Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1991, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. MARS 1991.
7
Sandkom
Einn á lúðurinn
Pyrrívetur
varkonanokk-
urásjötugs-
aldriafcrðum
miöborgina
Þegarhún
haíöilokiöer-
indum sínum
liélt hún nuYnr
áHveríísgötu
og ákvað að taka strætisvagn heim.
Nokkur tjöldi marrna var að bíða með
henni í biðskýlinu en voru ekki á
sömu leið og hún. Það kom því að því
að hún var orðin ein. Þá sá hún ungl-
ingsstrák vera að læðupokast fyrir
aftan skýlið. Allt í einu skaust hann
inn I strætisvagnaskýlið og spurði
hvatvíslega: Hvað ertu með í veskinu,
góða? Sú gamla var með tösku með
axlaról og lagöi hún í sky ndi hægri
höndina yfir töskuna. Svo gaf hún
snáðanumeinn „upper cut“ með
þeirri vinstri og sagði um leið: Snaut-
aðu heim til honnar mömmu þinnar.
Stráknum brá greinilega því hún sá
undir iljar honum á flóttanum niður
Hverfisgötuna. „Ég varð ekkert
hrædd við strákinn," sagði hún i
samtali við DV. „Mér ofbauð bara svo
þessi frekja í honum. Þetta sýnir það
líka að þó við séum farin að eldast
getum við varið okkur.“
Hvar eru tenn-
umar mínar?
Kunningi
S-'.ndkornsrit-
ara hringdi í
hannumdag-
ínnogsagöi
honum sögu af
manninokkr-
umsemfórað;
skemmtasérí
ákveðnum
klúbbi upp á Velli. Maðurinn, sem
er á miðjum aldri, varð nokkuð öl v-
aður og á endanum var honum skutl-
að heim meðvitundarlitlum. Morg-
uninn eftir hringdi hann í vini og
kunningja og spurðiþá hvort þeir
hefðu nokkuð fundið fölsku tennum-
ar sínar. Enginn hafði haft spurnir
af tanngarðinum en manninum var
bent á að hringja í starfsfóik veitinga-
staðarins og spyrja hvort þær hefðu
nokkuð fundist á dansgólfinu eða í
einhvetju vinglasinu. Maðurinn
gerði að sjálfsögðu eins ogfyrir hann
hafði verið lagt en á veitingastaðnum
kannaðist enginn við að hafa fúndið
tennumar. Seinna um daginn
hringdi hann svo alsæll í vinahópinn
aftur og sagðist hafa fundið tennurn-
ar sínar. Þær höfðu ekki farið langt
því þær fúndust undir rúmi manns-
ins.
Pylsur í
milljónatali
Fréttastofa
Sjónvarpsgerði
undirritun bú-
vorusammngs-'
insskiHíktog
aðrirfjölmiðl-
ar.Fréttinvar
aðsjálfsögðu :
myndskreytt ! :
oggátuáhorf-
endur barið augum ýmsar kjötegund-
ir sem allar áttu það sameiginlegt aö
hafa verið pakkað i umbúðír sem
merktar voru einum söluaðila, eða
SS. Menn hafa svona verið að velta
því fy rir sér hvort fréttastofan sé far-
in að auglýsa þessar vörur sérstak-
lega fyrir SS og aðrir söluaðilar fai
ekki inni í fréttatímanum.
Ekki í framboði
Súrea-listmn
fékkekkíað
bjóðaframi
; stúdenta-og
háskólaráðs-
kosningunum
semframfórui:
gærþráttfyrir
ítrekaðartil-
raunirtilaðfá
framboðslistann samþykktan. Þar
sem iila gekk að fá að bjóða firam
gátu aðstandendur listans lítt unnið
að stefnumörkun. Eitt af því sem sag-
an segir að þeir hafi þó hugsaö sér
að hafá í stefimskrá sinni var að
leggja niður Lánasjóðinn og vera
búnir að koma upp huggulegri stúd-
entabyggð fyrír árið 3000. Það væri
synd að segja að-stúdentar spáðu
ekkiíframtíðina.
».»!**»!!»
tafa?1' ;Wnjsít****
Umsjón: Jóhanna Margrét EinarsdóHir
Fréttir
Undirskriftalistar til stuðnings brottrekna bæjarstjóranum á Egilsstöðum:
Breyta engu um
aðégmunhætta
- en sýna mér traust bæjarbúa, segir Sigurður Símonarson bæjarstjóri
„Þessir undirskriftalistar koma
ekki til með að breyta neinu fyrir
mig. Ég er hræddur um að ég gæti
ekki labbað inn í þetta starf aftur.
En þetta er geysilega mikill stuðning-
ur við mig og sýnir að a.m.k. bæj-
arbúar bera traust til minna starfa,"
segir Sigurður Símonarson bæjar-
stjóri á Egilsstöðum. Meirihluti bæj-
arstjórnar hefur sagt honum upp
störfum og segja ástæðuna skort á
samstarfsvilja og trúnaðarbrest.
Undirskriftalistar þar sem uppsögn
Sigurðar er mótmælt ganga nú milli
manna á Egilsstöðum.
„Ég kannast ekki við neinar deilur
eða samstarfsörðugleika við meiri-
hluta bæjarstjómar og hef óskaö eft-
ir nánari skýringum á uppsögninni.
Þetta kom mér því mjög á óvart,“
segir Sigurður
Sigurður hefur starfað sem bæjar-
stjóri frá 1987 en eftir kosningamar
síðastliðið vor voru skiptar skoðanir
um endurráðningu hans.
„Ég hafnaði þá endurráðningu til
eins árs og taldi eðlilegra að skipta
um bæjarstjóra á þeim tímapunkti
en eftir að samkomulag náðist taldi
ég að máhð væri úr sögunni,“ segir
Sigurður.
Meirihluti bæjarstjórnarinnar
samanstendur af Framsóknarflokki
og óháöum en Sigurður er flokks-
bundinn alþýðuflokksmaður.
„Það hefur aldrei farið neitt leynt
og ég lýsti því yfir á sínum tíma
þannig að menn hafa alltaf vitað
hvar ég væri í póhtík. En ég get lýst
því yfir með góðri samvisku að ég
hef aldrei skipt mér af póhtík eftir
að ég var ráðinn hingað sem bæjar-
stjóri," segir Sigurður.
Sveinn Þórarinsson, forseti bæjar-
stjórnar, segir að fyrr eða síðar hefði
komiö að uppsögn Sigurðar þar sem
ekki var samstaða um ráðningu hans
eftir kosningarnar.
„Okkur þykir samstarfið ekki nógu
hpurt og það er ákveðinn skortur á
trúnaði. Ég vif ekki fara nánar út í
það. En þetta er ekki pólitískt mál í
sjálfu sér,“ segir Sveinn.
-ns
Jakob Pétursson kennari og Sigurbrandur sonur hans, til hægri, voru fyrstir til að leggjast við bryggjuna á bát
sinum Bryndísi SH 271. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Pétur Ágústsson, formaður hafnarnefndar, voru meðal
þeirra sem tóku á móti þeim. DV-mynd Ingibjörg
Ný f lotbryggja í Stykkishómi
frigibjörg Hinriksdóttir, DV, Stykkishófrni:
Ný flotbryggja var tekin í notkun
hér í Stykkishófmi 6. mars sl. Flot-
bryggjan er sænsk að uppruna, mjög
vönduð að allri gerð og var send
hingað í einingum. Króh flytur
bryggjuna inn. Bryggjupallurinn er
steyptur utan um plast og er mjög
stöðugur.
Nýja flotbryggjan er einkum heppi-
leg fyrir triflueigendur, sem róa dag-
lega, og eyjabændur sem eru fjöl-
margir í Stykkishólmi. Pláss er fyrir
30 báta við bryggjuna og eru þau nær
öll upppöntuð.
Lögregla á ísafrrði lagði hald á um 300 myndbönd:
Þýf i kom upp um út-
leigu á klámspólum
- myndbönd úr innbroti leiddu til lögregluaðgerða á videóleigu
Lögreglan á Isafiröi lagöi hald á
samtals um 300 myndbandssólur sem
ætla mátti að væru með klámfengnu
efni í síðustu viku. Eigandi mynd-
bandaleigu í bænum hefur gengist
við því að hafa leigt spólurnar út.
Lögreglan upplýsti nýlega innbrot
á níu stöðum á Isafirði. Við húsleit
heima hjá einum þeirra, sem átti hlut
að innbrotunum, fundust meðal ann-
ars fjórar myndbandsspólur meö
klámfengnu efni. Spólurnar voru frá
myndbandaleigu sem var einn af
þeim stöðum sem brotist hafði verið
inn á.
Lögreglan lét síðan til skarar
skríöa í síðustu viku. Á sjálfri mynd-
bandaleigunni fundust á annað
hundrað spólur.' Eigandinn fram-
vísaði síðan svipuðu magni af klám-
fengnum spólum sem hann hafði
geymt á heimih sínu. Hann gekkst
við því að hafa leigt efnið út. Málið
er enn í rannsókn og verður ákvörð-
un tekin síðar um framgang þess.
-ÓTT
Heimastj ómarsamtökin:
Stef na að
framboði í
■■■■ ■ ■■■
ollum kjor-
dæmum
Fulltrúar Heimastjórnarsam-
takanna úr öllum kjördæmum
hittust í Borgarnesi um síðustu
helgi og þar var formlega lýst
yfir stofnun samtakanna. Stefha
samtökin að framboði í öllum
kjördæmum. I framkvæmda-
stjórn samtakanna voru kosnir
þeir Tómas Gunnarsson, Jón
Oddsson og Sigurjón Þorbergs-
son.
í stjórnmálaályktun samtak-
anna segir í aðalatriðum meðal
annars að stefna þeirra sé að
hverfa frá auknu misrétti mið-
stýringar og samtryggingar nú-
verandi valdhafa. Boða samtökin
vörn og jafnrétti byggðanna.
Völdin þurfi að færa nær fólki
og byggðum og setja skýr ákvæði
í sfjómarskrána um mannrétt-
indi, skipan og starfshætti hæsta-
réttar og endurskoða þurfi önnur
helstu ákvæði stjórnarskrár og
löggjafar. Eru samtökin á móti
erlendri íhlutun hér á landi og
aöildaðEvrópubandalaginu. -hlh
Sauðfjárbænd-
uruggandi
Öm Þórarmsson, DV, fljótum:
Á íjóröa hundrað manns sóttu
almennan fund í félagsheimilinu
Miðgaröi í Varmahlíð hér í
Skagafirði á í síðustu viku þegar
fulltrúar í sjömannanefnd gerðu
grein fýrir tillögum sinum varð-
andi framtiðarstefnu í sauðfjár-
rækt.
Talsverð gagnrýni kom fram á
fundinum á tillögumar, einkum
þann snögga samdrátt í fram-
leiðslu sem boðaður er og stjóm-
lausa sölu á greiðslumarki milli
landshluta. Þó kom fram í máli
bænda að þeir teldu ýmislegt í
tillögunum jákvætt og gætu þær
með nokkrum breytingum verið
grunnur að nýjum búvörusamn-
ingi.
Það kom skýrt fram í málflutn-
ingi sauðfjárbænda að þeir eru
kvíðnir um framtíðina og vilja aö
óvissuástandi um, hvaö mikiö
hver bóndi kemur til með aö
mega framleiða, ljúki sem fyrst
þannig að hver og einn getí metið
hvort búskapurinn gefi honum
tekjur til að lifa af í framtíðinni.