Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Blaðsíða 26
50
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
Afmæli
Jón Egilsson
Jón Egilsson verslunarmaður,
Ölduslóð 10, Hafnarfirði, er sjötug-
urídag.
Starfsferill
Jón fæddist í Hafnarfirði og ólst
þar upp. Hann hefur lengst af starf-
að við verslunarstörf, eða frá 1937,
fyrst hjá Verslun Gísla Gunnarsson-
ar, síðan hjá Kaupfélagi Hafnar-
ijarðar, þá hjá KRON og starfar nú
hjáMiklagarði.
Jón hefur setið í stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Haukar og í stjórn
íþróttasambands Hafnarfjarðar um
áratugaskeið. Þá hefur hann setið í
stjórn Verslunarmannafélags Hafn-
arfjarðar og í ýmsum öðrum félög-
um.
Fjölskylda
Jón kvæntist 25.12.1946 Guðfinnu
Leu Pétursdóttur, f. 7.7.1925, d. í
nóvember 1985, húsmóður.
Börn Jóns og Guðfmnu Leu eru
Egill, múrari, kvæntur Kristjönu
Magnúsdóttur, starfsmanni á skrif
stofu skattstjórans í Hafnarfirði, en
böm þeirra eru Helga Lea og Jón
Freyr; Ásbjöm er stundar nám í
matvælafræði við HÍ; Viðar, fulltrú i
hjá Ríkisskattstjóraembættinu í
Reykjavík.
Foreldrar Jóns vom Egill Jóns-
son, sjómaður í Hafnarfirði, er fórs
með enska togaranum Robinson í
Halaveðrinu 1925, ogÞjóðbjörg
Þórðardóttir húsmóðir er lést 1983.
Egill var sonur Jón Sveinssonar
frá Höfnum í Ölfusi og Helgu Egils-
dóttur en þau komu bæði til Hafnar-
fjarðar á bamsaldri.
Jón tekur á móti gestum á Gafl-
inum milli klukkan 17.00 og 20.00 á
afmælisdaginn.
Jón Egilsson.
Bjami Veturliðason
Bjarni Veturliðason, starfsmaður
við Langholtsskóla, til heimilis að
Bláhömrum 2, Reykjavík, varð sex-
tugurígær.
Starfsferill
Bjarni fæddist á Hesteyri í Hest-
eyrarfirði í Jökulfiörðum og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hann flutti til
Bolungarvíkur 1946 og starfaði þar
í flskvinnu og var þar háseti á bát-
um. Hann fór síðan til Reykjavíkur
1951 þar sem hann var háseti á tog-
urum, hvalveiðibátum og í far-
mennsku í fimmtán ár.
Þegar Bjarni kom í land hóf hann
störf hjá Jarðborunum ríkisins og
var bormaður þar til ársins 1979.
Bjarni bæklaðist af slysfórum og var
óvinnufær í sex ár en hóf störf við
Langholtsskóla í Reykjavík árið
1985 þar sem hann starfar enn
Fjölskylda
Bjami á tvö börn. Þau era Sól-
veig, f. 20.1.1957, kvikmyndagerðar-
maður í New York, og Haukur Þór,
f. 20.4.1963, nemi í Ósló.
Bjami átti fjögur systkini og eru
þrjú þeirra á lífi. Systkini hans:
Helgi, f. 1930, deildarstjóri hjá
BYKO, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Önnu Kristjánsdóttur húsmóður
og eiga þau fimm börn; Sesselja
Þóra, f. 1934, d. 1977, húsmóðir í
Bandaríkjunum, og eru börn henn-
ar fjögur; Bryndís, f. 1935, húsmóðir
í Njarðvíkum, gift Gísla Þórðarsyni
sjómanni og eiga þau þijú börn;
Pétur Sverrir, f. 1937, pípulagninga-
meistari í Reykjavík, kvæntur
Arndísi Helgadóttur húsmóður og
eiga þau fjögur börn.
Foreldrar Bjarna: Veturliði Guö-
mundsson, f. 1899, d. 1942, sjómaður
Bjarni Veturliðason.
á Hesteyri, og kona hans, Oddný
Þorbergsdóttir, f. 1905, húsfreyja, nú
búsett hjá yngsta syni sínum í
Reykjavík.
Þórunn Kristin Teitsdóttir og Kristján Guðlaugsson.
Þónmn Kristín Teitsdóttir
og Kristján Guðlaugsson
Frú Þórunn Kristín Teitsdóttir
húsmóðir, Nónvörðu 8, Keflavík,
ersextugídag.
Eiginmaður hennar er Kristján
Guðlaugsson en hann verður sex-
tugurþann 13.4. nk.
I tilefni afmælanna ætla þau að
taka á móti gestum á Flug-hóteli í
Keflavík laugardaginn 16.3. nk. frá
klukkan 15.00-18.00.
Lausafjáruppboð
Að kröfu Guðjóns Ármanns Jónssonar hdl., Guðna Haraldssonar hdl. og
Ásgeirs Thorddsens hdl. verða ýmsar vélar og tæki (alls 76 munir) i eigu
Þorgeirs og Ellerts hf. seld á nauðungaruppboði, ef viðunandi boð fást,
sem haldið verður að verkstæði Þorgeirs og Ellerts hf., Bakkatúni 26, Akra-
nesi, fimmtudaginn 21. mars 1991, kl. 14.00.
Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógetinn á Akranesi
Vanefndauppboð
Vegna vanefnda haestbjóðanda verður fasteignin Bakkatún 24, Akranesi,
þingl. eign Eyglóar Önnu Sigurðardóttur, boðin upp og seld á nýjan leik
á nauðungaruppboði sem fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 15. mars
1991, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki islands, Lögmannsstofan, Kirkjubraut
11, Akraneskaupstaðar, Veðdeild Landsbanka íslands, Lögþing hf. og Sig-
riður Thorlacius hdl.
Bæjarfógetinn á Akranesi
FREEPORTKLÚBBURINN
Félagsfundur verður ha|dinn fimmtudaginn 14. mars
kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Bústaðakirkju.
Gestur fundarins:
Árni Bergmann ritstjóri
Öllu áhugafólki frjáls þátttaka.
' Stjórnin
Anna Jónsdóttir og Erlendur Ólafsson
Hjónin Anna Jónsdóttir húsmóðir
og Erlendur Ólafsson, lengst af
skrifstofumaður hjá Eimskipafé-
lagi íslands, til heimilis að Stigahlíð
12, Reykjavík, eiga sextíu og fimm
ára hjúskaparafmæli í dag.
Starfsferill
Anna fæddist á Gautastöðum í
Hörðudal í Dalasýslu 14.10.1904 og
var þar til sjö ára aldurs en flutti
þá með foreidram sínum að Kaldár-
bakka í Kolbeinsstaðahreppi í
Hnappadalssýslu þar sem hún ólst
uppeftirþað.
Anna átti einn bróður og eina syst-
ur en bróðir hennar er nú látinn.
Erlendur fæddist á Jörfa í Kol-
beinsstaðahreppi 10.10.1897 og ólst
þar upp í foreldrahúsum í stórum
systkinahópi en hann átti tólf systk-
ini sem öll komust á legg utan eitt.
Fjölskylda
Anna og Erlendur giftu sig 13.3.
1926. Þau fluttu í Leirulækjarsel í
Álftaneshreppi og stunduðu þar
búskap í þrjú ár. Erlendur stundaði
síðan vegavinnu í Kolbeinsstaða-
hreppi en 1935 flutti þau til Reykja-
vikur þar sem þau hafa búið síðan.
Erlendur stundaði ýmis verka-
mannastörf í Reykjavík eftir því
sem til féll á kreppuáranum en hóf
síðan störf hjá Eimskip 1938 og
starfaði þar fram á vor 1978.
Anna og Erlendur eiga fjögur
börn. Þau eru: Ólafur, f. 24.4.1926,
Anna Jónsdóttir og Erlendur Ólafsson.
framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á
Húsavík, kvæntur Helenu Hannes-
dóttur frá Húsavík, húsmóður, og
eiga þau tvær dætur; Halla Guðný,
f. 11.7.1928, húsmóðir í Reykjavík,
gift Trausta Kristinssyni vörubíl-
stjóra og eiga þau fjögur börn; Pétur
Ágúst, f. 14.8.1929, aðstoðarbanka-
stjóri í Samvinnubankanum,
kvæntur Áslaugu Andrésdóttur
húsmóður og eiga þau tvo syni;
Agatha Heiður, f. 20.3.1933, ekkja
og iðnverkakona í Reykjavík, og á
húnfimm börn.
Barnaböm Önnu og Erlends eru
nú fimmtán, langafa- og langömmu-
börnin eru tuttugu og sex auk þess
sem nú er fætt eitt langalangafa- og
langalangömmubam.
Foreldrar Önnu voru Jón Jónas-
son, f. 11.5.1871, d. 1.1.1937, b. á
Gautastöðum og síðan á Kaldár-
bakka, og kona hans, Halla Gunn-
laugsdóttir, f. 16.5.1869, d. 10.6.1927,
frá Álfatröðum í Hörðudal, hús-
freyja.
Foreldar Erlends vora Ólafur Er-
lendsson, f. 20.11.1863, d. 27.6.1922,
b. og oddviti á Jörfa, og kona hans,
Agatha Stefánsdóttir, f. 15.5.1872,
d. 19.5.1966.
Anna og Erlendur verða að heim-
anídag.
90 ára
Þórunn Traustadóttir,
Smáratúni 7, Selfossi,
Sigurborg Guðmundsdóttir,
Njálsgötu 33B, Reykjavík.
85 ára
Sigríður Jónsdóttir,
Klausturhólum 1, Vík í Mýrdal.
Jóhannes Tómasson,
Fífilgötu 8, Vestmannaeyjum.
Gísli Brynjólfsson,
Fomastekk 13, Reykjavik.
Jón Karisson,
Austurströnd 8, Seitjarnamesi.
ara
Krlstjana Ragnarsdóttir,
Jaðarsbraut 31, Akranesi.
Hannes Helgason,
Rjúpufelli 48, Reykjavík,
Alexander Þórsson,
Dalseli 34, Reykjavík.
Jónas Sigurösson,
Skipholti 43, Reykjavík.
75 ára
Rósa Bjamey Sveinsdóttir,
Svalbakka, Hofs.
Teitur Benediktsson,
Bogahlíð 24, Reykjavík.
Katrín Guðmundsdóttir,
Ránargötu 1, Akureyri.
Svanhildur Kristinsdóttir,
Fjarðarvegi 33, Þórshöfn.
Gunnbjörn Jónsson,
Vesturvangi 20, Hafnarfirði.
Þórunn Teitsdóttir,
Nónvörðu 8, Keflavík.
Aðalbjörn Þórhaliur Jónsson,
Holtabrún 14, Boltmgarvik.
Einar Kristinn Friðriksson,
Ljósheimum 2, Reykjavik.
Jónína Ólafsdóttir,
Meiási 11, Garðabse.