Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 9
1 LAUGARDAGUK 26. JARCAR 1991. Gaman að ganga fram af áhorfendum - segir Páll Óskar Hjálmtýsson, leikari og söngvari „Það er afskaplega gaman að ganga fram af áhorfendum. Á sumum sýn- ingunum má heyra fullan sal af fólki grípa andann á lofti alla í einu. Mér finnst gaman aö horfa fram í sal og sjá kjálka áhorfenda slapa,“ segir Páll Oskar Hjálmtýsson, leikari og söngvari, í viðtali við DV. Páll Óskar leikur aðalhlutverkið í söngleiknum um Rocky Horror sem leikfélag Menntaskólans við Hamra- hlíð er að sýna um þessar mundir í gamla Iðnó. Rocky Horror eftir Ric- hard O’Brien er nokkurs konar minnisvarði hryllingsmynda og hall- ærisgangs kvikmyndaheimsins og á sér nokkuð sérkennilega sögu. Söng- leikur þessi var fyrst færður upp í London árið 1972. Þremur árum síðar var gerð samnefnd kvikmynd sem enn er verið að sýna í kvikmynda- húsum vestanhafs. Stofnaðir hafa verið sérstakir aðdáendaklúbbar um myndina og hörðustu fylgismennirn- ir íjölmenna á sýningar íklæddir búningum eftirlætispersóna sinna. Til þess að fagna 15 ára afmæli kvik- myndarinnar var myndin gefin út á myndbandi vestanhafs. Minnir á Línu langsokk Söguþráðurinn í þessu einkenn- ilega verki er í stuttu máli sá að venjuleg hjón verða strandaglópar í gömlu húsi sem er uppfullt af ein- kennilegu fólki frá Transylvaniu. Þar ræður ríkjum doktor Frank’n’F- urter en með hlutverk hans fer Páll. Hvernig lýsir hann viðfangsefni sínu? „Frank’n’Furter er persóna sem má hkja við Línu langsokk. Hann liggur á sömu mörkum hins raunverulega og óraunverulega. Hann er í raun- inni ekki persóna heldur holdi klædd sammannleg þrá sem allir, bæði karlar og konur, þekkja. Þess vegna elska hann allir eins og Línu lang- sokk,“ segir Páll Óskar og strýkur blátt hárið frá andlitinu. Hárið litaði hann blátt sérstaklega vegna hlut- verksins. Rúmlega 50 manns taka þátt í sýn- ingunni en alls koma 130 manns eitt- hvað við sögu við að koma verkinu á flalirnar. Ráðgerðar eru 20 sýning- ar og má búast við að margir notfæri sér þetta tækifæri til þess að sjá verk- ið á sviði í fyrsta sinn á íslandi. Sýn- ingin hefur hlotið mjög góða dóma og sérstöku lofsorði hefur verið lokið á frammistöðu Páls. Óskaplega gaman „Þetta er óskaplega gaman. Allir sem koma við sögu í þessari sýningu eiga það sameiginlegt að dá verkið og kunna það gjörsamlega utan- bókar. Það var aldrei leiðinlegt á æfmgatímanum þó við plægðum í gegnum stykkið hvað eftir annað. Eftir hveija yfirferð var maður tilbú- inn í aðra. Þessi neisti gerir það að verkum að manni finnst verkið ekki taka nema svona 15 mínútur í sýn- ingu,“ segir Páll. Yngstur í söngelskri fjölskyldu Það ætti kannski ekki að koma neinum á óvart þó Páll þessi geti sungið og það betur en næsti maður. Hann er yngstur sjö systkina, sonur hjónanna Hjálmtýs Hjálmtýssonar og Margrétar Matthíasdóttur. Öll systkinin hafa hlotið tónhstargáfu í vöggugjöf þó Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, sé trúlega þekktust þeirra. Var mikið sungið á þínu heimili, Páll? „Það kom fyrir. Það var nú samt ekki svona eins og menn kannski sjá fyrir sér söngelska fjölskyldu sem situr í hnapp fyrir fram arineldinn á síðkvöldum og syngur saman. En það er algengt á fjölskyldusamkomum og þegar við hittumst öll að við tökum lagið.“ Páll varð snemma söngvinn og til er segulbandsupptaka með honum rétt um tveggja ára gömlum. Þar er að finna merka heimild um þroska- feril söngvarans því þar syngur sá stutti kórrétt, Soföu unga ástin mín, og telur upp að tíu á ensku. Hvers vegna á ensku? „Ég horfði mikið á Kanasjónvarpið sem barn og lærði þetta þar áður en ég lærði að telja á íslensku. Mínar sælustu bernskuminningar eru frá því að liggja og glápa á sjónvarpið, fyrst á Sesame Street í Kananum og síðan á Línu langsokk í sjónvarpinu. Ég var óskaplega hrifinn af Línu og er núna að safna þáttunum á spólur því það er verið að endursýna þá.“ Söngferill Páls hófst opinberlega þegar hann í æsku söng barnaraddir inn á nokkrar hljómplötur með Gylfa Ægissyni og fleiri listamönnum. Síð- an þegar hann var 12 ára lék hann aðalhlutverkið í Gúmmí Tarsan eftir Ole Lund Kirkeegard sem þá var sýnt í Kópavogsleikhúsinu. Lögin úr leikritinu voru gefin út á plötu. Fór í mútur og hætti að syngja Það stóðst á endum að rétt eftir útkomu plötunnar fór Páll Óskar í mútur og lagði eðlilega sönghstina á hilluna um hríð. „Ég söng ekki bofs næstu 4-5 árin,“ segir hann. „Síðan þegar ég byrjaði í Hamrahlíð gekk ég til liðs við kór- inn og söng með honum í tvö ár. Það var afar skemmtilegur og lærdóms- ríkur tími. En ég hef áhuga á svo mörgu og er því marki brenndur að þurfa ævinlega aö hafa mörg járn í eldinum svo eftir tvö ár þá sneri ég mér að öðru.“ Það sem Páll kallar annað var að taka þátt í öllum leiksýningum sem nemendur settu upp, vera í ritnefnd skólablaðsins og sitthvað fleira. Hann gaf sér þó tíma til þess að taka þátt í hæfileikakeppni sem fram- haldsskólar gengust fyrir og vakti þar athygli fyrir túlkun sína á laginu Til eru fræ, og skilaði honum í þriðja sæti í þeirri keppni. Samstarfsmenn Páls í Rocky Horr- or lýsa honum sem afar listhneigðum ungum manni sem virðist geta gert flest það sem hugur hans stendur til. Auk tónhstarhæfileikanna leggur hann stund á teikningu og myndlist og þykir góöur leikari. Hvað tekur við eftir stúdentsprófið. Ætlar hann að stunda nám í einhverri listgrein? Með hat- ramma bíódellu „Mér finnst kvikmyndin vera það listform sem heillar mig einna mest,“ segir Páll. „Þar koma öll þessi list- form saman í eitt og býður upp á ótal möguleika til túlkunar. Þar gæti ég hugsanlega sameinað áhuga minn á ólíkum listgreinum. Það er hins vegar ekkert ákveðið nákvæmlega hvað ég tek mér fyrir hendur að loknu námi. Ég er að kynna mér ýmsa skóla erlendis sem gætu hentað mér.“ Páll Óskar hefur mikinn áhuga á kvikmyndum og hefur um árabil unnið með náminu í Aðalvideóleig- unni á Klapparstíg. Sá staður er mörgum áhugamönnum um kvik- myndir að góðu kunnur fyrir fjöl- breytt úrval kvikmynda sem ekki sjást í kvikmyndahúsum eða á venju- legum videoleigum. Páh Óskar á nokkurn heiður af því úrvcdi sem þar er á boðstólum. Hann safnar þó ekki kvikmyndum á myndböndum að neinu ráði að eigin sögn, því hann á aðeins 70 titla. Hins vegar á hann persónulega um 200 kvikmyndir á Super 8 formi og kennir þar ýmissa grasa. Páll er ennfremur meðlimur í „Splatter klúbbnum Mamma,“. „Splatter," myndir eru kvikmyndir þar sem lögð er áhersla á ofbeldi og blóðsúthellingar og ekkert dregið undan. Óþarft er að taka fram að slíkar myndir fást yfirleitt ekki sýnd- ar fyrir almenning. „Eg hef annars sérstakan áhuga á kvikmyndum sem eru öðruvísi, sem liggja utan almennra marka um vel- sæmi og framsetningu, oft kallaðar B-myndir eða eitthvað í þeim dúr. Eftirlætisleikstjóri minn er John Waters,“ segir Páll. John Waters var einna þekktastur fyrir að aðalhlutverkið í flestum kvikmyndum hans lék klæðskipting- urinn Divine sem margir muna frá heimsókn hans til íslands fyrir nokkrum árum. „Mér er í fersku minni fyrsta ferð- in mín í bíó einn. Þá var ég sex ára og fór að sjá Mjallhvíti og dvergana sjö og fékk Mentos sælgæti. Ég man samt aðeins eftir þeim atriðum úr myndinni sem vöktu hjá mér ótta. Hvort s’em þessi fyrsta bíóferð hafði svona áhrif á mig þá hef ég alltaf síð- an helst viljað fara einn í bíó,“ segir Páll Óskar fjöllistamaður að lokum. -Pá Páll Oskar Hjálmtýsson, leikari og söngvari. DV-mynd BG LAUGARÁSBÍÓ ★★★ MBL „Hörkugóð visindahrollvekja, spennandi og skemmtileg meo hverju hasaratriðinu á fætur öðru. Vel leikin í þokkabót. Al, MBL vERSAl; DICTlES EmMMíÖN FRANCES MtDORMAND "ÐÁSEÍAN' COLIN RIELS EFMáNC DARVL KASS mI!: SAMRAIMI CHUCK PFARRER M §AM RÁIffi & IIN RALMI .:d DANIEL GOLÐIN & LÖSHUA GÖIÐIK RESTRICTED UN0E8 1» REQUIRES ACCQMPANYIN6 PARENt 0R ADUtt WAROIAN bv ROBERT TAPERT SAMRAIM ™lmiook] A UNIvERSAL RELEASE UN'Ý#Ay V mPMVERSAL CITV STUPIÖS. INC. . s „ . . , j, A, Þessi mynd, sem segir frá manni er missir andlitið í spreng- ingu, er bæði ástar- og spennusaga, krydduð með kímni og kaldhæðni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.