Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 6
6. I4FPAWAGIJR, 26, JANÚ^R; ^l,; Útlönd_______________________________________ Fimmta eldflaugaárásin á borgir 1 f srael Israelar skutu niður sjö eldf laugar íraka - einn fórst og nokkrir uröu fyrir braki úr flaugunum Ovinaeldflaug PATfHOWWK Patriot-gagnflaugin er færanlegt og tölvustýrt loftvarnar- kerfi sem getur bæöi skotiö niöur eldflaugar og flugvélar. Þaö er sett saman úr þremur hlutum. 2. Miðunarradar Flaugarnar eru leitaöar uppi meö radarnum sem einnig mælir hraöa þeirra og fjarlægö. 1. Stjórnstöö Þetta er eini hluti kerfisins sem er mannaöur. Hérna er tölvan sem skráir fjarlægöina i óvina- flaugina og stýrir gagnflaug- inni. Allt gerist þetta á þúsundasta hluta úr sekúndu. i 3. Skotpailur Hver pallur hefur fjórar skotrennur. Hægt er aö skjóta fleiri en einni eldflaug í einu. DVJRJ ísraelsmenn segjast hafa skotið niður sjö Scud-eldflaugar íraka yfir landinu sídegis í gær. írakar gerðu þá fimmtu eldflaugaárásina á Tel Aviv og aðrar borir í ísrael frá því að átök brutust út við Persaflóa þann 17. janúar. Notaðar voru Patriot-gagnflaugar til að verjast árásunum eins og fyrr. Talsmaður ísraelshers sagði að tek- ist hefði aö hæfa allar Scud-eldflaug- arnar sem beint var að ísrael. Þó bendir allt til að einhverjar flaug- . anna hafi sprungið á jörðu niðri. í ísraelska útvarpinu er viðurkennt að einn maður hafi farist og 40 menn slasast vegna braks frá flaugunum, allir þó óverulega. Skömmu eftir að árásin var gerð birtist yfirlýsing frá Saddam Hussein^ íraksforseta þar sem sagði að árásin hefði verið gerð til að hefna fyrir þá Palestínumenn sem fallið hefðu fyrir ísraelsmönnum vegna þess að olíu- ríkin hefðu svikið málstað araba. Þá var sagt að næstu daga mætti búast við að írakar beittu sér af fullu afli og gripu til leynivopna. Almenn viðvörun var gefin út í ísrael fyrir árásina og var fólk beðið að setja upp gasgrímur af ótta við að Patriot-gagnflaugarnar þykja nú hafa sannað ágæti sitt eftir mikla gagnrýni meðan verið var að hanna þær. flaugarnar kynnu að vera hlaðnar efnavopnum. Svo reyndist þó ekki vera. Mikill fyrirgangur var í lofti yfir ísrael meðan árásin stóð yfir og mátti heyra sprengingar víða um landið. Enn er beðið eftir að í ljós komi hver verða viðbrögð ísraela við end- urteknum árásum á landið. Stjórnin hefur þegar heitið því að hefna árás- anna en áskilið sér rétt til að velja stað og stund til hefnda. Þó er ekki búist við að stefna stjórnarinnar breytist við þessa árás því að Patriot-varnarkerfið, sem Bandaríkjamenn hafa komið fyrir í ísrael, virðist duga til að beina mestu hættunni frá. í gær voru enn fleiri Patriot-flaugar fluttar frá Bandaríkjunum til ísraels til að styrkja varnir landsins. Banda- ríkjamönnum er mikið í mun að koma í veg fyrir að ísraelar blandi sér í átökin af ótta við að það kunni að riðla samstöðu arabaríkja með Vesturlöndum gegn írak. Dæla írakar olíu í Persaflóann? Bandaríkjamenn sökuðu íraka í gær um að dæla olíu i Persaflóann í slíkum mæli að það gæti valdið meiri umhverfisskaða en Exxon Valdes slysið við Alaska árið 1989. Flest bendir til að stóran olíuflekk reki suðaustur flóann. Engar staðfestingar hafa fengist á að Saddam Hussein hafi látið taka yfirmenn flughers og loftvarna af lífi eftir fyrstu árásirnar á írak. írakar neita fréttinni en sovéska vamar- málaráðuneytið, en þaðan er fréttin upprunnin, vill hvorki játa henni né neita. Samkvæmt fréttinni var mönnun- um gefið að sök aö hafa sofið á verð- inum þegar bandamenn hófu árásina og þannig orðið þess valdandi að ír- akar misstu 300 flugvélar og 26 Scud- eldflaugar. Bandaríkjamenn viðurkenna að illa gangi að meta hvað her íraka í Kúvæt hafi orðið fyrir miklu tjóni í loftárásum síðustu daga. Þeir segja þó að liðhlaupum fari íjölgandi og að þeir séu illa haldnir, svangir og sárir. Þetta era þó ekki margir menn en fer fjölgandi, að sögn banda- manna. Reuter „Háskólamorðinginn“ á Flórída fundinn Aruia Bjamason, dv, Fiórkii: september eftir tilraun til að ræna .............................. matvöruverslun og æsilegan elt- Lögreglan í Ocala á Flórída telur íngaleik um borgina. Skömmu áð- sig hafa fúndið líklegan morðingja ur fundust líkin i háskólanum. stúdentannafimm sem myrtirvoru Lögreglan hefur ekki viljað gefa í háskólanum í Gainsville seint á upp hvers vegna böndin berast svo síðasta sumri. Maðurinn er grun- sterklega að þessum raanni en haft aður um að hafa myrt flórar stúlk- er eftir áreiðanlegum heimildum ur og unnusta einnar þeirrar. að við DNA-próf hafi sannast að Hinn grunaöi heitir Denny Roll- sæði úr manninum hafi fimdist í ing, 36 ára gamall atvinnulaus líkum stúlknanna. verkamaöur. Hann er nú geymdur Rolling á alllangan afbrotaferil í einangrunarklefa í fangelsinu í aðbaki.Hannskauttildæmisfóöur Ocala. Rolling er ekki aðeins grun- sinn í andlitið með byssu. Gamli aður um morðin fimm í háskólan- maðurinn liföi þó af og hann hefur um heldur einnig þrjú raorð í bæn- sagt að sonur sinn eigi ekkert gott um Shreveport í Louisiana árið skilið. Annar maður var áður 1989. grunaður um morðin en honum Rolling var handtekinn í byrjun hefur nú verið sleppt. Gyðingar mótfallnir aðstoð þýska hersins Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, hefur boðið stjórn ísraels að leggja henni til nokkrar Patriot-gagnflaugar til að verjast Scud-flaugum íraka. ísraels- menn hafa enn ekki ákveðið hvort boðinu verður tekið. „Hvað sem tilboðinu líður þá kem- ur ekki til mála að flaugunum verði stjórnað af þýskum hermönnum," sagði talsmaður ísraelska hersins um málið. Að ööru leyti hefur ekki verið tekið illa í boð Þjóðverja. Mikil reiöi er í ísrael í garð Þjóð- verja vegna þess að þýsk fyrirtæki hafa verið bendluð við framleiðslu efnavopna í írak. Aðstoð Þjóðverj- anna á að hafa komið til áður en Persaflöadeilan hófst. Þá'vilja margir gyðingar af eldri kynslóð kenna Þjóðverjum um tilvist Scud-flauganna því þær eru gerðar eftir hugmyndum þýska eldflauga- smiðsins Werners von Braun. Hann hannaði þessar flaugar upphaflega fyrir her Þýskalands nasismans og þá gengu þær undir nafninu V-2. Sovétmenn komust yfir teikningarn- ar pg þaðan eru flaugarnar komnar til íraks. Þjóðveijar hafa þegar heitiö veru- legri efnahagsaðstoð vegna stríðsins við Persaflóa. Patriotflaugar Þjóð- veija eru komnar frá Bandaríkjun- um og af sömu gerð og flaugamar sem fyrir eru í Israel. ísraelsmenn hafa lært að nota þær og telja sig ekki þurfa aðstoð þýska hersins á ófriðartímum. Ritzau Stríðviðírak óháðdeilum viðísrael Utanríkisráðherra Sýrlands ít- rekaði í gær að stjórn hans liti svo á að stríðiö við Persaflóa kæmi deilum araba og ísraels- manna ekkert við. Ráðherrann sagði að ísrael hefði hernumið liluta af Sýr- lensku iandi og ekki farið eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna um rétt Palestínumanna en það væri allt önnur deila en sú sem nú væri verið að útkljá við írak. Orð ráðherrans þykja styrka samstöðu arabaríkja með Vest- urlöndum í baráttunni við írak. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3-3,5 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-4 Lb.Sp 6mán.uppsögn 4-4,5 Sp 12mán.uppsögn 5 Lb.lb 18mán. uppsögn 10 lb Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb.Lb.Sp Sértékkareikningar 3-3,5 Lb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir- 6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Allirnema Ib Innlán meðsérkjörum 3-3,25 ib Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,25 Bb Sterlingspund 12-12.6 Sp Vestur-þýskmörk 7.75-8 Bb.Sp Danskarkrónur 8,5-9 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,75 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 13,5-14,25 Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5 Allir Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb Útlántilframleiðslu isl.krónur 13,25-14 Lb SDR 10,5-11,0 Lb Bandaríkjadalir 9,5-10 Lb Sterlingspund 15,5-15,7 Allirnema Sp Vestur-þýsk mörk 10,75-11,1 Lb.lb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. jan. 91 13,5 Verðtr. jan. 91 8.2 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajan. 2969 stig Lánskjaravísitala des. 2952 stig Byggingavísitala jan. 565 stig Byggingavisitala jan. 176,5 stig Framfærsluvísitala jan. 149,5 stig Húsaleiguvisitala 3% hækkun . jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,322 Einingabréf 2 2,880 Einingabréf 3 3,497 Skammtímabréf 1,785 Kjarabréf 5,234 Markbréf 2,780 Tekjubréf 2,036 Skyndibréf 1,551 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,548 Sjóðsbréf 2 1,809 Sjóðsbréf 3 1,772 Sjóðsbréf 4 1,526 Sjóðsbréf 5 1,066 Vaxtarbréf 1,7953 Valbréf 1,6828 Islandsbréf 1,104 Fjórðungsbréf 1,058 Þingbréf 1,104 Öndvegisbréf 1,093 Sýslubréf 1,111 Reiðubréf 1,084 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,55 6,88 Eimskip 5,57 5,85 Flugleiðir 2,43 2,55 Hampiðjan 1,72 1,80 Hlutabréfasjóðurinn 1.76 1,84 Eignfél. Iðnaðarb. 1,89 1,98 Eignfél. Alþýðub. 1,38 1,45 Skagstrendingur hf. 4,00 4,20 Islandsbanki hf. 1,38 1.45 Eignfél. Verslb. 1,36 1.43 Olíufélagið hf. 6,00 6,30 Grandi hf. 2,20 2,30 Tollvörugeymslan hf. 1,07 1.12 Skeljungur hf. ’ 6,40 6,70 Ármannsfell hf. 2,35 2,45 Fjárfestingarfélagið 1,28 1,35 Útgerðarfélag Ak. 3,50 3,68 Olis 2,12 2,25 Hlutabréfasjóður VlB 0,95 1,00 Almenni hlutabréfasj. 1.01 1,05 Auðlindarbréf 0,96 1.01 Islenski hlutabréfasj. 1,02 1,08 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn, ib = Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i OV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.