Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1991, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991. 23 Smáauglýsingar Blizzard Firebird skíði, 180-200 cm, Look bindingar með skíðastoppurum, verð aðeins kr. 11.800. Ath. takmarkað magn. Póstsendum. S. 91-82922. Útilíf, Glæsibæ. Hama perlu unnendur! Nú eru komnar nýjar perlur og litir í miklu úrvali, ásamt botnum og myndum. Póstsendum. Tómstundahúsið, Laugavegi 164, s. 21901. Hestakerrur. Hestakerrur. 4 hesta kerr- ur, 3 hesta kerrur og 2 hesta kerrur. Kerruhásingar með bremsum eða án, allar hliðar í kerrur og vagna. Veljum íslenskt. Víkurvagnar hf., Dalbraut, símar 43911 og 45270. ■ BOar tQ sölu Toyota 4Runner EFI, árg. ’86, rauður með strípum, ekinn aðeins 66 þús. km, 32" dekk + álfelgur (bíll sem varla er hægt að lýsa vegna glæsileika). Til sölu og sýnis hjá Bílasölu Matthíasar v/Miklatorg (þar sem viðskiptin ger- ast), símar 91-24540 og 91-19079. Dodge Van Transmann 300,1977, 6 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, nýjar hliðar, ryðlaus. Góður bíll, verð 330 þúsund. Úppl. í síma 985-24305 og 91-36545 eft- ir kl. 18. Toyota Hilux SR 5 ’86, lækkuð hlutföll, 33,12,50, BFG, ný 5" hækkun, Off Road knastás, flækjur, CB talstöð, 4" bretta- kantar og margt fleira. Uppl. í sima 91-687785 milli kl. 9 og 18. BMW 730i, árg. ’88, ekmn 42 þus. km, með öllu. Til sýriis og sölu á Bílasölunni Braut, sími 91-681510 og 91-681502. Fréttir Akranesverktakar sækja um lóðir 1 nýja miðbænum: „Nýr miðbær sem raunhæft er að hefjast handa við“ - segir Ævar Harðarson, arkitekt og höfundur skipulagstillögunnar Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi; Akranesverktakar hafa óskað eftir því við bæjarráð að fá að hefja byggingarframkvæmdir á svoköll- uðum miðbæjarreit. Sótt er um lóð- ir undir verslunar- og skrifstofu- byggingar. Jafnframt hafa Akra- nesverktakar óskað eftir viðræð- um við bæjaryfirvöld um byggingu á skrifstofuhúsnæði fyrir bæjar- skrifstofu (ráðhús). Þeir hafa einn- ig boðist til að útvega framkvæmd- afé til verksins. Að Akranesverktökum standa stærstu aðilar í byggingariðnaði á Akranesi en þeir eru Akur hf., Tré- verk sf„ Málningarþjónustan hf„ VT-teiknistofan hf. og Þorgeir & Ellert hf. Samhliða umsókninni um lóðir eru lagðar fram hugmyndir að nýju skipulagi fyrir miðbæinn. Skipu- lagshugmyndirnar gera ráð fyrir 8000 fermetra gólííleti undir ýmsa þjónustustarfsemi. Ásamt fyrir- huguðu ráðhúsi, verslunar- og skrifstofuhúsnæði er gert ráð fyrir að þarna rísi einnig húsnæði fyrir ríkisstofnanir. Húsin eru mismunandi að stærð og byggjast meðfram yfirbyggðri göngugötu. Svæðinu er jafnframt skipt upþ í afmarkaða reiti sem gerir áfangaskiptingu mögulega. Einnig eru lagðar fram tillögur að íbúöarbyggð í miðbænum. Ævar Harðarson arkitekt er höf- undur skipulagstillagnanna. Hann sagði í samtali við DV að ef þessar hugmyndir fengju brautargengi myndi það verða veruleg lyftistöng fyrir atvinnuhf bæjarins, bæði á meðan á framkvæmdunum stæði og þegar starfsémi gæti hafist í húsunum. „Að sjálfsögðu vonumst við til að vel verði tekið í þessar hugmyndir. Þarna er lagður grunnur að nýjum miðbæ Akra- ness sem raunhæft er að hefjast handa við,“ sagði Ævar. Stefán Jóhannsson við fiskeldisker í fjárhúsinu að Þrándarstöðum. DV-mynd Sigrún Austurland: Bleikjueldi í fjárhúsum Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Nú þegar sauðfjárrækt er á undan- haldi horfa menn eftir einhverju því sem getur komið í hennar stað fólki til framfærslu og til að nýta þann húsakost sem til er og víða er góður. Það virðist dálítið langsótt að setja bleikju inn í fjárhúsin en einmitt það er nú verið að gera. Tilraunir með bleikjueldi í köldu vatni eru nú að hefjast á þremur stöðum á Austurlandi, í Seldal í Norðfirði og Ormsstöðum og Þránd- arstöðum í Eiðaþinghá. Á Ormsstöö- um voru ker steypt úti'en ætlunin er að setja létt þak yfir til vamar skefli. Hjónin Guðrún Benediktsdótt- ir og Stefán Jóhannsson á Þrándar- stöðum hafa fiskeldiskerin í fjár- húsinu en þau hættu sauðfjárbúskap fyrir allmörgum árum. Það er Búnaðarsamband Austur- lands sem stendur fyrir þessari til- raun hér eystra og verkefnisstjóri er Þórarinn Lárusson, tilraunastjóri á Skriðuklaustri. Styrkur til verkefn- isins fékkst frá framleiðnisjóði og Vest-Norden sjóðnum en sams konar tilraunir fara fram á Grænlandi. Nú er unnið aö því fyrir sunnan að merkja seiði til að senda út í til- raunastöðvarnar sem verður seinna í þessum mánuði. Um er að ræða 20 bleikjustofna úr ám og vötnum víðs vegar af landinu. Ungur kvikmyndargerðarmaður á Akranesi: Sýndi fjórar stuttmyndir Jakob Halldórsson kvikmyndagerð- arnemi. DV-mynd Árni S. Árnason Sigurður Sverrisson, DV, Akranesi: Ungur Akurnesingur, Jakob Hall- dórsson, kynnti fjórar stuttmyndir, sem hann hefur gert, fyrir rúmlega 70 gestum í Bíóhölhnni fyrir stuttu. Jakob hefur undanfarin tvö ár stund- að nám í kvikmyndagerö í Banda- ríkjunum. Tvær myndanna voru teknar hérlendis, önnur í ofnskála íslenska járnblendifélagsins. „Ég var mjög ánægður með við- tökurnar sem ég fékk að sýningunni lokinni og er þakklátur þeim sem komu og sýndu verkum mínum áhuga,“ sagði höfundurinn er DV ræddi við hann. Jakob stundar nám í School of Visual Arts. Hann vinnur nú að loka- verkefni sínu við skólann, 10 mín- útna langri kvikmynd. Á meðal leik- ara 1 henni er ungur íslenskur leik- listarnemi, Ylfa Edelstein.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.