Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1991, Page 5
MÁNUDAGUR 18. MARS 1991. 5 Fréttir Starfsmaður Hampiðjunnar krafðist bóta vegna vinnuslyss: 14 milljóna kröf u haf nað - lögmaður stefnanda segir meðdómara eiga hlutabréf í tryggingafélaginu Bæjarþing Reykjavíkur hefur sýknaö Hampiöjuna í Reykjavík og Sjóvá-Almennar af skaðabótakröfum sem fyrrverandi starfsmaöur Hamp- iðjunnar höfðaði vegna veikinda sem hann hefur átt við að stríða um nokk- urra ára skeið. Maðurinn taldi alvarlegt heilsutjón sitt stafa af vinnuslysi sem hann varð fyrir í Hampiðjunni árið 1981 þegar kviknaði í blýpotti sem hann vann við. í stefnu krafðist maðurinn skaðabótakröfu upp á röskar 14 milljónir króna með dráttarvöxtum. Bæjarþing Reykjavíkur komst aö þeirri niðurstöðu að ósannað væri að vinnuslysið hefði á nokkum hátt verið orsök að heilsutjóni mannsins. Hampiðjan var því sýknuð af kröfun- um. Jón L. Arnalds borgardómari kvað upp dóminn ásamt meðdóms- mönnunum Jakob Kristinssyni, dós- ent í eiturefnafræði og Tryggva Ás- mundssyni lækni og sérfræðingi í lungnasj úkdómum. Jón Oddsson, lögmaður stefnanda, hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar. Dómsmálaráðherra hefur heimilað gjafsókn í málinu. Jón sagði við DV að ný gögn varðandi veikindi manns- ins svo og breyttar málsástæður Uggi fyrir í málinu: „Eftir að dómur var kveðinn upp í Bæjarþingi Reykjavíkur hefur komið í Ijós að annar meðdómandinn, Tryggvi Ásmundsson læknir, er eig- andi að hlutabréfum í Sjóvá- Al- mennum hf. upp á 216 þúsund krón- ur, sölugengi þeirra er vel á aðra milljón króna,“ sagði Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður í samtali við DV. „Sjóvá-Almennar er raunverulega sá aðili sem verið er að krefja um greiðslu í þessu tilfelli. Samkvæmt 6. grein mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem íslendingar eru aðili að, er skýrt tekið fram að dómarar skuli vera hiutlausir," sagði Jón Oddsson. -ÓTT Röng hæðarsetning á Sauðárkróki reyndist dýr: Kostaði bæjarsjóð rúmlega milljón Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkröki: Bæjarsjóður Sauðárkróks þarf að greiða rúma milljón króna vegna mistaka er urðu við hæðarsetningu einbýlishúss í Túnahverfinu í byrjun síðasta áratugs. Ljóst er að dómnum, sem kveðinn var upp í bæjarþingi Sauðárkróks 17. janúar sl, verður ekki áfrýjað. Hann féll Birgi Hreins- syni, Dalatúni 4 í vil og voru honum dæmdar í bætur 400 þúsund krónur. Með vöxtum og málskostnaði nema útgjöld bæjarsjóðs vegna málsins rúmri milljón. Birgir Hreinsson sagðist í samtali við DV ekki vera að fullu sáttur við dóminn, þar sem í honum sé ekki nema að hluta tekið tillit til þeirra atriða er hann grundvallaði kæruna á. Að öðru leyti vildi Birgir ekki tjá sig um niðurstöður dómsins. Það var á árinu 1983 sem Birgir gerði kvörtun til bygginganefndar vegna rangrar hæðarsetningar húss- ins. Þegar honum þótti sýnt að bæj- aryfirvöld kæmu ekki til móts við hann með greiðslu aukakostnaðar, sem af þessu hlaust, varð hann sér úti um lögfræðing og mál reis. Rann- sókn málsins og meðferð hefur tekið langan tíma. WtMÆm ÆM® 160 WATTA HLJÓMTÆKJA- samstæða Geislaspilari Fjarstýring Stafrænt útvarp Tvöfalt kassettutæki Plötuspilari Tónjafnari 2 djúpbassa hátalarar VÖNDUÐ VERSLUN jVlEf> ÖU-V HlJMÓdu FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 SERTILBOÐ 39.950, sigr. C7 (ÁN GEISLASPILARA 26.495,- stgr.) Afborgunarskilmálar Þú færð hvergi jafn öfluga tölvu ffyrir eins GÖTTVERÐ! Opið laugardag frá kl. 10:00 til 16:00. Verðsamanburður hefur sannfært tölvunotendur um að erfitt er að gera betri kaup en einmitt í Aórotech tölvunum, þar sem saman fara gæði, góð vinnslugeta og makalaust verð. hað er einnig alkunna að nýja 20MHz Acrotech 286AT er hraðvirkasta AT tölvan á markaðinum. Pess vegna kunna tölvunotendur að meta Acrotech tölvurnar. Nú átt þú auðvelt með að bætast í hóp Acrotech eigenda, því verðið er hreint með ólíkindum. Acrotech 286AT 20MHz kostar kr. 119.908.- Acrotech 386SX 16MHz kostar kr. 139.900.- Innifalið í verði: VSK, Super VGA litaskjár, 1 Mb innra minni, 40 Mb harður diskur og MS-DOS 4.01. Ótrúlegt verð fyrir óviðjafnanlega tölvu. BALTI hf. ARMÚLA 1 SÍMI (91 j 8 25 55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.