ÍR-inga mikið inní. IR-ingar juku síðan forskot sitt jafnt og þétt og það voru síðan fjögur vitaskot frá þeim Birni Leóssyni og Frank Booker er kórónaði sigur ÍR- inga. Breiðhyltingar eiga hrós skihð fyrir þennan leik. Þeir spiluðu sinn besta leik a tímabilinu og ennfremur sem ein heild og höfðu gaman af leiknum. Mótspyrnan kom Haukum í opna skjöldu Björn Steffensen spilaði mjög vel og þó aðallega í fyrri hálfleik og ekki er annað hægt en að minnast á þátt Frank Bookers sem er mikil lyfti- stöng fyrir ÍR-liðið en í heildina spil- aðu IR-ingar sem ein heild og halda enn í vonina að vera áfram í úrvals- deildinni. Mótspyrna ÍR-ingar kom Haukum mikið á óvart og er líklegt aö með þessu tapi hafl þeir klúðrað öðru sætinu í riðlinum, en þó getur allt gerst. Damon Vance stóð upp úr Uði Hauka og varnarleikur Hennings Henningssonar var mjög sterkur og náði hann að halda Booker niðri stór- an hluta leiksins. • Stig ÍR: Frank Booker 40, Björn Steffensen 20, Karl Guðlaugsson 9, Björn Leósson 8, Hilmar Gunnarsson 5, Halldór Hreinsson 2, Ragnar Torfason 2, Eggert Garðarsson 2. • Stig Hauka: Damon Vance 32, Pálmar Sigurðsson 16, Henning Henningsson 15, Jón Arnar Ingvars- son 15, Pétur Ingvarsson 2. • Dómarar voru Jón Otti Ólafsson og Guðmundur S. Maríasson og áttu þeir sæmilegan dag: KG/JKS Forest og Palace mætast í þriðja sinn Nottingham Forest og Crystal Palace áttust við ööru sinni í 3. um- ferð ensku bikarkeppninnar í gær- kvöldi. Jafntefli varð, 2-2, og þurfa liðin að eigast við í þriðja sinn og verður aftur leikið á City Ground þann 23. janúar. Jafnt var eftir venju- legan leiktíma í gærkvöldi, 1-1, og þurfti því að framlengja. Stuart Pearce og Terry Wilson skoruðu fyrir Forest en Ian Wright pg John Salako gerðu mörk Palace. í sömu keppni vann Rotherham lið Swansea, 4-0, og Swindon vann Ori- ent, 1-0. -JKS • Frank Booker i liöi ÍR reynir körfukskot en Damon Vance er til varnar. Þeir voru atkvæðamestir í liðum sínum í gærkvöldi. Booker skoraði 40 stig en Vance 32. DV-mynd GS Evrópumótið í badminton: Landsliðið hættir við þátttöku - vegna stríðsins við Persaflóa Gunnar SveinbjöxTiBson, DV, Englandi: t......% John Silk, stjórnar- I I formaður West Brom- I//• I wich, hefur borið til ^ 1 baka aUar sögusagnir um aö félagið sé að reyna að fá Arthur Cox, stjóra Derby, til að taka við liðinu eftir að Brian Tal- bot var látinn taka pokann snm. Fréttir hermdu að West Brom- wich væri tilbúið að greiða Derby umtalsverðar skaðabætur fyrír aö hrifsa af félaginu ffam- kvæmdastjórann. Hræddir við herkvaðningu Afleiðingar átakanna við Persa- flóa teygja anga sína víða, Nokkr- ir leikmenn í ensku deildakeppn- inni eiga á hættu’að vera kaUaðir í herínn og þar á meðal eru þeir Steve Walsh og Michael Cheet- ham hjá Cambridge. Félagamir eru auðvitað áhyggjufullir yfir gangi mála og Cheetham segist fá skjálfta í hnén í hvert sinn sem hann sjái póstbúrðarmanninn, sem ber út herkvaðningamar. John Bond tekínn við Shrewsbury Shrewsbury hefur rekið fram- kvæmdastjóra sinn, Asa Hart- ford, og sett þjálfarann, John Bond, í stöðuna um stundarsakir. Shrewsbury hefur gengiö afarilla það sem af er þessu keppnistíma- biU og er nú í fjórða neðsta sæti 3. deUdar. Bond er fyrram fram- kvæmdastjóri Norwich og Manc- hester City en Hartford gerði garðinn áður frægan með félög- um á borð við Manchester City og Everton. Hvað gerir Þór gegn IBK? í kvöld fer fram einn leikur í úr- valsdefldinni í körfuknattleik. Þór frá Akureyri leikur þá gegn Keflavik og fer leikurinn fram í íþróttahöll- inni á Akureyri og hefst klukkan hálf átta. Þórsarar komu nokkuð á óvart um síðustu helgi er þeir lögðu lið Tinda- stóls að velli og verður fróðlegt að sjá hvað Þórsarar gera gegn Keflvík- ingum í kvöld. • í kvöld fara einnig fram tveir leikir í bikarkeppni KKÍ. Grindavík lgikur gegn B-Uði Njarðvíkinga kl. 20 og í kvennaflokki leika Grindavík ogKRkl.18. -SK Norrænu íþróttasamböndin: Einhuga samstaða við samtökin í Eistlandi FuUtrúar norrænna íþróttasam- banda, sérsambanda og ólympíu- nefnda komu saman til fundar í Kaupmannahöfn um helgina. Fund- urinn lýsti yfir einhuga samstöðu sinni við íþróttasamtökin í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og lét í ljósi von sína um aukið íþróttasamstarf Norð- urlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatUkynn- ingu sem íþróttasambands íslands sendi frá sér í gær og þar segir enn- fremur: „Fyrir fundinum lá jafn- framt vUjayfirlýsing íþróttanefndar Sovétríkjanna í Moskvu um aukna þátttöku Eystrasaltsríkjanna í nor- rænu íþróttasamstarfi, bæði í íþróttamótum og á félagslegum vett- vangi.“ Það vora fulltrúar frá Danmörku, íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Grænlandi sem sátu fundinn. -VS AÐALFUNDUR Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður hald- inn nk. laugardag, 26. jan., kl. 14.00 í félagsheimilinu. Stjórnin Sport- stúfar -CT u • Portland TraU Blaz- ers hélt í fyrrinótt // áfram sigurgöngu —”sinni í bandarísku NBA-deUdinni í körfuknattleik. Portland fékk þá Milwaukee Bucks í heimsókn og sigraði eftir harða baráttu, 116-112. Giants lagði 49ers og mætir Buffalo • New York Giants sigraði San Francisco 49ers, 15-13, í undanúr- slitum NFL-deildarinnar í amer- íska fótboltanum í fyrrinótt. Þar með varð draumur 49ers um að hreppa meistaratitUinn þriðja árið í röð að engu, en Giants mætir Buffalo Bills í úrslitaleikn- um, „Super-Bowl,“ á sunnudag- inn kemur. Eins og sagt var frá í DV í gær vann Buffalo stórsigur á Los Angeles Raiders, 51-3, í hin- um leik undanúrshtanna á sunnudaginn. 19 ára áhorfandi lét lífið í Grikklandi • 19 ára gamall grískur knatt- spyrnuáhugamaður lét lífið á leik 1. deildar liðanna AEK og Olymp- iakos í Grikklandi á dögunum. Leikurinn fór fram í Aþenu og var knattspyrnuáhugamaðurinn á leið inn á leikvanginn er hann fékk flugelda í magann. Hann var í skyndi fluttur á sjúkrahús en léest þar á skurðarborði. Mikil ólæti voru á umræddum leik á heimavelli AEK og meðal annars voru sprengdar miklar reyk- bombur og varð að flauta leikinn af fjórum mínútum áður en venjulegum leiktíma lauk. Per Frimann fær fyrsta ágóðaleikinn • Danski knattspyrnumaðurinn, Per Frimann, sem leikið hefur með sterkum liðum í Evrópu, meðal annars lengi við hlið Arn- órs Guðjohnsen hjá belgíska lið- inu Anderlecht, hefur gefið upp alla von um að komast að hjá toppliðum framar. Ástæðan eru endalaus meiðsli en þessi snjalli knattspyrnumaður hefur verið mjög óheppinn með meiðsli á sín- um ferli. Nú hefur verið ákveðið að Frimann fái ágóöaleik í sum- ar, fyrstur danskra knattspyrnu- manna. Frimann mun fá allan ágóða af leiknum sem verður á milh danska landshðsins sem sló í gegn á heimsmeistarakeppninni í Mexíkó 1986 og dönsku meistar- anna Bröndby. Viðureignin fer fram 26. júní. Helsingör efst í danska handknattleiknum 7• Helsingör IF er sem jr” stendur í efsta sæti í // 1. deildinni dönsku í “handknattleik. Helsin- gör, sem hefur dönsku landsliðs- mennina Lars Lundbye og Flemming Hansen innanborðs. Helsingör er með 20 stig þegar 12 umferðum er lokið. í öðru sæti er GOG með 19 stig. í þriðja sæti er Kolding IF með 18 stig. Með Kolding leika meðal annars þeir Hans Peter Munk Andersen og Otto Mertz, báðir danskir lands- liðsmenn. Staða efstu liða er þannig eftir 12 umferðir: 20 19 18 15 12 12 • Þessir eru markahæstir: John Lauridsen, Ribe....- 71 Kim G. Jacobsen, Tarup......65 Lars Walther, Brönderslev...63 PerSabroe, GOG..............62 Flemming Hansen, Helsingör ...61 Helsingör .12 276-240 GOG .12 284-230 Kolding .12 276-237 Gladsaxe .12 249-248 Virum .12 238-248 Ribe .12 238-250

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.