Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Side 2
2 MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. Fréttir Haukur Pálsson bóndi um viðskipti sín við svindlara: Glæpamenn haf a for- gang í þjóðfélaginu Haukur Pálsson bóndi kom til Reykjavíkur i gær til að reyna að endurheimta þrjú hross sem svikin voru af honum fyrr í vetur. Ferðin var án árangurs. DV-mynd S „Það sem klikkaði er að það þarf samþykki glæpamannsins til að ég fái hestana mína til baka. Eins og réttarkerfi þessa lands er háttað get ég ekki séð að ég eígi möguleika á að endurheimta hrossin aftur. Þetta sýnir bara að glæpamenn hafa for- gang í þjóðfélaginu," segir Haukur Pálsson, bóndi á Röðh í Húnavatns- sýslu. Forsaga málsins er sú að um mán- aðamótin nóvember/desember 1990 handtók lögreglan mann sem hafði svikið út málningu hjá SUppfélaginu í Reykjavík meö fölskum kvittunum. Málninguna seldi hann svo öðrum eða lét hana í skiptum fyrir hesta. Maðurinn stal einnig hestakerru sem hann fór með norður í land og bauð Hauki hana í skiptum fyrir þrjú ótamin hross. Eftir skamman tíma seldi Haukur kerruna. Stuttu síðar hafði Rannsóknarlögregla ríkisins samband viö hann og sagði honum að kerran væri þýfi. Fór hann þá til þeirra er höfðu keypt kerruna af honum og bað þá að láta kerruna af hendi aftur gegn því að hann endur- greiddi þeim kaupverðið. Hefur Haukur nú komið kerrunni í hendur réttra eigenda. í millitíðinni hafði sá er hrossin fékk selt þau öörum. Haukur komst svo að því að þau væri að finna í hesthúsum við Rauðavatn. Hann fór þangað og ætlaði að endurheimta hesta sína en sú för var án árangurs. „Ég komst að því aö tamningamað- ur nokkur haíði keypt einn hestinn og hafði hann unnið við að temja hann í vetur. Þegar ég sagðist vilja fá hann til baka sagði hann mér að hann hefði lagt út í nokkurn kostnað við hestinn. Eg bauð manninum að borga honum fyrir tamninguna og annan útlagðan kostnað en hann vill ekki láta hestinn af hendi, þrátt fyrir að hann viti að hesturinn var upp- haflega fenginn með óheiðarlegum hætti. Hinir tveir hestamir voru í hesthúsinu en það var læst og var mér meinað að sjá þá,“ segir Haukur. „Mér finnst þetta ömurlegt réttar- kerfi að það skuli þurfa samþykki glæpamannsins til að ég fái hrossin. Það fæ ég náttúrlega aldrei og því tel ég að þessi hross séu mér glötuð Ég sit uppi með tjónið af því að hafa átt viðskipti við þennan mann.“ -J.Mar Flokkur mannsins og Þjóðarflokkur fram saman: Enginn málef nalegur ágreiningur - segir Áshildur Jónsdóttir, Flokki mannsins „Það skemmtilega við þetta sam- eiginlega framboö er að flokkamir virðast falla alveg saman. Þaö er enginn málefnalegur ágreiningur. í stefnuskrám okkar er í stórum drátt- um verið aö tala um sömu hlutina með mismunandi orðalagi. Ákvörð- un okkar um að starfa saman bygg- ist á miklu trausti. Við leggjum alger- lega í púkk þar sem ekki var skipt niður á framboðslista fyrirfram. Þannig eru fleiri frá Flokki mannsins á sumum hstum og fleiri frá Þjóðar- flokki á öðmm,“ sagði Áshildur Jónsdóttir, talsmaður Flokks mannsins, í samtali við DV. Flokkur mannsins og Þjóðarflokk- urinn ákváðu formlega að hafa með sér samstarf um framboð til Alþingis í vor á fundi í síðustu viku. Verður boðið fram í öllum kjördæmum und- ir heitinu Þjóðarflokkur - Flokkur mannsins og listabókstafnum Þ. „Þetta gagnkvæma traust milli okkar er kannski ástæðan fyrir því að við lentum saman en ekki aörir flokkar sem höfðu hugað að sameig- inlegu framboði. Hinir flokkamir og samtökin voru ekki tilbúin að starfa saman á sama hátt og við. Þar tóku menn miklu persónulegri afstöðu til hlutanna.“ Áshildur segir þetta sameiginlega framboö hjálpa til við að brúa bilið milli þéttbýlis og dreifbýlis. Þá brú- aðist einnig aldursbil en eldra fólk setti frekar svip sinn á Þjóðarflokk- inn en yngra fólk á Flokk mannsins. „Ég held við gefum gott fordæmi með því að standa svona saman í stað þess að hnýta í hvort annað. Það er ahð á svo mikihi sundrungu í þjóð- félaginu, ekki síst milli þéttbýhs og dreifbýlis.“ Framboðslistar hins sameiginlega framboðs em ekki fylhlega thbúnir en teknar hafa verið ákvarðanir um efstu menn í nokkrum kjördæmum. Pétur Guðjónsson verður efstur í Reykjavík og Áshildur Jónsdóttir í öðru sæti. Á Reykjanesi er Þorsteinn Sigmundsson efstur, Helga Gísla- dóttir á Vesturlandi, Ingibjörg G. Guðmundsdóttir á Vestíjörðum og Eyvindur Erlendsson á Suðurlandi. -hlh Svava Haraldsdóttir, 18 ára Reykja- víkurmær, var kosin fegurðardrottn- ing Reykjavíkur síðastliðinn föstu- dag. Svava var einnig kosin Ijós- myndafyrirsæta Reykjavfkur. Með sigrinum öðlast hún rétt til að taka þátt i keppninni um fegurðardrottn- ingu íslands sem fram fer í vor. — DV-mynd GVA íslandsbankamótið í bridge: Úrslitin alveg eftir bókinni Undankeppni íslandsbankamóts- ins í sveitakeppni í bridge lauk á sunnudag á Hótel Loftleiðum. Segja má að úrslit hafi verið eftir bókinni ef tekin em mið af stigum sveitanna í upphafi. Allar sveitir í A og B styrk- leikaflokki komust áfram þó litlu hefði munað í D-riðli í lokin. í A-riðli komust áfram sveit Púls- ins með 135 stig og sveit Ásgríms Sig- urbjörnssonar frá Siglufirði með 133 stig. Siglfirðingarnir eru þarna að komast annað árið í röð í úrsht ís- landsmóts. B-riðilinn vann sveit Jak- obs Kristinssonar frá Akureyri meö 143 stig en sveit Veröbréfamarkaðar íslandsbanka varð nokkuð óvænt í öðm sæti með 136 stig en fyrirfram var búist við auðveldum sigri þeirrar sveitar í riðhnum. Sveit Sjóvá/Al- mennra frá Akranesi náði ágætis skori, 123 stigum sem dugðu þó ekki til sætis í úrslitum að þessu sinni. Hæsta skori allra sveita náðu Sam- vinnuferðir/Landsýn sem enduðu með 162 (af 175 mögulegum) stig í C-riðli. Sveit S. Ármanns Magnús- sonar náði öðru sæti með öryggi með 135 stig. D-riðillinn var sá eini sem bauð upp á spennu á lokasprettinum. Fyrir lokaumferðina áttu 5 sveitir af 8 möguleika á sæti í úrslitum. Sveit Landsbréfa náði nokkuð ömgglega fyrsta sæti og skoraði 140 stig. Sveit Tryggingarmiðstöðvarinnar náði naumlega öðm sæti í riðlinum og skoraði 120 stig. Sveit TM spilaði inn- byrðisleik við Zink-stöðina í lokaum- ferðinni og máttu ekki tapa þeim leik meir en 17-13. Það urðu einmitt lokatölur leiksins en 18-12 tap hefði þýtt að Zink-stöðin hefði farið í úrslit í stað Tryggingar- miðstöðvarinnar. Sveit Zink-stöðvar- innar endaði með 118 stig, sama stigafjölda og sveit Roche en henni hefðu nægt 19 stig í lokaumferðinni til að komast í úrslitin. Sveit Roche fékk aðeins 17 stig í lokaleiknum og varð þar með naumlega af sæti í úr- slitum. Dregið hefur verið um sæti í úrslitum sem spiluð verða 27.-30. mars og eru rásnúmer sveitanna þannig: 1. Samvinnuferðir/Landsýn 2. Landsbréf 3. Tryggingamiðstöðin 4. Jakob Kristinsson 5. S. Ármann Magnússon 6. Verðbréfamarkaður íslandsbanka 7. Ásgrímur Sigurbjörnsson 8. Púlsinn Úrshtakeppnin fer fram á Hótel Loft- leiðum og keppnisstjóri verður Agn- ar Jörgensson eins og í úrslitum. ÍS Vaskurinn verðifellduraf tónlistinni „Þaö var samþykkt samliljóða að brýna fyrir stjómmálamönn- um að nota síðustu daga Alþingis til að koma í gegn frumvarpi um breytingu á lögura um virðis- aukaskatt sem felur í sér niður- fehingu á virðisaukaskatti á ís- lenskri tóniist, bæði hljóðritun- um og tónleikalialdi,“ sagði Gunnar Guðmundsson en hann skipulagði ráðstefnu í húsakynn- um FÍH við Rauðageröi undir j’firskriftinni „íslensk tónlist í vaskinn". Að ráðstefnunni stóðu Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, Samband hijómplötuframleiðenda, og Fé- lag íslenskra hljómhstarmanna, FÍH. Sagöi Gunnar aö menntamála- ráðherra heföi mætt á fundinn. í máli hans hefði komiö fram að hann hefði kynnt þessi sjónarmið hagsmimaaðila í tónhst. Kom fram að búið væri að feha virðís- aukaskatt niður af allri íslenskri menningu nema íslenskri tónlist, það er tveimur prósentum menn- ingarinnar. „Við teljum að það sé réttlætis- mál að láta jafnt yfir alla ganga. Við viljum ekki fara í vaslúnn," sgði Gunnar. -hlh Sinfónluhljómsveitin: Tónskáld fá starfslaun Tónskáldin Áskell Másson og Haukur Tómasson fá starfslaun til tónsmíða i þrjá mánuði hvor frá Sinfóníuhljómsveit íslands. Það var fyrir skömmu að hljóm- sveitin auglýsti eftir umsóknum : um starfslaun til tónsmíða í þágu hljómsveitarinnar. Margar um- sóknir bárust en ákveðið var að þessu sinni að skipta starfslaun- unum í tvennt. Áskéll Másson fær launin til að semja verk fyrir strengjasveit sem tileinkað verður Sinfóníu- hljómsveitinni en Haukur Tóm- asson til að semja verk fyrir hijórasveit með heföbundinni hJjóðfæraskipan. -lls Fá1700millj- óniraðláni Flugleiðir hafa nú undirritað lánasamning vegna kaupa einnar Boeing 737-400 flugvélar sem af- hent verður seinni hlutann í aprílmánuði. Lánsupphæðin er 29,7 milljónir Bandaríkjadohara eða 1700 milljónir íslenskra króna. Það eru tveir japanskir hankar sem lána fé til flugvéla- kaupanna. Með þessum flugvélakaupum lýkur endumýjun flugflota Flug- leiða í millilandaflugi.'Endumýj- un innanlandsflotans fer fram á næsta ári. Flugleiðir hafa tekiö lán og keypt allar nýju þoturnar en innanlandsflugflotinn verður leigður með kauprétti eftir 10 ár. -J.Mar NMímatreiðslu: Tveirfullirúar frá íslandi Tveir matreiðslunemar munu keppa fyrir íslands hönd á Norð- urlandameístaramótinu í mat- reiðslu og framreiðslu sem fram fer hér á landi 27. apríl næstkom- andi. Það eru þeir Bjarni Har- aldsson frá Akranesi og Kristján Gunnarsson frá Reykjavík sem báðir eru á þriðja námsári í Hót- el-ogveitingaskólanum. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.