Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1991. Reykjavlk fyrr og nú 55 fö VR - hundrað ^ ára stéttarfélag Vefnaðarvörudeild Thomsens magasíns á fyrsta áratug aldarinnar. Ljósmynd: Pétur Brynjólfsson Þessar tvær myndir úr verslun- arlifi höfuöborgarinnar ættu aö minna okkur á þá staðreynd aö á morgun er öld liöin frá því að þrjá- tíu og einn heiðursmaður úr Reykjavík og tveir Hafnfiröingar komu saman á kaffistofunni Herm- es í Ahrenz-húsi viö Lækjargötu í því skyni að stofna þar Verslunar- mannafélag Reykjavíkur. VR er því næstelsta stéttarfélag landsins en það hefur um árabil veriö langfjöl- mennasta einstaka stéttarfélagiö. Saga VR er um margt athyghs- verö, auk þess sem hún er sam- tvinnuð bæjarlífi og almennri verslunarsögu Reykjavíkur. Lýöur Bjömsson sagnfræðingur hefur nú Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson tekið saman fjögurra binda verk um sögu félagsins sem gefið verður út á næstunni. „Dugandi verslunar- menn" og „góðir húsbændur'' í upphafi var VR „stéttarfélag" í töluvert öörum skilningi en nú er almennt lagður í það orð. Stéttar- hugtakið tók þá fyrst og fremst mið af tiltekinni iðn eða starfsgrein í heild en Karl Marx og aðrir sósíal- istar höfðu enn ekki náð að telja mönnum trú um það að þegnar iðn- ríkja skiptust í arðræningja og ör- eiga - atvinnurekendur og laun- þega. VR var því eins og hvert ann- að gildi síns tíma, félag hvorra tveggja, kaupmanna og starfs- manna þeirra. Að vísu vildi félagið huga að hagsmunum sinna félags- manna sem það taldi sig gera, eins og segir í stofnlögum þess: „einkum með því að útvega dugandi versl- unarmönnum störf hjá góðum hús- bændum". En hætt er nú við að Bima Þórðardóttir heföi ekki sætt sig við slíka verkalýðspólitík. Menningarlegt skemmtifélag Ýmsir kaupmannaklúbbar voru starfræktir í Reykjavík á 19du öld- inni en þeir voru fyrst og fremst viðleitni erlendra kaupmanna að halda vitglórunni hverjir í öðrum í forarsvaðinu og yfirþyrmandi fá- breytninni hér á hjara veraldar. Helst var það brennivínið sem meðhmir þessara klúbba gripu til þegar skammdegið var þá lifandi að drepa. Verslunarmannafélagið var skemmtifélag eins og gömlu klúbb- arnir en þó með uppbyggilegri og menningarlegri brag og er félagslíf þess á fyrstu áratugunum um margt býsna athyglisvert. Félagið kom á fót bókasafni um áramótin 1884-85 og sttmdaði bóka- útlán vikulega. Þá hefur félagið haldið níutíu og átta jólatrés- skemmtanir fyrir böm sinna fé- lagsmanna frá 1892 og lengi vel stóð félagiö einnig fyrir sérstakri jóla- trésskemmtun fyrir böm fátæks fólks. Hætta varð við jólatrés- skemmtun árið 1927 vegna kig- hóstafaraldurs sem þá geisaði en hömunum var í sárabót boðið í berjaferð næsta haust. Verslunarmannafélagið hélt um árabil fjölda dansleikja hér í bæn- Ur Kringlunni i Reykjavík. DV-mynd um og mun vera einn helsti braut- ryðjandi á því sviði sem nefnt er fjölbreytileg og vönduð skemmti- dagskrá við slík tækifæri. Var þá oft boðið upp á upplestur, gaman- vísur, stutta leikþætti og sönghst af ýmsum toga. Verslunarmannafélagið stofnaði ásamt Kaupmannafélaginu Versl- unarskóla Islands árið 1905 en sá skóh hefur með áratuga starfsemi sinni sannað gildi vel rekinna einkaskóla hér á landi. Verslunarmanna- helgi árið 1894 Loks ber aö minnast á árlegan frídag verslunarmanna en upphaf hans má rekja til góðviðrisdags í septembermánuöi 1894 er félags- menn VR gengu inn í Ártún þar sem þeir gerðu sér dagamun. Þetta uppátæki þeirra varð strax að ár- legum viðburði sem í áranna rás hefur fyrir löngu breyst í lang- mestu ferðahelgi ársins en með reglugerð frá 1931 um lokun sölu- búöa hefur dagurinn verið lög- leiddur frídagur verslunarmanna. Frídagurinn var í upphafi haldinn í septembermánuöi en færðist nokkuð snemma fram í byrjun ágústmánaðar til minningar um þjóðhátíðina 1874. Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, er tuttugasti og átt- undi formaður VR en hann hefur gegnt formennsku frá 1980. Fyrsti formaður félagsins var Th. Thor- steinsson, kaupmaður og útgerðar- maður, einn af brautryðjendum ís- lenskrar togaraútgerðar. í hópi for- manna þessa merkisfélags em ýmsir mætustu menn og má þar, að öðmm ólöstuöum, m.a. nefna Tryggva Gunnarsson bankastjóra, Detlev Thomsen kaupmann, Jes Zimsen kaupmann, Guðjón Sig- urðsson úrsmið er reisti Ingólfs- hvol í Hafnarstræti, Erlend Péturs- son, forstjóra og formann KR, Egil Guttormsson framkvæmdastjóra, Hjört Hansson stórkaupmann, Guðjón Einarsson og Guðmund H. Garðarsson alþingismann. Hér áöur fyrr hélt félagið gjaman fundi sína á Hótel Reykjavík og í Bárubúð en þáttaskil uröu í hús- næðismálum þess er það keypti húseignina að Vonarstræti 4 árið 1939. Þar var félagið með sitt aðset- ur til ársins 1966 er það flutti vestur á Mela en árið 1982 flutti það í Hús verslunarinnar þar sem fjölbreytt starfsemi þess er nú rekin af tutt- ugu starfsmönnum í glæsilegum húsakynnum á tveimur hæöum. Félagið fór ekki að huga alvarlega að kjaramálum fyrr en á kreppuár- unum og þá starfrækti það einnig vinnumiðlunarskrifstofu en fyrsta alhliða kjarasamninginn undirrit- uðu fulltrúar félagsins árið 1946. Kaupmenn gengu úr samtökunum árið 1955 og stofnuðu Kaúpmanna- samtökin en þar með varð VR að hreinum launþegasamtökum sem síðan fengu aðild að ASÍ. Fullgildir félagsmenn VR eru nú um tíu þús- und og hefur þaö verið langfjöl- mennasta verkalýðsfélag landins í u.þ.b. tuttugu ár. Svona getur nú eitt leitt af öðru þegar menn koma saman á kaffi- húsi og stofna með sér félag. Veður Á morgun verður hvöss suðaustanátt með rigningu og súld, einkum sunnan- og vestanlands, og fremur hlýtt i veðri. Snýst til suðvestlægrar áttar og kólnar undir kvöld. Akureyri hálfskýjað 8 Egilsstaöir léttskýjað 7 Hjarðarnes úrkoma 6 Galtarviti rigning 9 Keflavíkurflugvöllur regn/súld 7 Kirkjubæjarklaustur skúr 5 Raufarhöfn skýjað 5 Reykjavik rigning 7 Vestmannaeyjar rign/súld 7 Bergen súld 4 Helsinki skýjað 6 Kaupmannahöfn alskýjað 5 Ósló þoka -5 Stokkhólmur skýjaö 3 Þórshöfn alskýjað 8 Amsterdam þokumóða 2 Barcelona rigning 10 Berlín súld 3 Feneyjar þokumóða 7 Frankfurt léttskýjað 4 Glasgow mistur 3 Hamborg þokumóða 4 London mistur 2 LosAngeles þokumóða 4 Lúxemborg heiðskírt 2 Madrid hálfskýjað 7 Nuuk hálfskýjað -14 Orlando rigning 16 París skýjað 1 Róm þokumóða 11 Valencia þokumóða 9 Vín léttskýjað 3 Gengið Gengisskráning nr. 16. - 24. janúar 1991 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,580 54,740 55,880 Pund 106.827 107,140 106,004 Kan. dollar 47,017 47,155 48,104 Dönsk kr. 9,5328 9,5607 9,5236 Norsk kr. 9,3732 9,4007 9,3758 Sænsk kr. 9,8068 9,8356 9,7992 Fi. mark 15,1548 15,1992 15,2282 Fra. franki 10,7940 10,8257 10,8132 Belg. franki 1,7805 1,7857 1,7791 Sviss. franki 43,4053 43,5325 43,0757 Holl. gyllini 32,5462 32,6406 32,5926 Þýskt mark 36,6875 36,7951 36,7753 ft. líra 0,04879 0,04893 0,04874 Aust. sch. 5,2130 5,2283 5,2266 Port. escudo 0,4135 0,4147 0,4122 Spá. peseti 0,5838 0,5855 0,5750 Jap. yen 0,41270 0,41391 0,41149 Irskt púöd 97,734 98,020 97,748 SDR 78.2726 78,5021 78,8774 ECU 75,5251 75,7465 75,3821 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 25. janúar seldust alls 84,473 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,042 30,00 30,00 30,00 Gellur 0,073 296,92 280,00 300,00 Steinbítur, ósl. 0,064 58,00 58,00 58,00 Koli 2,288 65,58 50,00 69,00 Smáþorskur, ósl. 0,335 70,00 70,00 70,00 Steinbítur 1,845 78,53 62,00 79,00 Ýsa.ósl. 0,428 82,85 81,00 83,00 Þorskur, ósl. 6,878 90,07 75,00 100,00 Langa 0,990 70,00 70,00 70,00 Keila, ósl. 0,416 40,51 15,00 42,00 Hrogn 0,490 125,65 80,00 150,00 Ýsa 9,674 98,76 96,00 • 111,00 Smár þorskur 0,562 80,00 80,00 80,00 Ufsi ^ T7.703 50,88 25,00 53,00 Þorskur 28,353 101,18 97,00 106,00 Lúða 0,228 321,99 310,00 345,00 Keila 2,028 47,00 47,00 47,00 Karfi 11,772 46,96 41,00 49,00 Hlýri 0,291 69,08 68,00 70,00 Faxamarkaður 25. janúar seldust alls 51,752 tonn. Blandað 0,270 47,70 35,00 78,00 Gellur 0,102 292,73 285,00 310,00 Hrogn 0,524 175,70 145,00 320,00 Karfi 0,082 20,00 20,00 20,00 Keila 0,449 44,00 44,00 44,00 Kinnar 0,029 127,29 120,00 140,00 Langa 8,048 68,06 68,00 70,00 Lúða 0,446 290,58 140,00 330,00 Rauðmagi 0,024 105,00 105,00 105,00 Skarkoli 0,179 55,45 20,00 65,00 Steinbítur 1,044 63,29 45,00 78,00 Þorskur, sl. 27,777 97,71 94,00 101,00 Þorskur, ósl. 3,058 92,34 50,00 98,00 Ufsi 0,031 40,00 40,00 40,00 Undirmálsf. 2,596 79,47 70,00 80,00 Vsa, sl. 5,556 97,48 70,00 111,00 Ýsa, ósl. 1,529 86,37 85,00 95,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 25. janúar seldust alls 66,001 tonn. Ýsa.ósl. 3,353 98,30 81,00 102,00 Þorskur, ósl. 17,896 105,66 55,00 117,00 Ýsa.sl. 4,661 96,79 67,00 103,00 Þorskur, sl. 22,978 100,60 96,00 103,00 Undirmál. 0,147 75,48 75,00 76,00 Sild 2,274 9,00 9,00 9,00 Koli 0,343 74,00 74,00 74,00 Ufsi 0,673 35,45 30,00 40,00 Hrogn 0,077 195,00 195,00 195,00 Blandað 0,060 40,00 40,00 40,00 Keila 6,660 48,89 10,00 53,00 Steinbítur 0,143 70,80 58,00 77,00 Sólkoli 0,045 89,00 89,00 89,00 Langa 3,221 70,00 54,00 76,00 Lúóa 0,222 406,07 255,00 445,00 Lýsa 0,039 39,00 39,00 39,00 Skarkoli 0,189 20,00 20,00 20,00 Hlýri 0,208 55,48 51,00 65,00 Karfi 2,806 47,55 41,00 50,00 Gellur 0,013 295,00 295,00 295,00 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.