Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1991. Myndbönd DV-listinn Það verða ekki ýkja miklar breyt- ingar á listanum milli vikna að þessu sinni. Efstu sætin eru með líkum hætti og verið hefur. Inter- nal Affairs, þar sem Garcia og Gere leika spillta og heiðarlega lögreglu- þjóna, situr sem fastast í efsta sæt- inu. Framtíðarfantasían Back to the Future III kemur með nokkru brambolti inn á listann og er það eflaust gleðiefni fyrir þá sem hafa fylgst með þessum myndaflokki. Nánar er fjallað um hana hér á á síöunni. (1) (4) (2) (3) (7) (5) (■) 8(6) 9(8) 10 (9) Internal Affairs Total Recall Look Who’s Talking Hard to Kill Loose Cannons Revenge Back to the Future III We’re no Angels Always Nuns on the Run Grátt gaman MIAMI BLUES Útgefandi: Skifan Leikstjóri og handritshöfundur: Georg Armltage Aðalhlutverk: Alec Baldwin, Fred Ward og Jennifer Jason Leigh Amerisk - 1990 Sýningartími 93 minútur Bönnuð innan 16 ára Junlor Frenger er að hasla sér völl í Miami. Hann rænir samferða- mann sinn í flugvélinni, fingur- brýtur trúboða á flugvellinum og lýgur því sem hentar til þess að komast leiðar sinnar. Af einskærri óheppni deyr trúboðinn af fingur- brotinu og lögregluþjónninn Hoke Moseley er settur í málið og skipað að hafa hendur í hári Juniors. Sakamaðurinn hefur í millitíð- inni kynnst smámellu sem hann lofar að giftast og leigir handa þeim hús og skipuleggur þaðan frekari ránsferðir. Hoke er að snuöra í kringum þau en tefst nokkuð þegar Junior rænir byssu hans, lögreglu- merkinu og fólsku tönnunum og lemur hann í klessu í kaupbæti. Þetta er grátt gaman og framleið- endur feta erfitt einstigi því það eru alvarlegir hlutir sem hér er skopast' með. Það tekst hins vegar oftast vel og stundum frábærlega. Alec Bald- win nær að draga upp sannfærandi mynd af Junior sem er eins sam- viskulaus og nokkur maður getur verið. Jennifer Jason Leig er grát- brosleg í hlutverki smámellunnar sem dreymir um að leika húsmóð- ur. Fred Ward er traustur leikari þótt hann þurfi að vera tannlaus lungann úr myndinni. Myndatakan er hröð og lífleg og sýnir ferðamannaparadísina Miami frá ýmsum hhðum. Á heild- ina litið er þetta býsna góð skemmt- un en ekki fyrir viðkvæmar sáhr heldur hinar sem kunna að meta grátt og groddalegt gaman. -Pá Læknanemi á skjön A CUT ABOVE Útgefandi: Bergvik. Leikstjóri: Thom Eberhardt. Aóalhlutverk: Matthew Modine, Daphne Zuniga og Christine Lathi Bandarisk, 1990- sýningartimi 105 mín. Leyfö öllum aldurshópum Læknaneminn Joe Slovak hefur margt fram yfir aðra læknanema sem eru með honum í námi. Hann þarf htið að hafa fyrir náminu og getur leyft sér að hafa áhuga á körfubolta og stelpum, sérstaklega einum skólafélaga sínum sem þarf, því miður fyrir Slovak, að hafa meira fyrir náminu en hann. Það er því ekki laust við að hinn lífsglaði Slovak fari dálítið í taug- arnar á skólafélögum sínum og kennurum. A Cut Above er í léttari kantin- um. Það er ekki verið að grafa djúpt í persónumar. Hér er aðeins verið að skemmta áhorfendum og það tekst. Samt er alvarlegur undir- tónn í sumum atriðum. Herbergis- félagi Slovaks þráir ekkert frekar en að verða læknir en á erfitt með að læra. Hann keyrir sig áfram á amfetamíni. Þegar kemst upp um hann er honum gefinn kostur á að hætta eða verða rekinn. Slovak gremst þessi ákvörðun skólaráðs- ins og ákveður að hætta einnig. Honum snýst samt hugur eftir að hafa rætt við einn kennara sinn sem er dauövona. Matthew Modine, sem er nær ein- ^göngu þekktur fyrir dramatísk "hlutverk (Birdy, Orphans, Fuh Metal Jacket), sýnir að hann getur slegið á léttari strengi og skilar hlutverki sínu vel. Einnig er ástæða að nefna góöan leik Christ- ine Lathi sem leikur einn kennara Slovaks sem hefur mikh áhrif á hann. -HK ★★★ Komið við í yillta vestrinu BACK TO THE FUTURE, PART III Útgefandi: ClC-myndbönd Leikstjóri: Robert Zemeckis Aóalhlutverk: Michael J. Fox, Christop- her Lloyd og Mary Steenburgen Bandarisk, 1990-sýningartimi118min. Leyfö öllum aldurshópum Það er eiginlega synd hvað þriðja myndin í myndaflokknum Back to the Future kemur fljótt á eftir þeirri sem var númer tvö. Sú er greinUega lakasta myndin og mun lakari en Back to the Future III sem er virkilega skemmtileg, fyndin og spennandi. Það sem gerir skemmtunina ekki jafnmikla og efni standa til er að búið er að fylla kvótann og vel það. Framtíðarsýn og fortíðarsýn Mar- tys McFly og vinar hans, Docs Brown, er liðin tíö. Skýringin á því hversu stutt er miUi þessara mynda er að þær voru báðar tekn- ar í einu. molly ringwald andrew mccarthy fresh horses Luw doesn’t have to last a lifetíme. Ástsem entistekki FRESH HORSES Útgefandi: Skffan Leikstjóri: David Anspaugh Aóalhlutverk: Andrew McCarthy og Molly Ringwald Amerísk, 1988 - sýningartími 99 mín. Bönnuð innan 12 ára Matt Larkin er á lokaári í háskóla og sækist námið vel. Hann er enn- fremur heitbundinn laglegri stúlku af góðum ættum úr áþekku þrepi í þjóðfélagsstiganum og hann sjálf- ur. Framtíðin er rósrauð og bein leið til frægöar, frama og fjárhags- legs öryggis virðist blasa viö Matt. Þá gerist það að hann flækist með vini sínum í samkvæmi sem haldið er í hálfniðurníddu húsi uppi í sveit. Þar kynnist Matt stúlkunni Jewel og dregst að henni eins og mölur að ljósi. Hann festir á henni vonlausa ást og lætur fortölur vina og kunningja sem vind um eyrun þjóta og slítur trúlofuninni. En þótt ástin sé heit þá steytir hún stundum á bhndskeijum. Stúlkan Jewel er ómenntuð og illa uppfrædd. Hún er ennfremur ekki nema í meðallagi sannleiks- elskandi og til þess að bíta höfuðið af skömminni reynist hún vera gift. Andrew McCarthy kemst slysa- laust frá hlutverki Matts og á nokkrar góðar senur. Mótleikari hans, Molly Ringwald, á erfiðara uppdráttar og virkar framan af eins og úti á þekju. Þetta er engin átakamynd heldur er sögð saga ráðvilltra ungmenna sem bæði reyna að víkja sér undan nöprum staöreyndum hversdags- leikans. Myndin fer hægt af stað en nær sér á talsvert þungt skrið í lokin og kemst að raunsærri niður- stöðu. Væmni er hvergi verulega áberandi þótt fjallaírsé um dráma- tíska hluti og stórar og afdrifaríkar ákvarðanir. -Pá í lokaferð þeirra félaga eru þeir á slóðum kúreka í villta vestrinu. Doc hafði oröið fastur þar og Marty fer að sækja hann í hvelli. Ástæðan er að McFly hefur að tilviljun kom- ist aö því að Doc verði liöið lík eft- ir aðeins tvo daga ef ekki verði eitt- hvað aðhafst í málinu. Til að löngu liðnir ættingjar hans forvitnist ekki um ættarnafn hans nefnir hann sig Clint Eastwood en það finnst kúrekum villta vestursins skritið nafn. Þeir félagar lenda í miklum ævintýrum áður en þeir komast aftur til fyrri heimkynna á tuttugustu öldinni. Eins og við var að búast er mik- ill hraði í myndinni og aldrei deyfð yfir söguþræðinum. Michael J. Fox og Christopher Lloyd standa sig sem fyrr með mikilli prýði. Það kæmi undirrituðum ekki á óvart að þegar fram í sækti þætti þessi þriðja kvikmynd í Back to the Fut- ure flokknum þeirra best. Nýja- brumið er farið af og þaö hafa fram- leiðendur gert sér grein fyrir og endað seríuna hér. -HK Jfl Alræmd kvikmynd NOTORIOUS Útgefandi: Arnarborg Leikstjórn: Alfred Hitchcock ettir hand- riti Ben Hecht Aöalhlutverk: Gary Grant, Ingrid Berg- man og Claude Rains Amerisk - 1946 - svarthvít Sýningartimi 97 minútur Leyfð öllum aldurshópum Dóttir þekkts landráðamanns og samstarfsmanns nasista í Banda- DírcctHíl by Aífretí SUtcUcock C»cy Grant, loRrítí BurRiuaa, Clautío Baloe ríkjunum er fengin í raðir leyni- þjónustunnar og send til Ríó til þess að smygla sér inn í raðir gam- alla nasista þar. Henni til fulltingis er leyniþjónustumaðurinn Devlin sem jafnframt verður ástmaður hennar. Þegar starfið krefst þess að hún giftist Sebastian nasistafor- ingja er úr vöndu að ráða. Um þessa alræmdu m'ynd er ekki mikið að segja annað en að þakka útgefendum fyrir að sinna fleiri hópum en unglingum. Þetta er í hópi frægari mynda meistara Hitchcocks og ekki spillir frábær leikur stórstjarnanna Bergman og Grants en túlkun þeirra hlaut á sínum tíma veröskuldað lof. Það er ekki til betri aöferð til þess að eyða sunnudagssíðdegi í vetrarhörkum en að hverfa suður til Ríó og fylgjast með veröld ástar, svika og undirferlis. Handbragð meistarans þolir vel tímans tönn og gætu margir filmusmiðir nútím- ans margt af þeim gamla lært. Eng- inn stendur honum á sporði þegar markviss uppbygging spennu er annars vegar. Sannkölluð veisla fyrir augað. Góða skemmtun. -Pá *'A Ævintýraeyjan ISLAND AT THE TOP OF THE WORLD Útgefandi: Bergvik Leikstjóri: Robert Stevenson Aðalhlutverk: David Hartman, Donald Sinden og Agnete Eckemyr Bandarisk, 1974 - sýningartimi 93 mín. Leyfð öllum aldurshópum Þaö vill oft verða svo þegar þeir í sólinni í Kalifomíu gera kvik- myndir sem gerast eiga á Norður- slóðum að við sem eigum heima hér á klakanum getum varla annað en hlegið af tilraunum þeirra til að ■ lýsa veðurfari og lífsskilyrðum. Þannig er það með Island at the Top of the World sem látin er ger- ast á síðustu öld. Hafin er leit í loft- belg af horfnum milljónarasyni sem á að hafast við á týndum slóð- um á eyju einni einhvers staðar utan vrið Grænland. Og eins og í sönnum ævrintýrum finna leitar- menn suöræna vrin inni á milli snævri þakinna fjalla. Þar búa vík- ingar sem tala fornnorsku. Og hvemig skyldi svo standa á þessu hitabeltisloftslagi? Jú, það eru heit- ar uppsprettur í jörðinni sem skapa aðstæöurnar. Eins og sjá má af þessari upptaln- 'Jt ingu er söguþráöurinn ekki beys- inn enda get ég ómögulega maelt með myndinni nema fyrir böm. Ég er samt vriss um aö þeir sem búa á suðrænum slóðum skemmta sér vel yfir ævrintýralegri frásögn, enda íshafsloftslag aðeins til í hug- arheimiþeirra. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.