Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Blaðsíða 3
Hafðu samband við sölumenn strax í dag. Söludeildin
er opin alla virka daga kl. 9-18 og laugardaga
kl. 13-17. Síminn er: 42600.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2, sími 42600
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
Fréttir
Þrír neraendur, sem tóku próf
í almennri lögfræði í lagadeild
Háskóla íslands í janúar og féllu,
uröu heldur en ekki kátir þegar
þeir skoöuðu prófin sín þegar að
prófasýningu kom. Þeir hölðu
nefnilega ekki fallið heldur voru
utreikningar á prófunum rangir
og nemendurnir reyndust með
ágætiseinkunn. Mjög mikið fall
var i almennri lögfræði eða um
86%.
Sigurður Líndal, íörseti laga-
deildar, segir að ásunöa þessarar i
reikningsskekkju hafi verið sú að
dregist hefði að endurskoða út-
reikningana.
„Það var einfaldlega vegna þess
að við hjónin höfum hjálpast að
viö þetta og konan min er skrif-
stofustjóri heimspekideildar og
það var óveniumikið annríki í
deildinni hjá henni vegna fjár-
lagagerðar. Það er alltaf farið
tvisvar og jafnvel þrisvar yfir
útreikningana en það dróst í þetta
skiptið," segir Sigurður.
Slys sera þessi gerast ekki oft
en að sögn Sigurðar hefur það
gerst einu sinni áður.
„En þetta er ekkert til að gera
veður út af. Ég er búinn að út-
skýra þetta fyrir þessum nem-
endum og meira að segja senda
þeim bréf. Auðvitað er þetta
óæskilegt og ég vil ekki að þetta
komi fyrir. Þetta atvik verður til
þess að ég geri þetta fyrr og skipu-
legg þetta öðruvísi,“ segir Sigurð-
ur
Nýirbátar
flotann
Ómar Garöamson, DV, Vestmeyj11™
Óskar Kristinsson, útgerðar-
maður og skipstjóri hér í Eyjum,
kom fyrir skömmu meö nýjan bát
frá Noregi sem var gefið nafnið
Sigurbára. Þetta er 80 tonna stál-
bátur, smíðaður 1986 og var gerð-
ur út frá Brönneysund í Norður-
Noregi. Báturinn er sérstaklega
útbúinn fyrir troll og snurvoð en
einnig getur hann stundað neta-
veiðar.
Þessi bátur er sá sjötti sem
Óskár á moð þessu nafni. Hann
kemur í staö Sigurbáru II, áður
Hafliði VE, sem fer 1 úreldingu.
Haraldur Traustason, skip-
stjóri og útgerðarmaður. keypti
eirmig fyrir skönunu 64 tonna tré-
bát, Harald EA 62. Hann kemur
í stað Sjöstjömunnar VE sem
fórst við Eyjar fyrir ári. Haraldur
hefur Jægar hafið netaveiðar. .
Stöð2:
Helduráfram
aðsenda
útCNN
Stöð 2 mun halda áfram frét-
taútsendingum CNN fyrst um
sinn og verða útsendingarnar
með svipuðu sniði og áöur, að
sögn Jónasar R. Jónssonar dag-
skrárstjóra.
Eins og áður hefur komið fram
er ríkissjónvarpið hætt útsend-
ingum á fréttarás Sky enda mun
aldrei hafa verið ætlunin aö
halda þeim áfram eftir aö komið
hafðí verið á vopnahléi við Pers-
aflóa.
-J.Mar
Eldsvoðinn í Grindavíkurhöfn fyrir skömmu:
Tryggði bát fyrir þrjár
milljónir og kveikti í
Eigandi tæplega fimm tonna plast-
báts hefur viöurkennt hjá lögreglu
að hafa lagt eld að báti sínum í smá-
bátahöfninm í Grindavík snemma
morguns 25. febrúar.
Eigandinn tryggði bátinn fyrir um
þrjár milljómr króna í byrjun þessa
árs. Hann viðurkenndi hjá lögreglu
að hafa ætlað að freista þess að koma
sér undan skuldum og fá trygginga-
bætur greiddar fyrir bátinn vegna
eldsvoðans. Báturinn eyðilagðist í
brunanum. Við rannsókn lögreglu
kom í ljós að bensín virtist hafa ver-
ið notað til að kveikja í og lék grunur
á aö um íkveikju hefði verið að ræða.
Eigandinn hafði fjarlægt verðmæt
tæki úr bátnum áður en hann lagði
eld að honum.
Sami maður varð uppvís að því á
síðasta ári að hafa stolið um tveimur
tonnum af blýi frá netagerðinni
Möskva í Grindavík. Upp komst um
þjófnaðinn eftir að maðurinn hafði
selt blýið á stað þar sem shk efni eru
brædd upp.
-ÓTT
ÓDÝR SENDIBÍLL
Praktik er lipur sendibíll í minni
stærðarflokki, sérstaklega gerður
fyrir hverskonar atvinnurekstur.
Hann hentart.d.iðnaðarmönnum,
heildsölum, verslunum, matsölu-
stöðum og öðrum sem leita að
hagkvæmri lausn.
ASTÆÐAN:
★ Lítil fjárbinding ★ Ódýrírekstri
★ Burðarmikill ★ Auðveld hleðsla frá 3 hliðum
NIÐURSTAÐAN ER:
HAGNÝTUR BÍLL
FYRIR HAGSÝNA KAUPENDUR!
KR. 373.000 AN VSK