Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991. 49 Sólarlandaferðir eru víðast hvar á 10-25% lægra verði hjá ferðaskrifsíofunum heldur en i fyrra. DV-mynd GVA Sólarlandaferðir: Bj artsýni ríkjandi - hjá ferðaskrifstofunum með bókanir í ár Þeir sem hyggja á sólaralandaferð- ir á þessu ári hafa tekið eftir því að verð á þeim ferðum er lægra nú en í fyrra. Lækkun hefur orðið hjá öll- um ferðaskrifstofum á þessum ferð- um. Margt hefur þar hjálpað til. Gengisáhrif hafa verið ferðaskrif- stofunum hagstæð og þá sérstaklega hvað varðar gengi dollarans. Margar ferðaskrifstofanna hafa náð meiri hagkvæmni í rekstri með aðhaldsað- geröum og betri samningar hafa náðst á flugi og gistingu. Þeir menn sam rætt var við á ferðaskrifstofun- um voru sammála um að ekki yrði um samdrátt að ræða í ferðum nú, miðað við árið í fyrra og sumir töluðu jafnvel um aukningu á bókunum. Aukin hag- kvæmni innanhúss Hljóðið var gott í Tómasi Þór Tóm- assyni, sölustjóra hjá Úrval/Útsýn. „Okkur hefur tekist að ná fram lækkun á sólarlandaferðum frá í fyrra og eru margir samverkandi þættir þess valdandi. Við höfum náð mikið betri samningum nú, bæði á flugi og gistingu. Við höfum einnig náð meiri hagkvæmni innanhúss hjá okkur i Úrval/Útsýn sem hjálpar einnig til. Gengið hefur verið hagstætt og lág verðbólga gerir það að verkum að auðveldara er að fylgjast með kostn- aði og gera áætlanir. Við erum mjög ánægðir með árið í ár og það stefhir í að verða betra en í fyrra. Portúgal er í mikilli sókn hjá okkur og bókanir eru einnig fleiri til MaU- orca. Bókanir til Costa del Sol eru hins vegar svipaðar og í fyrra. Okkur tókst að ná fram töluverðri lækkun á öllum sólarlandaferðum okkar en einhver litil hækkun hefur orðið á öðrum ferðum. Það er greinilegt að sólarlandaferðir eru að ná sér upp aftur, eftir nokkurn samdrátt undan- farin ár“ sagði Tómas. Helgi Daníelsson, deildarstjóri hópferðadeUdar hjá Samvinnuferð- um/Landsýn sagði að bókanir væm svipaðar og á síðasta ári. „Bókanir era farnar að nálgast það sama og í fyrra, en árið í fyrra var metár hjá okkur á S/L. Ástæða þess að okkur tókst að lækka verðið á okkar sólar- landaferðum er að mestu leyti hag- stæðari samningar sem við náðum á Spáni og á Ítalíu. Einnig höfum viö náð betri samningum í leiguflugi. Aðrar ferðir hafa hins vegar hækk- Neytendur að eitthvað í samræmi við verðbólgu. Gengisáhrif eru ekki mikil. Dollar hefur að vísu lækkað, en á móti kem- ur að peseti, lírur og flórínur hafa hækkað á sama tíma. Bókanir á sum- arhúsum eru eitthvað færri, sérstak- lega í Frakklandi og í Danmörku. Sumarhúsin í Hollandi standa þó alltaf fyrir sínu. Ég hef ástæðu til að ætla að góða veðrið á íslandi undanfarnar vikur hafi orðið til þess að bókanir eru færri en annars hefði orðið. Við erum samt sem áður í heildina séð, aUs ekki svartsýnir á þetta ár,“ sagði Helgi að síðustu. Eldsneyti keypt í dollurum Andri Már Ingólfsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Veraldar hafði svipaða sögu að segja. „Við höfum skrúfað niður innlendan kostnað og aukakostnaður er nú orðinn enginn innan fyrirtækisins. Við höfum náð stórbættum samningum í flugi og gistingu en sú samningsgerð tók reyndar marga mánuði. Dollarinn hefur auk þess lækkað og allt þetta hefur orðið til þess að verð á sólar- landaferðum okkar er nú allt að 25% lægra en í fyrra. Lítil hreyfing var á bókunum á meðan á Persaflóastríðinu stóð en síðan því lauk fyrir tveimur vikum síðan hefur bókunarflóðið verið mik- ið. Dreifmgin á staði er svipuð hjá okkur nú og í fyrra en töluvert er um bókanir til Irlands sem er nýr áfangastaður hjá okkur. írland er ódýrasti sumarleyfisstaðurinn í ár hjá okkur. Verðið á öðram ferðum en sólarlandaferðum er eitthvað hærra en í fyrra, í samræmi við verð- bólgu,“ sagði Andri Már. Engilbert Gíslason, markaðsstjóri hjá Atlantik lagði áherslu á að tvö atriði hefðu öðrum fremur stuðlað að lækkun á verði sólarlandaferða. „Við höfum náð mun betri samning- um erlendis og gengisþróun dollars hefur verið hagstæð á árinu. Elds- neyti er yfirleitt keypt í dollurum og annar kostnaður við flugið og þess vegna hefur lækkun dollarans áhrif til lækkunar. Verðlækkunin á sólarlandaferðum hjá okkur er á bilinu 10 til 15%. Bók- anir nú era svipaðar og á tveimur síðustu áram en þess ber að geta að mesti skriðurinn á bókunum er í kringum páskana. Mikil ásókn er að jafnaði í Mallorcaferðir og einnig til Möltu sem er nýr áfangastaður hjá okkur," sagði Engilbert. Flestar ferðaskrifstofurnar hafa greinilega gert átak til að auka hag- kvæmni innanhúss. Bókanir stefna víðast hvar í það sama, eða meira en á síðasta ári. Gengisþróun og lág verðbólga hafa einnig verið ferða- skrifstofunum hagstæð. Bjartsýni er greinilega ríkjandi á þessum mark- aði. ÍS Lífsstm Afruglarar fyrir sjónvarp: Töluvert um bilanir Blaðamaður Neytendasíðu DV hefur haft spurnir af töluvert hárri bilanatíðni á algengustu tegund afruglara fyrir sjónvarp sem er á markaðnum. Svo virðist sem þessi tegund afruglara eigi vanda til að hitna mikið með þeim afleiðingum að þéttar í honum bili. Nafn af- raglarans er „TUDI 12“ og hefur verslunin Heimilistæki hf. selt um 30-35 þúsund stykki af þeirri teg- und. Algengur kostnaður við við- gerð á þessari bilun er í kringum 3.000 krónur. Ólafur Ingi Ólafsson er verkstjóri á verkstæði Heimilistækja. Hann upplýsti að á markaðnum væra þrjár tegundir afruglara. Fyrst hefði komið á markaðinn tegund sem nefnd er „Discret" og væri bil- anatíðnin á honum ekki há. Síðan er tegundin TUDI12 sem er sá al- gengasti á markaðnum og svo virt- ist sem bilanatíðnin á honum væri meiri en á hinum tegundunum. Nýjasta tegundin, TUDI 14 hefur ekki bilað mikið. í hveijum afruglara eru nokkur hundruð þétta. Afruglararnir ættu það til að hitna mikið og það virð- ist í sumum tilfellum valda skemmdum á einhverjum af þétt- 1 unum. Verkstæðið hefði tekið upp á því að bora göt í öll þau tæki sem hefðu komið inn til viðgerðar af þessum sökum, til að auka kæli- getu afruglarans. Ólafur Ingi tók það fram að oft- lega geymdi fólk afruglarann inni í skápum eða hillusamstæðum, sem gæti hindrað eðlilega loftkæl- ingu. Hann taldi ekki útilokað að það gæti valdið bilanatilfellum sem þessum. Blaðamaður DV hafði spurnir af því að franskir framleiöendur tækjanna hefðu verið upplýstir um málið og há bilanatíöni borin undir þá. Þeirra svör voru á þann veg að bilanatíðnin á TUDI12 væri innan eðlilegra marka og framleiðendur þeirra því á engan hátt bótaskyldir. Ólafur Ingi staðfesti það. Blaða- maður reyndi að fá uppgefið hversu margir afruglarar hefðu komið í viðgerð með bilaðan þétti. Ólafur Ingi upplýsti að þær tölur lægju ekki fyrir, þar sem ekki hefði verið sérstaklega fylgst með því. Stafab skrafab L y k i l l a ð l e y n d a r m á l i Þú getur fylgst meb þessum spennandi leik á útvarpsstöbinni FM 957 á hverjum degi íþœtti Ágústar Hébinssonar milli kl. 13.00 og 16.00. Notabu þennan miba til ab finna rétta orbib og þú getur orbib utanlandsferb ríkari. Þú hlustar bára á FM 957 og verbur meb í leiknum. Orð/ð sem vib leitum ab í dag: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12 13 14 □ □□□□□□□□□□ □□□ 15 16 11 I* 1’ 2(1 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 □ □□□□□□□□□□□□□ □□□□□□□ Nafn: _____________ V T7* f n «|5 Sendist til: AÐ OG SKRAFAÐ, FM 957, P.O. BOX 9057, 129 REYKJAVÍK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.